Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 26

Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 4 Lífsbaráttan í Vestmanna- eyjum framan af öldínni eftir Aðalstein Jóhannsson Þegar ég var að alast upp í Vest- mannaeyjum á þriðja áratug aldar- innar voru Eyjarnar mjög í snertingu við Eyjafjallasveit og Landeyjar. Þaðan flutti margt fólk á þeim tíma og búsetti sig í Eyjum og var það raunar ekki nýlunda. Flest var þetta harðduglegt fólk. Margir tóku bæjamöfnin með sér að heiman og nefndu hús sín í Eyjum sama nafni. Og við þau hús- nöfn voru þeir síðan kenndir. Eyjafjöll og Landeyjar eru búsæld- arlegar sveitir, en þær hafa þó ekki farið varhluta af ágangi sjávar og straumvatna og svo hefur uppblást- urinn verið þar að verki. Um þetta vitna sandarnir, Skógasandur, sem er raunar í gleðilegri uppgræðslu, og þar fyrir austan Sólheimasand- ur. Um hann orti Grímur Thomsen: Svo riddu þá með mér á Sólheimasand, sjávar þar aldrei þagnar kliður, en Jökulsá spinnur úr jakatoga band og jökullinn í hafið gægist niður. En þó er sú strönd heldur þegjandaleg, þar heyrast ei kvikar raddir neinar, því náttúran talar þar ein við sjálfa sig, en sveinar fæstir skilja, hvað hún meinar. Hafnleysið var mörgum athafna- sömum Eyfellingi og Landeyingi mjög til baga og því leituðu þeir æ til Vestmannaeyja og sóttu þaðan sjó af miklum dugnaði. Fiskveiðar voru þá ábatasamar. Á fyrsta ára-' tug aldarinnar var verið að setja fyrstu mótorana í róðrarbáta í Eyj- um og var talið að vel útbúinn fiskibátur með vél borgaði andvirði bátsins upp á einni vetrarvertíð væru aðstæður góðar. Vitað er að orð hefur farið af fiskisæld á miðun- um kringum Vestmannaeyjar öldum saman. T.d. á hirðstjóri einn á 15. öld að hafa viðhaft þessi orð: „Við eyju þessa eru betri fiskimið en annars staðar við ísland.“ Grímur Thomsen talar um þegj- andalega strönd við Sólheimasand. En þegar veður breyttust til hins verra varð annað uppi á teningnum, einkanlega þegar bátar voru á sjó. Þá var reynt að fylgjast með bátun- um, hvemig þeim reiddi af. Stöku sinnum komu erlendir togarar til hjálpar, ef veður versnaði snögg- lega. Á þessum fiskimiðum er veðrasamt mjög og þurfti oft mikla leikni við að komast hjá brimi og boðum á misjafnlega búnum fiski- bátum. Formennimir á þessum bátum voru því hetjur okkar strák- anna í Eyjum og oft reyndum við að geta okkur til um bátana af skellunum einum, meðan við sáum þá ekki en heyrðum aðeins í þeim hljóðið. Fórum við þá stundum í veðmál og höfðum tölur að veðfé. Þeir getspöku urðu þá nokkrum tölum ríkari! En Eyjamenn lærðu að lifa við hina óblíðu náttúru og komust furð- anlega hjá óhöppum. Þeir urðu sjálfum sér nógir um flesta búskap- arhætti, fyrir utan sjávaraflann fengust þeir nokkuð við landbúnað og bjargfuglinn varð þeim dijúg tekjulind. Formennirnir létu yfírleitt verka aflann sjálfír og gengu frá honum til útflutnings. Vönduðu þeir vel til þeirra verka, vissu að útflutningsverðið gat ráðist mjög af því, enda höfðu þeir í stöku til- Þorsteinn Jónsson í Laufási fimmtugur fellum beint samband við kaupend- uma og fóru gagngert að þeirra óskum. Aðallega var unnið að fisk- inum í þar til gerðum aðgerðar- húsum. Hver starfsmaður hafði sitt ákveðna hlutverk. Aflinn var saltað- ur í stæði og stóð þar í allt að 2 vikur. Þá var fiskurinn þveginn og honum umstaflað. Loks var hann þurrkaður til mismunandi herzlu og var þá tilbúinn til útflutnings. Oft