Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 33 ptufpM Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6. sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Umræður um próf í íslensku Menntamálaráðherra hefur nú ákveðið, að samræmda prófíð í íslensku í 9. bekk grunn- skólans verði ekki endurmetið. Einkunnum verður ekki breytt á neinn hátt, og niðurstaðan, með- aleinkunnin 4,8, stendur óhög- guð. Um þessar lyktir eru væntanlega jafn skiptar skoðanir og prófíð sjálft en við svo verður að búa. Ákvörðun ráðherra ætti þó ekki að hafa í för með sér, að umræðunum um íslensku- kennslu í skólum ljúki því þær eru ákaflega mikilvægar. Er von- andi að deilunum um samræmda prófíð í ár verði snúið á upp- byggilegar brautir og vinna verði í alvöru lögð í það, að átta sig á ágreiningsefnum kennara og menntamálaráðuneytisins og kennara innbyrðis. Ummæli kennara og skóla- stjóra um íslenskuprófíð hér í Morgunblaðinu á fímmtudaginn eru þess eðlis, að ástæða er til að staldra við þau. Þar er því meðal annars lialdið fram, að prófíð sjálft hafí verið klúðurs- lega samið og sé því ekki sá mælikvarði á getu nemenda sem það á að vera. í þessu efni er ádrepa Sverris Pálssonar, skóla- stjóra á Akureyri, hvössust. „Ég hef skoðað þetta próf og séð þar augljósar hugsunarvillur og afar illa orðuð fyrirmæli til próftaka um það hveiju þeir ættu að svara. Sum fyrirmælin í próf- verkefninu stóðust alls ekki. Meginatriðið er þetta: Menn sem eru ekki færir um að orða hugs- un sína svo að hún komist til skila, eins og til er ætiast, þeir eru ef til vill heldur ekki færir um að dæma úrlausnir nemenda á viðunandi hátt,“ er orðrétt haft eftir honum og dæmi tekin úr prófínu þessu til stuðnings. Að auki nefnir Sverrir Pálsson, að það sé ákaflega hæpið að prófa í túlkunaratriðum og jafn- vel smekksatriðum. Sá þáttur íslenskuprófsins hefur einmitt verið hvað umdeildastur. Það sjónarmið kemur einnig fram í viðtölunum, að íslensk tunga sé á undanhaldi vegna þess að tími bama og unglinga fari sífellt meira í það, að fylgj- ast með sjónvarpsefni á ensku. í grein sem Heimir Pálsson ritar um þessi mál hér í blaðið á fímmtudaginn telur hann þessa skýringu óburðuga. „Það er ein- faldlega óhugsandi að móður- málskunnátta nemenda breytist svo merkjanlegt sé frá fæðingar- ári til fæðingarárs. Því menn skulu vera minnugir þess að þeir eru að bera saman unglinga fædda árin 1970 og 1971. Það verður hugsanlega hægt að merkja áhrif hinnar fijálsu ijöl- miðlunar á móðurmálskennslu nemenda eftir áratug eða svo en ekki á kunnáttu þeirra sem höfðu að mestu náð vildi á tungu sinni áður en flóðið skall á,“ skrifar hann. Það er ekki ætlun Morgun- blaðsins að taka afstöðu til íslenskuprófsins sem slíks eða einstakra þátta þess, enda er það verkefni fagmanna. Það hefur hins vegar vart dulist lesendum, sem kynntu sér prófíð hér í blað- inu, að það var erfítt úrlausnar. Mestu skiptir, að skólamenn komist sjálfír að einhverri niður- stöðu um það, hvort árangur nemenda, sem óneitanlega virð- ist ekki nægilega góður, felist í gölluðu prófí, gölluðum kennslu- aðferðum eða einhveiju allt öðru. Sverrir Pálsson, skólastjóri, nefnir það, að kennslubókum í íslensku hafí farið hrakandi á undanförnum árum. Hann segir, að þær byggist einkum á því að fylla út í eyður og sumt af því sem þar standi sé mjög hæpið