Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 64

Morgunblaðið - 24.05.1987, Síða 64
SUNNUDAGUR 24. MAI 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Velta lottós- ins komin í 336 milljónir VELTA lottósins, frá því að sala á miðum hófst 22. nóvember í fyrra, er 336 milljónir króna. Þar af hafa 136 milljónir verið greiddar vinningshöfum. Eign- araðilar íslenskrar getspár höfðu i iok síðasta mánaðar feng- ið um 75 milljónir króna í sinn hlut. Að sögn Vilhjálms Vilhjálmsson- ar, framkvæmdastjóra Islenskrar ^getspár, hefur lottóinu verið tekið betur en bjartsýnustu menn þorðu að vona. „Það skiptir miklu að okk- ur hefur tekist, með góðri hjálp Pósts og síma, að koma upp sölu- tækjum víða um land,“ sagði Vilhjálmur. „Það dró nokkuð úr þátttöku í lottóinu um fermingamar og fyrir kosningar, en þátttakan glæðist alltaf mjög þegar vinningur er tvöfaldur, eða þrefaldur eins og síðast var. Nú þegar höfum við greitt eignaraðilum 75 milljónir króna og er þá maímánuður ekki talinn með, sem er metmánuður í sölu. Þessar milljónir skiptast þann- ig að íþróttasamband íslands fékk 46,67%, eða um 35 milljónir, Ung- /mennafélag fslands 13,33%, eða tæpar 10 milljónir og Öryrkja- Bílaflutningaskipið Oden í Hafnarfjarðarhöfn þar sem skipað var upp úr því 1019 nýjum bílum. 7000 nýir bílar skráð- ir á árinu Eimskip tók sér- stakt bílaf lutninga- skip á leigu EKKERT lát hefur verið á nýskráningum bila hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins og samkvæmt upplýsingum það- an höfðu meira en 7000 nýir bílar verið skráðir á þessu ári. Um 5000 bílar höfðu ver- ið skráðir i aprílbyijun en allt árið í fyrra voru skráðir 16.000 nýir bílar. Til að anna innflutningi tók Eimskipafélag íslands á leigu sérstakt bílaflutningaskip sem lagðist að bryggju í Hafnarfjarð- arhöfn 15. mai síðastliðinn með 1019 nýja bfla af ýmsum gerð- um. Flestum bílanna var skipað um borð í Riga í Sovétríkjunum, eða 420, en skipið tók einnig 368 bíla í Antverpen og 231 í Amsterdam. Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip er ekki fyrirhugað að taka slíkt skip á leigu aftur þótt það sé ekki útilokað ef eftir- spum eftir bflum linnir ekki. bandalagið fékk 40%, sem eru um 30 milljónir.“ FYiðjón Friðjónsson, gjaldkeri ÍSÍ, sagði að af þeim 35 milljónum sem sambandið hefði þegar fengið hefði um 23 verið útdeilt. „Reglum- ar nú eru þannig að helming þess flár sem ÍSÍ fær er útdeilt til sér- sambanda og hinn helmingurinn fer til héraðssambanda,“ sagði Friðjón. „Af því fé sem fer til sérsambanda er 10% skipt jafnt á milli þeirra, 5% fara í sérstakan afreksmanna- sjóð, 30% skiptast eftir iðkenda- fjölda og 55% er skipt eftir eigin fjáröflun og umfangi starfsemi sambandanna. Hvað varðar hér- aðssamböndin er skiptingin önnur. Þar skiptast 10% jafnt, 30% eftir iðkendafjölda og 60% fara eftir sölu lottós í héraði. Þessar reglur eru til bráðabirgða og verða endurskoð- aðar eftir því hver reynslan af þessu verður." Friðjón sagði að gróðinn af lottó- inu gjörbreytti rekstri félaganna. „Þessar upphæðir skipta hundruð- um þúsunda eða milljónum hjá stærri sérsamböndum. Það er því ljóst að lottóið er mikil lyftistöng fyrir íþróttastarf í landinu." Mikið ferð- ast í góða veðrinu GÓÐA veðrið í gær ýtti undir ferðalöngun borgarbúa og var stanslaus straumur bifreiða út úr bænum frá því snemma um morguninn. Að sögn lögreglunnar í Árbæ er greinilegt að sumammferðin er hafin. Bílamir hefðu streymt út úr borginni frá þvf snemma um morg- uninn og greinilegt að margir væru með búnað með sér til helgardval- Símamynd/Anna Bjamadóttir Hannes Hlífar Stefánsson býr sig undir að leika drottningunni