Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAI 1987
37
ALBERT GUÐMUNDSSON:
„Of sterkir og víðsýnir til
að vera í stjórnarsamstarfi“
FUNDUR þcirra Alberts Guð-
mundssonar, formanns Borgara-
flokksins, og Vigdísar
Finnbogadóttur, forseta íslands,
í gær stóð í 53 minútur, eða
tveimur mínútum lengur en
fundur forsetans með Steingrími
Hermannssyni. Albert sagði að
afloknum þeim fundi að hann
væri sama sinnis og áður, Borg-
araflokkurinn ætti að vera í
stjórnarandstöðu. Hann sagði að
enginn fulltrúi annarra flokka
hefði rætt við sig um stjómar-
samstarf og kvaðst hann telja
skýringuna á því vera þá að aðr-
ir flokkar væra hræddir við
Borgaraflokkinn.
Albert var spurður hvort Borg-
araflokkurinn væri svo illa undirbú-
inn málefnalega, að hann treysti
sér ekki til þátttöku í ríkisstjóm:
„Hann er vel undirbúinn, en það
er ýmislegt sem þarf að gera, þeg-
ar nýr flokkur er stofnaður.“
„Alveg tvímælalaust, en ég sé
ekki að flokkurinn fari í ríkis-
stjórn," svaraði Albert, þegar hann
var spurður hvort hann myndi gera
kröfu um ráðherraembætti, ef
Borgaraflokkurinn yrði aðili að
ríkisstjórn.
Albert sagði að það væri ekkert
hörð afstaða af sinni hálfu að Borg-
araflokkurinn yrði utan stjórnar.
„Ef þjóðfélagið þarf á honum að
halda, þá er hann reiðubúinn, en
þið verðið að gæta að því að stjórn-
arandstaða er ekki minna áríðandi
en stjórnarliðar," sagði Albert.
- Hafa aðrir flokkar rætt við
þig?
„Nei, enginn."
- Hvað finnst þér um það að
enginn hefur rætt við þig og hveij-
Morgunblaðið/Bjami
Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, kominn á fund
Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, eftir hádegi í gær.
ar telur þú skýringarnar á þvf?
„Mér finnst það ágætt, því þá
hef ég haft tíma til að gera ýmis-
legt annað. Ég sé styrkleika í því
að enginn hefur talað við okkur.
Þeir eru hræddir við okkur. Þeir
reikna með því að við séum of sterk-
ir til þess að vera í stjórnarsamstarfi
og of víðsýnir."
„Með öllum flokkum," sagði Al-
bert þegar hann var spurður með
hvaða flokkum hann gæti hugsað
sér að starfa í ríkisstjóm. „Það er
ekkert annað en góðir íslendingar
sem þjóðin kýs á þing. Það er eng-
inn þingmaður sem hefur meiri rétt
en annar. Ég sé ekki að menn þurfi
að hafa einhver sérstök flokksskír-
teini til þess að verða góðir ráð-
herrar."
Albert var spurður hvort hann
óttaðist ekki að Borgaraflokkurinn
yrði áhrifalítill flokkur, ef hann
hefði ekki samstarf við aðra flokka
og reyndi að komast til valda:
„Það er svo abstrakt hvað eru
völd. Haldið þið að það séu völd að
vera í meirihluta þannig séð? Völd
em mikil í stjórnarandstöðu, þannig
séð, og ábyrgðin að vera í stjórnar-
andstöðu er ekki minni en að vera
í stjórnaraðstöðu."
Albert var spurður hvort hann
ætti ekki erfiðara með að reka fýrir-
greiðslupólitík sína í stjórnarand-
stöðu: „Það er svo mikið af góðum
mönnum í embættismannaliðinu,
að þegar þeir finna það að það er
borið fram mál sem er réttlætismál
fyrir einstaklinginn þá koma þeir
málum í réttan farveg. Það skiptir
engu máli hvort menn em við völd,
eins og þið kallið, eða ekki við völd.“
Albert bar brigður á áætlaðan
halla á ríkissjóði frá Þjóðhagsstofn-
un, og kvaðst telja að hann yrði
að minnsta kosti 5 milljarðar króna.
Morgunblaðið/ÓI.K.M.
Stefán Valgeirsson og Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, við
upphaf fundar þeirra.
STEFÁN VALGEIRSSON:
Erfitt að mynda
star fhæf astjórn
STEFÁN Valgeirsson þingmaður
Samtaka um jafnrétti og félags-
hyggju gekk síðastur af forystu-
mönnum flokkanna á fund
forsetans, síðdegis í gær. Hann
kvaðst að loknum fundinum með
forseta hafa rætt það við forset-
ann hver ætti ekki að fá umboð
til stjórnarmyndunar, en sagðist
ekki geta skýrt það nánar.
