Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 43 glaðlynd kona, bjartsýn og hjarta- hlý. Hún var einstaklega barngóð og hjálpsöm og mátti raunar ekkert aumt sjá. Hún kostaði kapps um að bæta og fegra umhverfi sitt og sýna mönnum og málleysingjum mildi og umburðarlyndi. Hún reynd- ist barnabömum sínum frábærlega góð amma, umhyggjusöm og kær- leiksrík. Var hún ætíð boðin og búin að gæta þeirra og annast þau, ef þörf var á. Áttum við henni ómældar þakkir að gjalda. Það hef- ur löngum verið kappsmál hjá sonum okkar að fá að gista hjá Dúnu ömmu. Nú er því lokið og söknuðurinn sár. Síðustu æviárin urðu Kristrúnu að ýmsu leyti erfið. Ásbjöm, eigin- maður hennar, þjáðist um árabil af hjartasjúkdómi. Var hann oft þungt haldinn. Hjúkraði Kristrún honum af dæmafárri umhyggju til hinztu stundar. Hann andaðsit 12. júlí 1986. Árið 1983 kenndi hún þess sjúkdóms, sem varð henni að aldur- tila. Gekkst hún þá undir mikinn og hættulegan uppskurð og var fyrst á eftir vart hugað líf. Hún rétti þó við vonum fyrr og náði bærilegri heilsu, þótt hún gengi ekki heil til skógar. Fljótlega fór hún að gegna húsmóðurstörfum, eins og ekkert hefði ískorizt, og lét lítinn bilbug á sér sjá. Við andlát Ásbjarnar virtist Kristrún missa eitthvað af lífsþrótti sínum, enda hafði sambúð þeirra verið þannig um langan aldur, að hvorugt mátti af hinu sjá. Hún hélt þó sínum fyrri háttum, sótti fjöl- skylduboð, leit til vina og vanda- manna og tók á móti dóttursonum sínum til gistingar. Guðrún Þórðar- dóttir, frænka Kristrúnar og vinkona, lézt 8. apríl sl. Fylgdi Kristrún henni til grafar. Tók hún sér andlát Guðrúnar nærri og harm- aði hana mjög. Um þessar mundir dapraðist heilsa Kristrúnar ört. Dró til þess, að hún þurfti að fara í sjúkrahús. Þegar hún var flutt að heiman, þar sem hún hafði búið í hartnær hálfa öld, vissi hún vel hvert stefndi. Síðustu orð hennar voru þá: „Guð blessi Nýlendugötuna." Tæpri viku síðar var hún öll. Og seinna þegar mildur morgunn skín á mannheim þar sem sálir strið sitt heyja, mig skelfa engin sköp, sem biða min: Þá skil ég líka að það er gott að deyja. (Tómas Guðmundsson) Steingrímur Baldursson Blómastofa Friðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavtk. Sími 31099 Opi$ öilkvöld til ki. 22,- éínnig um heigar. Skreytingar við öil tilefni. Gjafavörur. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Legsteinar fla/nít ó.f Kársnesbraut 112, Kóp. S: 641072. Opið frá kl. 15-19. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.