Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 37

Morgunblaðið - 24.05.1987, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 37 Ike Turner og rythmakóngarnir Blús Árni Matthíasson St. Louis hefur ætíð staðið í skugganum af Chicago sem blúsborg, þó þar hafi síður en svo verið einhver lognmolla í blúsheiminum. Það sem aðllega stóð blúsnum í St. Louis fyrir þrifum var skort- ur á útgáfufyrirtækjum. Menn leituðu einfaldlega til Chicago og ílentust síðan þar. Einn merk- asti blúsleikari sem starfaði í St. Louis var án efa Ike Turner. Ike Tumer sýndi snemma hvað í honum bjó og ellefu ára var hann orðinn það fær píanó- leikari að hann var farinn að spila undir hjá stórstjömum eins og Sonny Boy Williamson og „slide“-gítarsnillingnum Robert Nighthawk. Ike var lengi í vinnu hjá Bihari bræðmnum, sem ráku Modern hljómplötufyrirtækið, og var starf hans fólgið í því að finna efnilega tónlistarmenn og taka upp með þeim efni. Til gamans, og um leið til að sýna fram á hæfni hans, má geta þess að Ike uppgötvaði m.a. Howling Wolf og Junior Parker og hann var auk þess upptöku- stjóri og útsetjari hjá B.B. King, Bobby Bland, Elmore James o.fl., o.fl. Samkvæmt einni heim- ild lék hann meira að segja aðalhlutverkið í einu eða fleiri af hinum mergjuðu „slide“- gítarlögum Elmore James. Síðar stofnaði hann hljómsveit þar sem hinn snjalli Earl Hooker var gítarleikari. Earl kenndi Ike á gítar og Ike var ekki lengi að ná meistaratökum á hljóðfærinu. 1954 flutti Ike Tumer til St. Louis með hljómsveit sína Kings of Rhythm. Rythmakóngamir urðu fljótlega óhemju vinsælir í St. Louis, enda var sveitin eink- ar þétt og vel spilandi undir harðstjórn Ike. Sögur herma að hann hafi heimtað að allir hljóm- sveitarmeðlimir byggju í sama húsi og hann ef sú staða kæmi upp að hann langaði til að æfa að morgunlagi eða að nóttu til. Bill Stevens, annar eigandi Stev- ens hljómplötufyrirtækisins í St. Louis, sem aldrei gekk vel, sagði einnig frá því að hann hefði séð Ike reka hljómsveitarmeðlim fyrir að missa úr nótu í miðjum tónleikum. Ike og rythmakóngamir tóku upp mikið af efni með hina og þessa söngvara í fararbroddi allt fram til ársins 1960 er Annie Mae Bullock, sem síðar varð þekkt undir nafninu Tina Turn- er, kom til sögunnar að hljóm- sveitinni var breytt. Saga Ike fór eftir það að heyra meira til rokk- sögunni en blússögunni og verður því ekki rakin lengur hér. Þó má geta þess að Ike mælir nú götumar í St. Louis og hefur ekki gert margt af viti hin síðari ár. Ekki er langt síðan að menn vöknuðu til lífsins um það hvað Ike hefði verið að taka upp gott efni með sveit sinni, og endur- útgáfufyrirtækin komust í mikinn ham. Red Lightnin’ hefur gefið út þijár plötur með St. Louis blús, eina bara með Ike og rythmakóngunum, tvöfalda plötu með Ike í bland og á nýj- ustu St. Louis plötunni á Ike aðeins tvö lög. Ace hefur ekki legið á liði sínu og þegar eru komnar tvær plötur með upptök- um sem Ike tók upp fyrir Modem. Af þessum plötum ber platan I’m Tore Up, sem Red Lightnin’ gefur út, af. Þar er að finna frægustu lög rythmakónganna með Ike í fararbroddi, lög eins og I’m Tore Up og Bring Your Fine