Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 54
54 MÖRGlÍNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 ...----- raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar fVerzlunarskóli íslands Innritun 1987 — 1988 Nemendur með grunnskólapróf: Umsóknir, ásamt staðfestum Ijósritum af grunnskólaskírteinum, skulu hafa borist skrifstofu skólans fyrir kl. 15.00 föstudaginn I5. júní nk. Teknir verða inn í 3ja bekk 275 nemendur, sem er talsverð aukning frá fyrri árum. Ber- > ist fleiri umsóknir verður valið inn í skólann á grundvelli einkunna þeirra, sem nú eru að Ijúka grunnskólaprófi, en umsóknir eldri nem- enda fá víðtækari athugun. V.í. tekur inn nemendur af öllu landinu og úr öllum hverfum Reykjavíkur. Að loknu 2ja vetra námi útskrifast nemendur með verslunarpróf. Nemendur með verslunarpróf: Umsóknir skulu hafa borist eigi síðar en 5. júní nk. á sérstöku eyðublaði sem fæst á skrifstofu skólans. Fyrirhugað er að taka inn í 5ta bekk: 25 nem. í verslunarmenntadeild, 25 nem. í máladeild, 75 nem. í hagfræðideild og 25 nem. í stærðfræðideild. Námi lýkur eftir 2 ár. Tilgangur náms í verslunarmenntadeild er að búa nemendur undir sjálfstæðan atvinnu- rekstur og almenn skrifstofu- og verslunar- störf. Námi lýkur með verslunarmenntaprófi. Máladeild leggur áherslu á latínu og frönsku. Hagfræðideild leggur áherslu á undirbúning undir viðskiptanám á háskólastigi. Stærð- fræðideild leggur áherslu á undirbúning undir raungreinanám á háskólastigi. Lágmarks- kröfur til þess að innritast í mála-, hagfræði- eða stærðfræðideild er verslunarpróf með aðaleinkunn 6,50. Námi lýkur með stúdents- prófi. Fullorðinsfræðsla: Ilnnritun á haustönn í starfsnám og öldunga- deild Verzlunarskóla íslands (skrifstofubraut, bókhaldsbraut, verslunarpróf og stúdents- próf) fer fram á skrifstofu skólans 3.-5. og 9.-10. júní 1987 kl. 9.00-19.00. Kenndar verða eftirtaldar námsgreinar: Bókfærsla, bókmenntir, danska, enska, franska, hagfræði, íslenska, efna- og eðlis- fræði, saga, stærðfræði, stjórnun, tölvubók- hald, tölvufræði, vélritun, verslunarréttur og þýska. Skrifstofa skólans er opin til kl. 19.00 og veitir allar frekari upplýsingar. VÉLSKÓLI <yv> [SLANDS Innritun á haustönn 1987 Innritun nýrra nemenda á haustönn 1987 er hafin. Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 6. júní nk., pósthólf 5134, 125 Reykjavík. Kennsla ferfram eftir áfangakerfi. Nemendur sem hafa stundað nám við aðra skóla fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það fellur að námi í Vélskólanum. Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið grunnskólaprófi með tilskyldum árangri eða hlotið hliðstæða menntun. Vélavörður. Samkvæmt nýjum lögum um vélstjórnarnám býður skólinn upp á vélavarðarnám er tekur eina námsönn (4 mánuði) og veitir vélavarð- arréttindi samkvæmt ísl. lögum. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í Sjómannaskólahús- inu kl. 08.00-16.00 alla virka daga. Sími 19755. Skólameistari. y&r l&nskólinn í Reykjavík Innritun fyrir skólaárið 1987-1988 Innritun fer fram dagana 1 .-4. júní að báðum dögum meðtöldum. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám. (Námssamn- ingur fylgi umsókn nýnema). 2. Grunndeild í bókagerð. 3. Grunndeild í fataiðnum. 4. Grunndeild í háriðnum. 5. Grunndeild í málmiðnum. 6. Grunndeild í rafiðnum. 7. Grunndeild í tréiðnum. 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild í bókagerð. 11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 12. Framhaldsdeild í hárskurði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. 15. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 16. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvéla- virkjun. 17. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. 18. Almennt nám. 19. Fornám. 20. Meistaranám (sveinsbréf fylgi umsókn). 21. Rafsuðu. 22. Tæknibraut. 23. Tækniteiknun. 24. Tölvubraut. 25. