Morgunblaðið - 09.05.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
Morgunblaðið/Kristján Arngrímsson
afla og raun ber vitni. Það hrein-
lega borgar sig ekki og þar sem
ekkert kemur í staðinn annað en
að sækja á mið við aðra landshluta,
þá er þetta alvarlegt mál fyrir sjáv-
arplássin sem hér eiga í hlut.“
En hvað tekur nú við?
Jón svarar: „Næst er það humar-
inn, en ég veit ekki alveg með vissu
enn hvenær sú vertíð hefst. Við
skulum vona að þar gangi betur
og þar verði ekki sótt í ónýta
stofna."
- gg
Einar Kjartansson útgerðarmaður, Grindavík:
„Erum hættir að kippa
okkur upp við þetta“
EINAR Kjartansson útgerðar-
maður „Reynis“ var að fylgjast
með uppskipun aflans úr veiði-
ferð dagsins. Hann var heldur
þungbrýnn og skyldi engan
undra, léleg vertíð að baki og
ófyrirsjáanlegt að betri tæki við.
Trúlega hefur hann leitað hugg-
unar í humrinum ef svo mætti
að orði komast, því vertíðarbát-
arnir í Grindavík halda næst á
humarveiðar. Einar var tekinn
tali og sagði fyrst: „Já, þetta
hefur verið lélegt, því er ekki
að neita, en af einhveijum ástæð-
um er þessi hrygningarstofn'
mjög lélegur. Það liggur við að
menn séu hættir að kippa sér upp
við lélega veiði.“
En hvaða þýðingu hefur
þetta fyrir þig sem út-
gerðarmann og þorpið
sem byggir svo á þessu?
„Þessu get ég ekki svarað með
neinum tölum eins og er en þessu
er að öðru leyti fljótsvarað. Þetta
er auðvitað afar slæmt og setur
menn í vanda. Það er ekki bara að
það veiðist lítið heldur kostar það
líka miklu meira þegar lítið er um -
fisk, að ná því sem hægt er. Ég
er sammála Sverri um að þetta á
rætur að rekja til nótaveiða togara
á miðjum sjöunda áratugnum og
því sem á eftir fýlgdi, smáfíska-
drápinu o.fl. Nú er ástandið orðið
þannig að bátamir rembast við að
ná helmingi þess afla sem þótti
nokkuð góður fyrir svona 10 áram.
Og auðvitað þarf ekki að hafa mörg
orð um hvaða þýðingu þetta hefur
fyrir Grindavík og fískvinnsluna á
staðnum. Þetta þýðir auðvitað
minni vinnu.“
En hvað er til ráða? Einar: „Það
þarf að gera eitthvað til þess að
ná stofninum upp aftur. Gera ein-
hveijar ráðstafanir, annars sé ég
ekki betur en að framtíðin beri í
skauti sér afturhvarf til fortíðarinn-
ar, er menn flökkuðu á milli
landshluta, allt eftir því hvar veidd-
ist hveiju sinni. Vonandi kemur þó
ekki til þess.“
Sverrir Vilbergsson skipstjóri;
„Lengi getur
vont versnað“
Sverrir Vilbergsson t.v. og Einar Kjartansson til t.h.
í BRÚNNI á „Reyni“ í Grindavík-
urhöfn sat Sverrir Vilbergsson
skipstjóri og fylgdist með háset-
um sínum landa 7—8 tonna afla.
Hann tók ágætlega í að ræða
aðeins um vertíðina sem er að
ljúka. Hann hefur orðið: „Ég
þarf ekki að lýsa þessu með
mörgum orðum. Þetta hefur ein-
faldlega verið alveg nákvæmlega
eins og í fyrra eða ekki nokkur
skapaður hlutur. Þetta hefur
verið afar léleg. Við höfum t.d.
veitt eitthvað um 350 tonn á þess-
ari vertíð og höfum nokkurn
veginn haldið í horfinu frá því í
fyrra. Ég veit ekki hvort hægt
sé að segja að við höfum haft
einhveija heppni með okkur eða
ekki, en staðreyndin er sú að
flestum hefur ekki tekist að
halda svipuðum afla og sumir
farið langt undir.“
En hvað telst gott. Sverrir er
spurður um það og svarar: „Fýrir
svo sem tíu áram var veiðin prýði-
leg og þá get ég sagt þér að það
þótti lélegt ef einstakir bátar fóra
undir 5—600 tonn á vertíð. Þetta
er sem sagt ekki glæsilegt dæmi
og eins og þetta hefur nú verið
tvær vertíðir í röð, þá segi ég bara,
lengi getur vont versnað og ég býð
ekki í það ef þriðja vertíðin verður
eins. Ég veit þó ekki hvort við get-
um átt von á öðra, hrygningarstofn-
inn virðist uppurinn og það þarf að
gera einhveijar ráðstafanir til þess
að ná honum upp aftur.“
Hvað telur þú að valdi þessu?
Sverrir: „Þetta er ofveiði, það heitir
ekkert annað þegar ekki er lengur
af neinu að taka. Eg held að aðdrag-
andinn sé orðinn nokkuð langur og
hófst þegar togararnir vora með
nótaveiði upp úr áranum 1964—65.
