Morgunblaðið - 17.05.1987, Page 32

Morgunblaðið - 17.05.1987, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 33 ptargiii Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Markmið viðræðna um afvopnun ar til þeir hittust í Höfða, Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev, höfðu tilraunir í af- vopnunarmálum einkum miðast að því að hafa hemil á að vopnum fjölgaði eða ný vopnakerfi yrðu tekin í notkun. Á Reykjavíkur- fundinum urðu þau þáttaskil að leiðtogar stórveldanna lögðu á ráðin um fækkun kjamorku- vopna. Vegna þess að Sovétmenn settu það sem skilyrði, að Banda- ríkjamenn hættu við rannsóknir og tilraunir vegna geimvarna- áætlunarinnar, voru margir svartsýnni eftir fundinn hér en efni stóðu til miðað við síðari atburði. í lok febrúar lýstu Sovét- menn yfir því, að þeir gætu fellt sig við nina gömlu tillögu Reag- ans am upprætingu Evrópueld- flauganna, „núll-lausnina“ svonefndu, og samningar um nana yrðu ekki tengdir geim- vömum. Og Gorbachev bætti því við, að hann gæti einnig hugsað sér að uppræta skammdrægar eldflaugar í Evrópu. Síðan er leit- ast við að einfalda flókið mál með því að tala um „tvöfalda núll-lausn“, þegar rætt er um brottflutning kjamorkuvopna frá Evrópu. Næði hún fram að ganga yrðu ekki eftir í álfunni önnur kjamorkuvopn í eigu Bandaríkja- manna og Sovétmanna en þau, sem senda má innan við 500 kíló- metra. Strax eftir Reykjavíkurfund- inn vakti það undrun margra, hvers vegna leiðtogar risaveld- anna ákváðu ekki að uppræta meðaldrægar eldflaugar með öllu, heldur gerðu ráð fyrir að Sovétmenn gætu átt 100 slíkar flaugar í Asíu og Bandaríkja- menn 100 innan landamæra sinna í Norður-Ameríku. Vamar- málaráðherrar NATO-ríkjanna, sem eiga aðild að lq'amorku- áætlananefnd bandalagsins, ályktuðu um það á fundi í Stav- anger á föstudaginn, að Sovét- menn og Bandaríkjamenn útrýmdu öllum meðaldrægum kjamorkueldflaugum. Samkomu- lag um þessar flaugar nái sem sé einnig til Asíu-eldflauga Sov- étmanna. Þessari niðurstöðu NATO-ráðherranna mótmælti Tass-fréttastofan sovéska eftir að hún var birt og talaði um frá- hvarf frá Reykjavíkurfundinum. Krafa NATO-ráðherranna er í senn eðlileg og réttmæt. Erfitt er að sjá með hvaða rökum Mik- hail Gorbachev, sem segist vilja útrýma öllum kjamorkuvopnum fyrir árið 2000, getur staðið á móti henni. Á fundinum í Stavanger skýrð- ist betur en áður, að ríkisstjómir NATO-landanna hafa ekki enn komið sér saman um eina skoðun að því er varðar fækkun kjam- orkuvopna í Evrópu. I forystu- grein Þjóðviljans var sú skýring gefin á „tregðu“ lýðræðisríkjanna til að semja við Sovétmenn, að afvopnun gengi „gegn þeirri mafíu sem tengir saman hemað- arbrölt og iðnaðarhagsmuni, og helstu ráðamenn Vesturveldanna virðist skorta annaðhvort vilja eða þor til að rísa gegn valdi þeirrar vélar". Þeir sem beita jafn einfeldningslegum og úreltum röksemdum í umræðunum um það sem nú er að gerast í öryggis- málum Evrópu, geta líklega aldrei áttað sig á því um hvað umræðumar á vettvangi NATO snúast. Einmitt þess vegna hafa alþýðubandalagsmenn staðið ut- an við allar ákvarðanir um öryggi og vamir íslands. Þeir nálgast málið jafnan úr þeirri átt, að það sé af hinu illa og hættulegt heimsfriði, að