Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.05.1987, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1987 32, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Athygli Evrópu beinist að Brussel Talið er að yfir fimm hundruð milljónir manna muni fylgjast með keppninni í beinni sjónvarpsútsendingu í kvöld ÞAÐ er viðbúið að fáir verði á ferli um stræti og torg eftir klukkan 19.00 í kvöld, á meðan Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva verður send út í beinni sjónvarpsútsendingu. Sú var að minnsta kosti raunin í fyrra, þegar íslendingar þreyttu frum- raun sína í þessari einstæðu dægurlagasamkeppni. Eftirvænting- in var að vonum mikil þótt afraksturinn hafi ef til vill orðið rýrari en menn gerðu sér vonir um, - og ekki orð um það rneir. Nú þykjumst við vera reynslunni ríkari, staðráðnir í að taka öllu með jafnaðargeði, afslappaðir og yfirvegaðir, en vonum þó það besta, minnugir orða tónskáldsins: „að allt fyrir ofan Halla Margrét Árnadóttir flytur lag Valgeirs Guðjónssonar, „Hægt og hljótt“ fyrir hönd íslands í keppninni í kvöld. Sjálfsagt mun þorri þjóðarinnar standa með henni í huganum á sviðinu á meðan á því stendur. 16. sæti er sigur“. Raunar erum við íslendingar ekki einir um að bíða þessarar keppni með eftirvæntingu. Áætlað er að jrfír 500 milljónir manna, um alla Evrópu, muni fylgjast með keppn- inni í sjónvarpi og viðbúið að aðrir, sem ekki hafa sjónvarp við hönd- ina, verði með útvarpstæki sín stillt á Briissel á meðan keppnin fer fram. Eitt er alveg víst, að athygli flestra Evrópubúa mun beinast að þessum eina punkti í álfunni á tíma- bilinu frá klukkan 19.00 til 22.00 í kvöld og aðrir atburðir falla í skuggann á meðan, þar á meðal stjómarmyndunarviðræður á ís- landi. Sigursælir Luxemborg- arar Fyrsta Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var haldin árið 1956. Það var í borginni Lugano í Sviss og sigurvegari varð sviss- neska söngkonan Lys Assia. Þáttökuþjóðir í þessari fyrstu söngvakeppni voru mun færri en nú er, enda var sjónvarp þá að slíta bamsskónum og Evrópuþjóðir misjafnlega á vegi staddar með að tileinka sér þennan nýja miðil. í því sambandi má minna á að það var ekki fyrr en 10 áram seinna, sem íslenskt sjónvarp varð að veraleika. Þáttökuþjóðum fjölgaði þó jafnt og þétt eftir því sem árin liðu. Á fyrstu áram keppninnar vora Frakkar einna atkvæðamestir á verðlaunapallinum. Þeir unnu keppnina á árunum 1959, 1960 og 1962, en svo ekki aftur fyrr en 15 áram síðar, árið 1977. Síðan hafa Frakkar ekki riðið feitum hesti frá keppninni. Hollendingar bára sigur úr býtum annað árið sem keppnin var haldin, árið 1957 og svo aftur árið eftir, 1958, en 17 ár liðu áður en vegsemdin féll þeim aftur í skaut. Það var árið 1975 og hafa Hollendingar ekki sigrað í keppn- inni síðan. Luxemborg hefur oftast borið sigur úr býtum í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, eða alls fímm sinnum. Fyretur til að vinna keppnina fyrir hönd Luxemborgar var söngvarinn Jean-Claude Pascal árið 1961. Síðan komu söngkonurn- ar France Gall 1965, Vicky Leand- ros 1972, Anne-Marie David 1973 og Corinne Herues 1983. Með þessu hafa Luxemborgarar sýnt að smá- þjóðir eiga ekki síður upp á pall- borðið í keppninni. Bretar hafa sigrað fjóram sinn- um. Fyrst var það árið 1967, þegar söngkonan Sandie Shaw færði þeim sigurinn með laginu „Puppet On A String", en hún var þá ein þekkt- asta poppsöngkona Breta. Stall- systir hennar, sem ekki var síður fræg og vinsæl, söngkonan Lulu, sigraði árið 1969 með laginu „Boom Bang A Bang“. Bretar sigraðu svo aftur árið 1976 þegar söngsveitin Brotherhood of Man söng lagið „Save Your Kisses For Me“ og árið 1981 þegar Bucks Fizz-flokkurinn söng lagið „Making Your Mind Up“. Þess skal þó getið, að granur leikur á að Bretar taki Eurovision- keppnina ekki alvarlega og telji sig vera á „öðra plani" tónlistarlega séð en aðrar Evrópuþjóðir. Það má vissulega til sanns