Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 27
Australian Dictionery of Biograp- hy“) eru þrír dálkar um Jörgen Jörgensen. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 27 Vingjarnlegir og létt yfir þeim —Hvað er um landið sjálft og þjóðina að segja? „Til Ástralíu er ánægjulegt að koma. Landsmenn eru vingjamlegir og létt yfir þeim. Landið er forvitni- legt. Þetta er risastór eyja, svipuð að stærð og Bandaríkin að frátöldu Alaskasvæðinu og náttúran gífur- lega mismunandi eftir landshlutum. Norðurhluti landsins er í hitabelt- inu. Um miðbikið eru eyðimerkur. Úr lofti má sjá þar gríðarstór hvít svæði. Þetta er salt uppþomaðra stöðuvatna. Sumsstaðar renna ám- ar ínn í landið, en ekki til sjávar eins og annars staðar. Ýmislegur gróður er í Ástralíu sem ekki er annarsstaðar að finna, og eins em þar dýr, eins og kengúmr, sem hvergi em annarsstaðar. í höfuborginni, Canberra, búa um 250 þúsund manns. Þetta er falleg borg, næstum eins og risa- stór skrautgarður vegna hins mikla gróðurs þar. Ákveðið var að byggja þessa borg snemma á þessari öld, en framkvæmdir töfðust mjög vegna fyrri heimsstyijaldarinnar. Árið 1927 gat þjóðþingið haldið fundi í Canberra í fyrsta sinn. I Canberra era ýmsar frábærar byggingar eins og Listasafn ríkis- ins, Hæstaréttarbyggingin og Ríkisbókasafnið. í Ríkisbókasafn- inu sá ég nokkur hundmð íslenskar bækur og bækur varðandi ísland. Einnig er þar Morgunblaðið á sams- konar filmum og í Landsbókasafni íslands. Fjölmennustu borgimar em Melboume og Sydney, báðar sunn- arlega á austurströndinni. Sydney er falleg borg, sem oft er líkt við San Fransisco. Þar er hið sérkenni- lega ópemhús, sem líkist þöndum seglum. Það var fullgert 1973, og er það danskur arkitekt sem á heið- urinn af ytri gerð þess. í húsinu em fjórir sýningarsalir og er aðal- salurinn hljómleikasalur." 200 ára afmæli byggðar Evrópumanna. Á árinu 1988 verða mikil hátíðar- höld í Ástralíu í tilefni af 200 ára afmæli byggðar Evrópumanna þar. Við spurðum Pétur frétta af þess- ari hátíð og um uppmna byggðar Evrópumanna þama. Hann svaraði: „Ifyrsta landnámssvæðið var á þeim stað þar sem borgin Sydney stendur nú. Þangað kom í janúar 1788 rúm- lega þúsund manna hópur frá Bretlandi á 11 skipum, þar af um 2/3 hlutar fangar. Nokkmm dögum seinna lýsti farangurstjórinn, Art- hur-Philip sjóliðsforingi, allan vesturhluta Ástralíu breskt land, þar á meðal Tasmaníu-eyjuna. Meðal atriða á hátíðinni verður mikil alþjóðleg vömsýning í Melbo- urne. ísland hefír hafnað þátttöku í þeirri sýningu. í höfuðborginni - Canberra - verður meðal annars 29. Olympíu-stærðfræðikeppnin. Hin ýmsu þjóðarbrot í Ástralíu hafa margvíslegar hátíðarframkvæmdir á pijónunum. Til dæmis em Norður- landamenn að byggja þorp fyrir eftirlaunamenn, helgað 200 ára af- mælinu, sem mér skilst, að sé ekki langt frá Sydney.“ Við þökkuðum Pétri fyrir fróð- legar upplýsingar en spurðum í lokin um samband íslands við Nýja Sjáland. Hann svaraði: „Af ýmsum sökum er full ástæða til að skiptast á sendiherrum við Nýja Sjáland, eins og við Ástralíu, og ég geri ráð fyrir, að það verði gert áður en langt um líður. Nú, þegar unnt er að skipa sendiherra hjá erlendum ríkis- stjómum með búsetu í heimalandi, heimasendiherra, er hægt á tiltölu- lega ódýran hátt að taka upp formlegt samband við ríkisstjómir flarlægra landa. Slík tilhögun er nýtt fyrirbrigði í diplómatískum rétti, — fyrstu dæmin em frá ámn- um 1965-1970, en þeim ríkjum fer nú stöðugt fjölgandi sem hagnýta sér þennan möguleika, þegar um er að ræða samband við lönd þar sem ekki er talin ástæða til að hafa sendiráð á staðnum." f atvinnueldhúsið Eigum til afgreiðslu af lager 10 bakka gufusuðu, bökunar- og steikarofna frá Senking-Juno t Vestur-Þýskalandi. Tugir slíkra ofna eru í notkun hér á landi. Leitið nánari upplýsinga á skrifstofu okkar. JÓN JÓHANNESSON & CO. S.F. UMBODS OG HEILDVERSLUN________ Hafnarhúsinu v/Tryggagötu, sími 15821. gfböiwgiiasiuj CtMlttt MECI21EM Tork.Þegar vanda skal tíl verka. Tork kerfið er ómissandi öllum sem bjóða aðeins vandaða framleiðslu og góða þjónustu. Tork kerfið samanstendur af hylkjum og grindum ásamt einnota vörum til notkunar hvar sem hreinlætis er þörf. í nútíma framleiðslufyrirtækjum skiptir þrifnaður miklu máli. í*á koma yfirburðir Tork best í ljós. Starfsfólk þitt kann vel að meta hversu Tork kerfið er einstaklega þægilegt í notkun. Sannir atvinnumenn biðja um Tork vegna þess að Tork er hagkvæmara og gæðin einstök. [tobkJ Tork kerfið. Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.Mölnlycke
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.