Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 Launastefna ASÍ hrunin - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar og Verkamanna- sambands íslands - Endurskoðun samninga verður að eiga sér stað á þessu ári „Sú launastefna sem ASÍ markaði í desembersamningun- um er_ hrunin. Samningar ASÍ og VSÍ voru metnir samtals til 9,1% launahækkunar á samn- ingstímanum, en þorri opinberra starfsmanna hefur samið um 20-30% launahækkun, sem kem- Tilraunaverksmiðja í fiskeldi á Reykjanesi: Vilji til 40 milljón kr framlags Endurgreiddur geng- ismunur yrði notaður TILRAUNAVERKSMIÐJA í ýmis konar fiskeldi á Reykjanesi var til umræðu á ríkisstjórnar- fundi i gærmorgun og hugsan- legt fjárframlag til hennar. Jákvæður vilji kom fram á fund- inum i garð þess að endurgreidd- ur gengismunur verði notaður sem fjárframlag til verksmiðj- unnar, samkvæmt upplýsingum Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra og er málið til frekari skoðunar hjá Þorsteini Pálssyni fjármálaráðherra. „Því var mjög jákvætt tekið á ríkisstjómarfundinum í morgun að endurgreiddur gengismunur, sam- tals um 40 milljónir króna yrði notaður sem fjárframlag til til- raunaverksmiðju í ýmiskonar fisk- eldi á Reykjanesi, en engin ákvörðun var tekin þar að lútandi. Málið er til áframhaldandi skoðunar hjá fjármálaráðherra," sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið. Steingrímui rifjaði upp að geng- ismunur hefði verið notaður til þess að lána loðnuflotanum í vandræðum hans 1981 og nú væri verið að endurgreiða það lán smámsaman, þannig að segja mætti að hér yrði um endurráðstöfun á sama fjár- magni að ræða. „Hér er um að ræða tilraunaverk- smiðju í ýmiskonar fiskeldi að ræða, sem ekki er komin á laggimar," sagði Steingrímurj „heldur aðeins vísir að henni hjá Islandslax. Þetta er mjög athyglisvert mál, ef það er hægt að sýna fram á að það sé hægt að nýta jarðhitann við eldi á ýmsum fiski.“ ur að vísu ekki öll til fram- kvæmda strax,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar og Verka- mannasambands íslands í samtali við Morgunblaðið, en Alþýðu- samband Islands og Vinnuveiten- dasamband íslands áttu fund um endurskoðun kjarasamninganna frá því í desember í vikunni og hefur annar fundur verið boðað- ur í næstu viku. Hann taldi það líklega niðurstöðu viðræðnanna að endurskoðun samninganna yrði á hendi hvers landssam- bands ASÍ fyrir sig, en vinnuveit- endur teldu erfitt að semja, fyrr en ný ríkisstjórn hefði verið mynduð og ljóst væri hvaða stefnu hún fylgdi í launa- og verðlagsmálum. Guðmundur sagði óhjákvæmilegt að taka upp samningana frá því í desember til þess að koma á jöfn- uði, ef almennt verkafólk eigi ekki að sitja eftir í vaxandi verðbólgu, auk þess sem skattar og vextir muni sennilega hækka. „Ef ekki tekst að jafna kjörin er þetta stærsta stökk í launamisrétti milli hópa, sem þekkst hefur um árabil og getur ekki tryggt vinnufrið." Hann benti á að þessi endurskoðun yrði að eiga sér stað sem allra fyrst, því samkvæmt ákvæðum í samningum opinberra starfsmanna fái þeir sjálfkrafa allar launahækk- anir, sem semst um á almennum vinnumarkaði á næsta ári. „Ógæfan er sú að það hafa verið uppi tvær Iaunastefnur í landinu. ASÍ hefur sætt sig við lágar kaup- hækkanir og lagt áherslu á að stöðva verðlagshækknir, en samtök opinberra starfsmanna hafa gert kröfur um einhliða launahækkanir. Þetta kom einnig skýrt fram í samningunum haustið 1984 með kunnum afleiðingum," sagði Guð- mundur. Hann sagðist alltaf vera að von- ast til þess að fá skýringu hjá þessum „fjöldaframleiddu hagfræð- ingum“ á því að kaup fyrir átta stunda vinnudag væri svona mikið lægra á íslandi en í flestum ná- grannalöndunum, þó að framleiðsla á hvem mann væri hliðstæð. A þessu hefði aldrei fengist við- hlítandi skýring, né á því hvers vegna verðlag á íslandi væri mikið hærra en í flestum nálægum lönd- um. Hann sagðist vita það vel að stór hluti launþega bætti sér upp lægra kaup með gífurlegu vinnu- álagi, þannig að heildarlaun væru í mörgum tilfellum ekki minni, en annars staðar, en það væri full ástæða til þess að fá skýringu á þessu hjá hagfræðingum. Þorskmiðin í Jökuldýpi: Merktur Grænlauds þorskur kom í net ÞORSKUR merktur við Græn- land kom í veiðarfæri fiskiskips- ins Geirfugls GK á miðunum í Jökuldýpi um síðustu helgi. Fiskifræðingar