Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 ’ Fr í ÞÝZKI framhaldsmyndaflokkurinn „Setið á svikráðum“, sem hóf göngu sína í ríkissjónvarpinu fyrir viku, er byggður á frægri spennusögu eftir enskan Ira, Erskine Childers. Bókin, sem heitir „The Riddle of the Sands“ á frummálinu, („Das Ratzel der Sandbank“ á þýzku), eða „Sandhólagátan“, kom fyrst út 1903 og lýsir í smáatriðum ímynduðum áætlunum Þjóðverja um innrás í England og leit tveggja Breta að miskunnarlausum landráðamanni á frísnesku eyjunum undan norðvesturströnd Þýzkalands. Hún er talin einhver bezta njósna- og spennusaga, sem samin hefur verið, og hafði mikil áhrif á þróun þessarar skáldsagnahef ðar. Saga höfundarins er athyglisverð. Hann gekk í lið með írskum þjóðernissinnum, sem grunuðu hann um græsku og töldu hann brezkan njósnara. Hann sneri því baki við Bretum og þeir sökuðu hann um landráð. Að lokum tóku Irar hann af lífi, en hálfri öld seinna varð sonur hans forseti Irlands. Childers í Búastrfðinu ... tveimur árum áður en hann lést. Sandhólagátan Þýzkur sjónvarpsmyndaflokkur byggöur á frœgri njósnasögu Erskine Childers Onnur aðalsöguhetjan í bók Childers rannsakar dularfullar flotaaðgerð- ir Þjóðveijar hjá frísnesku eyjunum og uppgötvar að hann er að „aðstoða við tilraunaæfíngu mikillar áætlun- ar, sem kann að verða hrundið í framkvæmd í náinni framtíð — áætlunar, sem gerir ráð fyrir að urmull haffærra pramma, fullhlaðn- ir hermönnum, ekki hálfhlaðnir kolum, leggja upp samtímis í sjö skipulegum flotadeildum frá sjö bátalægjum og sigla undir vemd keisaraflotans yfír Norðursjó og ráðast á strendur Englands". Bókin flutti þann einfalda boðskap að þótt Bretar ættu öflugasta her- skipaflota heims stæði land þeirra berskjaldað fyrir árás frá sjó. Möguleiki á þýzkri innrás var algengt umræðuefni í Bretlandi á þessum árum. Englendingar gerðu sér æ betur grein fyrir þeirri ógn- un, sem þeim stafaði frá Þjóðveij- um, og nauðsyn þess að mæta henni. „Framtíðarstríð“ Bók Childers heyrði til nýrri teg- und vinsælla bóka um hugsanlegt framtíðarstríð. Á árunum 1900-1914 komu um 180 slíkar bækur á helztu tungumálum Evr- ópu, um helmingi fleiri en á næstu 14 árum á undan. Elzta sagan af þessu tagi er frá 1871 og eftir Sir G.T. Chesney ofursta, „Orrustan um Dorking", og sú fyrsta á þess- ari öld „Hvemig Þjóðveijar tóku London" (1900). Ein sú síðasta var eftir Sir Arthur Conan Doyle og hét „Hættan". Hún kom út 1914 og lýsti af mikilli framsýni þeirri hættu, sem Bretum mundi stafa af ótakmörkuðum kafbátahemaði. Þjóðveijar létu ekki sitt eftir liggja. Árið 1904 kom út í Þýzka- landi metsölubókin „Der Weltkrieg" (Heimsstyijöldin) eftir August Nie- mann. Bókin var þýdd á ensku og hlaut nafnið „Væntanleg hertaka Englands". Fjöldi bóka af þessum toga komu út í Þýzkalandi vegna Marokkódeilunnar 1906. Á Englandi var langvinsælasta bókin af þessu tagi og sú illræmd- asta „Innrásin 1910“, eftir blaða- manninn William Le Queux, sem kom út 1906 og birtist upphaflega sem framhaldssaga í „Daily Mail". Auglýsingaberar klæddir bláum prússneskum einkennisbúningum og með broddhjálma á höfði gengu um götur Lundúna með auglýsingar um bókina i bak og fyrir. Hún var þýdd á 27 tungumál og seldist í rúmlega einni milljón eintaka. - ýmsu leyti dæmigerður yfírstétta- Englendingur, sem var margt