Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 Morgunblaðið/Emilía Fuglinn sem um er rætt: Skeiðandarsteggur á miðri mynd ásamt eiginkonuefni sínu, stokkönd. Sitthvað um andarvarp á skeið- Islandi Morgunblaðið/Emilía „Allir með öllum,“ sagði Ævar Petersen fuglafræðingur einu sinni í viðtali um andfugla. Hér sést best hvað hann átti við, skeiðandarsteggurinn fremst á mynd- inni leggur til atlögu við stokkandarstegg sem sést ekki, til varnar kvonfangi sinu sem er úr röðum stokkanda. Fyrir aftan er önnur uppákoma, húsandarsteggur sem er á „sjens“ með æðarkollu. ^keiðandarsteggur sem haldið hefur tii á Reykj avík urtj ö m í vor og slegið eign sinni á huggulega stokkandarkollu, hefur vakið nokkra athygli borgarbúa og birt- ist m.a. af honum litmynd í Morgunblaðinu fyrir nokkru. Fugl þessi hefur vakið verðskuldaða athygli, enda fáséður gestur I þessum landshluta. En skeiðöndin er annars varpfugl á íslandi og í hópi þeirra sem teljast nýir land- nemar og skal nú nánar greint frá því. Fyrst er þess að geta, að eins og sjá má af meðfylgjandi mynd þarf vart að lýsa skeiðönd til að- greiningar frá öðrum öndum, svo er fyrir að þakka stóru, grófu og ljótu nefi sem bæði kynin bera. Er þetta mikla nef sú skeið sem öndin heitir eftir og er hið besta hugsanlega tól til að róta með og grafa eftir ormum og öðru lost- æti í botnleðjunni og mýrlendi. Blikinn er annars með þennan stokkandargræna höfuðlit, hvíta kvið sem brúnkar er aftar dregur. Kollan er með þessum hefðbundna buslandarkollulit. Skeiðöndin er lítill fugl, merkjanlega minni en stokkönd. Sem fyrr segir, er skeiðönd varpfugl á íslandi og hófst það á þessari öld, en fram að því að egg fundust, var öndin þekkt hér sem flækingsfugl sem sást öðru hvoru. Það var líklega eitthvað um 1940 að grunur fór að leika á varpi og um líkt leyti fundust hreiður bæði í Mývatnssveit og vestur á Mýr- um. Eins og svo margar aðrar andartegundir, náði skeiðöndin nokkurri fótfestu í Mývatnssveit og breiddist út til Aðaldals og Kelduhverfis, en um árvisst varp er ekki að ræða annars staðar. Þó hefur borið við að einstaka par setur sig niður hér og þar og stundum verður varp úr því, t.d. í Skógum nyrðra, vestur á Mýrum og víðar. Þannig fylgdust menn með pari á Álftanesi fyrir fáum árum og vonuðust eftir varpi, en í því tilviki urðu menn fyrir von- brigðum. Þess má geta hér, að skeiðönd sást einnig á Reykjavík- urtjöm. Það var einnig steggur og að sumra dómi sá sami og nú lætur dólgslega við stokkandar- steggi Tjamarinnar. Fuglinn hélt sig mikið í hólmanum í fyrra og var „agressívur“ eins og fuglinn sem nú er á Tjöminni. Það er erfítt fyrir fuglafræð- inga að henda reiður á hversu stór skeiðandarstofninn íslenski er og vafalaust er hann breytileg- ur eftir árferði, því þetta er fugl sem að öllu jöfnu verpir mun sunnar á hnettinum en ísland liggur. Hér hefur skeiðöndin teygt sig norðar en lendur hennar liggja í Evrópu og því mun fuglinn við- kvæmari fyrir hérlendum fyrir- bæmm eins og köldum vomm, óvæntum éljagangi í júlí o.s.frv. Þó er álitið að varpstofninn sé vel innan við 100 pör og er hér því sannarlega um lítinn stofn og sjaldgæfan fugl að ræða. Hann á erfítt uppdráttar og virðist lítið eða ekkert fjölga. Afmæliskveðja: