Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 SUMARVINNAN KOMINIGANG ANNATÍMI borgarstarfsmanna hefst jafnan undir lok maímánað- ar. Vegfarendur hafa eflaust veitt því athygli að framkvæmdir eru hafnar á mörgum stöðum. Myndin sýnir hvar unnið er að breikkun Skógarhlíðar gegnt Slökkvistöðinni. Götur i Reykjavík hafa komið illa undan vetri og er víða ekki vanþörf á nýju slitlagi og yfirborðsmerkingum. Skólamenn sem flykkjast nú út á vinnumarkaðinn eiga þvi drjúgt dagskverk í vændum. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ um gámaútflutning: Byggðakollsteypa ef ekki verður tekið í taumana „Verkamannasambandið getur ekki verið hlutlaust um gámaútflutn- ing eða kvótaskiptingu. Á undanförnum tveimur árum hefur gámaútflutningur aukist gífurlega, sér í lagi á siðasta ári. Útflutning- ur á ísuðum fiski jókst um 140% í fyrra og um meira hlutfallslega það sem af er þessu ári,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formað- ur Verkamannasambands íslands, i samtali við Morgunblaðið. Sambandsstjórnarfundur VMSÍ verður haldinn í dag, sunnudag, þar sem þessi mál verða til umræðu. Borgarráð: Auglýst eft- ir upplýs- ingafulltrúa BORGARRÁÐ hefur samþykkt að auglýsa eftir upplýsingafull- trúa hjá Reykjavíkurborg. Verkefni fulltrúans er að skipu- leggja almenningstengsl borgar- stjómar, ráða og nefnda, og vera stofnunum borgarinnar og fyrir- tækjum til ráðuneytis um tilhögun almenningstengsla. I starfslýsingu segir að hann skuli hafa forgöngu um að kynna málefni Reykjavíkur- borgar í fjölmiðlum, í stofnunum borgarinnar og á öðrum opinberum vettvangi, hjá félögum ogfyrirtælq'- um, er starfa í Reykjavík. Miðla til íbúasamtaka, hverfafé- laga og annarra hagsmunahópa upplýsingum um einstök mál, sem ætla má að snerti viðkomandi aðila sérstaklega, og miðla ennfremur upplýsingum til borgaryfírvalda um viðbrögð þeirra. Greiða fyrir sam- skiptum borgarbúa og borgarstofn- ana og skipuleggja útgáfu- og kynningarstarfsemi borgarstofnana í samráði við viðkomandi forstöðu- menn. Þá skal hann jafnan gæta þess, að fram komi ólík sjónarmið, ef um er að ræða ágreiningsmál í borgarstjóm. Djúpivogiir: Eiginfjár- staða Búlands- tinds hf jákvæð Djúpavogi. AÐALFUNDUR Búlandstinds hf. á Djúpavogi var haldinn 21. maí sl. í fyrsta sinn í mörg ár var eiginfjárstaða félagsins já- kvæð um rúmar 3 milljónir króna. Hagnaður á rekstri Búlandst- inds hf. var rúmar 16 milljónir. Hjá félaginu störfuðu um 160 starfsmenn og launagreiðslur námu um 95 milljónum. — Ingimar Hann sagði að áhrifa gámaút- flutningsins væri farið mjög að gæta í ýmsum byggðalögum, til dæmis í Vestmannaeyjum, þar sem upp undir 50% af bolfiskafla væru flutt út og það væri áætlað að um 200 manns myndu flytjast frá Eyj- um í sumar vegna minnkandi tekna. „Gangi þessi þróun óheft yfir landið, og ég hef heimildir fyrir því að skipafélögin séu að skipuleggja flutninga á gámafíski frá Austíjörð- um, þá verður ein allsheijar byggðakollsteypa og fólk mun flytj- ast frá gróskumiklum sjávarpláss- um og straumurinn liggja til Reykjavíkursvæðisins," sagði Guð- mundur. Hann sagði upplýsingar Magnús- ar Gunnarssonar, framkvæmda- stjóra SÍF, býsna athyglisverðar, varðandi það að erlend fískiðnarfyr- irtæki kaupi íslenskan ísfísk í stórum stfl, þegar offramboð er og verðið lágt, og framleiði freðfísk og saltfisk í samkeppni við íslenska framleiðendur. Hann benti á að af saltfíski séu greidd 6-7% af fram- leiðsluverðmæti í verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og 4-6% af frystum físki, en ekkert sé greitt af útflutn- ingi á ísuðum físki. „Það er algjör- lega óhjákvæmilegt að við úthlutun kvóta sé fiskvinnslan inn í mynd- inni. Að því leyti tel ég að Verka- mannasambandið hljóti að taka undir með SH, SÍF og sjávarafurða- deild Sambandsins. Það verður að hætta að úthluta kvóta eingöngu til fískiskipa. íslensk fískimið eru ekki einkaeign útgerðarmanna eða sjómanna, heldur eru þau þjóðar- eign og það er óhjákvæmilegt að endurskipuleggja kvótakerfíð með fískvinnsluna í huga. Annað hvort verður að úthluta kvóta til hennar eða setja verulegan skatt á gámaút- flutninginn, en ekki hafa hann skattfrjálsan eins og er í dag. Sjó- menn sem stunda veiðar á íslands- miðum eiga að hafa gott