fræðilega. Orðrétt er haft eftir honum: „Við þurfum örugglega að taka upp harðari kröfur um meiri málfræðikennslu. Ekki þessa linku, sem verið hefur og alls konar innantómt snakk í kennsluefni og prófefni. Ég held að við verðum að hugsa okkar gang um hvað við erum að gera og hvert við erum að fara í íslenskukennslu yfírleitt." Hvað segja aðrir kennarar um þessi orð? Getur verið að brotalömin liggi að einhveiju leyti í kennslu- efninu sjálfu? Um það er væntanlega ekki ágreiningur að íslenska er ein- hver mikilvægasta námsgrein grunnskólanna. Það skiptir öllu máli að það takist að viðhalda og örva áhuga nemenda á grein- inni. Áréttað skal, að til íslensku- kennslu þurfa að veljast hæfustu kennarar, sem völ er á hveiju sinni, og vanda verður til náms- efnis svo sem kostur er. Sama gildir um íslenskupróf. Þau þurfa að vera sanngjöm og eins vafa- laus og unnt er. Það væri hörmulegt slys, ef illa samin próf, eða misskilningur og kannski sambandsleysi milli kennara og höfunda prófa, yrði þess valdandi að nemendur í skólum landsins misstu áhuga á íslenskri tungu og bókmenntum. Við skulum hafa hugfast að það sama gildir um próf og tölvur í skólum, sem hér voru til umræðu í forystu- grein á miðvikudaginn, að þau eru tæki en ekki markmiðið sjálft. Markmið íslenskukennslu í skólum er lifandi áhugi nem- enda á íslenskri tungu og hæfni til að beita henni í daglegu lífí. REYKJAVÍKURBRÉF Athuganir hafa leitt í ljós, að sú venja hefur skap- ast hér, að svonefndar starfsstjómir geti unnið flest sömu embættis- verk og ríkisstjórnir endranær. Með heitinu starfsstjóm er greint á milli þeirrar ríkisstjómar, sem situr eftir að forsætisráðherra hefur beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en forseti falið ráðuneytinu að sitja áfram, og þeirrar ríkisstjómar, sem situr samkvæmt skipun forseta. Starfsstjóm felur forseti eðli máls samkvæmt að sitja um takmarkaðan tíma, eða þangað til nýtt ráðuneyti hefur verið myndað. Ríkisstjóm, sem skipuð hefur verið, getur samkvæmt þingræðisreglunni setið ótímabundið, eða svo lengi sem þing- ið veitir henni stuðning til þess. Nú situr starfsstjóm við völd í landinu og er ekki enn séð fyrir endann á setu hennar, enda hafa stjómmálamennimir ekki komið sér saman um nýjan meiri- hluta á Alþingi og engum fínnst enn tímabært að huga að skipun minnihluta- stjómar eða utanþingsstjómar. Með minnihlutastjóm er vísað til þess, að einn eða fleiri flokkar mynda ríkisstjóm án þess að hún eigi vísan stuðning meirihluta þingmanna. Slíkar stjómir hafa setið hér á landi á pólitískum umþóttunartímum, á meðan stjómmálaflokkamir voru að ná áttum. Síðasta dæmið um minnihlutastjóm er frá haustinu 1979, þegar Alþýðuflokk- urinn myndaði slíka stjóm, eftir að hann rauf næsta óvænt samstarf við Framsókn- arflokk og Alþýðubandalag. Ríkisstjóm Olafs Jóhannessonar baðst lausnar 12. október 1979. Ólafur vildi ekki beita sér fyrir þingrofi, en Alþýðu- flokkurinn gerði þá kröfu, að þing skyldi rofíð og stofnað til nýrra kosninga innan tveggja mánaða frá þingrofí. Færði Ólafur Jóhannesson meðal annars þau rök fyrir andstöðu sinni við þessa málsmeðferð, að hann teldi óforsvaranlegt að efna til kosn- inga um ’návetur, í svartasta skammdeg- inu. Kosningar á þessum árstíma „gætu orðið skrípamynd þar sem fjöldi fólks væri í reynd sviptur atkvæðisrétti". Þá taldi hann „það