Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, símí 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Hækkun tryggingabóta
- réttlætismál
Islenzkt þjóðfélag hefur bæði
kosti og gaila, rétt eins og
önnur samfélög. Sem betur fer
eru kostimir verulega fleiri, þó
að enn standi margt til bóta.
Ef kostir samfélagsins eru
metnir á mælikvarða þeirrar
heilbrigðisþjónustu, sem til
reiðu er, sem og meðalævi ein-
staklinga, skipum við íslend-
ingar háan sess. Aðeins ein
þjóð, Japanir, státar af jafn-
langri meðalævi og við íslend-
ingar.
Breytt aldursskipting þjóð-
arinnar, það er ört hækkandi
hlutfall þeirra landsmanna sem
komnir eru yfir vinnualdur,
kallar hinsvegar á margháttuð
viðbrögð samfélagsins. Það
hefur ekki lagað sig að breytt-
um aðstæðum, að þessu leyti,
nema að hluta til. Hér blasir
við margþætt svið, sem spann-
ar m.a. öidrunarþjónustu og
öldrunarhjúkrun, bæði í heima-
húsum og á stofnunum, hluta-
störf o g tómstundaiðkun
fullorðinna, félagsleg samskipti
— og síðast en ekki sízt af-
komuöryggi. Varðandi síðasta
atriðið er komið að íhugunar-
verðum þætti, þegar kostir og
gallar samfélagsins eru metnir.
Aldraður einstaklingur, sem
hefur ekki aðrar tekjur en bæt-
ur almannatrygginga og á ekki
húsnæði, státar til dæmis vart
af viðunandi afkomuöiyggi.
Engu að síður hafa þessi
mál þróast verulega til réttrar
áttar næstliðin ár. Bætur al-
mannatrygginga hækkuðu
umfram vísitölu kauptaxta
verkafólks 1985-1986. Á sl. ári
var fjárveiting úr sameiginleg-
um sjóði landsmanna 10.200
milljónir króna, eða 27,2% fjár-
laga. Ragnhildur Helgadóttir,
heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, hefur nú ákveðið að
hækka elli- og örorkulífeyri.
Lífeyrisgreiðslur til fólks með
fulla tekjutryggingu hækka um
2.000 krónur á mánuði. Gildir
hækkunin frá 1. maí sl. Hækk-
un maímánaðar kemur með
næstu greiðslu í byrjun júní.
EHi- og örorkulífeyrir með fullri
tekjutryggingu og heimilisupp-
bót nær umsömdum lágmarks-
launum eða tæpum 25.000
krónum.
Þessi ákvörðun heilbrigðis-
ráðherra er réttlætis- og
sanngimismál. Hún er spor
áleiðis að réttu marki.
Það var eitt sinn sagt að
bezti mælikvarðinn á menningu
þjóðar væri sá, hvem veg hún
býr að öldruðum. Þann mæli-
kvarða mættum við hafa vel í
huga.
Undirstaðan:
Þorskurinn
Hvert sem litið er í íslenzku
samfélagi blasa við vel-
megun og verðmæti. Velmegun
í lífsmáta fólks. Verðmæti í
opinberum byggingum, íbúð-
um, atvinnutækjum, bifreiðum
og svo framvegis. Að drýgstum
hluta eru verðmætin og vel-
megunin sótt í sjó, en sjávar-
vörur eru um 70% af útflutn-
ings- og gjaldeyristekjum
þjóðarinnar.
Auðlindir sjávar hafa hins-
vegar nýtingarmörk, sem ekki
má yfír fara, ef við viljum búa
að velmegun og efnalegu sjálf-
stæði til frambúðar. Dæmið um
Norðurlandssíldina, stofninn
sem hrundi vegna ofveiði, þarf
að vera okkur víti til vamaðar.
Gjöfulasta sjávarauðlindin er
þorskurinn. Hann er megin-
efniviður undirstöðunnar, sem
velmegunin er reist á. Það eru
því alvarleg tíðindi, sem físki-
fræðingar færa, að hrygning-
arstofn þorsksins sé mjög lítill
orðinn; að þorskstofninn sé illa
nýttur (þorskurinn veiddur of
ungur og of smár); að veruleg
hætta geti verið á ferðum, ef
ekki verði gengið fram með
gát.
Skiptar skoðanir eru um það,
hvem veg skuli staðið að skipu-
lagi sóknar í nytjafíska. Um
hitt em flestir sammála, að
ekki megi ganga í þorskstofn-
inn umfram fískifræðilegar
niðurstöður um eðlilega stofn-
stærð tegundarinnar. Sem og
um hitt, að nýtingu stofnsins
megi enn bæta, t.d. með því
að leyfa stærri hluta hvers ár-
gangs að vaxa upp í meiri
þyngd og verðmæti.
Keppikeflið á að vera að
veiða það magn, sem físki-
fræðileg rök standa til, með
sem minnstum kostnaði, og
vinna í sem verðmætasta sölu-
vöm.
Þorskurinn er í vissum skiln-
ingi einn meginhomsteinn
velmegunar okkar. Þennan
homstein verðum við að um-
gangast með tilhlýðilegri virð-
ingu.