lýðræðisríkin hafí uppi viðbúnað vegna vígvélar Kremlveija. Að þeirra mati er það einhver „vél“ á vegum „mafíu“ á Vesturlöndum, sem heldur okkur öllum í greip sinni til að hagnast sem mest á smíði morðtóla! Ráðherrar og sérfræðingar aðildarríkja NATO em ekki með hugann við bábiljur alþýðubanda- lagsmanna á íslandi, þegar þeir takast á við hin flóknu afvopnun- armál. Þeir em að átta sig á því, hvemig unnt er að tryggja öryggi þjóða sinna og frið með frelsi með minni vígbúnaði en þeim, sem þeir ráða nú yfír. Markmið afvopnunar er ekki að draga úr öryggi heldur að við- halda því með færri vopnum en áður. Þegar utanríkisráðherrar NATO-ríkjanna hittust síðast á fundi í Reykjavík sumarið 1968, sendu þeir frá sér ályktun, sem síðan var þekkt undir nafninu „merkið frá Reykjavík“. Með ályktuninni lögðu þeir gmnn að viðræðum austurs og vesturs um fækkun venjulegs herafla í Evr- ópu, sem hratt af stað Helsinki- hreyfíngunni svonefndu og MBFR-viðræðunum um jafnan og gagnkvæman samdrátt her- afla í Mið-Evrópu. Því miður hefur ekki tekist að minnka venjulegan herafla á þeim tæp- lega tuttugu ámm, sem síðan em liðin. Viðræðumar milli austurs og vesturs um hemaðarleg mál- efni hafa á hinn bóginn breytt andrúmsloftinu í heiminum. Ef til vill tekst, á ráðherrafundi NATO hér í Reykjavík eftir fáein- ar vikur, að innsigla afdrifaríka fækkun kjamorkuvopna með upprætingu ákveðinnar tegundar þeirra. Þá væri raunvemlegu markmiði afvopnunarviðræðna náð. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 16. maí Stjómmálaástand á þremur eyjum hefur dregið að sér athygli víða um lönd síðustu daga og vikur: íslandi á Norður-Atlantshafi, Möltu á Miðjarðarhafí og Fiji- eyjum á Kyrrahafí. Hingað hafa menn einkum litið vegna framgangs Kvennalistans í þing- kosningunum, á Möltu töpuðu vinstrisinnar meirihluta á þingi eftir 16 ára stjóm og á Fiji-eyjum lét herinn til skarar skríða gegn nýkjörinni stjórn. Aðstæður á þessum þremur eyjum em ólíkar. Stjómmálalíf hefur þróast með mismunandi hætti. Að okkar mati em Fiji- búar skemmra á veg komnir en við og Möltubúar. Valdaránið þar á meðal annars rætur að rekja til kynþáttadeilna; í nýleg- um kosningum fékk flokkur Timoci Bavadra, sem er af indverskum ættum, meirihluta á þingi og ýtti þar með til hlið- ar flokki, sem á dýpri rætur meðal innfæddra. Bavadra kúventi meðal annars í utanríkis- og vamarmálum og sagðist ætla að draga úr vamarsamstarfi við vest- ræn ríki og ganga til liðs við hlutlaus ríki og þau, sem em utan hemaðarbandalaga. Þegar Dom Mintoff og vinstrisinnar náðu völdum á Möltu í kosningum 1971 var það eitt fyrsta verk þeirra að setja Bretum, sem höfðu flotastöð á eyjunni, afarkosti. í upphafí ákváðu Mintoff og menn hans að taka leigugjald af Bretum og loks var slitið við þá samningnum. Þróuðust mál síðan á þann veg, að Malta gerði samninga við Norður-Kóreu og Líbýu, þau ríki, sem njóta einna minnstrar virðingar á alþjóðavettvangi. Hafa Norð- ur-Kóreumenn æft vopnaburð á Möltu. Þá hefur stjóm Mintoffs og hans manna ver- ið gagnrýnd fyrir lítið umburðarlyndi gagnvart andstæðingum og oft þótt minna óþægilega á vinstrisinnaðar ofstækis- stjómir. Lýðræðinu hefur ekki verið kastað fyrir róða á