Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 AF AU STUR-fSLENDIN GUM í ÁSTRALÍU Eruum 300 talsins og halda hópinn - segir Pétur Thorsteinsson sendiherra f slands í Ástralíu Tónlistarhöllin í Sydney er stórfengleg bygging, eins og sjá má á þessari mynd. ÁSTRALÍ A er í hugum flestra íslendinga fjarlægt land og einna þekktast fyrir þá staðreynd, að þar og hvergi annars staðar er keng- úruna að finna. Hins vegar er staðreyndin sú, að um eða yfir 300 ástraiir eiga æitmenn sína á isiandi, éh á ámniim isöí ti; iscG fluttu margir íslendingar til Ástralíu. Þó svo margir þeirra hafi flutt heim á ný, hafa nokkrir fest þar rætur og eignast afkomend- ur. Landið hefur verið vinsælt af evrópskum landnemum og á næsta ári verða þar mikil hátíðarhöld til að minnast 200 ára afmælis byggð- ar Evrópumanna þar. í höfuðborginni, Canberra, má finna nokkur hundruð íslenskrar bækur á ríkisbókasaf ni, ennfremur er þar unnt að lesa Morgunblaðið af filmum. Samningur um stjómmálasamband milli íslands og Ástralíu var gerður árið 1983. Sendiherra íslands í Ástralíu er Pétur Thorsteinsson, en hann hefur aðsetur i Reykjavík. em sendiherra íslands hefur Pétur verið f sambandi við íslendinga í Ástralíu og heimsótt þá. Hann sagði að engar öruggar tölur væru um fjölda þeirra, en að þeir hlytu að vera að minnsta kosti um eða yfir 300, þegar afkomendur þeirra sem þangað fluttu væru taldir með. Flest af þessu fólki er nú ástralskir ríkis- borgarar, og Pétur sagði að það héldi hópinn og hefði samband sín í milli, jafnvel þótt fjarlægðir milli þess séu miklar. Mestur fjöldi Islend- inganna er í Perth eða á Perth- svæðinu, sunnarlega á vesturströnd Ástralíu eða um 140 að tölu. Við báðum Pétur að lýsa nokkrum orðum heimsóknum sínum til fslend- inganna. Hann sagði: „Er við hjónin komum til Perth vorið 1986 buðu íslensk hjón, Sigurður Gústafsson og kona hans, okkur heim til sín til kvöldverðar. Þama voru 30-40 manns, íslendingar, makar þeirra og böm. Var að þýða „Sólon Islandus“ Alls staðar kemur fram, að ís- lendingamir í Ástralíu vilja halda tengslunum við heimalandið. Marg- ir ferðast til íslands eins oft og þeir geta og margir bjóða til sín vinum og ættingjum frá íslandi. Eitt sinn hittum við hjónin um 25 ára íslending, sem orðinn var liðs- foringi í ástralska hemum. Hann talaði mjög vel íslensku og var að þýða á ensku „Sólon Islandus" eftir Davíð Stefánsson. í Sydney starfar „New South Wales - íslandsfélagið." Okkur var tjáð, að í því væru 70-80 manns. Félagið hefir samkomur tvisvar á ári, í kringum 17. júní og 1. desem- ber og skilst mér, að þá sé reynt að hafa sem mest af íslenskum mat. í Sydney býr m.a. Sigrún Baldvinsdóttir og Francis Douglas eiginmaður hennar. Sigrún er lög- fræðingur og vann um skeið í utanríkisráðuneyti Ástralíu. Maður hennar er málafærslumaður. í kvöldverðarboði heima hjá þeim var fjöldi íslendinga. Eins og annars staðar meðal Islendinga í Ástralíu kom fram mikill áhugi á því að haida tengslum við ísland. Ýmsir vilja kalla Astralíu-Íslendinga Aust- ur-íslendinga í samræmi við Vestur-íslendinga-heitið. Við fréttum af íslendingum víða í Ástralíu. Nokkrir þeirra höfðu flutt til Ástralíu löngu fyrr en hinir íjölmennu hópar á árunum 1967-1970. Meðal þeirra er Val- gerður Gould, sem búið hefír í Canberra, höfuðborginni, ásamt breskum manni sínum í nálega ald- arQórðung. Sonur þeirra er skáld og hefir gefið út nokkrar ljóðabæk- ur ,og annar sonur þeirra er mjmdhöggvari. í Melboume búa allmargir íslendingar, en talsvert færri en í Sydney." Sat kennslustund í nútíma-íslensku — Er þá að finna íslensk menn- ingaráhrif í Ástralíu? „í að minnsta kosti sjö eða átta háskólum Ástralíu eru kennd nor- ræn fræði, og reyndar einnig í tveimur háskólum á Nýja Sjálandi. Stundum eru kennd nútíma Norður- landamál, fyrst og fremst sænska, en nútíma íslenska hefir stundum verið kennd við Melboume-háskól- ann og nú síðustu árin við Þjóð- háskólann („Australian National University") í Canberra. Við síðar- nefnda háskólann kennir dr. Hans Kuhn, sem er Svissiendingur, bæði fom-íslensku og nútíma-íslensku. Vorið 1986 sat ég hjá honum í kennslustund í nútíma-íslensku og ræddi við nemenduma, sem vom sex að tölu. Eitt kvöldið sem við vomm í Canberra hélt_ dr. Kuhn erindi í „Skandinavíu-Ástralíu