Stefán sagði að ljóst væri að
staðan væri erfið og mjög erfitt
yrði að mynda starfhæfa ríkis-
stjóm. „Ég hef engar tillögur haft
uppi um það,“ sagði Stefán þegar
hann var spurður hvort hann hefði
í hyggju að sækja um inngöngu í
þingflokk Framsóknarflokksins á
nýjan leik, þegar Alþingi kemur
saman í haust. Hann sagði jafn-
framt að sér hefði ekki verið boðin
innganga í þingflokkinn.
„Mér finnst Framsóknarflokkur-
inn ekkert ólíklegri en aðrir," sagði
Stefán, er hann var spurður hvort
hann teldi líklegast að Framsóknar-
flokkurinn myndi veita næstu
ríkisstjóm forystu. Hann sagði að
ef slík stjóm yrði mynduð, þá færi
það eftir málefnunum hvort hann
styddi hana eða ekki.
Ný versiun í Austurstræti 10:
„Sannfærður um að verslun í gamla
miðbænum á framtíð fyrir sér“
- segir Gunnar B. Dungal í Pennanum
„ÉG HAFÐI lengi litið í kring-
um mig eftir húsnæði undir
verslunina við Austurstræti.
Það fór mjög vel um okkur í
Hafnarstrætinu, en þar var
stækkun takmörkunum háð. I
nóvember var ég búinn að
ganga frá samningum um nýju
verslunina i Hagkaupshúsinu.
Þá birtist auglýsing um að þetta
hús væri til leigu. Við hefðum
getað beðið lengi áður en annað
jafn stórt hús í götunni yrði
laust. Auðvitað er þetta djarft,
einfaldara hefði verið að taka
enga áhættu. En ég er sann-
færður um að verslun í gamla
miðbænum á framtíð fyrir sér.
Þetta verður alltaf hjarta borg-
arinnar,“ sagði Gunnar Dungal,
eigandi Pennans, sem opnaði
nýja verslun í Austurstræti 10
í gær.
Penninn hefur verið í mið-
bænum frá upphafi. Fyrsta versl-
un fyrirtækisins var opnuð í
Leiðrétting
MEINLEG prentvilla slæddist inn í
grein Jóns Hjaltasonar í blaðinu í
gær. Við upphaf fyrstu greinaskila
í 5. dálki á að standa: „Jón segir
marga umsækjendur hæfa, (m.a.
einn sem Jón telur að standi sér
framar)." — Biðst blaðið velvirðing-
ar á þessum mistökum.
desember árið 1932 í Ingólfshvoli
við Pósthússtræti. Hún var flutt
fyrir 35 árum í húsið í Hafnar-
stræti 18 og starfaði þar fram í
síðustu viku.
Verslunin í Austurstræti er á
þremur hæðum. Á jarðhæð eru
seldar bækur, tímarit og gjafa-
vara. í kjallara er verslað með
ritfong og skrifstofugögn, þar er
einnig lítil prentstofa sem mun
taka að sér að prenta í flýti og
litlu upplagi nafnspjöld, kveðju-
kort og annað smáprent. Á annarri
hæð er Gallerí Borg til húsa og
deild fyrir teiknara og listmálara.
Gunnar leggur áherslu á að
Penninn haldi áfram rekstri versl-
unarinnar í Hallarmúla. Deildir
innan hennar muni raunar stækka,
því málaradeildin flyst alfarið nið-
ur í Austurstræti. „Við kynnum
samspil þessara tveggja verslana
með því að hafa hluti eins og skrif-
stofuhúsgögn til sýnis í glugga-
num í Austurstræti þótt þau séu
ekki til sölu þar,“ segir Gunnar.
„Við göngum út frá því að í Hall-
armúla sé þjónað þeim sem reka
teiknistofur og skrifstofur. Þang-
að kemur fólk á bílum. Hér í
miðbænum er fólk gangandi, á
leið hjá og er að leita að gjöfum
eða skrifstofuvörum.
Á annarri hæð verður mjög full-
komin málaradeild og samstarfið
við galleríið verður örugglega
árangursríkt. Það er sameiginleg-
Úr hinni nýju verzlun Pennans í Austurstræti.
Morgunblaðið/Einar Falur
ur draumur okkar Borgarmanna
að setukrókurinn á stigapallinum
verði aðdráttarafl fyrir listamenn
og áhugamenn sem geta sest þar
niður, spjallað við kunningjana og
fengið sér kaffisopa um leið og
þeir sækja sér striga eða blýant."
Gunnar sagði að þrátt fyrir inn-
reið tölvunnar ykist notkun á
pappírsgögnum ár frá ári. Hvert
heimili væri í raun orðið lítið fyrir-
tæki því nauðsyn bæri til að halda
öllum kvittunum til haga. „Við
höfum talið okkur hafa forystu á
ritfangamarkaðinum og ætlum að
halda henni," sagði Gunnar B.
Dungal að lokum.
Brezkur fjöllistamaður, Tim Bat, skemmti í nýju verzluninni.
Gunnar B. Dungal