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 26. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeindavirkjun. Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík frá kl. 10.00 til 18.00 alla innritunardagana og í Miðbæjarskólanum 1. og 2. júní. Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskírteina. Iðnskólinn í Reykjavík. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Lyngási 7 9 210 Garóabæ S 52193 oq 52194 Innritun Innritun í Fjölbrautaskólann í Garðabæ fyrir haustönn 1987 stendur nú yfir. Boðið er upp á kennslu á þessum brautum: EÐ — Eðlisfræðibraut (4 ára nám) ET — Eðlisfræðibr. — tölvulína (4 ára nám) FÉ — Félagsfræðabraut (4ára nám) FF — Félagsfræðabraut — fjölmiðlalína (4 ára nám) F2 — Fiskvinnslubraut (2 ára nám) HA — Hagfræðabraut (4ára nám) HT — Hagfræðabr. — tölvulína (4ára nám) HE — Heilsugæslubraut (2 ára nám) ÍÞ — íþróttabraut (4ára nám) MÁ — Málebraut (4ára nám) MF — Málabr. — ferðamálalína (4 ára nám) MH — Myndmennta- og handíðabraut (4 ára nám) NÁ — Náttúrufræðibraut (4ára nám) TÓ — Tónlistarbraut (4 ára nám) TÆ — Tæknibraut (3 ára nám) TT — Tækniteiknun (1 árs nám) UP — Uppeldisbraut (2 ára nám) VI — Viðskiptabraut (2 ára nám) ÞJ — Þjálfunarbraut (2 ára nám) Umsóknir skal senda til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, Lyngási 7-9, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00-16.00, símar 52193 og 52194. Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðu- blöð. Innritun stendur yfir til 5. júní nk. Skólameistari er til viðtals í skólanum alla virka daga kl. 9.00-12.00. Skólameistari. ^jP Iðnskólinn ísafirði Innritun fyrir skólaárið 1987-1988 er til 10. júní í eftirfarandi nám: 1. Iðnnám. 2. Grunndeild rafiðna. 3. Rafeindavirkjun. 4. Undirbúningsdeild tækniskóla. 5. Vélavarðarnám. 6. Vélskólanám, 2. stig. 7. Fornám. 8. 30 tonna skipstjórnarréttindi. 9. Stýrimannadeild, 1. stig. 10. Tækniteiknun. 11. Meistaraskóli fyrir byggingariðnaðarmenn. Upplýsingar eru veittar milli kl. 10.00 og 12.00 í skólanum og í síma 94-4215 á sama tíma. Skólastjóri. VÉLSKÓLI fSLANDS Réttindanám vélstjóra Námskeið fyrir vélstjóra er starfað hafa á undanþágu verður haldið í Vélskóla íslands í Reykjavík á haustönn 1987 og hefst 1. sept., ef næg þátttaka fæst. Umsóknum skal fylgja vottorð um minnst 24 mánaða siglingatíma, sem aflað hefur verið fyrir áramót 1985-86. Umsóknareyðublöð og námsupplýsingar á skrifstofu Vélskólans. Umsóknir ásamt vottorði um siglingatíma verða að hafa borist skólanum fyrir 20. júní 1987. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1 og á skrifstofu skólans, Fríkirkjuvegi 9, dagana 1. og 2. júní kl. 09.00 til kl. 18.00. Skólinn er menntaskóli og býður fram nám til stúdentsprófs á félagsfræðabraut (uppeld- isbraut), náttúrufræðabraut og nýmálabraut. Skólastjóri. Stýrimannaskólinn í Reykjavík Umsóknir um skólavist berist fyrir 10. júní. Skólinn hefst 1. september. 4. stig, varð- skipadeild, hefst einnig 1. september. Skrifstofa skólans er opin kl. 8.00-14.00, sími 13194. 0 . Sko astiori. Réttindanám skv. lögum nr. 112/1984 Síðasta 80 rúmlesta námskeið skv. lögum nr. 112/1984 í Stýrimannaskólanum í Reykjavík á haustönn 1987 ef næg þátttaka fæst og hefst 1. september. Athugið: Heimild til þátttöku hafa aðeins þeir sem höfðu starfað í 24 mánuði á undan- þágu sem skipstjórnarmenn við áramótin 1984/1985 ( 1. janúar 1985). Upplýsingar gefnar og tekið á móti umsókn- um á skrifstofu Stýrimannaskólans frá kl. 8.00-14.00, sími 13194. Stýrimannaskólinn í Reykjavík, Menn tamálaráðuneytið. Fyrirlestur Prófessor Kurt Schier frá Miinchen flytur fyrirlestur um myndir tengdar Eddukvæðum á vegum Minningarsjóðs Ásu Guðmunds- dóttur Wright í Odda, hugvísindahúsi Háskólans, mánudaginn 1. júní 1987 kl. 17.15. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum heimill aðgangur. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.