fullkomið ábyrgðarleysi að leysa þingið upp, áður en það er í raun og veru tekið til starfa, og efna til harðvítugrar kosningabaráttu við ríkjandi aðstæður í efnahags- og atvinnumálum." Nefndi hann að afgreiðsla fjárlaga og lánsfjárlaga myndi frestast, svo að segja allir kjara- samningar væru lausir og ákvörðun um fískverð rynni út um áramótin. Þrátt fyrir viðvörunarorð Ólafs Jóhann- essonar, sem á þessum tíma naut mikilla vinsælda samkvæmt könnunum á viðhorfí fólks til einstakra stjómmálamanna, tók minnihlutastjóm Alþýðuflokksins undir forsæti Benedikts Gröndal ákvörðun um að ijúfa þing og efna til nýrra kosninga 2. og 3. desember 1979. Stjómin var mynduð 15. október og í ræðu á Alþingi daginn eftir sagði Benedikt Gröndal: „Þegar fyrrverandi hæstvirtur forsætis- ráðherra baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt hóf forseti íslands (þáv. forseti var dr. Kristján Eldjám, innsk.) þegar könnun á myndun nýrrar ríkisstjómar. Hann mun hafa þreifað fyrir sér fyrst af öllu um það, hvort kostur væri á að mynda nýja meirihiutastjóm með venjulegum hætti, en af viðræðum við formenn stjómmála- flokkanna sannfærðist hann um að slíkir kostir væru ekki fyrir hendi við núverandi aðstæður. Fyrst eftir það komu til tals líkur á myndun stjómar einhvers eins flokks eða utanþingsstjóm. Nú varð það ljóst að bæði Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur töldu rétt og nauðsynlegt að efnt yrði til kosninga á þessu ári. Þessir tveir flokkar hafa meirihluta á þingi og var því sýnilega meirihlutavilji fyrir kosningum í ár.“ í samræmi við þetta komu sjálfstæðis- menn og alþýðuflokksmenn sér saman um það sem Benedikt Gröndal kallaði „skammtímastjóm“ Alþýðuflokksins, sem átti að sitja fram að kosningum. Þær fóru fram í byijun desember, myndun nýrrar stjómar tók á hinn bóginn lengri tíma en menn sáu fyrir og fékk sögulegan endi, þegar Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, varð forsætisráð- herra í febrúar 1980 í stjóm með Fram- sóknarflokki og Alþýðubandalagi í andstöðu við þingflokk, miðstjóm og flokksráð Sjálfstæðisflokksins. Eins og áður sagði var þá kosið í byijun desember 1979. 28. janúar 1980 höfðu formenn allra flokka reynt að mynda stjóm að ósk forseta. Eftir viðræður við formenn flokkanna fjögurra ákvað dr. Kristján Eld- jám hinn 30. janúar að veita formönnunum frest til 4. febrúar að mynda meirihluta- stjóm. í því „tómarúmi" bárust fréttir af tilraunum Gunnars Thoroddsen, 2. febrúar tilkynntu formenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, að þingflokkar þeirra hefðu ákveðið að taka upp formlegar við- ræður við Gunnar Thoroddsen. 5. febrúar fékk Gunnar umboð frá forseta og stjóm hans tók við völdum 8. febrúar. Óteljandi tilbrigði Upprifjun á stjómmálasögu okkar sýnir, að þar er að fínna svo mörg tilbrigði við það meginstef í störfum stjómmálamanna að koma saman ríkisstjóm, að fordæmi eru fyrir öllu. Forseti hefur óbundnar hend- ur í ákvörðunum sínum við stjórnarmynd- un að öðru leyti en því, að meirihluti þingmanna ræður því, hvaða stjóm situr. Þessi meirihluti getur myndast á bak við annan mann en þann, sem forseti hefur falið að gera tilraun til að ná saman meiri- hlutastjóm. Þingmenn geta raunar myndað meirihluta um það eitt að ný ríkis- stjóm ijúfí þing og efni til kosninga, eins og áður er lýst. Sannfærist forseti