félaginu" sem fjallaði um miðalda kristni í íslenskum þjóðsögum. Um 40-50 manns vom á fundinum. Kona mín Pétur Thorsteinsson sendiherra afhenti landstjóra Ástralíu, Sir Nin- ian Stephan, trúnaðarbréf sitt 17. apríl 1984 sem fyrsti sendiherra íslands í Ástralfu. var þama og svaraði nokkmm fyrir- spumum varðandi þjóðtrú á Islandi. Við hjónin komum í Melboume- háskólann og hittum þar meðal annars dr. John Stanley Martin prófessor og tvo aðra kennara, er allir höfðu verið á íslandi og töluðu sæmilega íslensku. Um það Ieyti sem við vomm þama var stofnað ástralskt-íslenskt menningarfélag, „The Australian-Icelandic Cultural Society". Dr. Martin er formaður þess, en í stjóminni em auk hans fjórir aðrir Ástralíumenn og tveir Islendingar. Félagið mun hafa hald- ið allmarga fundi, og það gefur út blað sem nefnist „Frá suðlægri strönd". Langvarandi veikindi dr. Martins hafa hamlað starfsemi fé- lagsins og hafa því ekki komið út nema tvö eintök af blaðinu. Dr. Martin mun hafa verið einn fyrsti Ástralíu-maðurinn, sem numið hefir við Háskóla íslands, en það var árið 1958. Dr. Martin hefir skrifað margar greinar og ritgerðir varð- andi fom-íslensk fræði. í Sydney hittum við hjónin einn af kennumnum í norrænum ffæð- um, frú Margaret Cluney Ross. Hún lét mér meðal annars í té yfirlit yfir kennslu í norrænum fræðum í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Sömu gögn hafði hún sent Stofnun Áma Magnússonar í Reykjavík. Sama dag og við hjónin hittum frú Ross áttum við viðtal um mögu- leika á sölu íslenskra kvikmynda til Ástralíu í ríkisstofnun, sem kaup- ir erlendar kvikmyndir. Svo vildi til, að deildarstjórinn sem við áttum tal við hafði lært fom-íslensku hjá frúRoss. Ástundun íslenskra fræða í Ástralíu á sér nokkuð langan aldur. Aðalupphafsmaðurinn er talinn vera Augustine Lodewyckx, sem var prófessor í germönskum fræð- um við Melboume-háskólann á árunum kringum 1930. Hann var mikill áhugamaður um allt sem snerti ísland. Tuttugn Ástralíumenn hafa numið við Háskóla Islands — Lftum á hina hliðina. Hvað er að segja af Ástralíumönnum á íslandi? „Ég minntist á hér áðan, að dr. John Stanley Martin hefði verið í Háskóla ísiands árið 1958. En alls munu um 20 Ástralíumenn hafa verið skráðir sem nemendur við háskólann hér á tímabilinu 1958-1986. Talsverður fyöldi Ástra- líumanna hefír unnið í frystihúsum á íslandi á undanfömum árum, fyrst og fremst kvenfólk. Sum árin hefir fjöldi þeirra numið mörgum tugum. Sumt af þessu fólki hefír gengið hér í hjónaband og hefir ásamt hinum íslenska maka flutst til Ástralíu. Einhveijir Ástralíu- menn hafa sest hér að. í fyrra þegar ég fór í utanríkis- ráðuneytið í Canberra til þess að hitta prótokollstjóra ráðuneytisins tók á móti mér einkaritari hans, myndarleg stúlka, er sagði: „Komið þér sælir, sendiherra. Eg hefi átt heima í átta mánuði í Tálknafirði." Ástralskir ferðamenn fara til Skandinaviu árlega svo tugum þús- unda skiptir. Mér er tjáð af mönnum sem til þekkja, að ef íslendingar legðu á það áherslu að beina ást- rölskum ferðamönnum til íslands, myndi talsverður hópur þeirra koma hingað." Pétur afhenti Sir Ninian Stephen landstjóra trúnaðarbréf sitt í Can- berra, en að forminu til er Breta- drottning hinn eiginlegi þjóðhöfð- ingi Ástralíu. Siður þar er að skiptast á stuttum ræðum við slík tækifæri og sagði Pétur okkur eftir- farandi af ræðu landsstjórans: „í ræðu sinni minntist hann meðal annars á þ_ann snertipunkt í sögu íslands og Ástralíu, að Jörgen Jörg- ensen, — Jörundur hundadaga- konungur — hefði komið við sögu beggja landanna. Eftir íslands- ævintýrið 1809 var saga hans æði litrík og gekk á ýmsu. Eitt sinn var hann til dæmis dæmdur til dauða fyrir þjófnað. í tvö ár var hann njósnari fyrir breska utanríkisráðu- neytið á meginlandi Evrópu. Árið 1826 kom hann sem fangi til Ástra- líu. Fimmtán árum síðar, 1841, fannst hann nær dauða en lífí ofan í skurði og andaðist skömmu síðar. í Ástralíu var Jörundur allan tímann á Tasmaníueyjunni. Hann var náð- aður og var frjáls maður um skeið, þar til freistingin varð honum að falli á ný. Nokkur ár var hann lög- regluþjónn, og einnig hann gat sér nokkum orðstír sem forstöðumaður landkönnunarleiðangurs í Tasmaní- u. í Ævisagnabók Ástralíu („The
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.