Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.05.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 Friðberg Guðmunds- son - Kveðjuorð Fæddur 16. apríl 1919 Dáinn 22. maí 1987 Nú þegar Beggi vinur okkar er allur langar okkur veiðifélagana að minnast hans örfáum orðum. Hann varfæddurþ. 16. mars 1919, sonur þekkts athafnamanns, Guðmundar Hróbjartssonar og konu hans, Ágústu Jónsdóttur, en þau eignuð- ust 13 böm. Guðmundur rak jámsmiðju í Hafnarfírði undir sínu eigin nafni, sem síðan eftir hans dag varð vélsmiðjan Klettur. Beggi lærði þar ungur eldsmíði og vann þar allan sinn starfsaldur. Hann var mjög laginn smiður og þegar að minnka fór um smiði í eldi vann hann jafnhliða að alhliða jámsmíði. Beggi hafði mikið yndi af stang- veiði og stundaði hana ætíð þegar færi gafst, sérstakt dálæti hafði hann þó á Hlíðarvatni í Selvogi. Það mun hafa verið upp úr 1950 sem við veiðifélagamir bytjuðum að stunda veiðar í Hlíðarvatni og leið þá ekki langur tími, að við kunntumst Begga, oft þegar veiði- dagar okkur lágu saman þar héldum við okkur í námunda við hann, því hann hafði sérstakt lag á að finna hvar fískurinn hélt sig. Þá var gjaman sést niður og rab- bað og fengum við þá oft kennslu- stund um vatnið og dásemdir þess. Við höfum oft minnst þess þegar við sáum í fyrsta skipti í flugubox- in hans og gerðum okkur grein fyrir hversu mikill listamaður hann var í fluguhnýtingum, sem á þeim árum voru ekki mikið stundaðar almennt, og margar eru flugumar sem skipt hafa um eiganda á bökkum Hlíðar- vatns gegnum árin, þegar hann var annars vegar. Seinna fengum við veiðifélagamir Begga til að kenna okkur fluguhnýtingar og áttum þá með honum ógleymanlegar stundir á vetrarkvöldum. Þar komu greini- lega í ljós mannkostir hans og einlægni, og margar góðar veiðisög- ur flugu gjaman á þeim stundum. Ekki urðum við miklir listamenn í fluguhnýtingum, því alltaf varð þrautalendingin að fara til Begga og biðja hann um það sem vanda- samara var og allt traust sett á hans flugur. Er nú hætt við að gullkomunum í okkar boxum fari að fækka. Undanfarin ár hefur Beggi farið með í okkar árlegu veiðiferð norður í Mývatnssveit í urriðasvæðið í Laxá, þar hefur hann notið sín vel og ef notuð em hans eigin orð, hafa margar flugur verið grátnar upp úr boxinu hans, en enginn naut þess betur en hann. Verður hans sárt saknað í veiðiferðinni nú í júní. Að leiðarlokum viljum við félag- amir þakka Begga fyrir samfylgd- ina. Eftirlifandi eiginkonu hans, Sigurbjörgu Gísladóttur, dóttur þeirra og fjölskyldu hennar vottum við okkar innilegustu samúð. Veiðifélagar Djúpivogur: Borgarafund- ur um málefni kaupfélagsins Djúpavogi. ALMENNUR borgarafundur var haldinn fyrir skömmu á Djúpa- vogi um málefni Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, en félagið hefur verið í fjárhagserfiðleik- um og greiðslustöðvun sem gilt hefur frá áramótum og rennur út 5. júní. Kaupfélag Austur-Skaftfellinga hefur rekið sláturhús og verslun félagsins. Nokkur ágreiningur hef- ur verið uppi á félagssvæðinu um hvaða leiðir beri að fara. Vilja sum- ir áframhaldandi samstarf við KASK, en aðrir vilja leita leiða til að heimamenn geti meira tekið verslunina í sínar hendur. Á fundinum var samþykkt tillaga þar sem KASK er þökkuð þjónusta og samstarf í vetur. Þriggja manna nefnd var kosin til að skoða málin, einn úr hverjum hreppi, ásamt stjóm félagsins. í