til lista lagt, en hafði ekki atvinnu af áhugamálum sínum. Hann var fæddur 1870, hlaut hefðbundna menntun í Haileybury og Cam- bridge, stóð sig vel í íþróttum þar til hann meiddist á vinstra fæti og vakti athygli strax í bemsku fyrir skarpleika og næmi. Þegar eitthvað vakti forvitni hans eða áhuga héldu honum engin bönd. Childers var ekki tengdur írlandi að öðru leyti en því að móðir hans var írsk, af svokallaðri Barton-ætt í Glendalough í greifadæminu Wicklow. Þegar faðir hans dó úr berklum var ekki talið hyggilegt að hún héldi áfram að ala upp böm- in, þar sem hún hefði haft svo náið samband við hinn látna, og þau vom send til ættingja hennar í „Sandhólaskipin" „Dulcibella" og „Blitz": dularfullar flotaaðgerðir. Árið 1907 birti háttsettur þýzkur embættismaður lýsingu á því hvern- ig Þjóðveijar myndu sigra Englend- inga með geysistórum loftflota (hann var rekinn fyrir þau skrif). Tveimur árum síðar var fært upp í Wyndham’s-leikhúsinu í London leikrit eftir Guy de Maurier, annan æðsta mann herdeildarinnar Royal Fusiliers, „Heimili Englendingsins”, sem Ijallaði um innrás herliðs „keis- ara norðursins", og var sýnt fyrir fullu húsi í eitt og hálft ár. „Sandhólagátan" og aðrar bækur svipaðs efnis áttu mikinn þátt í að móta yfírborðslegar hugmyndir fólks um alþjóðamál og endurspegl- uðu breyttar skoðanir. Childers olli á vissan hátt straumhvörfum, því að árið 1900 voru „óvinimir" venju- lega Frakkar, en eftir að bók hans kom út 1903 var hættan venjulega talin stafa frá Þjóðveijum. Hagsmunaaðilar hömpuðu mörg- um þessara bóka. Roberts lávarður, yfirhershöfðingi Breta í Búastríð- inu, hjálpaði La Queux að semja Ein útgáfan af hlnni frsagu bók Childers: Sígild. „Innrásina 1910“ og hrósaði honum fyrir mikilvægan stuðning við bar- áttuna fyrir herskyldu. Almenning- ur í Bretlandi vissi ekki að Vamamefnd heimsveldisins fyrir- skipaði „innrásar-rannsókn" 1907 og að niðurstaða hennar varð sú að ekki væri hægt að gera innrás. Bækur sem þessar rannu út vegna þess að þær lýstu því sem flestir vonuðu eða óttuðust mest. Þær sögðu frá því sem allir bjugg- ust við: stríði sem hæfíst með sjóorrastu á Norðursjó og lyki innan 12 mánaða eftir nokkrar leifturorr- Peter Sattmann sem Carruthers, Joachim D. Mues sem yfirmaðurinn á „Blitz" og Burghart Klaussner sem Davies í „Setið á svikráóum11- ustur. Margar af þessum sögum vora hrottafengnar og bára vott um þjóðrembing, en aðrar vora verk einlægra og samvizkusamra höf- unda, sem töldu sig hafa ríka ástæðu til að vera uggandi um hag lands síns. í þeim hópi var Childers og „Sandhólagáta" hans ber af þessum bókum. Hún er í sérflokki og raunar eina bókin af þessu sauðahúsi, sem hefur staðizt tímans tönn. Þingskrifari Robert Erskine Childers, höfund- „Sandhólagátunnar", var að ur Wicklow. Þar vora þau alin upp eins og önnur böm „enskra íra“ og glötuðu aldrei enskum sérkenn- um sinum. Með tíð og tíma varð Erskine þingskrifari í Neðri málstofunni og hann lét ekki af því starfi fyrr en 1910. Hann varð kunnur í sam- kvæmislífínu, gerðist íhaldssamur og írland hætti að skipta hann máli, nema hvað hann eyddi fríum sfnum þar. Þó leit hann alltaf á fallegt hús fjölskyldu sinnar í Glendalough sem heimili sitt. Hann kvæntist bandarískri konu, sem varð hálfbækluð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.