Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 53

Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1987 53 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Viðskiptafræðingar — tölvunarf ræðingar Óskum eftir að ráða starfsmenn í eftirtalin störf: Viðskiptafræðing/tölvunarfræðing eða starfsmann með hliðstæða reynslu til starfa við markaðssetningu á 30S viðskiptahug- búnaði. Viðkomandi mun starfa sjálfstætt og þarf því að hafa frumkvæði og brennandi áhuga á verkefninu. Við bjóðum krefjandi starf, góðan vinnuanda og mikla tekjumöguleika fyrir réttan aðila. Starfskraft í forritunar- og þjónustudeild. Viðkomandi mun vinna við forritun og aðra þjónustu fyrir viðskiptavini okkar. Menntun og/eða reynsla í bókhaldsstörfum eræskileg. Tölvumiðstöðin hf. er 10 ára þjónustufyrir- tæki sem hefur sérhæft sig á sviði viðskipta- búnaðar. Viðskiptavinir eru nú á þriðja hundrað. Hjá fyrirtækinu starfa 11 manns, þar af 6 kerfisfræðingar. Skriflegar umsóknir sendist Tölvumiðstöð- inni hf., Höfðabakka 9, 110 Reykjavík fyrir 1. júní 1987. Með umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Öryggismálafulltrúi Eitt stærsta viðskipta- og þjónustufyrirtæki landsins, staðsett í Reykjavík, en með starf- semi á landsbyggðinni, vill ráða öryggismála- fulltrúa til starfa. Starfið er laust strax eða eftir nánara sam- komulagi. Viðkomandi ber ábyrgð á og hefur frum- kvæði að aukinni þjálfun og fræðslu starfs- fólks í öllum atriðum er varða öryggismál og fyrirbyggjandi störf. Einnig umsjón með hönnun öryggiskerfa og fylgist með allri þró- un á því sviði. Sér m.a. um námskeið, fræðslu og kynning- arfundi og að hluta til um kennslu og leið- beinendastarf. Starfsþjálfun í upphafi starfs. Góð tungumálakunnátta nauðsynleg vegna erlendra samskipta. Leitað er að aðila með góða almenna mennt- un, sem hefur örugga og trausta framkomu, á gott með að tjá sig og auðvelt með að umgangast aðra. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 31. maí nk. (t[]ÐNT Iónsson RÁÐC JÖF & RÁÐN l N CARÞJÓ N USTA TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 Hitaveita Akureyrar Laust er til umsóknar starf tæknifulltrúa hjá Hitaveitu Akureyrar. Skilyrði er véltækni- menntun og æskileg er nokkur reynsla eða sérmenntun í dælurekstri. Upplýsingar um starfið gefur hitaveitustjóri í síma 96-22105 eða starfsmannastjóri Akur- eyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknir sendist Hitaveitu Akureyrar, Hafn- arstræti 88b, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 27. maí 1987. Hitaveita Akureyrar. Bifvélavirkjar Okkur vantar bifvélavirkja á fólksbílaverk- stæði okkar. Unnið er eftir bónuskerfi. Upplýsingar gefur Páll Eyvindsson á staðn- um (ekki í síma). \u h h 4 m SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 ' Kassastörf Viljum ráða nú þegar starfsfólk í afgreiðslu í verslun okkar, Laugavegi 59 (Kjörgarði). Um er að ræða heilsdagsstörf við uppfyllingu fyrir hádegi og á kassa eftir hádegi. Eingöngu er um að ræða framtíðarstörf ekki sumarafleysingar. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og þriðjudag frá kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð hjá starfs- mannahaldi. HAGKAUP Skeifunni 15,— Starfsmannahald. Kennarar - kennarar — Heiðarskóli — í Borgarfirði er vel í sveit settur, 20 km frá Akranesi. í bekkjardeildum eru 10 til 18 nem- endur — góð bekkjastærð. Skólinn er vel búinn tækjum og húsnæði. Húsaleiga er ódýr og hiti er frír. Okkur vantar 2-3 kennara þ.á m. yfirkenn- ara, kennara í íslensku, tungumálum, líffræði, smíðum og íþróttum. Við skólann er íþrótta- hús, sundlaug og frábær leikvöllur. Hafið samband sem fyrst — komið og skoð- ið aðstæður. Upplýsingar veita formaður skólanefndar Margret Magnúsdottir s. 1070 og skólastjóri Sigurður R. Guðmundsson s. 3820 og 3920. Tónlistarskóli Grundarfjarðar óskar að ráða einn tónlistarkennara frá 1. sept. 1987 sem getur kennt á blásturshljóð- færi og stjórnað lúðrasveit. Vaxandi tónlistaráhugi er á Grundarfirði og hefur tónlistarlíf aukist verulega. Grundarfjörður er um 230 km frá Reykjavík og eru daglegar áætlunarferðir. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 93-8664. Skrifstofustarf — f ramtíðarstarf Óskum eftir starfskrafti á skrifstofu. 50-60% vinna. Öll almenn skrifstofustörf. Reynsla/ kunnátta í bókhaldi nauðsynleg. Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir hádegi næstu daga. Vélsmiðjan Stálverhf., Funahöfða 17, 112 Reykjavík. Sími 83444. Vantar þig enska „au-pair“ stúlku? Skrifir þú til lce-uk, Álfatúni 21, Kópavogi, færðu allar nauðsynlegar upplýsingar. (Vinsaml. hringið ekki). m LAUSAR STÖÐUR HiÁ M REYKJAVIKURBORG Staða forstöðumanns við leikskólann Árborg, Hlaðbæ 17 er laus til umsóknar. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og um- sjónarfóstrur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Sumarafleysingar Seltjarnarnesbær vill ráða starfsmann í sum- arafleysingar á gæsluvöll bæjarins í júní, júlí og ágúst. Ráðning í hálft starf kemur einnig til greina. Upplýsingar gefur félagsmálastjóri í síma 612100. Kennarar óskast að grunnskóla Breiðdalshrepps næsta vetur. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-5650. Atvinnurekendur ath! Notfærið ykkur þjónustu Atvinnumiðlunar námsmanna. Við bjóðum uppá fjölhæft sum- arafleysingafólk með menntun og reynslu á flestum sviðum atvinnulífsins til lengri eða skemmri tíma. Upplýsingar í símum 621080 og 27860. Atvinnumiðlun námsmanna, Félagsstofnun stúdenta v/Hringbraut. Hafnarfjörður Starfskraftur óskast til hreingerningastarfa í verksmiðju okkar. Vinnutími frá kl. 8.00-16.00. Upplýsingar á staðnum. Delta hf., Reykjavíkurvegi 78, Hafnarfirði, sími 53044. Flakari Óska eftir vönum flakara. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fiskbúðin Sæbjörg, sími 14364. Dýraspítalinn íVíðidal óskar eftir starfskrafti hálfan daginn frá kl. 9.00-13.00 við ræstingu og umhirðu dýra. Upplýsingar gefur Anna í síma 76620 eftir kl. 13.00 virka daga. Er starfsglöð — óska eftir vinnu Vön flestum skrifstofustörfum. Vön að vinna sjálfstætt. Er með B.A. próf í ensku. Get byrjað mjög fljótlega. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 29. þ.m. merkt: „B — 5307“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.