Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
Ágreiningur um gildi kauptilboðs í
hlutabréf Frosta hf:
Tel víst að staðið
verði við tilboðið
- rifti hreppsnefndin kaupunum,
segir Guðmundur Heiðarsson
AGREININGUR er um hvort
kauptilboð 20 ára gamals Sam-
vinnuskólanema í 20% hlutabréfa
Frosta hf. á Súðavík hafi verið
gilt. Tilboð þetta barst í
símskeyti og átti hlutur þessi að
seljast fyrir 30 milljónir.
„Ágreiningurinn er það stór að
ég stend í höndunum með afrit af
símskeytinu frá pósthúsinu í
Reykjavík. Þar er skeytið staðfest
og sent laugardaginn 28. febrúar.
Aftur á móti er það ekki mér að
kenna þótt enginn sé á skrifstofu
Frosta hf. til að taka á móti sendum
símskeytum,“ sagði Guðmundur
Heiðarsson í samtali við Morgun-
blaðið.
Guðmundur sagði að á bakvið
tilboð sitt stæðu allmargir íbúar
Súðavíkur sem hann vildi ekki nafn-
greina. Guðmundur sagðist gera
fastlega ráð fyrir að þeir væru til-
búnir til að standa við þetta tilboð
og að það gildi áfram ef hrepps-
nefndin fær kaupum á hlutabréfum
í Frosta hf. rift.
Guðmundur sagði aðspurður að
sér þætti í rauninni ekkert óeðlilegt
þótt tilboði sínu væri hafnað en sér
þætti það afskaplega óeðlilegt að
tilboði sínu skuli ekki hafa verið
svarað og enn óeðlilegra að á mót-
tökudegi skeytisins, 3. mars, skyldi
foður sínum hafa verið sagt upp
störfum sem verkstjóri hjá Frosta
hf.
Þegar ummæli Guðmundar voru
borin undir Auðunn Karlsson
stjómarformann Frosta hf. sagði
hann að skeyti Guðmundar hefði
verið óstaðfest þegar það barst.
Þegar Guðmundi hefði verið bent á
það sagðist hann ætla að athuga
málið en síðan hefði ekkert heyrst
frá honum frekar.
Varðandi uppsögn föður Guð-
mundar sagði Auðunn að fyrri
eigandi Frosta hf. hefði fengið við-
komandi mann til að gegna verk-
stjórastöðunni til bráðabirgða
meðan leitað var að nýjum verk-
stjóra. Þegar búið var að ráða nýjan
hefði verið óskað eftir því að afleys-
ingaverkstjórinn færi í sitt fyrra
starf sem hann hefði ekki sagt sig
við og viljað hætta hjá fyrirtækinu.
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi athugasemd
frá Gunnlaugi M. Sigmundssyni,
framkvæmdastjóra Þróunarfé-
lags íslands hf.:
„í ritstjómargrein Morgunblaðs-
ins (leiðara) í dag 6. maí, er fjallað
um fyrirhugaða byggingu tækni-
garðs við Háskóla Islands. Veru-
legrar ónákvæmni gætir í frásögn
blaðsins af því hveijir standi að
byggingu umræddra tæknigarða,
en þar segir:
„Fyrir skömmu var frá því greint
hér í blaðinu að Reykjavíkurborg,
Háskóli íslands, Félag íslenskra
iðnrekenda og nokkrir forsvars-
menn í atvinnulífinu hafi ákveðið
að sameinast um stofnun tækni-
garðs við Háskóla íslands. Framlag
Reykjavíkurborgar verður 25 millj-
ónir króna á þessu ári ...“
Bygging tæknigarða við Háskól-
ann á sér stað á vegum hlutafélags
Þróunarfélag’ið er
stærsti hluthafinn í
byggingu tæknigarða
þar sem Þróunarfélag íslands hf.
er lang stærsti hluthafinn með 40%
eignarhlut. Reykjavíkurborg og
Háskóli íslands eiga hvor aðili um
sig 20%. Hlutafélagið Tækniþróun
hf. sem er að stærstum hlut í eigu
Háskóla íslands á 15% í félaginu
og Félag íslenskra iðnrekenda á 5%.