vegar færa, að Bretar era öðram þjóðum fremri í popp- og dægurtónlist og þaðan hafa komið mörg helstu stórmenni poppsögunnar. Þeir hafa því ekki þurft Eurovision til að vekja á sér athygli. Danmörk varð fyrst Norðurlanda til að sigra í keppninni. Það voru hjónakomin Gréta og Jörgen Ing- man sem það afrek unnu árið 1963 með laginu „Dansevise". Svíar tóku síðan keppnina með trompi árið 1974 þegar ABBA-flokkurinn kom fram á sjónarsviðið með lagið „Wat- erloo". Segja má að keppnin það árið, sem haldin var í Brighton á Englandi, hafí valdið þáttaskilum. í fyrsta skipti í sögu keppninnar náðu sigurvegaramir því að verða stórstjömur á heimsmælikvarða. Á einni nóttu varð ABBA ein vinsæl- asta hljómsveit poppsögunnar og hélt hún vinsældum sínum í áratug. Svíar sigraðu svo aftur árið 1984 þegar Herrey-bræður mættu til leiks með lagið „Diggi-Loo Diggi- Ley“. Norðmönnum gekk hins vegar lengst af fremur illa í keppn- inni. Ósjaldan vermdu þeir neðsta sætið og á tímabili vora þeir famir að taka þeirri útreið sem sjálfsögð- um hlut. Það var ekki fyrr en þeir snera við blaðinu og sendu inn lauf- létt sveiflulag, að sigurinn féll þeim í skaut árið 1985. Ekki er ástæða til að fara hér nánar út í sögulegt yfirlit þessarar keppni. Aðrar þjóðir en framan- greindar, sem sigrað hafa í Euro- vision era: Italía 1964, Austurríki 1966, Spánn 1968, írland 1970 og 1980, Monaco 1971, ísrael 1978 og 1979, Vestur-Þýskaland 1982 og svo Belgía í fyrra, þegar hin komunga Sandra Kim vann hug og hjörtu manna með „krúttlegri" smæð sinni, sögum af rjómaís og kannski ekki síst laginu sínu „J’amie la vie“. Umstang í Briissel Fulltrúar íslands í söngvakeppn- inni í ár héldu til Briissel síðastliðinn sunnudag ásamt fríðu föraneyti. Ljóst er af fréttum þaðan að fólkið hefur ekki verið aðgerðarlaust þessa vikuna enda fylgir keppninni víðtæk kynningarstarfsemi, fyrir utan æfingar og annan undirbún- ing. Samkvæmt viðtekinni 'hefð í Eurovision beinist mesta athyglin að flytjendum laganna og þar af leiðandi hefur mest mætt á söng- konunni Höllu Margréti Ámadóttur hvað varðar kynningu á landi og þjóð. Þykir hún hafa staðið sig af- burðavel hvað það varðar. Höfund- ur lagsins, Valgeir Guðjónsson, er líka maður í traustara lagi, bæði til orðs og æðis, og að baki þeim á sviðinu í kvöld verða söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Egill Ólafs- son og Sverrir Guðjónsson, ásamt hljómsveitarstjóranum Hjálmari H. Ragnarssyni. Víst er að Islendings- hjarfað mun slá hraðar þegar þau birtast á skjánum í kvöld og í hug- anum stendur öll þjóðin að baki þeirra. Ekki er ástæða til að vera með vangaveltur um sigurmöguleika einstakra laga, enda ríkir óvenju mikil óvissa meðal spámanna í þeim efnum og staða laganna hjá veð- bönkum hefur verið að breytast frá degi til dags. Þáttökuþjóðimar eru nú fleiri en nokkra sinni fyrr, eða 22 talsins. Röð þeirra í keppninni í kvöld verður sú sama og í sjón- varpskynningunni nýverið en hún er þessi: 1. Noregur. Framlag Norðmanna heitir „Mitt liv“ og er flutt af söngkonunni Kate. Höfundur lagsins er Rolf Lövland og er textinn eftir hann og Hanne Krogh. Rolf samdi sigur- lag Norðmanna 1985 „Lar det swinge" og Hanne Krogh er helm- ingur Bobbysocks-dúettsins, sem flutti lagið sællar minningar. 2. ísrael. Það era leikararnir Datener og Kushnir sem verða fulltrúar ísrael að þessu sinni með lagið „Shir Habatlanim". Framlag þeirra fé- laga hefur vakið talsverða athygli og sýnist sitt hveijum. Þykir sum- um þetta með afbrigðum skemmti- legt tiltæki, en aðrir telja lagið vanvirðingu við keppnina. Fregnir frá Israel herma að þar í landi hafi komið til umræðu að stöðva lagið með valdboði og kröfur hafðar uppi um afskipti stjómvalda. 3. Austurríki. Lagið ber heitið „Nur Noch Gefu- ehl“ flutt af söngvaranum Gary Lux, sem er vel þekktur á sínum heimaslóðum. Laginu hefur ekki verið spáð velgengni í keppninni, samkvæmt veðbönkum. 