um að stjómmálamennimir geti ekki náð neinu samkomulagi um meirihluta á þingi, hefur hann vald til að skipa utanþingsstjóm, það er stjóm sem er mynduð af öðrum en stjómmálamönnum, sem kjömir hafa verið til setu á Alþingi. Til að skýra eðli slíkrar ríkisstjómar má vitna til ræðu, sem Sveinn Bjömsson, fyrsti forseti lýðveldisins, flutti við setningu Alþingis 14. nóvember 1949, en þá hafði verið stjómarkreppa frá 2. nóvember: „Ég skil stjómarskrá vora svo, að er mikið liggur við — og það liggur mikið við nú — þá sé það bæði réttur og skylda forseta að reyna að skipa ráðuneyti, innan þings eða utan, þó að það hafí ekki fyrir- fram tryggðan meirihluta þings, ef slíkur stuðningur fæst ekki. Alþingi getur lýst vantrausti á slíku ráðuneyti, en verður þá um leið að sjá fyrir öðru ráðuneyti, sem því líkar betur. Löggjöf um aðsteðjandi vandamál og aðrar ráðstafanir þola ekki þá bið, sem leiðir af því, að óeðlilega lengi starfí ráðuneyti, sem fengið hefur lausn vegna þess, að það telur sér ekki fært að fara lengur með stjóm eða telur sig ekki njóta lengur trausts meirihluta þings. Því er ekki hægt fyrir Alþingi að ætla sér óákveðinn frest í von um, að viðhorfíð breytist." I lok máls síns setti forseti þingmönnum kosti með þessum orðum: „í samræmi við það, sem ég hef sagt, tel ég rétt að skýra hinu háa Alþingi frá því á þessum fyrsta fundi þess, að ef svo skyldi fara, mót von minni, að ekki hafí tekist að tryggja nýju ráðuneyti nægan stuðning fyrir 30 þ.m., þó helst fyrr, mun ég líta svo á, að ekki beri að fresta því lengur, að ég geri til- raun til þess að skipa nýtt ráðuneyti, sem Alþingi getur hafnað eða sætt sig við — enda eru þá liðnar fjórar vikur frá því frá- farandi ráðuneyti fékk lausn frá störfum og frá því, er ég mæltist til þess við for- menn þingflokkanna að hefja undirbúning að stjómarmyndun — og meira en mánuð- ur frá því kunn voru úrslit kosninganna, en meira en tvær vikur frá því, að Alþingi kom saman til funda." Fyrst minnihlutastjórn í dag, laugardaginn 30. maí, eru réttar sex vikur liðnar frá þingkosningunum. Sama óþols eftir nýrri stjóm gætir ekki nú og fyrir tæpum fjörutíu árum á fyrstu árum Iýðveldisins, að minnsta kosti er ekki til þess vitað að forseti hafí sett for- mönnum stjómmálaflokkanna nein tímamörk. í nóvember 1949 tókst ekki að Laugardagur 30. maí mynda meirihlutastjórn innan þeirra marka sem Sveinn Bjömsson setti. Til þess að komast hjá skipun utanþings- stjómar urðu þingmenn ásáttir um að Ólafur Thors myndaði minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins 6. desember 1949. Á þeim tíma var stjómmálamönnum utan- þingsstjóm Bjöms Þórðarsonar í fersku minni, en Sveinn Björnsson skipaði hana 1942, þegar hann var ríkisstjóri, og sat hún fram yfír stofnun lýðveldis 1944. Sú stjóm hafði aldrei stuðning Alþingis og verður þess vegna ekki köliuð þingræðis- stjóm. Um hana segir Bjami Benediktsson meðal annars í ritgerð sinni, Þingræði á Islandi: „Þar sem Alþingi hafði í hendi sér að mynda ríkisstjóm, hvenær sem var á þessu tímabili, verður hins vegar ekki talið, að þingræðið hafí beint verið brotið með myndun hennar eða tilvist. Hitt er annað mál, hvort þetta hafí verið hentasta ráðið til að knýja þingið til að fullnægja skyldu sinni um stjómarmyndun. Skal ég ekki hér leggja dóm á það, en minni aðeins á ummæli forsætisráðherra utanþingsstjóm- arinnar, Bjöms Þórðarsonar, er hann lýsti þingfundum frestað eftir lýðveldisstofnun- ina 1944. Þá sagði hann „----ég er þess ekki sérstaklega fylgjandi, að stjórn og þing mæti aftur undir sömu kjörum og áður. Ég vil óska þess, að Alþingi gæti myndað sterka stjórn, ekki hégómatildurs- stjóm, heldur stjóm, sem hefði vilja og getu til þess að leysa vandamálin.