Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.05.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 Hjátrú eða... ? Lengi hefur því verið trúað að einhver undramáttur byggi í trjám, laufi þeirra og ávöxt- um, og enn þekkjum við margt úr þeirri hjátrú sem þeim eru tengd. Banka í tré, segjum við stund- um — og gerum það þegar við vonumst eftir áframhaldandi vel- gengni. Þetta á rætur að rekja til þess þegar því var trúað hér áður fyrr að með því að snerta tré næðist samband við þá anda er í því bjuggu, og þeir veittu við- komandi vemd sína. Tilvist andanna hafði það einn- ig í för með sér að sá sem felldi tréð, sem var bústaður þeirra, gat átt erfiðleika í vændum. Heilagttré Ekki átti þetta sízt við um eik- ina, sem talin var heilagt tré sem bjó yfír dulrænum krafti. Það gat því verið beinlínis hættulegt að fella. hana. Ávöxt eikurinnar mátti nota til að spá fyrir um hjónabönd. Ef ungt par lét tvö aköm í vatnsskál og þau flutu að hvoru öðm var brúðkaup á næsta leiti. Ef akörn- in hinsvegar flutu hvort í sína áttina átti unga fólkið einnig eftir að gera það. Það var einnig talið hafa yngj- andi áhrif, sérstaklega á konur, að bera akam í vasanum eða tös- kunni. Einnig var talið að kastaníu- hneta í vasanum vemdaði gegn gigt og fleiri óþægilegum sjúk- dómum. Helgnð guðunum í Grikklandi til foma var beyki- tréð helgað guðinum Apolló og syni hans, lækningaguðinum As- klepios. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að hér áður fyrr var því trúað að ef beykigrein var hengd yfir útidymar vemdaði hún íbú- ana gegn sjúkdómum. Á sama hátt átti grein af reyni- tré að vemda gegn nornum og illum öndum, en yllisgrein leiddi ógæfu yfír íbúana. í þrumuveðri bám menn gjam- an greinar beykitrés yfir höfðum sér því álitið var að eldingar hlífðu beykinni, og blöð beykitrésins vom notuð við spádóma. Ef blöðin vom brennd átti helzt að gnesta vel í þeim, því það þótti boða gott. Ef þau hinsvegar bmnnu hávaðalaust var það ills viti. Eplið og hjátrúin Margar sögur em tengdar epla- trénu og ávöxtum þess, allt frá útskúfun Adams og Evu úr aldin- garðinum Eden yfír í fullyrðing- una um að „eitt epli á dag kemur heilsunni í lag“. Því er til dæmis haldið fram að það boði dauða í fjölskyldunni ef eplatré ber samtímis fullþroska epli og útspmngin blóm, eða ef eitt epli tollir á trénu út veturinn. Hinsvegar er það góðs viti ef geislar sólarinnar falla á greinar eplatrésins á jóladag. Úr eplum þótti mega lesa margskonar spádóma varðandi ástina. Ef ung stúlka afhýddi til dæmis epli og náði skrælingnum af í heilu lagi, gat hún fengið upphafsstaf væntanlegs eigin- manns síns með því að láta skrælinginn falla niður á borð. Ef skrælingurinn slitnaði hinsveg- ar táknaði það að hún giftist aldrei. í Austurríki töldu ungar stúlkur kjamana í eplum. Ef út kom jöfn tala táknaði það giftingu fljótlega. Ef hinsvegar einhver kjamanna skaddaðist þegar hún skar eplið í sundur þýddi það óhamingjus- ama ást. Og kona sem átti marga biðla gat komizt að því hvem hún ætti að velja með því að taka epla- kjama og kasta honum á eld um leið og hún nefndi nafn einhvers biðlanna. Ef kjarninn sprakk í eldinum gerði hún rétt í að velja manninn sem hún nefndi. Kæmi enginn hvellur gat hún endurtekið tilraunina og nefnt þann næsta. Og í Þýzkalandi var því trúað að kona sem átti mörg böm gæti yfírfært fíjósemi sína á ungt epla- tré með því að borða fyrsta eplið sem á því óx. Trúi svo hver sem vill. (Þýtt og endursagt.) DKKIIB WflNTAB GDTISTABFSFÚLK I' GLÆSILEGA VEBSLUN í ágúst nk. opnum við nýjar verslanir í Kringlunni. Okkur vantar því konur og karla til að vinna með okkur í þessum glæsilegu verslunum. Um er að ræða bæði hluta- og heilsdagsstörf í matvöruverslun, sérverslun og á lager. Þú þarft að vera eldri en 18 ára og hafa einhverja starfsreynslu. Þú þarft helst að geta byrjað á tímabilinu 15. júlí til 1. ágúst. Við bjóðum þér mjög góða vinnuaðstöðu og góða starfsmannaaðstöðu. Komdu á skrifstofu Hagkaups í Skeifunni 15 n.k. laugardag frá kl. 13-16 og ræddu við einhvern eftirtalinna: Kristján Sturluson starfsmannastjóra, Karl West og Valdimar Hermannsson verslunarstjóra. Athugaðu, að upplýsingar eru ekki veittar í síma. ÓSA/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.