hafði hver útflytjandi ákveðna þurrkunaraðferð og naut þess í söl- unni, ef vel tókst til. Það var einkenni Eyjamanna, að þeir sameinuðust um eignarhlut í bátunum. Eigendur voru kannski 2—4 eftir fjölskyldustærð. Síðan verkaði hver fjölskyldueining eign- arhlut sinn yfir sumartímann. Bar hún þá ábyrgð á hlut sínum og náði oft undraverðum árangri við nýtingu aflans. Fiskurinn var hvítur og fallegur, notað var úrvalssalt, og oft náði einhver lítt þekktur NN beztum árangri. En lítum nú aftur til lands. Þang- að var oft og einatt tignarlegt að horfa frá Vestmannaeyjum á góð- viðrisdögum og Eyjafjallajökull stórbrotinn í tign sinni. Þaðan úr sveitum kom margur dugandi verk- maður til Eyja eins og vikið var að í upphafi máls. Mig langar til að nefna einn þeirra sérstaklega, Þor- stein Jónsson, sem kenndur var við Laufás, heimili sitt í Eyjum. Hann var fæddur í Austur-Landeyjum árið 1880 og kom aðeins þriggja ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Jón Einarsson, faðir hans, var Eyfellingur en bjó um sex ára skeið í Gularáshjáleigu í Landeyjum áður en hann flutti til Eyja. Hann var talinn merkur mað- ur, vel gefinn og vörpulegur á velli. Þorsteinn gerðist háseti á vertíðar- skipi aðeins 17 ára gamall og þegar hann stóð á tvítugu tók hann að sér formennsku og var síðan for- maður óslitið til 1948 er hann var kominn hátt á sjötugsaldur. Allt frá því fyrsta var hann talinn í hópi þeirra, sem bezt læra af náttúrunni sjálfri. Um hann segir Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, svo í formála fyrir bókinni „Formanns- ævi í Eyjum", sem er eftir Þorstein: „Þorsteinn var sérstakur láns- maður í formennsku sinni. Aldrei missti hann mann og aldrei urðu nein slys á bátum hans, þó að hann sækti sjóinn jafn fast og þeir, sem djarfastir voru. Hann var gjör- hugull á allt til sjávarins, gaf nánar gætur að straumum, boðum og grynningum og gerði margar leið- réttingar á sjókortunum yfir umhverfi Vestmannaeyja." Árið 1903 kvæntist Þorsteinn Elínborgu Gísladóttur og tveimur eða þremur árum síðar settust þau að í Laufási. í bók sinni um Vest- mannaeyjar, byggð og eldgos, segir Guðjón Ármann Eyjólfsson, skóla- stjóri m.a. svo frá Laufási: „Það var eitt fallegasta húsið í Vest- mannaeyjum og féll vel við græn tún, með móbrúnan Klettinn í bak- gnmn, en húsið var málað gulum, hlýjum lit. Þorsteinn Jónsson, skip- stjóri, útgerðarmaður, og kona hans, Elínborg Gísladóttir Engil- bertssonar, verslunarstjóra á Tanganum, bjuggu þar allan bú- skap sinn í meira en 60 ára hjúskap. . . . Þau hjón fluttu að Laufási 1905 og keyptu þá lítið íbúðarhús, sem þar stóð og Jón A. Kristjánsson hafði byggt. Jón skírði hús sitt Laufás ... Þorsteinn Jónsson lét rífa hús Jóns og byggði nýtt hús í Laufási árið 1912, sem stóð þama á myndarlegum hóli og setti svip á umhverfíð næstu 60 árin. (Innskot: Húsið varð hraunflóðinu að bráð árið 1973.) Skammt frá Laufási Aðalsteinn Jóliannsson „Formennirnir á þess- um bátum voru því hetjur okkar strákanna í Eyjum og oft reyndum við að geta okkur til um bátana af skellunum einum, meðan við sáum þá ekki en heyrðum aðeins í þeim hljóðið. Fórum við þá stundum í veðmál og höfðum töl- ur að veðfé. Þeir getspöku urðu þá nokkrum tölum ríkari!