““ Utanþingsstjórnin baðst lausnar 16. september 1944 og mánuði síðar myndaði Ólafur Thors nýsköpunarstjómina svoköll- uðu með aðild Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Sósíalistaflokks. Þegar Olafur myndaði minnihlutastjómina 1949 við þær aðstæður, sem áður er lýst, var það i fyrsta sinn, sem sú leið var reynd í íslenskri stjómmálasögu. Töldu þá sumir, að Fram- sóknarflokkurinn ætti að mynda slíka stjóm, því að hann hefði unnið mest á við kosningamar 1949. En Sjálfstæðisflokkur- inn var stærri og kvaddi forseti hann fyrstan til. Framsóknarmenn fluttu van- traust á minnihlutastjóm sjálfstæðis- manna og fékk hún iausn 2. mars 1950. Er enn reyndist erfítt um myndun meiri- hlutastjómar, var forseti kominn á fremsta hlunn með að láta mynda utanþingsstjóm, en þá tókst að mynda stjóm undir forsæti Steingríms Steinþórssonar úr Framsóknar- flokki með Sjálfstæðisflokknum — var þó Hermann Jónasson formaður Framsóknar- flokksins á þessum tíma. Frá því að Ólafur Thors myndaði minni- hlutastjómina 1949 hefur Alþýðuflokkur- inn tvisvar sinnum myndað slíka stjóm. Eftir fall vinstri stjórnar Hermanns Jónas- sonar í árslok 1958 myndaði Emil Jónsson minnihlutastjórn, sem var aðdragandi mesta stöðugleika í íslensku stjómmála- lífí, 12 ára samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks í svonefndri viðreisnarstjóm. Áður er rakinn aðdragandi að myndun minnihlutastjómar Benedikts Gröndal. Rit- gerð sína um þingræði á íslandi samdi Bjami Benediktsson 1956 en reynslan hefur staðfest þessa niðurstöðu hans: „Það er því ljóst, að eftir reynslu ár- anna 1942-1944 ráðgerir forseti á ný utanþingsstjóm þá fyrst, þegar reynt er, að minnihlutastjóm fær ekki staðist og stjómarmyndunarþófíð hafði raunverulega varað marga mánuði." Rétt aðferð? Athyglisverð eru þau orð í ræðu Sveins Bjömssonar frá 1949, að hann hafí mælst til þess „við formenn þingflokkanna að heQa undirbúning að stjórnarmyndun". Fyrr í sömu ræðu skýrir hann frá því, að hann hafí borið fram þá ósk við formenn allra þingflokkanna fjögurra, að flýtt yrði sem mest myndun nýs ráðuneytis, og voru þeir þessu sammála „og tóku því vel að hefja þá þegar þann undirbúning undir stjómarmyndun sem kleift væri." Af þessum orðum fyrsta forseta lýðveld- isins verður það ráðið, að engum einum stjómmálaforingja hafí verið „veitt um- boð“ til stjómarmyndunar eins og nú er farið að tíðka. Væri forvitnilegt að kanna það til hlítar, hvenær horfið var að því ráði við stjórnarmyndanir, að forseti felur einhveijum einum stjómmálamanni að leita fyrir sér um meirihlutasamstarf. í tíð Sveins Bjömssonar hafa allir stjómmála- foringjar í raun haft sama „rétt“ til að kanna samstarf við aðra. Síðan var það væntanlega ákvörðun þeirra, sem réð því, hver gekk á fund forseta og tilkynnti hon- um niðurstöðuna. A þeim árum, sem þessi skipan var við lýði ríkti í sjálfti sér ekki meiri festa í samvinnu einstakra flokka en nú á tímum, stjómarskipti vom jafnvel