Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 JON BALDVIN HANNIBALSSON: Lýsti mig reiðubúinn eins og skyldan býður Morgunblaðið/Bjami Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, og Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, á skrifstofu forseta við upphaf fundar þeirra. FUNDUR forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, með Jóni Baldvin Hannibalssyni, formanni Alþýðuflokksins, í gær- morgun stóð í 49 mínútur. Jón Baldvin sagði að fundinum lokn- um að hann hefði enga tillögu gert um það við forsetann, hveij- um hún feli umboðið til stjórnar- myndunar, „en ég Iýsti mig til þjónustu reiðubúinn, eins og öllu stjóramálaforingjum ber skylda til að vera,“ sagði Jón Baldvin. „Ég vek athygli á því, að það verður engin þriggja flokka ríkis- stjórn mynduð án Sjálfstæðis- flokksins," sagði Jón Baldvin. Hann sagðist telja að reyna bæri að mynda ríkisstjóm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks með Kvennalista eða Alþýðubandalagi. Jón Baldvin benti á að Þorsteinn Pálsson hefði lýst því yfír að sjálfstæðismenn hugsuðu þessar stjómarmyndunar- viðræður ekki út frá þeim gmndvelli að fráfarandi stjómarflokkar væru að leita að þriðja aðila. „Heldur að þetta séu nýjar stjórnarmyndunar- viðræður, þriggja aðila á jafnréttis- grundvelli, þar sem allt er á borðinu: nýr málefnasamningur, verkaskipt- ing og stjórnarforysta," sagði Jón Baldvin. Jón Baldvin kvaðst vilja reyna viðræður við fulltrúa Kvennalista, en hann væri vissulega enn þeirrar skoðunar að samstarf Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokki gæti verið vænlegur kostur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. „Það er annarra að meta, en mitt,“ sagði Jón Baldvin er hann var spurður hver væri vænlegt for- sætisráðherraefni í slíka stjóm. Hann sagði jafnframt aðspurður að það kæmi vel til álita að Þorsteinn Pálsson leiddi slíka ríkisstjóm. Allt væri til umræðu í því efni, en fyrst væri að ræða málefnin, síðan verka- skiptingu og forystu. „Ég get ekkert fullyrt um það fyrir hönd Þorsteins, en ég stend við það sem ég hef sagt,“ var svar Jóns Baldvins við spumingu þess efnis hvort hann og Þorsteinn Páls- son væm sammála um að gefa bæri Framsóknarflokknum frí frá stjómarþátttöku. Hann kvaðst ekki útiloka stjómarþátttöku Framsókn- arflokksins, þar sem Alþýðuflokk- urinn ætti aðild, en hann teldi það æskilegt að Framsóknarflokkurinn ÞÆR Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Karlsdóttir fulltrúar Kvennalista áttu fund með Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, sem stóð í 51 mínútu. Guðrún sagði að fundinum lokn- um að skilaboðin frá kjósendum væru mjög skýr og kvennalista- konur vildu svara þeim kröfum sem kjósendur hefðu gert til stjórnmálamanna. Guðrún neitaði að svara því hvort hún hefði gert tillögu við forsetann um hveijum hún feli stjóraarmyndunarumboðið, en sagði aðspurð um hvort hún væri tilbúin til þess að taka við umboð- inu að kvennalistakonur væru reiðubúnar til þess að axla ábyrgð. „Spumingin er hveijir eru tilbún- ir til þess að gera þetta með okkur," sagði Guðrún. Hún sagði að hún fengi frí eftir 16 ára stjómarsetu. Hann taldi að stjómarmyndunarvið- ræður gætu orðið erfiðar og dregist á langinn. Jón Baldvin var spurður hvort forystumenn Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags hefðu rætt það að undanfömu að rétt væri að fara að skoða sameiningu flokkanna af einhverri alvöm: „Það hefur lengi verið á dagskrá, en draumurinn um sameiningu vinstri manna og stóran jafnaðarmannaflokk er bæði gamall og nýr.