Einar Ingimundarson sýslu- maður og bæjarfógeti Á föstudaginn var, 29. maí, varð Einar Ingimundarson sýslumaður og bæjarfógeti sjötugur. Ég hef verið í skóla hjá Einari í rétt 20 ár og við emm víst báðir að útskrifast núna um helgina, hvor með sínum hætti. Eftir svoleiðis skólagöngu er líklega engin ofrausn þótt nemandinn reyni að setja á blað fáein orð, þó ekki væri. nema til þess að þakka sínum gamla læri- föður tilsögnina og kynnin og óska honum velfamaðar nú þegar hann sleppir af okkur hendinni hér suður frá og heldur aftur á sínar æsku- slóðir í höfuðborginni, og verður eins og áhyggjulaus strákur upp á nýtt. En það er dálítið snúið að fínna út hvað maður á að segja, því Ein- ar hefur stjómað og kennt mikið öðra vísi en aðrir skólameistarar sem ég hef heyrt af og eflaust líða mörg ár þar til ég átta mig almenni- lega á stjómun og kennslu Einars, ef mér tekst það þá nokkum tíma að gagni. Hann hefur bara haft þetta svona og það hefur allt gengið vel hjá honum. Hann hefur stýrt stærsta og erfiðasta sýslumanns- og bæjar- fógetaembætti landsins, og það hefur alltaf allt gengið snurðulaust, og hann hefur hlotið hvers manns lof sem til embættisins hefur þurft að sækja. Þegar hann nú skilar af sér embættinu em þar flestir hlutir í góðu lagi og, að mér sýnist, leikur einn að taka við. Hann hefur jafnan haft fjölda fólks í vinnu, misjafna sauði í stórri hjörð eins og gengur, ég veit ekki til þess að hann hafi nokkum tíma virkilega skammað starfsmann sinn eða starfskonu eða beitt harðræðum, en þó hefur mér sýnst að nánast allir hafí reynt að vinna vel, hver eftir sínu viti og getu, og mín trú er sú, að það hafi verið betur unnið hjá Einari Ingi- mundarsyni og fólkið verið ánægð- ara og lagt sig meira fram en hjá mörgum þeim sem mest orð hafa á sér fyrir að vera röggsamir stjóm- endur. Einar hefur bara farið öðruvísi að. Ég rakst einhvem tíma á þessi orð í gamalli bók, sem var skrifuð austur í Kína fyrir meira en 2000 ámm: „Duglegur herforingi lætur ekki ófriðlega. Sá sem vopnfímastur er, gengur ekki berkserksgang. Mikill sigurvegari er ekki áreitinn. Góður foringi kemur sínu fram með hægð. Þannig er styrkurinn fólginn í því að deila ekki. Þannig verður mönnum stjórnað." Kannski hefur Einar einhvern tíma lesið þessi orð og tileinkað sér þau. Ég efast þó um það, enda hefði það verið alger óþarfi. Ég held að það sé fremur fallið til skiln- ingsauka að hafa í huga, í fyrsta lagi skapgerð hans og sunnlenskan uppmna, og í öðm lagi feril hans áður en hann kom hingað, ef maður vill reyna að átta sig á því hvers vegna embættisfærsla hans hefur verið svo farsæl og snurðulaus, og því, að hann hefur jafnan haft hér hvers manns lof. Ferill Einars, áður en hann kom hingað, var sá, að hann sleit bams- skónum á höfuðbóli austur í Rangárþingi, þar sem hann á mik- inn og öflugan frændgarð. Foreldr- ar hans fluttust til Reykjavíkur um það leyti sem að því kom að hann hæfí langskólanám. Síðan tók hann fyrir lögfræðina, þetta makalausa fag, sem áreiðanlega á sinn þátt í að lögfræðingar em sumir eins og þeir em. I gær vom 43 ár liðin síðan Einar tók embættisprófíð. Þá fór hann til tollstjóra í tvö ár og dæmdi síðan um 6 ára skeið við Sakadóm Reykjavíkur, þar til