í síðustu skák sinni á heimsmeistara- móti sveina í gær. Ég tefli til þess að safna góðum skákum - segir Hannes Hlífar Stefánsson nýbakaður heimsmeistari sveina í skák Innsbruck, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. „SÍÐASTA skákin var líklega Ég bjóst alveg eins við að sú erfiðasta á mótinu,“ sagði Hannes Hlífar Stefánsson sem í gær vann heimsmeistaramót sveina 16 ára og yngri í skák með því að leggja Frakkann De Graeve í 38 leikjum en Hannes þurfti að vinna síðustu skákina til þess að vera örugg- ur með heimsmeistaratitilinn. Hannes hlaut alls 9,5 vinninga á mótinu af 11 mögulegum, vann 9 skákir, gerði eitt jafn- tefli og tapaði einni skák. Adams frá Englandi kom næstur. vinna mótið fyrir þessa skák,“ sagði Hannes eftir sigurinn. „En ég víxlaði leikjum og mundi ekki leikjaröðina um tíma svo að hún leit nokkuð hættulega út. Mér tókst að bjarga þessu en ef hann hefði teflt rétt var ég alls ekki viss um að vinna og átti ekki von á að De Graeve myndi gef- ast upp þetta fljótt.“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir hlaut 5,5 vinninga á mótinu en hún tapaði síðustu skák sinni fyrir Bojkovic frá Búlgaríu. Allt umstang á illa við Hannes Hlífar en hann varð að sætta sig við að gefa austurrískum fjöl- miðlum viðtöl með aðstoð Guðmundar Sigurjónssonar eftir sigurinn. Campomanes, forseti FIDE, afhenti honum verðlauna- bikarinn við hátíðlega athöfn síðdegis í gær. „Ég veit ekki hvað ég hef hlotið mörg verðlaun fram til þessa,“ sagði Hannes Hlífar. „Ég tefli ekki til að safna þessu dóti, heldur til að tefla góðar skákir og vinna þær.“ Sjá viðtöl á bls.2 og forystu- grein á bls. 32 Fiskmarkaðurinn í Bretlandi: Ferskur fiskur héðan keyptur af Spánveijum NOKKUR hluti af íslenzkum fiski, sem seldur er ferskur í Bretlandi, er fluttur þaðan til landa innan Evrópubandalags- ins, svo sem Danmerkur og Suður-Evrópulanda og meðal annars saltaður þar. Með þessu móti komast menn hjá tollum á fiskinum og vegur hann upp á móti minnkandi veiðiheimildum viðkomandi þjóða. Auk þess skortir fiskvinnslu víðast í Evr- ópu fisk til vinnslu. Stærstu saltfiskmarkaðir okkar eru í Suður-Evrópu, Portúgal, Spáni, Ítalíu og Grikklandi. Á síðasta ári voru fluttar héðan til Bretlands 55.000 lestir af fersk- um fiski og hafði aldrei verið meira. Ifyrstu fjóra mánuði þessa árs nem- ur útflutningurinn 18.000 lestum á móti 14.000 á sama tíma í fyrra. Aukningin er nær öll í þorski. Dan- ir hafa gert talsvert af því að kaupa íslenzka fiskinn á mörkuðunum í Hull og Grimsby. Þeir hafa þá salt- að hann heima og selt til Spánar og Portúgals svo dæmi séu nefnd um samkeppni við sölu saltfísks héðan. Nú er hafinn flutningur á ferskum físki héðan frá Hull og Grimsby með kælibflum til Suður- Evrópulanda, einkum Spánar, þar sem hann er að einhveiju leyti verk- aður í salt. Fiskurinn er þá keyptur á fiskmarkaðnum og síðan endur- seldur til viðkomandi landa og fara þessi viðskipti vaxandi. „Þetta kemur ekkert á óvart, það er skortur á físki og útflutningur í gámum auðveldar mönnum að gera þetta,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SIF, er Morgun- blaðið innti hann álits á þessu. „Fiskurinn er fluttur á milli landa innan Evrópubandalagsins án nokk- urra tolla. Þetta er einskonar framhald á gámaútflutningnum. Menn verða að gera sér grein fyrir því að fiskverkun um alla Evrópu skortir fisk. Það eru þeir aðilar, sem við erum svo að keppa við. Þetta gerist um Ieið og saltfiskurinn hér heima er látinn greiða verulegar upphæðir í verðjöfnunarsjóð og vinnslan stenzt því ekki samkeppni um hráefnið," sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.