Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 31
TAM rg 5TTT0A(TTJMMUR UTÖAJfTMTTOJTOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 08 31 Musica Nova 2 Tónlist Jón Ásgeirsson Á þessum tónleikum voru frum- flutt tvö verk eftir Karólínu Eiríks- dóttur. Fyrra verkið er fyrir píanó og nefnist Rapsódía (1986). Guðríð- ur St. Sigurðardóttir flutti verkið og það sem dæmt verður við fyrstu heym, lék hún verkið mjög vel. Upphaf verksins var einkar vel gert og auk þess mátti heyra margt fal- legt víða og auðheyrt að Karólína er píanisti. Þrátt fyrir að spamaður í tónskipan geti verið markmið, er hætta á að form verksins verði ein- um of laust í sér. Þetta á í raun við um bæði verkin eftir Karólínu, að það er eins og henni dvíni kraft- ur er á líður, þó hún sé annars ávallt áheyrileg og lumi oft á skemmtilegum tónhugmyndum. I síðasta verkinu léku Guðný Guð- mundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson. Leikur þeirra var markviss og víða rismikill en það vantaði að verkið héldi saman sem ein heild, vegna sparsemi í tónskipan, sem verkar eins og það séu glufur í formskipan þess. Á milli verkanna eftir Karólínu vom fluttir blásarakvintettar eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Her- bert H. Ágústsson. Það er margt fallega leikið og „sungið" í verki Gunnars en í verki Herberts má heyra skemmtilega leikið með fjöl- skrúðugt tónmál, svo að útkoman verður eins konar „divertimento". Blásarakvintett Reykjavíkur lék Suður-Afríka: Svertingja- bömum sleppt úr haldi Jóhannesarborg, Reuter. SUÐUR-afrískar öryggissveitir hafa sleppt úr haldi mörg hundr- uð svertingjabörnum, sem hafa verið í haldi án réttarhalda, en á grundvelli neyðarástandslag- anna i landinu. Foreldrasamtök- in „Frelsið börnin“ sem hafa barizt mjög ákaft fyrir því að börnunum yrði sleppt, greindu frá því að upp á síðkastið hefðu líkast til allt að 1500 börn verið látin laus eftir veru í fangelsum. Talsmaður foreldrasamtakanna sagðist álíta, að bömunum hefði verið sleppt til að rýma fyrir full- orðnum föngum, ef til þess kæmi að óeirðir brytust út þann 16.júní næst komandi. Þann dag eru liðin ellefu ár frá uppreisninni í Soweto. Og 12. júní er svo ár frá því neyðar- ástandslögin vom sett.Fangelsun bamanna sem eru á aldrinum 8-15 ára hefur vakið reiði og andstyggð víða um heim. Lögreglumenn rétt- lættu handtöku bamanna með yfirlýsingum um að ung böm gegndu miklu hlutverki i hermdar- verkabaráttu svertingja gegn hvitum. Böm væm látin bera boð á milli og jafnvel fremdu þau ótrúle- gustu hryðjuverk en hefðu sloppið við að taka ábyrgð á gerðum sínum lengi vel, vegna þess hve ung þau vom. í fréttum Reuter kemur ekki fram, hversu mörg bamanna hafa verið látin laus og svo virðist sem opinberir aðilar hafi ekkert látið eftir sér hafa um málið. Tutu erkisbiskup í Jóhannesar- borg sagði að hann fagnaði því að svertingjabömin hefðu verið látin laus, en á hinn bóginn hefði hand- taka þeirra verið óréttlætanleg með öllu. Hann sagði einnig, að hann hafn- aði hvatningum til sín þess efnis að hann hæfi samningaviðræður við P.W. Botha forseta Suður-Afríku, þar sem slík skilyrði væru sett, að Botha væri fullkunnugt um, að hann gengi aldregi að þeim. Tutu sagði að í sjálfu sér hefði hann ekkert á móti að ræða við Botha, en upp á önnur og réttlátari býti en boðið væri nú. bæði verkin mjög vel. Á þessum öðrum tónleikum Musica Nova, sem og þeim fyrstu, var flutningurinn mjög góður og tónleikarnir því í alla staði mjög skemmtilegir. Á næstu tónleikum, sem verða haldnir í Áskirkju á sunnudaginn kemur, kl. 20.30, munu eingöngu verða flutt gítarverk af Páli Eyjólfs- sjmi gítarleikara, sem á að baki þriggja ára nám hjá Jose Luis Gonzales, auk náms hér heima hjá Eyþóri Þorlákssyni. Á efnisskránni eru verk eftir Obrovska, Poulenc, Mist Þorkelsdóttur, þijú nýleg verk eftir Eyþór Þorláksson og tvö eftir John Speight. Karólína Eiríksdóttir ásamt flytj- endum tónverks hennar. Morgunblaðið/KGA Viltu vinna þar sem dagurinn er einn samfelldur kaffitími? Myllan konditori opnar í Kringlunni 13. ágúst næstkomandi. Þess vegna þurfum við að ráða tilstarfa rúmlega 20 bráðhressa og glaða krafta, til þess að sinna bakstri og annarri matargerð; afgreiðslu og öðrum þjónustustörfum; uppvaski, þrifum og ræstingu. Við viljum skapgott og skemmtilegt starfsfólk til þess að vinna í fallegu og hentugu umhverfi í nánum tengslum við viðskiptavini. Starfsþjálfun hefst 20. júlí. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Brauð hf. í Skeifunni 11, þarsem jafnframt fást nánari upplýsingar. Tekið er á móti umsóknum frá kl. 10-17 daglega fram til föstudagins 5. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.