“ hafði frá aldaöðli verið stöðull við hlið Vilborgarstaða. Laufás var timburhús á steyptum kjallara með rúmgóðu risi. Yfirsmiður var Magn- ús ísleifsson frá London. Húsið var vinalegt með hvítmálaðri gluggaröð móti suðri. Þorsteinn hafði ábúð á einni Vilborgarstaðajörðinni og hafði í Laufási nokkurn búskap og garðrækt er fullnægði þörfum heimilisins í Laufási, sem var alltaf íjölmennt, en þau hjón eignuðust 12 börn og ólu upp dótturson. Auk þess dvöldu á heimilinu vinnufólk og vertíðarmenn. Þorsteinn er þekktur fyrir ágætar bækur sínar, ævisögu sína, Formannsævi í Eyj- um, og Aldahvörf í Eyjum, sem er útgerðarsaga Vestmannaeyja fram til 1930. Þorsteinn var einn af upp- hafsmönnum vélbátaútgerðar í Vestmannaeyjum.“ Undirritaður átti heima í Laufási um skeið á bernskuárum, kom þangað frá ísafirði seint á öðrum áratugnum. Verðandi fósturforeldr- ar Ieigðu þá íbúð í Laufáshúsinu. Laufásheimilið var lærdómsríkt fyr- ir þá, sem voru að byija að skoða heiminn. Eyjalífið var heldur fábrot- ið, en hjá Elínborgu og Þorsteini í Laufási var alltaf eitthvað á seyði og þau hjónin virtust hafa gát á öllu. Tengdamóðir mín, sem var ungl- ingsstúlka hjá þeim heiðurshjónum í Laufási á árunum næst fyrir 1910, sagði mér hvemig lífið gekk fyrir sig á því stóra heimili. Árstíðimar voru hver með sínum sérstaka hætti og vinnubrögð öll að fyrirsögn hús- bændanna. Vor- og sumartíminn samtengdist meira og minna. Túnið var undirbúið undir grósku sumars- ins, því að talsvert þurfti að heyja handa nokkrum mjólkandi kúm og einnig kindum, sem gengu í úteyj- um að sumarlagi. Nýta þurfti fuglinn vel, en hann barst að úr ýmsum áttum, en hann var talinn eitt bezta búsílag heimilisins. Fór þá mörg stundin í að reyta fyl og lunda. Þar kom svo, að haustið setti svip sinn á hlutina. Innanhúss var fengist við sláturgerð o.þ.h. og þeir sem sóttu sjóinn vissu að þá þurfti allt að vera á sínum stað og tryggi- lega frá öllu gengið. Hauststormar gátu brostið á hvenær sem var og náð 12—15 vindstigum á Stórhöfða. Fljótlega eftir áramótin átti „sá guli“ að fara að ganga á miðin með tilheyrandi önnum og þá kæmist undirstöðuatvinnan í verulegan gang. Laufásheimilið var með þeim mannflestu í Eyjum. Þar voru um eða yfir 20 manns að jafnaði, þar af 3—4 ársstúlkur. Vertíðarmenn voru hinir sömu langtímum saman. Húsbændur stjómuðu ekki heimili sínu með neinum hávaða, hver maður vissi um verkefni sitt, og bömin lærðu af foreldrum sínum góða umgengnishætti og störf. Samtímamenn Þorsteins báru, að rósemi og virðuleiki hafi einkennt hann öðm fremur. Erfitt er að skýra, hvemig hann lærði öll kenni- leiti við Eyjar löngu áður en ratsjá og önnur siglingatæki komu til sög- unnar. Slík skarpskyggni virðist hafa verið honum meðfædd. Jóhann Gunnar Ólafsson kemst svo að orði undir lok formála síns að ævisögu Þorsteins: „Þorsteinn Jónsson í Laufási hef- ur unnið merkilegt brauðtryðjanda- starf í atvinnumálefnum þessa lands. Hann er einn þeirra manna, sem ríkan þátt áttu að því að sýna leiðina til þess að kveða íslendinga úr hinum íjárhagslegum kút, sem þeir vom krepptir í svo öldum skipti. Verður þeim mönnum seint launað sem vert er.