Morgunblaðið - 31.05.1987, Side 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAl 1987
Medic Alert á íslandi:
Aðgát vegna sjúkdóms
NÝLEGA var haldinn í Reykjavík
aðalfundur fulltrúa Medic Alert
á Islandi. Rétt til fundarsetu eiga
fulltrúar ráðsins, varamenn,
ásamt stjórn Medic Alert.
I skýrslu formanns MA kom fram
að þeim Qolgar jafnt og þétt er
bera þessi merki þótt lítið séu þau
auglýst enda þessi þjónusta ekki
tímabundið fyrirbrigði heldur ævi-
langt öryggi fyrir þá sem notfæra
sér hana. Það kom einnig fram að
- rætt hefur verið um meiri kynningu
á þessari þjónustu Medic Alert í
fjölmiðlum og víðar, en til þessa
hefur þessi þjónusta ekkert verið
auglýst sérstaklega. Hér á landi
hefur meginkynningin til þessa ver-
ið í höndum Lionsfélaga og lækna.
Upplýsingabæklingar með um-
sóknareyðublaði eru til staðar í
apótekum, heilsugæslustöðvum og
víðar. Stefnt hefur verið að því frá
upphafí að halda rekstrarkostnaði
í algjöru lágmarki og hefur tekist
að halda niðri verði merkjanna.
Aðrar tekjur en af sölu merkja eru
framlög Lionsklúbba og sjúklinga-
félaga, sem mörg eru stofnfélagar
Medic Alert á Islandi. í Banda-
ríkjunum eru t.d. 38% af tekjum
Medic Alert gjafir frá einstakling-
um og félögum. Formaður þakkaði
sérstaklega sjálfboðavinnu lækn-
anna Guðsteins Þengilssonar og
Davíðs Gíslasonar auk Ásgeirs Sig-
urðssonar, sem hefur frá upphafi
grafið upplýsingar á merkin.
Medic Álert hefur nú starfað hér
á landi í 2 ár en nauðsynlegt er að
geta þess að þetta eru alþjóðleg
samtök sem starfa í 18 löndum í 5
heimsálfum. Á Norðurlöndum er
nú áhugi fyrir því að bætast í þenn-
an hóp.
Aðalstöðvar Medic Alert Found-
ation Intemational eru í Turlock í
Kalifomíu þar sem samtökin voru
stofnuð 1956 eftir 3ja ára undirbún-
ing.
Tilgangur Medic Alert er að út-
búa og starfrækja aðvörunarkerfí
fyrir sjúklinga með alvarlega sjúk-
dóma, sem af einhveijum ástæðum
gætu veikst þannig, að þeir yrðu
ófærir um að gera grein fyrir veik-
bDl 1R söœ
ANÝTOMSrHO!
A morgun opnum við nýja verslun
að Smiðjuvegi 4, Kópavogi.
Þar verða á boðstólum Latex gæðadýnur
og koddar, tjalddýnur o.ffl. Allt einstakar
gæðavörur frá Dunlopillo.
NÝþísímanámendcr 79540
LYSERDÚN
Smiðjuvegi 4, Kópavogi.
Medic Alert
Aðgát vegna sjúkdóms
Þetto merki
gœti bjorgoð
lífi þínu
Viljirðu njóta v'erndiir Mfxlíc Alcrt
skaltu le&a þemian bickling vamíiega
og iáia kexiií þínn fylía út þær
npplýsíngar á bakhiió sum «iga við þig.
Síðau .síindír þú þær nða keimir rneð þær
á skrifiítafu okkar.
M»di( Ai«rt á fsiondi
Sigtúiú 9, 105 Kevkjavík. Sfmi: 3 31 22.
Sjáifseigaarstofnnn, sen: staríai án ágóða undir vernrJ
Lionshreyfi nge.í inna - a fMandi
indum sínum og þar af leiðandi átt
á hættu að fá ranga meðferð eða
að rétt meðferð dragist úr hömlu.
Aðvörunarkerfið er þrenns konan
A. Gerðar em málmplötur fyrir
armbönd eða hálsmen, merkt Medic
Alert á annarri hlið og á hinni hlið-
inni eru þrykktar upplýsingar um
sjúkdóminn eða hættuástand sjúkl-
ingsins, símanúmer vaktstöðvar,
þar sem allar upplýsingar um
heilsufar sjúklingsins eru fyrir
hendi og einnig er á málmplötuna
skráð Jijóðerni sjúklings.
B. Árlega eru gerð eða endurnýj-
uð nafnpjöld með fullkomnari
upplýsingpm er komast fyrir á
málmplötunni, t.d. um aðra sjúk-
dóma, sem máli skipta, lyfjameð-
ferð og nafn þess læknis, sem
meðhöndlar sjúkling og símanúmer
hans.
C. Starfrækt er vaktstöð allan
sólarhringinn, þar sem allar upplýs-
ingar eru fyrir hendi um heilsufar
og meðferð sjúklingsins. Læknir
vaktstöðvarinnar er ætíð reiðubúinn
að veita þær upplýsingar, sem þarf
um sjúklinginn ef hann veikist
skyndilega og kemur til meðferðar,
þar sem upplýsingar um hann vant-
ar, t.d. í öðrum löndum. Á íslandi
er vaktstöðin í slysadeild Borg-
arspítalans.
Ekki er vitað til að nokkur könn-
un hafi verið gerð á því hversu
margir íslendingar séu haldnir þeim
sjúkdómum, að auka megi öryggi
þeirra sjúku með Medic Art.
Á það má benda að tíðni flestra
sjúkdóma er svipuð hér á landi og
í nágrannalöndunum austan og
vestan Alantshafs og þörfin á starf-
semi Medic Alert ætti því að vera
svipuð hér á landi og íþessum lönd-
um. Medic Alert á Islandi nýtur
stuðnings heilbrigðisyfirvalda og
víðtæks stuðnings félagasamtaka.
Margir heilbrigðir jafnt sem sjúk-
ir einstaklingar sjá sér hag í að
bera þessi merki, einkum þeir sem
ferðast mikið, vegna þes trausta
upplýsingakerfis sem á bak við
stendur. Á sýningunni „Fötlun
1987“ sem haldin var í nýja Borgar-
leikhúsinu 9.—10. maí sl. var Medic
Alert með kynningu á starfsemi
sinni og mátti þar finna vaxandi
áhuga bæði hjá heilbrigðum og
sjúkum. Stjóm Medic Alert á ís-
landi skipa: Jóhannes Pálmason
form., Ólafur St. Sigurðsson, Björg
Bogadóttir, Sveinn Indriðason,
Davíð Gíslason og til vara Ásgeir
Sigurðsson og Davíð Egilsson.
Formaður fulltrúaráðsins er Guð-
steinn Þengilsson.
Medic Alert á íslandi starfar
undir vernd Lionshreyfingarinnar
og eru skrifstofur Medic Alert í
húsakynnum Lions í Sigtúni 9, sími
33122, og þar er hægt að fá nán-
ari upplýsingar um starfsemina.
(Fréttatilkynning)