VETRARVERTÍÐ netabáta er nú að ljúka, síðasti dagurinn
er á þriðjudaginn og er það samdóma álit sjómanna að ver-
tíðin hafi verið með allélegasta móti að þessu sinni, sérstak-
lega hjá þeim sem stunda sóknina frá Grindavík og
Vestmannaeyjum. Fiskleysi er um að kénna að sjálfsögðu og
eru menn ekki á eitt sáttir hvað valda muni. Algengt er að
menn nefni ofveiði en það þarf að fara ofan i saumana á
orsökum hennar og leita leiða til að rétta úr kútnum. Morgun-
blaðið var á ferðinni á Suðurnesjum í vikunni og tók tali
nokkra sjómenn og útgerðarmenn í Grindavík, hugleiðingar
þeirra og álit koma hér á eftir.
Jón Guðjónsson skipstjóri:
Bókstaflega engin
veiði eftir páska
Dauft hljóð í bátasjó
Grindavík eftir slæ
FLESTIR vertíðarbáta
Grindavíkur voru á sjó þegar
Morgunblaðið bar að garði og
það var ekki annað að gera en
að bíða þeirra og það var ógleym-
anleg sjón að sjá þá koma að
utan og renna inn í innsigling-
una, enda kraumaði sjórinn og
himinháir sjóskaflar, hvítfyss-
andi, helltu sér yfir bátana.
Jón Guðjónsson skipstjóri.
Fyrstur inn var „Máni“, en skip-
stjóri hans heitir Jón Guðjónsson.
„Þetta var heldur dauft núna,
aðeins 5—6 tonn, þannig að hljóðið
hefur ekkert breyst frá því sem
verið hefur alla þessa vertíð. Þetta
hefur verið afar lélegt og bókstaf-
lega ekkert að hafa nú eftir páska.
Ef á heildina er litið er þetta með
lakari vertíðum sem ég man eftir,
a.m.k. hjá flestum bátum,“ segir
Jón og dæsir við. En hefur engin
glæta verið á vertíðinni Jón?
„Ja, ég get svo sem sagt að þetta
hafí verið sæmilegt í mars, en þá
er það líka upptalið, lélegt fram að
því og nánast ördeyða eftir það.
Ég get nefnt ansi sannfærandi
dæmi þessu til stuðnings. Við höf-
um fengið 38 tonn af físki á
sóknarkvóta eftir páska, en um
svipað leyti í fyrra höfðum við hins
vegar veitt 134 tonn. Að vísu gátum
við þá veitt fleiri daga, en munurinn
er samt of mikill til þess að það sé
hin eina skýring á aflamuninum."
En hver er skýringin? Jón Guð-
jónsson, skipstjóri á Mána frá
Grindavík: „Það er engin önnur
skýring en að um ofveiði sé að
ræða, hveijum svo sem um það er
að kenna. Sennilega er um ofveiði
á mörgum sviðum að ræða. Togar-
amir drepa fískinn áður en hann
kemur upp í hrygninguna og mikið
Afla landað úr Mána frá Grindavík
af smáfísknum drepst um leið. Svo
veiðum við okkar skammt. Svo virð-
ist sem stofninn hafí ekki þolað
þetta og full ástæða sé til þess að
kanna málið ofan í kjölinn. Það
má til, því það nær ekki nokkurri
átt að vera að sækja í jafn rýran
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ:
Verkfallsrétturimi
er neyðarréttur
Kemur ekki til greina að gera
samningfyrir næsta ár án kaup-
máttartryggingar
„Kjarasamningar fyrir næsta
ár eru einfaldlega allt annað
mál,“ sagði Ásmundur Stefáns-
son, forseti Alþýðusambánds
íslands, er hann var inntur álits
á þeim ummælum Þórarins V.
Þórarinssonar, framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambands
íslands, að endurskoðun á gild-
andi samningum þurfi að ná til
næsta árs líka, þar sem opinberir
starfsmenn hafi samið til tveggja
ára. „Við erum að tala um endur-
skoðun á samningum, sem við
höfum gert fyrir þetta ár. Samn-
ingamir, sem gerðir hafa verið
á vettvangi opinberra starfs-
manna fyrir næsta ár, era að
mestu tryggðir með viðmiðun við
þær hækkanir sem nást munu
fram á okkar vettvangi. Það
kemur ekki til greina að ASÍ
geri samning fyrir næsta ár, þar
sem engar tryggingar eru um
kaupmátt. Endurskoðun gildandi
samninga og samningar fyrir
næsta ár eru tvö aðgreind mál,“
sagði Ásmundur ennfremur.
Hann sagði að ef hækkun lægstu
launa í desembersamningunum
væri metin til 4% fyrir heildina, þá
jafngilti hækkun ASÍ-félaga frá
desember til desember um það bil
9,3%, en til viðbótar kæmu ýmsir
fastlaunasamningar, sem myndu
leiða af sér einhveija hækkun til
viðbótar. Meðaltalshækkun launa
opinberra starfsmanna á sama
tímabili væri væntanlega nálægt
20%.
Ásmundur sagði að ASÍ vildi taka
á þessu máli í fastlaunasamningum,
en í þeim ætti að byggja upp taxta-
kerfíð, sem lagt var í rúst í