kaup, en ég samþykki ekki að skilyrði þess að þeir hafi gott kaup sé að íslensk- ur fiskiðnaður hrynji," sagði Guðmundur. „Það hefur heyrst að Verka- mannasambandið sé að klofna. Það er ekki rétt, þetta eru vaxtarverkir. Hins vegar er gffurleg óánægja hjá fiskvinnslufólki og þær skipulags- breytingar sem gerðar verða á Verkamannasambandinu, verða gerðar með þeim hætti að fisk- vinnslufólk fær meiri völd í sínar hendur við samningaborðið. Ef kjör fiskvinnslufólks verða ekki bætt verulega, þá verður hér ein alvar- legasta byggðarröskun sem þekkst hefur með óhugnanlegum afleiðing- um og íslenskur fískiðnaður hrynur fyrir skammsýni á gróða augna- bliksins. Til að hindra þetta vil ég stéttsamvinnu, hvað sem minn flokkur segir,“ sagði Guðmundur ennfremur. Ein breyting á landsliðshópnum: Lárus Guðmunds- son í stað Sigurð- ar Grétarssonar Mikilvægt að koma á tryggingakerf 1 fyrir sjúklinga - segir Ragnhildur Helgadóttir „ÉG TEL mjög mikilvægt að komið verði upp tryggingakerfi fyrir sjúklinga og það er ekki síður mikilvægt fyrir heilbrigðiskerfíð," sagði Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, en á þriðju- dag voru barni dæmdar 5,7 milljóna króna bætur vegna tjóns sem AÐEINS ein breyting verður á landsliðshópnum í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Austur- Þjóðveijum f Evrópukeppninni frá því í leiknum gegn Frökk- um í París fyrr í vor. Lárus Guðmundsson kemur inn í stað Sigurðar Grétarssonar sem er meiddur. Sigi Held, landsliðsþjálfari, hef- ur enn ekki tilkynnt hóp sinn, en skv. heimildum Morgunblaðsins verður fyrrgreind breyting sú eina. Hópurinn verður því þannig skipaður: markverðir eru Bjami Sigurðsson, Brann, og Friðrik Friðriksson, Fram. Aðrir leik- menn: Gunnar Gfslason, Moss, Ágúst Már Jónsson, KR, Atli Eð- valdsson, Bayer Uerdingen, Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart, Ragnar Margeirsson, Fram, Sæv- ar Jónsson, Val, Ómar Torfason, Luzem, Sigurður Jónsson, Sheffi- eld Wednesday, Pétur Pétursson, KR, Amór Guðjohnsen, And- erlecht, Guðni Bergsson, Val, Lárus Guðmundsson, Bayer Uerd- ingen, Viðar Þorkelsson, Fram og Pétur Ormslev, Fram. Allir leikmenn íslenska liðsins sem leika erlendis koma til lands- Lárus Guðmundsson ins í dag, nema hvað Bjami markvörður Sigurðsson kemur að öllum líkindum ekki fyrr en í fyrramálið. Leikmenn eiga að vera mættir inn á hótel í Reykjavík kl. 22.00 í kvöld og æfíngar hefjast í fyrramálið. Þess má geta að lið Austur-Þjóðveija kemur ekki til landsins fyrr en á þriðjudags- morgun í leiguflugvél. það beið í fæðingu. Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu í febrúar síðastliðnum, er í bígerð að koma á fót sérstökum tryggingasjóði, sem hefði það hlut- verk að bæta sjúklingum hugsanlegt tjón sem þeir yrðu fyrir við læknis- meðferð eða aðgerðir. „Ég hef mikinn áhuga á að koma slíku kerfí á, því það er mikilvægt bæði hvað varðar tryggingar fyrir sjúklinga og einnig fyrir heilbrigðiskerfíð," sagði Ragnhildur. „Ég hef látið vinna að gagnaöflun um að hve miklu leyti verður að skipa þessu með lögum og hvort hægt verður að ganga frá því að hluta með samningum við tryggingafélögin í landinu. Ég hef þegar viðrað þetta við forsvarsmenn nokkurra tryggingafélaga og nefnd á vegum landlæknis hefur einnig unnið að athugun og tillögugerð í þessu máli. Tillögum hennar á ég von á fljótlega. Þá hafa embættis- menn á vegum ráðuneytisins unnið að öflun gagna um skipan þessara mála í öðrum löndum." Ragnhildur sagði, að heilbrigðis- stéttir væru ekki undanskildar mistökum fremur en annað fólk. „Eftir því sem tækninni fleygir fram verða ákvarðanir lækna erfiðari en ella og einnig erfiðara að sýna fram á hvort um mistök þeirra hafí verið að ræða," sagði ráðherra. „Það er hins vegar mikilvægt að læknar og hjúkrunarfólk geri sjúklingum fyrir- fram grein fyrir þeirri áhættu sem fylgir aðgerðum. Þetta hef ég fært í tal við landlækni, sem hefur þegar sent bréf til spítalanna þar um. Þá stendur einnig til að hafa sérstaka fræðslu og námskeið fyrir starfsfólk rikisspítalanna til að auðvelda því þetta, því það getur verið mjög vandasamt fyrir starfsfólk að gera sjúklingum grein fyrir slíkri áhættu," sagði Ragnhildur Helga- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.