Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 44
44íL MOROUNBIAÐIÐ,"SUNNUBAG?UR8n MM' 1987«'M Boeing 747-þota frá Lufthansa í flugtaki. Lufthansa Vestur-þýska flugfélag-ið Lufthansa er nú að hefja vikulegt áætlunarflug milli Keflavíkur og Munchen, og í því sambandi rifjast upp þau tengsl er tókust milli frumheija í flugmálum hér á landi og Lufthansa fyrir nærri sex áratugum. höldunum árið 1947, og andaðist árið 1972. Áður en Lufthansa var stofnað átti farþegaflug í Þýskalandi sér allnokkra sögu. Hófst sú saga árið 1909 með stofnun félagsins Deutsc- he Luftschiffahrts AG (DELAG) í Frankfurt, sem stundaði farþega- flutninga með loftskipum. Notuð voru loftför smíðuð hjá Luftschiff- : bau Zeppelin GmbH, sem tóku 24 farþega. Var þetta fyrsta loftflutn- ingafélag heims, og þegar fyrri heimsstyijöldin skall á í júlí 1914 höfðu loftskip félagsins flutt alls 10.088 farþega. Þegar Flugfélag íslands var end- urreist í fyrra sinn 1. maí 1928 hóf félagið strax samstarf við Luft- hansa, sem útvegaði bæði flugvélar og flugmenn. Aðalhvatamaðurinn að þessari endurreisn fyrsta Flugfé- lags íslands (1919-1921) var dr. Alexander Jóhannesson, síðar Há- skólarektor, og mun það fyrst og fremst hans verk að samningar tók- ust um að Lufthansa sendi hingað þtjár sjóflugvélar. Fyrsta vélin var af gerðinni Junkers F13 og hlaut nafnið Veiðibjallan en hinar voru Junkers W33 vélar sem hlutu nöfn- in Súlan og Álftin. Um þennan kafla flugsögu okkar segir dr. Þór Whitehead m.a. í bók sinni „Ófriður í aðsigi" (bls. 111): „Árið 1928 beitti dr. Alexander Jóhannesson sér fyrir því að endur- reisa Flugfélag íslands. Á ófriðarár- unum hafði dr. Alexander verið kjörræðismaður Þjóðveija í Reykjavík, og áður en hann lagði út í innanlandsflug hafði hann feng- ið helsta flugfélag Þýskalarids, Deutsche Lufthansa, til liðs við sig. Lufthansa sá Flugfélaginu fyrir flugmönnum og sjóflugvélum, og var tilgangur Þjóðverja sá að kanna hér veðurfar og lendingarskilyrði með Atlantshafsflug fyrir augum." Ekki er að efa að sú reynsla sem Þjóðveijar fengu af fluginu hér á landi var þeim mikilsverð, en þeim reynslutíma lauk árið 1931 þegar Flugfélag íslands varð gjaldþrota. Síðar í ofangreindri bók dr. Þórs Whiteheads (bls. 112) segir höfund- ur hinsvegan „. . . eftir 1919 tók Lufthansa þátt i hinum leynilega undirbúningi að stofnun þýsks flug- hers,“ og: „Forstjóri Lufthansa á dögum Weimar-lýðveldisins var Erhard Milch, leynifélagi í Nasista- flokknum." Segir dr. Þór að Milch hafí verið forstjóri Lufthansa 1924-33. í þessum umsögnum felst nokkur misskilningur. I fyrsta lagi var Lufthansa ekki stofnað fyrr en árið 1926, og gat því varla fyrir þann tíma átt neinn þátt í undirbún- ingi að stofnun flughers í Þýska- landi. í öðru lagi varð Erhard Milch ekki forstjóri Lufthansa fyrr en árið 1942, er hann tók við því emb- ætti að Emil George von Stauss látnum, en von Stauss hafði þá verið forstjóri frá stofnun. Milch var hinsvegar einn af þremur fram- kvæmdastjórum félagsins og stjómaði verkfræði- og flugrekstr- ardeildum Lufthansa árin 1926-42. Eftir að Adolf Hitler komst til valda árið 1933 komst Milch til metorða í flokknum, varð ráðherra í stjóm Hitlers og hermarskálkur árið 1940. Þau urðu síðar örlög hans að hann hlaut fangelsisdóm sem stríðs- glæpamaður í Numberg-réttar- Junkers F13-vél frá Lufthansa í fjörunni við Akranes árið 1929. Fast áætlunarflug með flugvél- um hófst hinsvegar ekki fyrr en að styijöldinni lokinni, og voru Þjóð- veijar þar einnig fyrstir á ferð. Áður en Lufthansa kom til sögunn- ar voru mörg flugfélög starfandi í Þýskalandi. Fyrst þeirra var Deutsche Luft-Rederei GmbH, eða DLR, sem stofnað var 5. febrúar 1919, tæpum þremur mánuðum eftir lok fyrri heimsstyijaldarinnar. Flugfélögunum fyölgaði á næstu ámm, og fyrir stofnun Lufthansa vom þau orðin 37. Þegar líða tók á þriðja áratuginn hafði aukin samkeppni leitt til þess að mörg flugfélaganna vom sam- einuð, meðal annars elsta félagið, DLR, sem árið 1923 sameinaðist Lloyd Luftdienst GmbH við stofnun Deutscher Aero Lloyd AG. Í árslok 1925 ákváðu yfirvöld að draga mjög úr framlögum sínum til flugmála, \ Veiðibjallan á flugi yfir Reykjavíkurhöfn i ágúst 1930. Vélin á sjónum er flugbátur af gerðinni Dornier Wal, sem þýski flugkappinn Wolfgang von Gronau kom tvívegis á hingað til lands, árin 1929 og 1930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.