Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 Vilhjálmur II keisari á flotaœfingu (teikning frá 1912: efldi þýzka flotann). Hermenn írska fríríkisins f Dyflinni 1921: Borgarastríð. lífi fyrir landráð eins og þeir höfðu ástæðu til. Það voru írar, þótt hann hefði gert málstað þeirra að sínum og barizt fyrir hann af einlægni. Ævisöguhöfundur Childers, Andrew Boyle, kallaði hann „undar- Iegt sambland af tækifærissinna og manni með fullkomnunaráráttu“. Kunnur írskur höfundur, William Trevor, segir að hann hafí verið „írskari en írar og enskari en Eng- lendingar". Segja má að írar hafi tekið hann í sátt þegar sonur hans varð forseti. Nú muna fáir eftir hlutverki hans í sögu írlands, en hans er enn minnzt fyrir „Sand- hólagátuna" sem þýzki mynda- flokkurinn í sjónvarpinu er byggður Keisarinn og Játvarður VII Bretakonungur: kólnandi sambúð vegna flotakapphlaups. „Sækeisarinn": innrásarótti. Sandhólagátan skipað á land í Lame í Úlster. Irskir þjóðemissinnar svömðu þessu með því að kaupa vopn í Hamborg og Childers sótti þau í Iystisnekkju sinni „Asgard" (Ás- garður) í þýzkan dráttarbát undan strönd Belgíu. „Asgard" sigldi inn í höfnina við Howth (Höfða) norðan við Dyflinni laust eftir hádegi 26. júlí 1914 með 1.500 gamla Maus- er-riffla og 45.000 skot. Seinna kom í ljós að Childers hafði siglt í gegnum allan brezka flotann, sem lá úti fyrir Spithead. Hermenn reyndu að leggja hald á vopnin og þrír féllu og 38 særðust, en rifflamir komust til skila og voru seinna notaðir í páskaupp- reisninni 1916. Fyrri heimsstyijöldin hófst nokkmm dögum síðar. Childers gekk í sjóherinn, var skipaður sjó- liðsforingi, gat sér frægðarorð í árásinni á Cuxhaven á nýársdag 1915 og gerði skyldu sína og ríflega það. „Englendingurinn“ Þegar stríðinu lauk sneri Childers sér aftur að írlandi. Hann gerði sér aldrei í raun og vem grein fyrir því að margir leiðtogar íra héldu að hann léki tveimur skjöldum og njósnaði fyrir Breta. Þeir töldu að þegar bezt léti væri hann aðeins enskur stuðningsmaður. Óvinir hans kölluðu hann „Englending- inn“, þótt það væri ósanngjamt, þeirra á meðal Arthur Griffíth, einn helzti leiðtogi írskra þjóðemissinna. Hingað til hafði Childers beitt sér fyrir því að írland yrði samveld- isríki (eins og Kanada eða Ástralía), en upp frá þessu taldi hann fullt sjálfstæði það eina, sem nokkurt vit væri í og varð eldheitur lýðveld- issinni. Griffith og aðrir þeir sem vildu reyna að semja við Breta sök- uðu hann um að beijast gegn öllum möguleikum á friðsamlegri lausn. Childers var snjallasti áróðurs- meistari írskra lýðveldissinna ogtók við stjóm áróðursmála þjóðemis- sinna í febrúar 1921. Hann átti sæti í nefnd undir forsæti Eamon de Valera, sem ræddi við Breta um sumarið, og var ritari nefndar und- ir forsæti Griffíths sem fór til Lundúna í sama skyni. í viðræðun- um virtist hann alls staðar sjá gildmr, jafnvel þótt væri út í hött. Staða Childers var vonlaus á þessum viðkvæma tíma, þegar vinir urðu að óvinum á svipstundu. Hon- um var m.a. legið á hálsi fyrir að hafa áhrif á de Valera, leiðtoga samningsandstæðinga, sem stóð með honum, og frænda sinn, Ro- bert Barton, sem undirritaði samningana við Breta, en snerist síðan gegn þeim. Þegar Childers talaði af tilfinn- ingahita var hann talinn vera með látalæti. Sérfræðiþekking hans á hermálum var virt að vettugi og hann var rægður og lítillækkaður. Hann flæktist fyrir, t.d. með erfíð- um spumingum um konur, sem voru skotnar með köldu blóði, kenn- ingum, rökvísi og votti af snilligáfu. Áhrif hans meðal lýðveldissinna vom ekki eins mikil og stuðnings- menn samninga við Breta hugðu, en þeir kveinkuðu sér undan háðs- glósum hans. Svo rökfimur var Childers að ritdeilumenn lýðveldis- sinna hafa líkt eftir honum allt fram á þennan dag. Eftir undirritun samninganna um stofnun írska fríríkisins gagnrýndi Childers þá fyrstur manna í langri ræðu, sem fór mjög fyrir bijóstið á andstæðingum hans. Hörð afstaða hans fékk mestan stuðning hjá ný- endurreistri kvennahreyfíngu Markievicz greifafrúar. Gámngam- ir kölluðu stuðningsmenn de Valera og aðra andstæðinga samninganna „kvenna- og Childers-flokkinn". Andstæðingar samninganna neituðu að viðurkenna írska fríríkið og mynduðu eigin ríkisstjóm undir forystu de Valera. Borgarastríð tók Tekinn af lífi Erskine Childers var tekinn af lífí í dmngalegu veðri 24. nóvember 1922. Hann krafðist þess að fá að taka í hendumar á hermönnunum úr aftökusveitinni. „Stígið eitt eða tvö skref áfram, piltar," sagði hann. „Það verður auðveldara þannig. Hann gaf þeim sjálfur merki um að skjóta og prestur, sem var við- staddur aftökuna, sá tár á vöngum hermannanna. Winston Churchill, sem hafði fengið óbeit á Childers vegna þess að hann bar ábyrgð á morðum stuðningsmanna írska fríríkisins, fagnaði dauðadómnum yfír honum, fullur hefnigimi, sem var honum ekki eiginleg. Hann kallaði Childers „þennan hrekkvísa, morðóða lið- hlaupa og illkvittna hatursmann". Daginn fyrir aftökuna skrifaði Childers: „Mér fínnst það sem Churchill sagði um „hatur“ mitt og „illkvittni" ekki vera rétt: „Ég elska England þegar ég dey og bið fyrir því að afstaða þess til írlands megi breytast algerlega og endanlega." Seinna tók Churchill orð sín til baka og kallaði Childers „hæfan og hug- rakkan sómamann". Uttt* MíMpr Mr FRANK CU»ZON. The Great Invaiion PUy, AN ENGLISHMAN’S HOME Póstkort með auglýsingu um leikrit du Mauriers: varað við þýzkri innrás. við. Stjómin í Dyflinni tók sér sér- stök völd, m.a. til að leiða óvini sína fyrir herrétt og lífláta þá, ef þeir hefðu vopn eða skotfæri í fórum sínum. Childers varð eitt fyrsta og frægasta fómarlamb þessarar stefnu og hann var dæmdur til dauða, einn fyrsti maðurinn af 76 sem hlutu þau örlög þar til borgara- stríðinu lauk 24. maí 1923. Aftaka Childers olli mikilli beiskju meðal félaga hans og það dró ekki úr henni að þeir vissu mætavel að „Englendingurinn" hafði verið sérstakur óvinur Griff- iths. Aftakan hefur verið kölluð einn fáránlegasti atburðurinn í alda- gamalli sögu flókinna samskipta Englendinga og Ira. Það voru ekki Englendingar, sem tóku hann af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.