Morgunblaðið - 17.05.1987, Síða 56

Morgunblaðið - 17.05.1987, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sölustarf — tölvur Fyrirtæki sem selur einmenningstölvur og annan tölvubúnað óskar eftir að ráða for- stöðumann söludeildar. í boði er líflegt og áhugavert framtíðarstarf sem felst í sölumennsku og yfirumsjón tölvu- verslunar fyrirtækisins. Góðir tekjumöguleikar fyrir réttan aðila. Þær kröfur eru gerðar til umsækjenda að þeir hafi haldgóða þekkingu eða menntun á sviði tölva, og geta starfað sjálfstætt. Æskilegur aldur umsækjenda er á bilinu 25-35 ár. Ósk- að er eftir að umsækjendur geti hafið störf strax. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „A — 11441“ fyrir 23. maí nk. Stýrimaður Stýrimann vantar á humarbát frá Keflavík. Upplýsingar í símum 92-4812 og 92-4112. Rafvirkjar Okkur vantar rafvirkja. Greiðum flutning bú- slóðar og aðstoðum við útvegun húsnæðis. Upplýsingar gefur Friðþjófur Friðþjófsson mánudag og þriðjudag í síma 41604 og Óskar Eggertsson í síma 94-3092. Póllinn hf., ísafirði. Framtíðarvinna Vantar mann til starfa við þvotta- og hreinsi- vélar (þvottamann). Við leitum að heilsu- hraustum og ábyrgum fjölskyldumanni á aldrinum 25-45 ára. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. Fönn hf., Skeifunni 11, sími82220. Símavarsla o.fl. Stórt innflutnings- og þjónustufyrirtæki óskar eftir að ráða starfsmann til að annast síma- vörslu, vélritun o.fl. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsinga- deild Mbl. fyrir laugardaginn 23. maí nk. merktar: „B — 2185“. Öllum umsóknum verður svarað. Stýrimann og afleysingaskipstjóra vantar á rúml. 200 tonna togbát sem gerður er út frá Austfjörðum. Upplýsingar gefur Soffía Friðbjörnsdóttir í símum 685414 og 685715. Framieiðni sf. Trésmiðir Vantar 2-3 trésmiði eða samhentan vinnu- flokk í mótauppslátt. Góð laun fyrir röska menn. Upplýsingar gefur Sigurgeir í síma 52684 eða 985-21555 og Jón í síma 651146 eða 985-21555. Véltæknifræðingur Véltæknifræðingur óskar eftir starfi. Til greina kemur starf jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem úti á landi. Vítt áhugasvið. Laus fljótlega. Upplýsingar í síma 95-6674 eftir kl. 17.00. Trésmiðir — verkamenn Okkur vatnar tvo trésmíðaflokka í þaksmíði o.fl. Einnig vantar verkamenn í almenna byggingarvinnu á Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar gefa Grétar í síma 689506 og Oli Jón í síma 93-7113 í vinnutíma. Loftorka, Borgarnesi. Verkamenn Óskum eftir að ráða nú þegar 2-3 duglega menn til framtíðarstarfa. Um þrifaleg verk- störf er að ræða hjá traustu fyrirtæki. Æskilegur aldur 24-30 ára. Hafi bílpróf. Byrj- unarlaun eru ca 42 þús. á mánuði. Umsóknum er greini aldur og fyrri störf, skal skilað til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 18.5 merktar: „E — 2186“. Skrifstofustarf Verktakafyrirtæki í Austurbænum vantar strax manneskju til þess að sjá um launaút- reikning á tölvu IBM-34 ásamt almennum skrifstofustörfum. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „M — 911“ í síðasta lagi 19. maí 1987. Þúsund þjala næturvörður óskast á Hótel Búðir í sumar. Fiótei Búðir, sími 93-5700. Leiðsögumenn ath! Óskum að ráða leiðsögumenn til starfa. Málakunnátta, enska og eitt Norðurlanda- mál, eða þýska. Upplýsingar í símum 96-23510 og 96-25000. Sérleyfisbilar Akureyrar sf., Ferðaskrifstofa Akureyrar hf. Fiskmarkaðurinn hf. óskar að ráða vana lyftaramenn sem vinni jafnframt almenn störf á markaðn- um. , Skriflegar umsóknir með upplýsingum um fyrri störf sendist í pósthólf 383, 222 Hafnar- firði. Snyrtivöruverslun óskar eftir stúlku til afgreiðslustarfa frá kl. 13.00-18.00. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeidl Mbl. fyrir 21. maí nk. merktar: „Áhugasöm — 2189“. Sölustarf Starf við sölu og akstur í boði fyrir karl eða konu. Framtíðarstarf með góða tekjumögu- leika. Umsóknir, sem greini aldur, menntun og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 25. maí, merktar: „Vorannir — 760“. Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast frá 1. júní nk. Almenn skrifstofustörf. Þarf að hafa kunn- áttu á tölvur, einkum ritvinnslu. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. maí merkt. „Skrifstofustarf — 5154“. Kennarar Kennara vantar að Alþýðuskólanum Eiðum. Æskilegar kennslugreinar: Danska, þýska, stærðfr. og viðskiptagreinar. Upplýsingar í símum 97- 3820 og 97-3821. Skólastjóri. Rafvirkjar Vantar vana vélvirkja sem geta byrjað strax. Upplýsingar í síma 28972 í hádegi og á kvöldin. Hárgreiðslusveinn og hárgreiðslunemi óskst. Upplýsingar í síma 71614 eftir kl. 18.00. Hárgeiðslustofan Veróna, Starmýri 2. Er á nýjum sendibíl Nemi í MHÍ óskar eftir góðu sumarstarfi. Ýmislegt kemur til greina. Uppl. í síma 688709, Kristrún. Prjónakonur Vantar ykkur aukapening? Prjónakonur ósk- ast til þess að prjóna peysur eftir pöntunum. Mikil vinna. Upplýsingar í síma 15858. Bókaútgáfa Bókaútgáfa í Reykjavík óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: 1. Til útkeyrslu og innheimtustarfa. 2. Til almennrar skrifstofustarfa. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „B - 2191“ fyrir 18. maí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.