nefndina völdust: Ólafur Ragnarsson sveitarstjóri, Búlandshreppi, Ólafur Eggertsson Berunesi fyrir Beruneshrepp og Guðný Jónsdóttir Hamarsseli fyrir Geithellahrepp. — Ingimar Ráðstefna um tölvunám og tölvumenntum SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ís- lands og Verzlunarskóli íslands efna til ráðstefnu um tölvunám og tölvumenntum mánudaginn 1. júní. Ráðstefnan verður haldin í ráðstefnusal Verzlunarskólans og hefst hún kl. 13.00. Ráðstefnan er ætluð stjómendum úr atvinnulífínu sem þurfa á starfs- mönnum með menntun í upplýsin- gatækni að halda, ráðamönnum menntamála og áhugamönnum um eflingu á þekkingu og kennslu í upplýsingatækni. Frummælendur á ráðstefnunni eru Hörður Lárusson deildarstjóri, dr. Oddur Benediktsson prófessor, Baldur Sveinsson kennari, Ómar Kristinsson deildarstjóri IBM og Víglundur Þorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Eftir að fmmmælendur hafa lokið máli sínu fara fram pallborðsumræður. í kjölfar ráðstefnunnar verður kynning á tölvunámi í forsal Verzl- unarsakólans. Kynningin stendur yfír frá kl. 16.00 til 18.00. TJöföar til X-Lfólks í öllum starfsgreinum! ÍTÖLSKU ALPARNIR, MEÐ SIGURÐIDEMETZ Sérstaklega áhugaverðar 2ja vikna ferðir 16. og 30. ágúst til Suður-Tyrol í ítölsku Ölpunum. Leiðsögumaður í ferðinni verður Sigurður Demetz Franzson, kunnur söngvari og gleðimaður, sem gjörþekkir Tyrol. Verð kr. 62.925 í tvíbýli (miðað við gengi 12/2 ’87). INNIFALIÐ í VERÐI: Gisting með morgun- og kvöldverði á fyrsta flokks hóteli í Bozen, Groeden og Chioggia. Þægilegur og nýtískulegur rútubíll. Allar skoðunarferðir, þjóðdansakvöld og vínkjallaraheimsókn. FERÐATILHÖGUN: 1. dagur — Beint flug til Salzbug. Þaðan er ekiö til Bozen yfir Brennerskarð. 2. dagur — Eftir hádegi er farið í skoðunarferð um Bozen og Runkelsteinhöllin heimsótt með leiðsögn. 3. dagur — Eftir morgunverð er haldið til Eggental, ekiö yfir Karerskarðið til Canasei, Cortina, Toblach um Pusterdalinn til Bozen. Þessi hringur er kallaður Dolomitahringurinn. 4. dagur — Eftir morgunverð er haldið í skoðunar- ferð til Meran og þorpsins Tyrol með gönguferð um Tappeinstíginn til Meran og skoðunarferð í Tyrol- höllina með leiðsögn. 5. dagur— 1/2 dags skoðunarferð um Stilfserjoch. 6. dagur — 1/2 dags ferð til Mendelpass. Göngu- ferðir fyrir þá sem vilja. 7. dagur — Eftir hádegi er farið til Kaltern þar sem boðiö er uppá vínprófun og heimsókn til hallarinnar Sigmundskron. 8. dagur — Dagsferð til Ritten með toglyftuferð til Unterrittnerhof og þaðan gengið til Bozen. 9. dagur — Ekið til Gardavatns og þaðan til Fen- eyja. Gisting í Chioggia. 10. dagur — Dagsferð til Feneyja og Murano. 11. dagur — Frjáls dagur. 12. dagur — Dagsferð til Seiseralm, stutt gönguferð og toglyftuferð niður til St. Ulrich. Kvöldverður og gisting í Groeden, uns haldið verður heim. 13. dagur — Eftir morgunverð er heilsdagsgöngu- ferð um Groeden og þjóðdansakvöld. 14. dagur — Frjáls dagur. 15. dagur — Ekiö til baka til Salzburg og beint flug heim. Þessar ferðir voru mjög vinsælar á sl. ári og komust færri með en vildu. Pantaðu strax — Takmarkað sætaframboð. 1 z Við lánum þér VHS-myndband með stuttri > kynningarmynd frá Suður-Tyrol og veitum | allar nánari upplýsingar á skrifstofunni. s |[E=j FERÐA Ctnbxd 1!íí!Imiðstoðin Tmmí AÐALSTRÆTI 9-REYKJAVlK -S. 28133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.