Frame Home sem Billy Gales syngur. Aðal plötunnar er hinn ótrúlegi gítarleikur Ike Tumer, í lögum eins og Sad as a Man Can Be, I’m Tore Up, Do Right Babe og No Coming Back, og hin þétta hljómsveit sem hann hefur safnað um sig. Það heyrist þó kannski hvergi betur en í leiknu lögunum Ho-Ho og Prancing sem er að finna á tvoföldu Red Lightnin’ plötunni Hey Hey. Platan sú er reyndar nokkuð gott yfirlit yfir það helsta sem var á seyði í St. Lou- is á sjötta áratugnum, því þar er að finna upptökur með ýms- um öðrum hljómsveitum en sveit Ike Turner. Ike á þó einna besta efnið á plötunni. Þar er að finna leiknu lögin sem áður er getið og sungin lög með hinum og þessum en þó flest með Bobby Foster. Af þeim lögum sem Bobby Foster syngur vil ég hvetja menn til að kynna sér Angel of Love, þar sem Bobby beitir raddböndunum á ótrúleg- an hátt, ekki síst þegar hugsað er til þess að á þessum árum var ekki um að ræða neina raf- eindatækni sem bætt gæti úr mistökum. Það varð allt að heppnast, eða það var gert aft- ur. Upptökurnar á Red Lightnin’ plötunum voru gerðar fyrir Stev- ens merkið en þar sem Ike var samningsbundinn Sun hljóm- plötufyrirtækinu gerði hann sér lítið fýrir og snéri nafninu við. Á plötunum stóð að þar færi Icky Renrut og hljómsveit hans. Það var undir því nafni sem hann tók upp eitt sitt frægasta lag á þessum árum, lagið Jack Rabbit. Á Ace plötunum er að fínna upptökur frá svipuðum tíma og á Red Lightnin’ plötunum. Þó er hljómurinn áberandi bet.ri, enda hefur Ace aðgang að „master“-hljómböndum Modem. Ekki er tónlistin eins mögnuð og á I’m Tore Up frá Red Light- nin’ en þó vel yfir meðallagi. Einna skemmtilegri er fyrri plat- an, en á henni er að finna lagið The Fox með smellnum texta og góð lög með Johnny Wright sem söngvara. Seinni platan hefur só einnig góð lög, þá sér- lega þau sem Billy Gale og Clayton Love syngja. Ekki verður skilið við rythma- kóngana án þess að segja frá því að hljómsveitin St. Louis Kings of Rhythm, sem er hljóm- sveit Ikes endurreist, er væntan- leg til íslands 31. þessa mánaðar. Eftir því sem fregnir frá Svíþjóð herma, en þar var sveitin á ferð skömmu fyrir ára- mót, er hér um að ræða hina bestu skemmtan, enda valinn maður í hveiju rúmi. Ef marka má nýlega plötu hljómsveitar- innar sem ég hef undir höndum er óhætt að mæla með hljóm- sveitinni fyrir þá sem áhuga hafa á að kynna sér St. Louis blúsinn og rythmablúsinn. Húsnæði fyrir verndaðan vinnustað Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík, vinn- ur nú að uppsetningu á vernduðum vinnustað á Reykajvíkursvæðinu. Starf- semin verður framleiðsla úr plastefnum og vinnu tengd því. Óskað er eftir 400-600 fm húsnæði með góðu aðgengi fyrir fatlað fólk. Tilboð er tilgreini staðsetningu, leiguskil- mála og annað sem skiptir máli sendist undirrituðum fyrir 6. júní nk. Rekstrarráðgjöf Kostnaöareftirlit Hönnun — Þróun Útboð — Tilboö Viöhaldskerfi postholt 11024, Verkskipulagning 131 Reykjavík. Hvaji% Hraunbergi 5, Furusófasett í úrvali FURUHÚSÍÐ HF. Suðurlandsbr. 30. S-687080 Litaval Baldursgötu 14 Sími 4737 Síðumúla32 # ^ Litaval

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.