Morgunblaðið - 09.05.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987
45
HEIMILISHORN
Bergljót Ingólfsdóttir
Grænmeti og ostur.
Grænmetis„gratin“
Hrátt grænmeti og hæfilega soðið er hollur og
góður matur en það er hægt að matbúa það á fleiri
vegu. Hvemig væri að búa til grænmetis-
„gratín" einhvem daginn? Það má bæta einhveiju
smálegu saman við, fiski, kjöti eða öðru.
Grænmeti og ostur
í þennan rétt þarf um 500 g af grænmeti, t.d.
blómkálsgreinar, púrni í sneiðum, sellerí, annað-
hvort rót eða stöngul, o.fl. Grænmetið soðið til hálfs
og soðið notað í sósuna.
Sósan:
2 msk. smjörlíki
2 msk. hveiti
3 dl grænmetissoð og ijómabland
4 dl rifinn ostur, helst bragðsterkur
Græmetið sett í smurt ofanfast fat, sósunni hellt
yfir og bakað í ofni í u.þ.b. 20 mín. við 200°C.
Ætlað fyrir 4.
Grænmetisbakstur með
skinkubitum
Grænmetið af þeirri gerð sem óskað er og skinku-
bitar sett í smurt ofnfast fat. 4 egg og 2—3 dl
Grænmetisbakstur með skinkubitum.
kaffiijómi eða mjólk, þeytt vel saman, salti og pipar
bætt í og hellt yfir grænmetið. Rifinn ostur settur
yfir. Bakað í ofni í 45 mín. við 200°C.
Borgarfjörður eystri:
Græmii slikju slær á ræktuð tún
Borgarfirði eystra.
ÞAÐ mun seint að nefna liðinn
vetur, en sjaldan er góð visa of
seint kveðin og við Austfirðingar
megum vera þakklátir fyrir
hann. Eftir litla snjóa og enn
minni klaka í jörðu kom jörð vel
búin til gróðurs með góðu vori
og er nú þegar farið að slá
grænni slikju á ræktuð tún og
engi.
Varla er hægt að tala svo
snemma um sauðburð, en þó munu
fyrstu lömbin vera borin. Hrogn-
kelsaveiði var lítil enda er grá-
sleppukörlum farið að fækka hér.
í góðum gæftum undanfarið hafa
bátar róið og fiskað mjög vel. Þeir
eru sex að tölu og stunda allir línu-
veiðar nema einn með net. Allur
afli hefur verið saltaður enda gott
verð á saltfiski.
Eftir hina svokölluðu kosninga-
baráttu, sem við Borgfirðingar
létum aldrei raska ró okkar eða
halda fyrir okkur vöku, er allt fallið
í fastar skorður aftur. En þótt ekki
sé búið að mynda stjórn munum
við bíða með jafnaðargeði og segja:
„komi það sem koma vill“, eins og
kerlingin sagði. Kannski ber svo við
að menn hittist á fömum vegi og
einn spyr annan: Ert þú „kvenna-
maður"? — kannski svarar hinn
spurði því játandi þótt enginn hefði
búist við því í þess orðs merkingu.
Og maður heyrðist raula:
Þeir Steingrímur, Þorsteinn, Stefán og
Hannibalssonur,
Svavar og Albert giæstir keppnina herða.
Spurningin er hverju svara kvennaflokkskonur
og hversu dýr mun stuðningur þeirra verða.
— Sverrir
Masl.os lií^
KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900®^
Lottóíð sýnír samstöðu
og er með sölukassa
jr
fötlun 87
jt m r
synmgu i
Borgarleíkhúsínu.
Sölustaðímír opnír tíl kl. 21:45 í kvöld,
þar sem útdrættí í landsleiknum seinkar
vegna Söngvakeppninnar í Sjónvarpínu.
Dregíð kl. 22:00.
Öryrkjabandalag Islands cr eínn af cigcndum
fslenskrar Getspár og rcnnur ágóði m.a. tíl
að greiða stofnkostnað við
Menningarferðir til Kína í júlí og október í samvinnu við Kínversk-íslenska men n ingarfélagið
NMA
líá R # M M## £ M £ í'f -ft
Brottför 22. júlí. Austur-Kína. 18 dagar.
Áætlað verð kr. 115.000.,-
Brottför 16. október. Austur-og suður-Kína. 26 dagar
Aætlað verð kr. 145.000.,-
Fararstjórar verða þeir Ragnar Baldursson og Pétur Björnsson.
í dag verða þeir Emil Bóasson FERÐASKRIFSTOFAN
°g Arnþór Helgason til viðtals
á skrifstofu okkar kl. 10-12.
Sérprentuð ferðaáætlun ligg-
urframmi á skrifstofunni.
Opiðídagkl. 10-12.
§
Kynnmgarpiónusian/SiA