“ og Kristín hefðu rætt við forsetann um þá stöðu sem nú væri uppi í stjómmálunum og svarað spuming- um forsetans. „Við munum leggja fram okkar kröfur í stjómarmyndunarviðræð- unum,“ sagði Guðrún, „og það eru ýmsar kröfur sem við munum gera að úrslitaatriðum í stjómarmyndun- arviðræðum, en það er alveg ljóst að við fömm ekki í ríkisstjóm án þess að kjör kvenna og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, verði verulega bætt." Guðrún sagði kvennalistakonur gera sér grein fyrir því að stefnu- skrá sína fengju þær ekki alla framkvæmda á fjórum ámm, og þess vegna yrðu þær að velja. „Við emm reiðubúnar núna til þess að taka þátt í stjómarmyndunarvið- ræðum," sagði Guðrún og aðspurð með hvaða flokkum Kvennalisti „Það em fullgild stjómmálasam- tök og em auðvitað inni í myndinni eins og allir aðrir, þó að þau séu ekki á forgangslista mínum," sagði Jón Baldvin þegar hann var spurður hvort hann gæti hugsað sér að eiga gæti helst starfað, svaraði hún: „Þeir verða að velja. Mynstrið verð- ur að veljast eftir því hveijir vilja vinna með okkur. Ef þeir vilja vinna með okkur að því sem við viljum gera og við getum gengið að þeim skilyrðum sem þeir setja, þá að sjálfsögðu munum við fara í ríkis- stjóm." Guðrún sagði að það skipti ekki máli hversu margir flokkamir yrðu í ríkisstjóm, ef menn væm reiðubúnir til þess að ganga að málefnakröfum þeirra. Guðrún var spurð hvetju það sætti hjá Kvennalista að hún hefði gengið á fund forseta ásamt Kristínu Karlsdóttur, sem ekki náði kjöri á Alþingi, en hún skipaði fyrsta sæti Kvennalistans í Austur- landskjördæmi. Hún var spurð hvort þetta væri hugsanlega vísbending um það að Kvennalistinn myndi leita út fyrir þingflokkinn samstarf við Borgaraflokkinn. Jón Baldvin kvaðst ekki útiloka þátttöku Alþýðuflokks í ríkisstjóm íjögurra flokka, en hann teldi það mun síðri kost. af ráðherraefnum sínum, ef til þátt- töku í ríkisstjóm kæmi: „Við emm báðar í Kvennalistan- um. Kvennalistinn er kvennahreyf- ing. Kristín er virk kvennalistakona alveg eins og ég og auðna ræður hveiju sinni hveijir veljast inn á þing til fulltrúastarfa." Guðrún sagðist á þessu stigi ekki ætla að svara því hvemig ráðherraefni Kvénnalista yrðu valin, kæmi til stjómarþátttöku. „Það er seinni tíma mál, sem við sinnum þegar þar að kemur.“ Guðrún sagði kvennalistakonur óhræddar við að axla ábyrgð, hvort sem það væri að fara í ríkisstjóm eða ekki, en þær gerðu það einung- is þannig að gengið yrði að ákveðn- um skilyrðum sem þær setja. Guðrún sagði GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR: > --------------------------- Urslitaatriði að bæta kjör kvenna og þeirra sem minna mega sín Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsstöðva ráðast í kvöld: Vildi gj arnan sjá metnað- arfyllri lög í keppniimi - segir Valgeir Guðjónsson lagasmiður Brussel, frá Jóhönnu Ingvarsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. DAGSKRÁIN var ströng í gær hjá keppendum í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu, sem fer fram í Brussel í kvöld. Þá ráðast úrslitin og er óhætt að segja að spenningur og óvissa sé farin að gera vart við sig. Meðal gesta á keppninni verða Albert prins og Paola prinsessa. Tvær aðalæfingar fóru fram í gær fyr- ir fullu húsi áhorfenda og voru íslensku keppendurnir ánægðir með æfingaraar. Hinsvegar sögðu íslendingamir að tilfmnanlega vantaði hljóðmann eins og flestar sendinefndimar