Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 34
VPPf IAM ffi HITOAOITMMITP ,0T!0ÍATSVnJO5TOI 34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 DYN JÓRUNN KARLSDÓTTIR ELDHUSKROKURINN Fljótlegt og gott — með eggjum í Paprikueggjakaka 1 rauð paprika, smátt söxuð, 1 lítill laukur, skorinn í báta, 2-3 msk. olía (eftir smekk), 4-5 soðn- ar, kaldar kartöflur, skomar í skífur eða teninga, 100 g niður- sneidd pylsa (eftir smekk), 6 egg, 6 msk. vatn, mjólk eða ijómi, 1 tsk. sæt paprika (duft), salt og pipar. Skreytt með söxuðum gras- lauk. Látið paprikuna og laukinn malla í olíunni, og bætið síðan kartöflunum og pylsunni út í, lát- ið hitna vel í gegn. Þeytið saman eggin, vatn, mjólk eða ijóma og kryddið, hellið síðan yfir fylling- una á pönnunni og látið stífna við vægan hita. Stingið aðeins í með gaffli. Þegar massinn er orðinn mátu- lega þéttur er pannan tekin af hitanum og ferskum eða þurrkuð- um graslauk stráð yfír. Egg og rækjur með karríbragði f. 4 Léttur og auðveldur réttur, borðaður með grófu brauði og hrásalati. 8 egg, 1 stórt grænt epli (súrt), 1 stilkur selja (sellerí), 2 msk. smjör, 1 V2I/2 tesk. karrí, 2 msk. hveiti, 4 dl teningasoð, 1 dl ijómi, 200 g rækjur (humar og hörpu- skelfískur ekki síðri). Sjóðið eggin í 8-9 mínútur, kælið og afhýðið. Skrælið eplið og skerið í smá bita, einnig selju- stilkinn. Látið eplið og seljuna krauma í potti í smjöri og karríi, hristið hveitið yfír, hrærið vel í, og þynnið smátt og smátt með teningasoðinu og ijómanum. Látið sósuna sjóða í fáeinar mínútur. Setjið harðsoðnu eggin í sósuna ásamt helmingnum af rækjunum (eða öðrum skelfiski). Hellið öllu á heitt fat, setjið afganginn af rækjunum ofan á, og dreifíð fínt saxaðri selju efst. Avokadó með eggi og kavíar f. 4 2 avokadó-ávextir, 2 harðsoðin egg, 4 msk. kavíar, 2 msk. majo- nes, 2 msk. sýrður ijómi, sítrónu- safi og salt. Skreytt með dilli. Kljúfið avokadó-ávextina í tvennt eftir endilöngu og fjarlæg- ið kjamana. Saxið eggin smátt og blandið saman við majónsós- una og sýrða ijómann, bætið kavíamum út í og kryddið aðeins með sítrónusafa og salti. Dreifið jafningnum í avokadó-helming- ana og skreytið með dilli, fersku eða þurrkuðu. Ljúffengt sem for- réttur eða miðnætursnarl eftir leikhús eða því um líkt. Falleg hönnun og ótal mögnlo' l'vrir aéeins kr. 7.946- Beocom síminn er hannaður af hinu heims- þekkta fyrirtæki Bang og Olufsen og uppfyllir því ströngustu kröfur um útlit og gæði. Beocom er léttur og meðfærilegur, hefur 11 númera minni, átta mismunandi hringingar; háar, lágar, hraðar og hægar. Hann hefur einnig sjálfvirkt endun/al, hentuga minnisplötu, skrá yfir númer í minni og fjölda annarra góðra kosta. Beocom er sími sem nútíma- fólk kann vel að meta; hönnunin er glæsileg, möguleikarnir ótalmargir og svo kostar hann aðeins kr. 7.946.- Þú færð nýja Beocom símann í Söludeildinni í Kirkju- stræti og póst- og símstöðvum um land allt. PÓSTUR OG SÍMI SÖLUDEILD REYKJAVlK, SlMI 26000 OG PÓST- OG SlMSTÖÐVAR UM LAND ALLT G0TT FÖLK / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.