Möltu, munaði þó litlu 1981, þegar kosningaúrslit vom skýrð vinstri- sinnum í hag, þótt þeir hefðu fengið færri atkvæði en andstæðingar þeirra. Hinn 9. maí gerðist það svo að Þjóðemisflokkurinn eða hægrimenn náði meirihluta á þingi Möltu. Þykir furðu gegna, hve auðveldlega og friðsamlega hefur tekist að færa völdin frá vinstri til hægri. Hnattstaðan ræður miklu Þegar þetta er ritað er ekki ljóst hvaða áhrif valdaránið á Fiji-eyjum hefur. Það er alkunnugt frá þeim löndum, þar sem aðkomumenn frá Indlandi hafa búið um sig, að þeir eiga oft í útistöðum við inn- fædda. Eftir að nýlendur Breta í Austur- Afríku, Kenýa, Úganda og Tansanía, fengu sjálfstæði áttu indverskir innflytj- endur í þeim mjög undir högg að sækja og vom flæmdir á brott svo þúsundum skipti og eignir þeirra gerðar upptækar. Indveijar halda gjaman hópinn og hafa lag á að hagnast á viðskiptum, sjá fmm- byggjar oft ofsjónum yfír auð þeirra og velgengni. Fiji-eyjar urðu sjálfstætt ríki í breska samveldinu haustið 1970. Áður en eyja- skeggjar tóku stjóm eigin mála í sínar hendur hafði oftar en einu sinni komið til harðra átaka á milli kynþátta. Indverskir verkamenn vom fluttir til eyjanna á nítjándu öld. Afkomendur þeirra hafa nú komið ár sinni vel fyrir borð og em auk þess orðnir fjölmennari meðal rúmlega 700 þúsund íbúa eyjanna en frambyggjar. Fram til 1970 var Indveijum haldið frá völdum með ranglátri kosningalöggjöf. Síðan henni var breytt hafa þeir staðið nærri því að fá meirihluta á þingi Fiji og tókst það sem sé fyrir fáeinum vikum. Ástæðulaust er að draga í efa, að kyn- þáttadeilur búi að baki valdaráni hersins á fimmtudaginn. Hitt kann einnig að hafa sitt að segja, að valdamiklir menn í her Fiji-eyja telja það óráðlegt að ganga til liðs við óháð ríki og þau, sem em utan hemaðarbandalaga. Suður-Kyrrahaf hefur til þessa ekki verið talið miklu skipta í hemaðarlegu til- liti. Þar hafa hagsmunir risaveldanna ekki skarast. Þetta kann þó að vera að breyt- ast. Fræg ákvörðun Davids Lange, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að banna herskipum frá Bandaríkjunum að koma til hafna á Nýja Sjálandi nema fyrst væri leitað að kjamorkuvopnum um borð í þeim, hefur orðið til þess að koma róti á öryggismál á þessum fjarlægu slóðum. Meira að segja Líbýumenn hafa reynt að hreiðra um sig í nýfijálsum ríkjum í eyja- mergðinni þarna. Hnattstaða ríkjanna á Suður-Kyrrahafi hefur haldið þeim fjarri átaka- og spennu- svæðum. Fjarlægðin skiptir ekki lengur sama máli fyrir þau. Og takist öflum, sem vilja raska núverandi ástandi, að koma ár sinni fyrir borð er þess áreiðanlega ekki lengi að bíða, að þar verði stórveldaspenna eins og annars staðar. Malta hefur ekki sama hemaðargildi og áður, þegar Miðjarðarhafíð var einskonar miðpunktur heimsins. Þá þótti þeim, sem vildu ráða lögum og lofum á þeim slóðum, nauðsynlegt að hafa fótfestu á Möltu. Tæknin hefur dregið úr gildi Möltu að þessu leyti. Þótt Malta hafí fjarlægst Vest- urlönd undir stjóm vinstrisinna þar hefur það ekki raskað stöðugleika í öryggismál- um á Miðjarðarhafi. Hnattstaða íslands er þannig, að hér skarast hagsmunir stórveldanna. Breyt- ingar á hernaðartækni, samgöngum og fjarskiptum hafa leitt til þess að við emm alþjóðlegri þjóðbraut. Samskipti við aðra Skammt frá Fiji-eyjum er sjálfstætt eyríki, sem heitir Vanuatu. Forsætisráð- herrann þar heitir Walter Lini og er hann fyrram prestur í ensku biskupakirkjunni. Fer orð af honum sem róttæklingi. 