Hafrannsókna- stofnunar telja það ekki benda til að þorskur frá Grænlandi hafi blandast í neinum mæli við þorskinn sem nú er verið að veiða við ísland. Ölvir Skúlason skipstjóri á Geir- fugli sagði við Morgunblaðið að þorskurinn hefði verið með dönsku merki. „Mér þótti þetta merkilegt vegna þess að það var búið að af- neita því í Hafrannsóknarstofnun að hér væri um grænlenskan fisk að ræða. Þessi fiskur hefur þó far- ið til Grænlands og verið merkur vestan við miðlínu en við höfum haldið því fram að sá fiskur sem við höfum verið að veiða nú seinni- partinn í maí sé blandaður græn- lenskum fiski," sagði Ölvir. Sigfús Schopka fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun sagði að alltaf slæddist eitthvað af merktum þorski frá Grænlandi upp að ís- landi. Eitt og eitt merki segðu þó lítið. Sigfús sagði það enda mjög ólíklegt að mikið væri að veiðast af grænlenskum fiski nú við ísland því ástand fiskstofna við Grænland væri hörmulegt. Þannig hefði verið mjög stór stofn við Vestur-Græn- land sem hefði veiðst úr að jafnaði 400 þúsund tonn árlega á árunum 1955-70. Árið 1986 hefði aflinn aðeins verið 8000 tonn. Sama mætti segja um stofna við Austur-Græn- land. „Þó að það komi einn og einn merktur þorskur hingað yfir er það ekki í þeim mæli að það hafi áhrif á vertíðina. Slíkt gerðist þegar stofninn við Grænland var stærri en það er ekki að sjá að slíkt sé að gerast nú,“ sagði Sigfús Schopca. * Farmanna- og fiskimannasamband Islands 50 ára: Hátí ðarfundur og sögusýning FARMANNA- og fiskimannasamband íslands verður 50 ára næst- komandi þriðjudag, annan júní. í tilefni þess hefur raeðal annars verið sett upp sýning, þar sem stiklað er á stóru í sögu sambands- ins í máli og myndum. Sýningin er opin þessa viku og er til húsa að Borgartúni 18, húsnæði samtaka sjómanna. Auk þess hefur sambandið gefið út veglegt afmælisblað og stjórn FFSÍ mun koma saman til hátíðarfundar á afmælinu. Samhliða sýningunni hefur FFSÍ gefið út vandað afmælis- blað, um 250 síður að stærð, þar sem sögu og starfsemi sambands- ins eru gerð ítarleg skil. í rit- stjómargrein þess blaðs segir Guðjón A: Kristjánsson, forseti sambandsins, meðal annars svo um aðalverkefni næstu missera: „Samningar okkar eru nú gerðir til tveggja ára í öllum starfsgrein- um. Tímann þarf að nota vel til að skipuleggja starfshætti og kynna mikilvægi sjómennskunnar fyrir þjóðarbúið. Við verðum að vera gagnrýnir á okkar eigin vinnu fyrir starfsstéttir sam- bandsins. Neikvæð gagnrýni milli stétta er engum okkar til fram- dráttar, síst þeim, sem hafa hana í frammi. Allir erum við mannleg- ir og okkur eru mislagðar hendur við ýmislegt sem við tökum að okkur. En engin verður meiri maður á annarra veikleikum. Það verður að vera markmið okkar að allir séum við hver öðrum nauð- synlegir og hvorki siglum við skipum einir sem skipstjórar og stýrimenn né heldur láta vélstjór- ar úr höfn án skipstjómarmanna. Þessar tvær stéttir vinna heldur ekki öll störf um borð. Samhent skipshöfn er sú sem nær árangri. Vilji menn hins vegar róa einir, þá er best að svo verði, en sama árangri verður ekki náð þannig. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi.“ Á sögusýningu FFSÍ er eins og áður segir stiklað á stóru á hálfr- ar aldar ferli sambandsins og er þar mikinn fróðleik af ýmsu tagi að finna. Sem dæmi um framsýni og stórhug skipstjómarmanna og vélstjóra árið 1947 á 11. þingi FFSI má benda á eftirfarandi til- lögu, sem samþykkt var einróma: „Þingið skorar á Alþingi og ríkis- stjómina að leitast við að fá í þessu sambandi viðurkenningu að nýju fyrir hinum foma rétti ís- lendinga til Grænlands, þar sem Guðjón A. Kistjánsson vitað er að íslendingar hafa aldrei afsalað sér þeim rétti, enda ekki viðurkennt fyrir alþjóðadómstóli, að aðrar þjóðir eigi þann rétt, hvorki Danir né aðrir. Þar sem vitað er, að íslenzkir sjómenn og útgerðarmenn hafa brýna þörf fyrir og einnig mikinn áhuga á fískveiðum við Grænland á ýmsum tímum árs, þá skorar þingið á Alþingi og ríkisstjómina, að hraða þessum málum eins og auðið er, og fáist ekki viðunandi lausn án mikillar tafar, þá verði málið lagt fyrir Alþjóðadómstól til úrskurðar. 11. þing FFSÍ lýsir fyllsta stuðningi við framkomna tillögu á Alþingi um rétt íslands til Græn- lands, frá Pétri Ottesen alþingis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.