tíðari þá en nú. Spumingunni um hina réttu aðferð í þessu efni er því alls ekki unnt að svara. Það hlýtur að ráðast af aðstæðum hveiju sinni, hvaða leið er far- in. En sé svo komið, að stjómmálaforingjar telja það nauðsynlegan virðingarvott við sig og flokk sinn, að þeim sé veitt „um- boð“ úr hendi forseta, er ástæða til að huga að nýjum aðferðum. Hégómatildur af því tagi er út í hött og gegn því þarf að spoma. Sögulegar tilvísanir við stjórnarmynd- anir hafa lítið gildi nema til þess eins að komast að raun um, hvort einhveijar venj- ur hafí skapast á sviði stjómskipunarrétt- ar, sem beri að virða. Stjómarskrá okkar er gloppótt um mörg atriði. Á sviði íslensks stjómskipunarréttar hafa venjur verið við- urkenndar sem réttarheimildir, t.d. um að dómstólar skeri úr því, hvort lög bijóti í bága við stjómarskrána. Þá er sjálf þing- ræðisreglan talin mynduð af venju. Og með því að rannsaka venjur og fordæmi hefur sú ályktun verið dregin, að starfs- stjómir geti unnið flest verk önnur en þau, sem beinlínis lúta að pólitískri stefnu- mótun; þingræðisreglan setur því starfs- stjómum valdmörkin. Óvissa um framhaldið Enn ríkir mikil óvissa um það, hvemig stjóm verður mynduð til að fara með mál þjóðar okkar næstu fjögur ár. Sumir em að vísu þeirrar skoðunar, að enginn geti barið saman stjóm, sem endist í fjögur ár, þar sem þijá flokka hið fæsta þurfí í slíka stjóm. Við athugun sést, að engin þriggja flokka stjóm hefur setið út kjörtímabilið síðan lýðveldi var stofnað: nýsköpunarstjómin (Sjálfstæðisflokkur, Alþýðuflokkur og Sósíalistaflokkur) Mor(tunblaðið/Ól. K. M. 1944-1946; ríkisstjóm Stefáns Jóhanns Stefánssonar (Stefanía) (Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur i 1947-1949; ríkisstjóm Hermanns Jónas- sonar (Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag) 1956-1958; fyrra ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar (Fram sóknarflokkur, Alþýðubandalag, Samtök fijálslyndra og vinstri manna) 1971-1974 seinna ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar (Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Álþýðuflokkur) 1978-1979; og ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen (fáeinir sjálfstæðis menn, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur 1980-1983. Að sjálfsögðu eru ekki til nein pólitísk náttúrulögmál, sem útiloka, að þriggja flokka ríkisstjómir geti setið hér í fjögur ár. Mestu skiptir, að persónulegum ágrein ingsefnum sé ýtt til hliðar, markmið séu skýr og ýtt úr vör með því hugarfari að ná settu marki, þrátt fyrir brotsjó og bylji. Til að stöðugleiki skapist í ríkisstjóm er nauðsynlegt að jafnvægi ríki almennt í stjómmálalífínu. Þær aðstæður em ekki fyrir hendi núna; kemur þar í senn til álita skapgerð stjómmálamanna og sú vígstaða, sem flokkamir hafa valið sér. „Sögulegar tilvís- anir við stjórnar- myndanir hafa lítið gildi nema til þess eins að kom- ast að raun um, hvort einhverjar venjur haf i skap- ast á sviði stjórn- skipunarréttar, sem beri að virða. Stjórnarskrá okk- ar er gloppótt um mörg atriði. A sviði íslensks stjórnskipunar- réttar hafa venjur verið viðurkennd- ar sem réttar- heimildir, t.d. um að dómstólar skeri úr því, hvort lög bijóti í bága við stjórnar- skrána. Þá er sjálf þingræðis- reglan talin mynduð af venju.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.