4. ísland. Lag Valgeirs Guðjónssonar, „Hægt og hljótt", flutt af söng- konunni Höllu Margréti Ámadótt- ur. Bakraddir syngja Diddú, Egill Ólafsson og Sverrir Guðjónsson. Hljómsveitarstjóri er Hjálmar H. Ragnarsson. Okkar fólk í Brussel. Lagið hefur verið staðsett miðsvæð- is í keppninni samkvæmt veðbönk- um, en þeir era ekki endanlegur dómur. Hann verður kveðin upp af dómnefndum víðs vegar í Evrópu og því skiptir öllu máli að vel ta- kist til í kvöld og við vonum auðvitað það besta. 5. Belgia. Lagið „Soldiers of Love“ flutt af söngkonunni Liliane St. Pierre. Hefur hlotið fremur dræmar undir- tektir í veðbönkum. 6. Svíþjóð. Það er söngkonan Lotta Engberg sem er fulltrúi Svíþjóðar að þessu sinni með lagið „Boogaloo". Lotta er gift tónlistarmanninum Anders Engberg og eiga þau hjón von á bami næstu daga. Raunar er svo stutt í fæðinguna að óvíst er hvort það verður Lotta sjálf sem mætir á sviðið í kvöld og er önnur söngkona í viðbragðsstöðu til að leysa hana af ef hríðimar verða byijaðar. Lag- inu er samt sem áður spáð vel- gengni og talið víst að það lendi í einhveiju af efstu sætunum og jafn- vel sigri. 7. Ítalía. Lagið „Gente Di Mare“ sungið af Umberto Tozzi og Raf. Sá fyrmefndi er einn vinsæl- asti söngvari ítala og vel þekktur viða í Evrópu og er það talið geta orðið laginu mjög til framdráttar enda er því spáð velgengni og jafn- vel sigri. 8. Portúgal. Lagið „Neste Barco A Vela“ sungið af Alfredo Azinheira og Jorge Mendes. Lagið hefur fengið einna lakasta útkomu í veðbönkum og er ekki talið líklegt til stórræðna. 9. Spánn. Söngkonan Patricia Kraus flytur lagið „No Estas Solo“ og er hún jafnframt höfundur textans. Veðjað hefur verið á að lagið verði um miðja keppnina. 10. Tyrkland. Lagið „Sarkim Sevgi Ustune" flutt af Locomotif. Veðbankar hafa spáð laginu slæmu gengi og sam- kvæmt skoðanakönnunum virðist neðasta sætið ekki ólíklegt. 11. Grikkland. Lagið “Stcp“ í flutningi popp- hljómsveitarinnar Bang. Veðbankar spá laginu meðalgengi. 12. Holland. Lagið „Rechtop In De Regen" í flutningi Marcha. Samkvæmt veð- bönkum lendir lagið fyrir aftan miðju. 13. Luxemborg. Söngvarinn Plastic Bertrand flyt- ur lagið „Amour-Amour“. Söngvar- inn, sem raunar er fæddur i Belgíu, er vel þekktur rokksöngvari í Evr- ópu og hefur jafnvel komið lagi á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Frægð söngvarans ætti því að koma laginu til góða en samkvæmt veð- bönkum er því þó ekki spáð góðu gengi. 14. Bretland. Það er söngvarinn Rikki Peebles sem flytur eigið lag, sem er framlag Breta að þessu sinni, „Only the Light". Rikki var eitt sinn í vel þekktri popphljómsveit „Middle of the Road“ og á seinni árum hefur hann einnig haslað sér völl sem leik- ari, bæði á sviði og í sjónvarpi. Veðbankar hafa verið honum já- kvæðir og samkvæmt þeim lendir hann í einhveiju af efstu sætunum. 15. Frakkland. Fulltrúi Frakka er söngkonan Christine Minier með lagið „Les Mots d’Amour". Christine er komin af tónelskri fjölskyldu og er lagið eftir bróður hennar Marc Miner og afi gamli, Gerard Curci, samdi text- ann. Veðbankar hafa verið fremur jákvæðir í garð Christine Minier og samkvæmt þeim verður hún fyrir ofan 10. sæti. 16. Þýskaland. Framlag Þjóðveija er lagið „Lass die Sonne in dein Herz“ í flutningi hljómsveitarinnar Wind. Veðbankar fremur hagstæðir og samkvæmt þeim verður lagið ofarlega í keppn- inni. 17. Kýpur. Söngkonan Alexia Vasiliou var aðeins táningur þegar hún tók þátt í Evrópusöngvakeppninni í fyrsta sinn, í Dublin árið 1981, en það var í fyrsta sinn sem Kýpur tók þátt í keppninni. Alexia var þá í hópnum sem flutti lagið Monica, sem lenti írski söngvarinn Johnny Logan og Valgeir Guðjónsson á blaðamanna- fundi sem Skífan hélt í BrUssel á fimmtudag til að kynna framlag og flytjendur íslendinga í keppninni. Johnny Logan er talinn einna sigurstranglegastur I keppninni ásamt ítalska söngvaranum Um- berto Tozzi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.