hefðu. Valgeir Guðjónsson sagði að keppendum liði vel, væru reiðubún- ir fyrir kvöldið og sviðsskrekkur ekki til þrátt fyrír 500 milljónir áhorfenda. „Mér hefur alltaf fundist betra að skemmta mörgum en fáum og ég held að það eigi við um fleiri." Keppendur eru allir mjög hrifnir af sviðssetningunni og hafa þeir sem hana smíðuðu fengið mikið lof fyrir. Ýmis tækni er notuð á sviðinu svo sem leysigeislar og myndavélar til að fylgja hveijum keppanda eft- ir. Bjöm Bjömsson hjá Hugmynd sagði að menn væm sammála um að það sem lyti að frönskumælandi sjónvarpsstöðinni væri frábærlega vel unnið, en gagnrýnin leyndi sér ekki á öðmm sviðum. Það á sérstak- lega við um þau fyrirtæki sem tóku að sér verkefni tengd keppninni. „Það em allir orðnir þreyttir á að þurfa að eyða fleiri tímum í rútu- ferðir um borgina og þegar loksins er komið á staðina er aðgangur ekki leyfður ef réttan miða vantar," sagði Valgeir um þetta. Strangar reglur vom um að keppendur ættu sjálfir að koma með hljóðfæri með sér, nema flygil og trommur. Valgeir sagði hins vegar að það fyrsta sem hefði mætt keppendum þegar komið var inn í sönghöllina hefði verið röð úrvalstækja, og „við búnir að burð- ast með hljómborð og gítara alla leið frá íslandi. Það er örlítið flókið að vera til héma í því skipulagða kaosi sem hefur ríkt,“ sagði Val- geir. Nokkur dagblöð hafa greint frá því að ef annaðhvort ísland eða Israel sigri leggist keppnin af í núverandi mynd, þar sem lög þess- ara þjóða em allt annars eðlis en tíðkast hefur. Blöðin létu að því liggja að þjóðir fæm að senda grínista í keppnina líkt og Israelar nú eða brydda upp á öðm sem vak- ið gæti athygli. Valgeir sagðist álíta það af hinu góða ef tækist að bijóta upp það form sem hefði verið á keppninni í 30 ár. Þess vegna héldu íslendingar með Israelsmönnum og þeir með okkur. „Ef við íslendingar getum komið keppninni á örlitlu hærra plan fyndist mér það yndislegt. Lögin til þessa hafa verið hálfgerð rútubflalög en í keppni sem þessari vil ég heyra metnaðarfyllri lög. Það er ákveðinn stimpill til sem heitir „Eurovision-stíll“ og ég tel menn taka hann of hátíðlega. Þessi lög sjást ekki á vinsældalistum svo við hljótum að hafa sett okkur í of stífar stellingar fyrir þessa keppni. Fólk heldur að ekkert gangi nema sent sé sérstakt Eurovision-lag. 011 tónlist á rétt á sér en ég hef það á tilfinningunni að margar þjóðir vildu senda einlægari lög í keppnina en nú tíðkast. Ég held að íslendingar taki keppnina ekki alvarlegar en aðrar þjóðir. Maður finnur að fólki er ekki sama um hvemig útkoman verður og okkur er auðvitað ekki sama heldur, þó við séum ef til vill ekki með rétta lagið fyrir keppnina, að áliti þeirra sem best þekkja til,“ sagði Valgeir. Egill Eðvarðsson hjá Hugmynd spáði dönsku fulltrúunum góðu gengi í keppninni með lagið „En lille melodi" og júgóslavnesku fiill- trúunum með lagið „Ja sam za ples“. Egill sagðist hafa sett Johnny Logan frá Irlandi og lag hans „Hold Me Now“ í toppsætið í fyrradag en það hefði fallið nokkuð í áliti hjá sér. „Ég reyndist ekki mjög sann- spár í fyrra þegar ég spáði fyrir Morgunblaðið, en þá hélt ég að Lúxemborg yrði í þriðja sætinu. Dómnefndarmenn voru ekki á sama máli. Stundum held ég að dómarar láti sviðsframkomu ráða meiru en lögin," sagði Egill. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Halla Margrét á tali við blaðamann með þeim Jóni Ólafssyni fram- kvæmdastjóra Skífunnar og Valgeiri Guðjónssyni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.