5. maí síðastliðinn vom tveir Líbýumenn reknir frá Vanuatu. Var sú skýring gefín á brott- rekstrinum, að þeir hefðu komið þangað fyrirvaralaust til að opna sendiráð. Breska vikuritið Economist segir, að Líbýumenn fái vafalaust leyfí til að stofna þama sendi- ráð innan tíðar. Vanuatu sé skattaparadís, sem vilji draga að sér alþjóðlega athygli, og hafí þegar stjómmálasamband við mörg ríki austan tjalds og vestan. Tækju allar þjóðir boði stjómar Vanuatu um að stofna þar sendiráð yrði höfuðborgin, Port Vila, fljótiega eins og útibú frá Sameinuðu þjóð- unum. Æ fleiri smáríki velja þann kost til að laða til sín fjármagn að haga löggjöf sinni með þeim hætti, að eignamönnum þyki fysilegt að ávaxta fé sitt hjá þeim eða öðlast ríkisborgararétt þeirra og þar með skattfrelsi. Við þurfum hvorki að fara til Suður-Kyrrahafs né Karíbahafs og fínna eyjar þar til að sjá dæmi um þetta. Fremst- ir í flokki em auðvitað Svisslendingar, sem áttuðu sig á, að með bankaleynd gátu þeir hagnast vel á fé annarra. Dvergríkið Liechtenstein, sem er í raun ekki annað en Qallshlíð við bakka Rínarfljóts í Ölpun- um, dafnar vel á að leyfa fyrirtækjum að skrá lögheimili sitt innan landamæra þess. Og í Lúxemborg tóku stjómvöld þá ákvörð- un, þegar námumar í landinu gáfu ekki lengur neitt í aðra hönd, að laða til sín erlenda banka og fjárfestingarfyrirtæki. Hefur sú stefna gefíst mjög vel. Malta undir stjóm vinstrisinna er gott dæmi um það, hvemig unnt er á örskömm- um tíma og með vitlausri stjómarstefnu að koma sér út úr húsi hjá gömlum vinum og samherjum og afla sér fleiri óvina en vina. Árið 1970 samdi stjóm Möltu uridir forystu hægri manna við Evrópubandalag- ið. Vinstrisinnar bjuggu að þessum samningi á valdatíma sínum. Þeir hafa endumýjað hann tvisvar og í bæði skiptin krafíst hárra ijárstyrkja frá bandalaginu, en fengið mun minna en þeir vildu. 73% innflutnings Möltu em frá Evrópubanda- laginu og 69% útflutnings fara þangað; 90% allra ferðamanna, sem koma til eyjar- innar, em frá EB-löndum, en þjónusta við ferðamenn er mikilvægasta tekjulind eyja- skeggja. Samt hafa vinstrisinnar á Möltu reynt eins og þeir hafa frekast mátt að auka ítök arabaríkjanna og Austur-Evrópu á eyjunni. Og nú við stjómarskiptin heftir verið uggur í mörgum yfir því, að Líbýu- menn og fylgismenn þeirra grípi til svipaðra ráða og herinn á Fiji-eyjum; boli löglega kjörinni stjórn frá völdum. Fenech Adami, hinn nýi forsætisráðherra Möltu, vill að vinaþjóðir í Vestur-Evrópu ábyrgist öryggi lands síns og sambandið við Ítalíu verði ræktað að nýju og tengslin við Evr- ópubandalagið aukin. Óljóst umboð kjósenda í kosningunum hér fyrir þremur vikum veittu kjósendur stjórnmálamönnununum umboð á gmndvelli þeirrar stefnu, sem þeir boðuðu í kosningabaráttunni. Enginn flokkanna getur að kosningum loknum gengið fram fyrir skjöldu og sagt, að hann hafí fengið heimild kjósenda til að fram- kvæma allt, sem hann boðaði. Úrslitin em á þann veg, að þrír flokkar hið