Ýmislegt í framhaldi af því spilar
inn í, svo og auðvitað smáfískadráp
togaranna. Þegar allt helst í hendur
er ekki von á góðu. Ég held að það
sé varla annað úrræði en að loka
þessum svæðum og freista þess að
ná stófninum upp á ný.“
- gg
Spor í rétta átt
Þetta myndi létta á misgengis-
desembersamningunum. Það þyrfti
að útvíkka þá vinnu, þannig að tek-
ið yrði tillit til breyttra aðstæðna
og að sú vinna næði til allra hópa,
en í dag væri til dæmis ekki verið
að vinna að samningsgerð fyrir físk-
vinnslufólk. „Það er ljóst að
uppbygging nýs taxtakerfis er ekki
einfalt verk og þar hljóta landssam-
böndin og einstök félög eftir atvik-
um að vera mjög ráðandi aðilar, en
við hjá Alþýðusambandinu beram
augljósa ábyrgð á því að slík endur-
skoðun fari fram og þess vegna
höfum við farið fram á viðræður
um endurskoðun á gildandi kaup-
tölum í núverandi samningum. Við
höfum beðið landssamböndin að
búa sig undir viðræður, því þetta
verður ekki leyst með flatri pró-
sentuhækkun eða einfaldri krónu-
töluhækkun," sagði Ásmundur.
Hann var einnig spurður álits á
þeirri skoðun Þórarins, sem kemur
fram í viðtali í tímaritinu Mannlífí,
að verkfallsréttinn þurfi að tak-
marka. „Ég hef heyrt sjónarmið af
þessu tagi hjá Vinnuveitendasam-
bandinu í gegnum árin, en sem
betur fer hefur ekki verið mikið
mark á þeim tekið. Ég held að það
sé öllum ljóst að verkfallsrétturinn
er neyðarréttur og að hann er not-
aður sem slíkur. Verkfallsrétturinn
er á stundum eina aðferðin sem
verkalýðshreyfíngin hefur til þess
að knýja atvinnurekendur til eðli-
legra efnislegra samskipta. Menn
ganga ekki til verkfalla að gamni
sínu, því verkfallsvopnið bítur í
báðar áttir og er einnig erfítt fyrir
þá sem beita því,“ sagði Ásmundur.
Hann sagði að það væri ekki
annað en eðlilegt að kjarasamning-
ar hjá ólíkum félögum gætu leitt
til mismunandi niðurstöðu, það
væri hin óhjákvæmilega afleiðing
af því að hvert félag semdi fyrir
sig. „Þannig hlýtur það að vera í
lýðfijálsu þjóðfélagi, að menn hafí
rétt til þess að vinna að framgangi
mála, án þess að allir séu þeim
sammála. Við í ASÍ teljum að það
sé ekki rétt að auka miðstýringuna
og að verkfallsrétturinn eigi að vera
hjá hveiju einstöku félagi. Þannig
getur hvert félag metið á hveijum
tíma hvemig það vill taka á málum.
Aðstaða hvers verkalýðsfélags til
þess að taka sjálfstætt á málum,
ef það telur gengið þvert á það sem
það óskar eftir, er grandvallarfor-
sendan í því kerfí sem við búum
við og má segja að sé ein af grand-
vallarforsendum þess lýðræðiskerf-
is sem við búum við í landinu. Það
er að segja þau mannréttindi að fá
að slást fyrir kjöram sínum, ef ekki
fæst leiðrétting á þeim á annan
hátt,“ sagði Ásmundur að lokum.
— segir talsmaður
Sigtúnshópsins
um hugmyndir
Halldórs Blöndal
„HUGMYNDIR Halldórs eru
spor í rétta átt og erum við mjög
ánægð með þær, þó ekki felist í
hugmyndum hans lausn á gamla
misgenginu, sem við höfum lagt
megináherslu á að fá leiðrétt,"
sagði Björn Ólafsson, talsmaður
Sigtúnshópsins, þegar leitað var
áiits hans á hugmyndum Hall-
dórs Blöndal alþingismanns um
að jafna kjör lijá Byggingasjóði
ríkisins, þ.e. að gefa því fólki sem
byggði síðustu árin áður en nýja
húsnæðislánakerfið kom til
framkvæmda, kost á sambæri-
legum lánskjörum og fólk fær
nú.
Björn sagði að ef farið yrði að
tillögum Halldórs væri verið að full-
nægja vissu réttlætismáli sem
Sigtúnshópurinn hefði barist fyrir.
hópnum í framtíðinni, og kæmi í
veg fyrir að þessi hópur lenti aftur
í misgengi launa og lánskjara.
Hann sagði að Sigtúnshópurinn
hefði lagt megináherslu á leiðrétt-
ingu á misgenginu og bent á
einfalda leið í skattakerfínu til þess.
Vonuðust menn til að stjómmála-
flokkamir, sem flestir hefðu lofað
slíkri lausn fyrir kosningar, stæðu'
nú við kosningaloforðin.
Borgarráð:
Þremur lóðum út-
hlutað til fyrir-
tækja í fiskeldi
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að úthluta þremur aðilum lóð
við Eiðsvík vegna fiskeldis og
aðstöðu til bryggjugerðar.
íslenska Fiskeldisfélagið hf.
fær 13.000 fermetra lóð, Svein-
bjöm Runólfsson sf., 11.500
fermetra lóð og Haflax hf. 10.500
fermetra lóð. Leigutími lóðanna
er 25 ár og era þær ekki leigðar
til annarra nota en fyrir þarfir
fískeldis á umráðasvæði
Reykjavíkurhafnar. Verði breyt-
ing á starfseminni getur borgar-
sjóður leyst til sín lóðir og
mannvirki á matsverði.