Morgunblaðið - 17.05.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 17.05.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 Sviðsmynd úr Yermu. Harmljóð um frelsi og fjötra Því má ekki gleyma að García Lorca lagði á það áherslu að Yerma væri dæmigert leikrit um spænska alþýðu, daglegt líf henn- ar, en þó einkum raunir. Yerma eignast ekki bam með bónda sínum, hún er ófrjó, htjóstur eins og nafn hennar merkir. Þetta er strangur dómur yfir hinni ungu konu, ekki síst í landi þar sem ófijósemi er hið sama og útskúfun úr mannlegu félagi. Yerma fær líka að þjást, er tortryggð af manni sínum og höfð að háði og spotti af kynsystrum sínum. Að lokum er hún á valdi örvæntingar og grípur til þeirra ráða sem full- komna ógæfu hennar. Það eru miklar tilfinningar í leikritum García Lorca, ekki síður en í ljóðum hans, en þessar tilfinn- ingar búa innra með persónunum, koma sjaldan upp á yfirborðið. Þess vegna er mikill vandi að tjá þær, leikarar eru í þeirri hættu staddir að oftúlka í staðinn fyrir að láta áhorfendur skynja eldinn sem undir býr. Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikstjóri Yermu, áttar sig að sjálfsögðu á þessu grundvallar- atriði þegar túlka skal leikrit García Lorca, en tekst ekki alveg að sigla fram hjá skeijum þrátt fyrir góða viðleitni og hugkvæmni sem fram kemur í ýmsum atriðum. Metnaðarfull og vönduð tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar leitað- ist til dæmis við að grípa fram í fyrir höfundinum, leggja óþarflega mikla áherslu á hinar tilfinninga- legu sveiflur. Tónlistin var of fyrirferðarmikil og söngurinn í of klassískum anda þegar þess er gætt að Yerma er fyrst og fremst alþýðuleikrit. Líka var það galli að söngtextinn heyrðist ekki allt- af, en það er höfuðsynd í leikriti eftir García Lorca þar sem textinn skiptir svo miklu máli og verður allur að komast til skila. Leikmynd og búningar Sigur- jóns Jóhannssonar hafa þá kosti að vera í einföldum stíl, en líka táknrænum eins og Páll Ragnars- son dró svo eftirminnilega fram með lýsingu sinni. Himinninn skiptir um lit eftir hugarástandi persónanna. Leikmyndin var ekki eins og maður á að venjast í leik- riti eftir García Lorca, heldur sjálfstætt verk sem stóð nær grískum harmleik en spænskum alþýðuleik. Að þessu leyti var hún lík tónlistinni, en ekki eins að- gangshörð við verkið. Það var áberandi að þau atriði Yermu sem voru hvað hógværust, þegar talaður texti naut sín einn og sér, voru best heppnuð. Undan- tekning var dýrlingshátíðin, en í henni náði leikritið vissri reisn sem kallaði fram hið óræða hjá skáld- inu og hið villta í boðskap þess. Dansatriðin voru einkar skemmti- leg, enda í höndum kunnáttufólks og leikstjórinn á heiðurinn af samningu þeirra. Þvottaatriðið var kafli út af fyrir sig, en ekki nógu trúverðugt. Þetta atriði var vel gert, en hefði að mínu viti mátt vera eðlilegra, minna klassískt. í Yermu er góður leikur og að mestu hnökraláus. Það var at- hyglisvert hve leikarar stóðu sig vel, voru öruggir. Þetta hlýtur að mega þakka leikstjóranum, en vissulega hafði hann á að skipa fólki sem lagði sig fram og gaf af sjálfu sér. Leikur Tinnu Gunnlaugsdóttur í hlutverki Yermu er gæddur þeirri dýpt sem gérir hann markverðan. Tinna sýnir vel þær tilfínningar sem krauma undir niðri og hún fyllir salinn af þeim skáldskap sem býr í orðunum. Yerma Tinnu er merkur áfangi á leiklistarferli hennar og gefur sýningunni í heild mikið gildi. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: YERMA eftir Federico García Lorca. Þýðing: Karl Guðmundsson. Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. YERMA eftir Federico García Lorca er harmljóð í leikrænum búningi, sprottið úr spænskri menningarhefð og dregur jafn- framt dám af lærdómi frá Grikkj- um, örlagaþunga hinna gömlu harmleikja. Skeifan 3h - Sími 82670 ÖRYGGIÐ FYRIR ÖLLU Dynjandi hefur nú aukið þjónustu sína meö því aö opna á jarðhæð aö Skeifunni 3, stóran sölu- og sýningasal á öryggis- vörum og vinnuhlífum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.