Engir einstaklingar eiga hluta í fé-
laginu og er því beinlínis rangt með
farið að segja að „nokkrir forsvars-
menn í atvinnulífi hafi ákveðið að
sameinast um stofnun Tækni-
garðs“, en sleppa jafnframt að geta
um þann hluthafa sem leggur fram
40% hlutafjár.
Hvað varðar 25 m.kr. „framlag"
Reykjavíkurborgar eins og það er
kallað í greininni, þá er hið rétta,
ef menn vilja vera nákvæmir í
fréttaflutningi, að Reykjavíkurborg
lánar hlutafélaginu 25 m.kr. á þessu
ári.“
Meðal þeirra tækja sem smíðuð hafa verið sérstaklega vegna leitarinnar að gullskipinu er hamarinn
á myndinni til vinstri. Á hægri myndinni eru mennimir að eiga við öfluga vatnsdælu, sem upphaf-
lega kom til landsins vegna gossins á Heimaey. Tíu slíkar dælur komu þá og hafa gullskipsmenn
tvær þeirra undir höndum.
Gullskipsmenn sækja
stálþil á Skeiðarársand
Gullskipsmenn héldu á
Skeiðarársand í gær þar sem
tvíþætt verkefni liggja fyrir í
sumar. Næstu daga munu þeir
hefjast handa við að ná upp
járaþilinu í kringum þýska tog-
arann, en þeir hafa orðið að
sérsmiða tæki til þess að ná
þilinu upp.
Þeir náðu á sínum tíma nokkr-
um skúffum af liðlega 150 sem
eru í 160 metra langri þilgirðing-
unni, en hún er 15 metra djúp.
Verðmæti þilsins á fjörukambin-
um er 6—7 millj. kr. Þá munu
gullskipsmenn halda áfram leit-
inni að Het Vapen van Amsterd-
am í byijun næsta mánaðar og
þá ráðgera þeir að leita á 27
ferkflómetra svæði með ýmiskon-
ar tækjabúnaði, m.a. sérsmíðuð-
um hamar og torfærubfl sem er
enn ein nýjungin í tækjaflota gull-
skipsmanna.
Krani, grafa, ýta og önnur
tæki gullskipsmanna verða notuð
til þess að ná upp bryggjuþilinu
á Skeiðarársandi, en 5—6 menn
munu vinna við verkið og eru
búðir þeirra sem fyrr á Lækjar-
bakka. Vestari búðir gullskips-
manna á sandinum eru við
Rauðamel, en frá þeim búðum
verður leitin gerð út í sumar.
Fyrst munu leitarmenn kanna
1700 metra breitt ósasvæði og
verður leitað um 1 km inn í landið,
en einnig munu leitarmenn mæla
sandinn á 5 km löngum kafla með
sjónum og 5 km inn í landið en
það er mun lengra inn í landið
en þeir hafa gert áður. Mælingar
fara fram eftir línum sem 20 m
eru á milli, en siðan eru 6 metrar
á milli mælipunkta. Reiknað er
með að leitin standi yfír fram í
júlímánuð.