“ Og að endingu skal tekinn upp stuttur kafli úr „Formannsævi í Eyjurn", þar sem Þorsteinn bregður upp ljósri mynd af róðri frostavetur- inn mikla 1918. Kemur þar glögg- lega fram, hve hann var afbragðsvel ritfær, til viðbótar öðmm eiginleik- um: „Norðan- og norðaustanáttir vom allsráðandi þennan vetur. Komst frostið nokkmm sinnum yfir 20 stig á Celsíusmæli og jafnvel upp í 26—28 stig, þá mest var. Allir klettar og eyjar vom kögmð hvítu ísbelti, svo langt upp sem sjór skvettist. Stundum nær hurfu næstu eyjar, þótt bjart væri veður Enn þarf vegabréfs- áritun til Frakklands París, frá Torfa H. Tulinius fréttaritara Morgfunblaðsins. um vegabréfsáritun ætli þeir að NÚ ÞEGAR líða fer að sumri og margir hyggja á ferðalög til framandi landa er ekki úr vegi að minna á að enn krefjast frönsk yfirvöld þess að íslenskir ríkisborgarar fái vegabréfsárit- un í franska sendiráðinu, hyggist þeir ferðast um eða til Frakk- lands. í kjölfar mikillar öldu hryðju- verka á síðasta ári ákváðu frönsk yfirvöld að herða til muna eftiriit með útlendingum sem koma til landsins. Ein ráðstöfunin var að fara fram á að útlendingar sæki koma til Frakklands. Hún gekk í gildi 16. september og nær til allra útlendinga nema íbúa landa Evr- ópubandalagsins og Sviss. Upphaf- lega átti þessi ráðstöfun að gilda í sex mánuði en hún var framlengd um óákveðinn tíma hinn 13. mars síðastliðinn. Ýmsir mótmæltu þessu á sínum tíma, m.a. sendiherrar allra Norðurlandaþjóðanna, en nú þurfa allir Norðurlandabúar nema Danir að sælq'a um vegabréfsáritun, ætli þeir til Frakklands. Fréttaritari Morgunblaðsins hafði samband við Gunnar Snorra Gunnarsson, sendiráðsritara íslend- inga í París, til að forvitnast um hvort nokkurra breytinga væri að vænta á næstunni. Samkvæmt hon- um gefur ekkert til kynna að Frakkar hyggist aflétta þessari vegabréfsáritunarkvöð í náinni framtíð. Þeir virðast telja þetta það mikilvægt í baráttunni.gegn terror- isma að þeir hika ekki við að hundsa mótmæli ríkja eins og Norðurlanda eða Austurríki. Einnig gerir þetta þeim kleift að fylgjast betur með innflytjendum en það hefur verið markmið undanfarinna ríkisstjórna að stöðva straum ólöglegra innflytj- enda til landsins. Fulltrúar Norðurlanda í París náðu því fram að Norðurlandabúar búsettir í Frakklandi þurfa ekki lengur að sækja um vegabréfsárit- un fari þeir út fyrir landsteinana, og er þetta eina tilslökunin sem frönsk yfirvöld hafa fallist á. Að- spurður um hvort eitthvað hefði verið rætt um að Norðurlandaþjóðir gripu til gagnaðgerða gegn Frökk- um, svaraði Gunnar Snorri að það hefði komið til tals og að það væru Svíar og Austurríkismenn sem væru hvað harðastir í því að for- dæma þessa ráðstöfun Frakka. Gunnar Snorri sagðist vera á þeirri skoðun að betra væri að bíða aðeins átekta. Ef ákveðið væri að gera öllum Frökkum skylt að fá vega- bréfsáritun hyggi þeir á ferðalag til íslands, myndi íslenska sendiráð- ið í París, sem hingað til hefur afgreitt um 50 vegabréfsáritanir á ári, verða að afgreiða um 6000 vegabréfsáritanir á ári hveiju. Það myndi hafa í för með sér verulega aukningu á kostnaði og mikið auka vinnuálag. Eins hefði slík aðgerð talsverð áhrif á straum franskra ferðamanna til íslands og hafa í för með sér tekjumissi fyrir landið í heild. Gunnar Snorri bindur einhveijar vonir við það að frönsk stjómvöld dragi lærdóm af ferðamannatíman- um sem nú er að fara í hönd. Nýlega birtist f blöðum hér í landi að bandarískum ferðamönnum myndi fækka í Frakklandi á þessu sumri en ekki í nágrannalöndunum. Ef til vill fara hóteleigendur, og aðrir þeir sem hafa tekjur af ferða- mönnum, á stjá núna og þrýsta á stjómvöld til að þau afnemi þessa vegabréfsáritunarskyldu. Vegabréfsáritun til Danmerkur? Starfsfólk sendiráðsins í París hefur gert sitt besta til að greiða fyrir Islendingum sem hafa verið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.