honum var veittur Siglufjörður árið 1952. Á Siglufirði varð frami Einars mikill og skjótur. Á aðeins einu ári öðlaðist hann þá hylli í embætti, og að öðm leyti þær vinsældir og traust, að Siglfírðingar fólu honum þingmennskuboð fyrir sig, og þegar kjördæmin vom sameinuð 1959 þótti Einar sjálfsagður í ömggt sæti á lista síns flokks í kjördæm- inu. Ég ætla ekki að rekja stjóm- málasögu Einars þau 13 ár sem hann sat á þingi, til þess hef ég ekki þekkingu, en mér er ljóst að menn sitja ekki á þingi vel á annan áratug og fara í gegnum 5 kosning- ar án þess að læra margt á því sem við hin kunnum ekki og auðnast aldrei að læra. í mínum huga er það ekki síst skýringin á því, hvað Einari hefur tekist vel til hér í Hafnarfírði, að hann var þrautreyndur stjómmála- refur þegar hann kom hingað suður, þótt hann væri þá enn innan við fímmtugt. Einar kom nefnilega hingað með nær aldarfjórðungs reynslu úr dómstörfum, embættis- rekstri og pólitík, líklega þá bestu en jafnframt hörðustu skólun og undirbúning sem nokkur embættis- maður getur fengið. Ég get sjálfur um það borið, að þótt Einar hafí jafnan svarað greið- lega þegar ég hef spurt hann um praktísk lögfræðileg úrlausnarefni, hafa lærdómsríkustu og skemmti- legustu viðræður mínar við hann verið um praktíska stjómmála- fræði. Með öðmm orðum sagt, ég hef jafnan reynt að ónáða fógeta minn sem minnst með því að ræða við hann dómsmál, heldur hefí ég í nær tvo áratugi reynt að koma við hjá honum svo sem vikulega og lepja í hann pólitískar kjaftasögur. Það hefur varla komið fyrir að ég hafí ekki farið út með nýja pólitíska analýsu, nokkm fróðari, og eftir því sem ég tel mér trú um, með betri skilning á ýmsum lögmálum og fyrirbæmm í heimi stjómmál- anna. Síðan ég hætti að föndra við pólitík, fyrir rúmum áratug, og sneri mér alfarið að því að dæma, hefí ég kannski ekki haft mikið hagnýtt gagn af þessari upp- fræðslu, en þann áratug sem ég sat í miðstjórn Framsóknarflokksins og síðan í framkvæmdastjóm hans, og þau tvö ár sem ég var formaður Sambands ungra Framsóknar- manna, þá veitti ekki af því að reyna að átta sig á hlutunum, og það var ekki sök þessa kennara míns, að þegar upp var staðið kom í ljós, að maður hafði litlu ráðið um ferðina þessi fáu en atburðaríku ár, því miður alltof litlu. Ég prófaði oftast nýju kenningamar á Olafí Ragnari, sem var þá minn nánasti samstarfs- maður, og stundum á Eysteini, og það var sjaldnast að þeir hefðu betri skýringar þótt annar væri stjómmálafræðidoktor og prófess- or, en hinn einn af slyngustu stjórnmálarefum hérlendis á þessari öld. En hvers vegna hætti Einar Ingi- mundarson á þingi og tók við þessu stóra og annasama embætti hér, innan við fimmtugt, og rakið ráð- herraefni innan fárra ára. Ekki hefur hann gert það vegna pening- anna, af þeim hafði hann nóg, bæði embættislaunin og þingfarar-- kaupið, og prýðilegan aðgang að bitlingum. Varla hefur hann gert það vegna ijölskyldunnar. Það er gott að búa á Siglufírði og Einar gat sem þingmaður haft fjölskyld- una hér syðra hálft árið ef honum sýndist. Tæpast hefír hann gert það vegna þess að hann hefði ekki nóg svigrúm í flokknum. Maður, með hátt lögfræðipróf og áratugs dóm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.