fæsta þurfa að sameinast um stefnu til að hún njóti stuðnings meirihluta þingmanna. Er lík- legt, að erfítt verði að beija þennan meirihluta saman. Þær fréttir sem berast frá stjórnmála- mönnum um hvað er að gerast meðal þeirra benda flestar til þess, að enn sem komið er hafí lítið reynt á ágreining um einstök málefni. Menn hafa frekar verið að kanna hvaða fylkingar gætu hugsan- lega myndast heldur en hvert stefnan yrði tekin. Fyrir fjóram ámm var augljóst, að vinna varð bráðan bug að því að ná tökum á verðbólgunni. Þá var það númer eitt, tvö og þijú að grípa til markvissra efnahagsað- gerða í því skyni. Sjálfstæðisflokkurinn bauð þá upp á skýran kost, sem framsókn- armenn ákváðu að reyna. Um það var stjómin mynduð. í febrúar 1980 ýtti bað mjög á eftir þeim, sem að þeirri stjómar- myndun stóðu úr röðum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, að þeir töldu sig hafa færi á að koma höggi á Sjálfstæðis- flokkinn. Forsendur samstarfsins vom því miður neikvæðar að þessu leyti. Síðsumar 1978 gátu Alþýðuflokkur og Álþýðubanda- lag ekki annað en farið í stjóm til að standa við þau orð, að kosningar væm kjarabarátta, og studdust við framsóknar- menn, sem vom í forsæti. 1974 fór Sjálf- stæðisflokkurinn í stjóm til að binda enda á óvissu í vamarmálum og færa land- helgina út í 200 sjómílur; framsóknarmenn kúventu í vamarmálunum og sátu einnig í þeirri stjóm. Sumarið 1971 mynduðu vinstri flokkamir stjóm til að binda enda á viðreisnarárin og færa fískveiðilögsög- una út í 50 sjómílur. Viðreisnarstjómin var mynduð 1959 til að gjörbreyta um stefnu í efnahags-, viðskipta- og atvinnu- málum auk þess sem hún batt enda á óvissu í öryggismálum og leysti landhelgis- deiluna við Breta vegna 12 mílnanna. Á meðan línur skýrast ekki í stjómar- myndunarviðræðunum og flokkamir finna sér ekki efnisleg markmið til að setja á oddinn í væntanlegu stjómarsamstarfí er ekki unnt annað en benda á óljóst umboð kjósenda til þeirra; og umboðið er óljóst, af því að línumar vom ekki dregnar nægi- lega skýrt í kosningabaráttunni. Nú kann einhver að spyija: En hvað um ríkissjóðs- hallann? Er hann ekki mál, sem þarf að leysa? Halli á ríkissjóði er of hversdagslegt pólitískt vandamál til að unnt sé að mynda heila ríkisstjóm um það eitt að ráða við hann. Öllu nær er að segja, að lítill vandi steðji að þjóðinni, ef hallinn á ríkissjóði er þungamiðjan. Hvað með fískveiðistefn- una og landbúnaðarpólitíkina? Hvað með samskipti íslands og Evrópuríkja? Hvernig á að útrýma þeirri skoðun, að lífskjör hér séu almennt verri en í nágrannalöndum og ísland sé í raun láglaunasvæði? Of mikil íhaldssemi Varfæmislegar yfírlýsingar stjómmála- manna um þau málefni, sem þeir vilja vinna að á nýbyijuðu lqörtímabili, em ef til vill til marks um of mikla íhaldssemi. Með því að fordæma fijálshyggju eða ný- ftjálshyggju með þeim hætti, sem gert hefur verið og oft að því er virðist í hugar- æsingi og hugsunarlaust, hafa margir stjómmálamannanna íokað sig inni í næsta þröngum heimi. Alls staðar í nágranna- ;* ».1 * : % 1 -vt* v;. ' - % 'tV -' ' P? " • i V v; : ; . JT . * ..., • : . . .v; ■% löndum okkar eiga þeir hljómgmnn meðal almennings, sem vinna að einkavæðingu. Er hún ekki