Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 Brautskráðir nemendur frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Fjölbrautarskóli Suðurnesja: Fleiri nemendur braut- skráðir en nokkru sinni Morgunblaflið/Halldór Rósmundur Guðjónsson Hjálmar Árnason skólameistari afhendir Einari Fal Ingólfssyni verð- laun fyrir góðan árangur í fslensku. Sandgerði ELLEFTA skólaári Fjölbrautar- skóla Suðurnesja lauk með skólaslitum laugardaginn 23. mai síðastliðinn. Sú venja hefur skap- ast að láta athöfn þessa fara fram í þeim sveitarfélögum, sem að skólanum standa. Að þessu sinni fór brautskráningin fram í íþróttahúsinu í Sandgerði að við- stöddu fjölmenni. Dagskrá var með hefðbundnum hætti, en var um annað nokkuð óvenjuleg. Þannig var brautskrán- ingarhópurinn stærri nú en nokkru sinni áður eða samtals 92 nemend- ur. Einnig var afhent þúsundasta brautskráningarskírteinið frá skól- anurn. Féll það í hlut Sigurbjargar Jóhannesdóttur. Hópurinn skiptist þannig eftir brautum: Af fiskvinnslubraut I einn nemandi, vélaverðir voru 14, af tæknisviði 28 nemendur (þar af tveir úr meistaraskóla), tækniteikn- un einn, af tveggja ára brautum 8 nemendur og stúdentsprófí luku 40 nemendur. Margir stúdentar hlutu braut- skráningu af fleiri en einni braut, þó sló Viktor Kjartansson öll met en hann tók við skírteini af átta námsbrautum. Hjálmar Arnason skólameistari Fjölbrautarskóla Suðurnesja sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann byggist við að á næsta skólaári myndu 660 nemendur stunda nám við skólann og yrði það nýtt met. Þá yrði hafin kennsia á fjórum nýj- um brautum, sjúkraiiðabraut, skipstjóra-, rennismíði- og vél- virkjabraut. Nú er verið að byggja 7 nýjar kennslustofur við skólann og eiga þær að vera tilbúnar í haust. Hjálmar sagði, að á síðast- liðnum vetri hefði verið kennt á 8 stöðum í Keflavík, en með tilkomu nýju kennslustofanna væri fyrirsjá- Stúdentar, sem verðlaun hlutu. anlegt að öll kennsla gæti farið fram innan veggja skólans. Óvenju mörg verðlaun voru veitt að þessu sinni, enda námsárangur með besta móti. Flest verðlaun hlutu: Guðmundur Jón Bjarnason, Halla J. Guðmundsdóttir og Jón Már Björnsson. Halia hóf nám sitt í öldungadeild. Þá voru afhent fimm verðlaun frá Sparisjóðnum í Keflavík, en sú stofnun ákvað fyrir ári að veita myndarleg verðlaunnæstu . fímm árin. Sparisjóðsverðlaunin í ár hlutu: Bókfærslubikarinn Ómar Ell- ertsson, vélritunarbikarinn Guð- björg Jónsdóttir, íslenskubikarinn Halla J. Guðmundsdóttir, hagfræði- bikarinn Guðbjörn Jóhannesson og bókaverðlaun í íslensku hlaut Guð- laug Sveinsdóttir. Skólanum voru færðar að gjöf kr. 40.000 frá Vélstjórafélagi Suð- urnesja til uppbyggingar á vél- stjórabraut. Skólameistari er Hjálmar Árna- son og aðstoðarskólameistari Ingólfur Halldórsson. t Kvennaskólinn: Ný skólanefnd skipuð KVENNASKÓLANUM í Reykjavík, einum elsta skóla landsins en einum yngsta menntaskólanum var slitið laug- ardaginn 23. mai. Útskrifaðir voru 47 stúdentar; þar af fjórir piltar. Stúdentarnir, sem útskrifuðust, brautskráðust allir frá sömu braut; uppeldissviði. Verðlaun úr Minning- arsjóði Þórunnar Melsteð, stofn- anda og fyrsta skólastjóra Ragnheiður Elfn Árna- dóttir tekur við verðlaun- umfyrirbestan námsárangur. Kvennaskólans, fyrir bestan heild- arárangur, hlaut Ragnheiður Elín Árnadóttir úr Keflavík. Skólanefnd sú, sem stýrt hefur skólanum frá upphafi, nú síðast undir stjórn Halldóru Einarsdóttur lét af störfum, en tilkynnt var um skipan nýrrar skólanefndar eftir hinni nýju reglugerð um skólann. Hana skipa Bessí Jóhannesdóttir formaður, Ragnar Júlíusson og Ragnheiður Heiðreksdóttir. Lögf ræði eða fjölmiðla- fræði í stuttu samtali við Morgunblaðið sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, dúx skólans.að hún stefndi á nám við Háskóla íslands í haust. „Aðra stundina spái ég í lögfræði, en ég er mjög opin gagnvart öllu og lang- ar eiginlega í allt." Ragnheiður gerði hlé á námi sínu í eitt ár og var skiptinemi í Banda- ríkjunum. „Ég vildi útskrifast með mínum bekkjarfélögum og þess vegna ákvað ég að taka skólann á þremur árum. Kvennaskólinn er mjög skemmtilegur skóli, þar sem maður getur lært sitt lítið af hverju og er það gott fyrir óákveðna." Nýstúdentar frá Kvennaskólanum Siglufjörður: 940 tonn af rækju kom- in á land Siglufirði. RÆKJUBÁTAR hafa landað 940 tonnum af rækju á Siglufirði það sem af er þessarí vertíð og þrátt fyrír sjómannaverkfall í janúar er þetta meiri afli en kominn var á land á sama tfma f fyrra. Það gengur frekar treglega að selja smárækjuna en ágætlega að selja stórrækjuna. Bátarnir hafa verið að koma með upp í 30 tonn og í gær lönduðu þrír bátar. Miðin eru á Rifsbanka og einnig hafa minni bátarnir verið að veiða við Grímsey. Matthías '"TuWIDIMMMOa '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.