Fiskifræðiiigarii-
ir eru varfærnir
- segir Kristján Ragnarsson um loðnutillögurnar
„FISKIFRÆÐINGAR hafa nú
lagt til verulega minna aflamark
fyrir upphaf loðnuvertíðar í haust
en á síðasta ári. Ég tel að þetta
sé gert af nokkurri varfærai
vegna þess, að fiskifræðingar
komust ekki á uppeldisslóðir loðn-
unnar i rannsóknum sínum í
vetur. Þá greindu þeir strax frá
því að þeir myndu leggja til minni
Seltjarnarnes:
Stuðrangsmannafélag'
stofnað við Gróttu
Liður í baráttu Lionsklúbbs Seltjarn-
arness fyrir vímuefnalausri æsku
LYON SKLÚBBUR SeHjamar-
ness hefur boðað til almenns
borgarafundar í dag um stofn-
um stuðningsmannafélags við
íþróttafélagið Gróttu á Selt-
jarnaraesi. Stofnun þessa
félags er liður í baráttu Lions
fyrir vimuefnalausri æsku og
telur Lyonsklúbbur Seltjaraar-
ness að slíkt forvaraarstarf
verði best unnið með því að
efla allt unglinga og æslulýðs-
starf og til þess þurfi Seltira-
ingar að sameinast um stofnun
öflugs stuðningsmannaf élags
við Gróttu.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Teitur Lárusson félagi í
Lyonsklúbbi Seltjamamess að
fullorðnir þyrftu nauðsynlega að
styðja við það félagslíf sem þrífst
innan íþróttafélagsins Gróttu og
raunar annara íþrótta og tóm-
stundasamtaka á Seltjamamesi,
til þess að áhugi ungmennanna
haldist og starfíð blómgist. Einnig
væri fyrirhugað að reyna að
tengja þessa félagsstarfsemi sam-
an og láta hana mætast á
miðpunkti í Gróttu. „Við þurfum
að laða fram „þjóðemisrembing"
hjá Seltimingum og láta þá
Morgunblaðið/Bjami
Teitur Lárusson og Steingrímur Ellingsen, félagar í Lyonsklúbbi
Seltjaraaraess sem stendur fyrir opnum fundi i dag um stofnun
stuðningsmannafélags við iþróttafélagið Gróttu.
fínnast að það sé einhvers virði
að vera Gróttari," sagði Teitur.
Steingrímur Ellingsen félagi í
Lyonsklúbbnum sagði við Morg-
unblaðið að borið hefði verið bréf
í öll hús á Seltjamamesi þar sem
borgarafundurinn er auglýstur og
hefði þetta hlotið mjög góðar und-
irtektir bæjarbúa. Borgarafund-
urinn verður haldinn í Félags-
heimili Seltjamamess í dag,
laugardag, klukkan 14 ogerfyrir-
hugað að halda stofnfund stuðn-
ingsmannafélagsins strax að
loknum þeim fundi.
kvóta en árið áður, en jafnframt,
að sú tillaga myndi ná til takmark-
aðs tíma en ekki vertíðarinnar
allrar eins og þeir hafa áður lagt
til,“ sagði Kristján Ragnarsson,
framkvæmdastjóri LÍÚ, i samtali
við Morgunblaðið.
„Þótt ég ali þannig nokkra von í
bijósti um að heildarveiði vertíð-
arinnar verði meiri, en þeir hafa nú
lagt til, vil ég undirstrika að við
getum alltaf gert ráð fyrir nokkrum
sveiflum á loðnuafla. Við höfum ríka
ástæðu til að hyggja að því hvemig
þessum málum er komið hjá Norð-
mönnum. Þar hefur verið um að
ræða ofveiði úr stærsta loðnustofni
heims. Hann er nú svo illa kominn
vegna ofveiði, að þar má ekki veiða
eina einustu loðnu á þessu ári og
líklega ekki á næstu áruim Slíkt vilj-
um við ekki að gerist á íslandi og
reynslan frá árunum 1982 og 1983,
þegar við máttum ekki veiða loðnu,
er okkur vonandi enn í fersku minni.
Við viljum ekki að það gerist aftur.
Mér finnst menn þó vera ótrúlega
fljótir að gleyma fyrri erfíðleikum í
þessu efni. Menn ráðgera skipakaup
og mikla fjárfestingu með hliðsjórt
af því, sem bezt hefur gerzt að und-
anfömu. Ég held að menn verði að
muna að loðnuveiðar eru breytingum
háðar og menn geti ekki alltaf búizt
við því bezta," sagði Kristján Ragn-
arsson.