talin til marks um hömlulausa frjálshyggju? Skýmstu dæmin um þetta em nú frá Bretlandi og Frakklandi þar sem tugir og hundmð þúsunda manna sækjast eftir því að festa fé sitt í stórfyrir- tækjum, sem flutt em úr eign ríkisins til einstaklinga. Mætti ekki hugsa sér að brúa ríkissjóðshallann hér með því að selja eitt- hvað af eigum ríkisins, til dæmis Lands- virkjun, Póst og síma og Landsbankann? Annars má segja, að óþarfí sé að nota orð eins og fijálshyggju og nýfijálshyggju um þá stefnu að atvinnufyrirtæki skuli vera í eigu einstaklinga eða samtaka þeirra. Það hefur frá upphafi verið gmndvallarþáttur í stefnu Sjálfstæðisflokksins og er enn. Þetta er einfaldlega sjálfstæðisstefnan eins og hún hefur verið mörkuð í tæplega sex áratugi. Með frelsi í vaxtamálum og afnámi haftabúskapar á fjármagnsmarkaði hafa íslendingar fengið tækifæri til að kynnast því, að unnt er að láta peningana vinna fyrir sig, ef þannig mætti orða það. Unnt er að hafa af því sæmilegar tekjur að fjár- festa. Við ættum því að vera í betri aðstöðu en áður til að skilja, hvað fyrir þeim þjóð- um vakir, sem haga löggjöf sinni með þeim hætti, að þær reyna að laða til sín erlent fjármagn. Eins og við þekkjum er aldrei unnt að ræða um þau mál hér nema þurfa jafnframt að glíma við þá, sem ásaka viðmælendur sína strax um landsölu. Ein- yrkjabúskapur heilla þjóðríkja á ekki lengur við, að minnsta kosti ekki nema þjóðimar stefni markvisst að því að drag- ast aftur úr og vera láglaunasvæði. Og hvers vegna mega íslendingar ekki festa fé sitt í útlöndum? Hvers vegna er það enn landlægt, að allar innlendar fjár- hirlsur tæmdust, ef lögum yrði breytt á þann veg, að við gætum keypt hlutabréf Morgunblaðið/Einar Falur erlendis? Er þetta vantrú á eigin getu? Hvað er athugavert við það, að Islending- ar láti starfsmenn hinna öflugustu fyrir- tækja heims vinna fyrir sig? Þetta gætum við gert, ef við fengjum leyfí til að eign- ast hlut í þessum fyrirtækjum. Fátt bendir til að mál af þessu tagi verði viðfangsefni stjómmálamannanna í þeim viðræðum, sem nú standa yfír. Pjöl- flokkakerfi eins og það sem hér ríkir kemur í veg fyrir, að skýr skil verði í stjóm- málum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því, sem íbúar Fiji-eyja reyna núna. Og hér hafa ekki orðið jafn miklar sveiflur til vinstri og Möltubúar kynntust og em enn að súpa seyðið af. Öll höfnum við öfgum af þessu tagi. Kyrrstaða vegna skorts á skýmm og djörfum markmiðum er þó einnig hættuleg; við þurfum að var- ast of mikla íhaldssemi. Innviðimir em traustir og við eigum að láta vinda fijáls ræðis leika um þá. * „ A meðan línur skýrast ekki í stjórnarmyndun- arviðræðunum og; flokkarnir f inna sér ekki efnisleg markmið til að setja á oddinn i væntanlegu stjórnarsamstarfi er ekki unnt ann- að en benda á óijóst umboð kjós- enda til þeirra; og umboðið er óijóst, af þvi að línurnar voru ekki dregn- ar nægilega skýrt í kosningabarátt- unni. Nú kann einhver að spyrja: En hvað um ríkis- sjóðshallann? Er hann ekki mál, sem þarf að leysa? Halli á ríkissjóði er of hversdags- iegt pólitískt vandamál til að unnt sé að mynda heila ríkisstjórn um það eitt að ráða við hann.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.