Morgunblaðið - 31.05.1987, Síða 34

Morgunblaðið - 31.05.1987, Síða 34
VPPf IAM ffi HITOAOITMMITP ,0T!0ÍATSVnJO5TOI 34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1987 DYN JÓRUNN KARLSDÓTTIR ELDHUSKROKURINN Fljótlegt og gott — með eggjum í Paprikueggjakaka 1 rauð paprika, smátt söxuð, 1 lítill laukur, skorinn í báta, 2-3 msk. olía (eftir smekk), 4-5 soðn- ar, kaldar kartöflur, skomar í skífur eða teninga, 100 g niður- sneidd pylsa (eftir smekk), 6 egg, 6 msk. vatn, mjólk eða ijómi, 1 tsk. sæt paprika (duft), salt og pipar. Skreytt með söxuðum gras- lauk. Látið paprikuna og laukinn malla í olíunni, og bætið síðan kartöflunum og pylsunni út í, lát- ið hitna vel í gegn. Þeytið saman eggin, vatn, mjólk eða ijóma og kryddið, hellið síðan yfir fylling- una á pönnunni og látið stífna við vægan hita. Stingið aðeins í með gaffli. Þegar massinn er orðinn mátu- lega þéttur er pannan tekin af hitanum og ferskum eða þurrkuð- um graslauk stráð yfír. Egg og rækjur með karríbragði f. 4 Léttur og auðveldur réttur, borðaður með grófu brauði og hrásalati. 8 egg, 1 stórt grænt epli (súrt), 1 stilkur selja (sellerí), 2 msk. smjör, 1 V2I/2 tesk. karrí, 2 msk. hveiti, 4 dl teningasoð, 1 dl ijómi, 200 g rækjur (humar og hörpu- skelfískur ekki síðri). Sjóðið eggin í 8-9 mínútur, kælið og afhýðið. Skrælið eplið og skerið í smá bita, einnig selju- stilkinn. Látið eplið og seljuna krauma í potti í smjöri og karríi, hristið hveitið yfír, hrærið vel í, og þynnið smátt og smátt með teningasoðinu og ijómanum. Látið sósuna sjóða í fáeinar mínútur. Setjið harðsoðnu eggin í sósuna ásamt helmingnum af rækjunum (eða öðrum skelfiski). Hellið öllu á heitt fat, setjið afganginn af rækjunum ofan á, og dreifíð fínt saxaðri selju efst. Avokadó með eggi og kavíar f. 4 2 avokadó-ávextir, 2 harðsoðin egg, 4 msk. kavíar, 2 msk. majo- nes, 2 msk. sýrður ijómi, sítrónu- safi og salt. Skreytt með dilli. Kljúfið avokadó-ávextina í tvennt eftir endilöngu og fjarlæg- ið kjamana. Saxið eggin smátt og blandið saman við majónsós- una og sýrða ijómann, bætið kavíamum út í og kryddið aðeins með sítrónusafa og salti. Dreifið jafningnum í avokadó-helming- ana og skreytið með dilli, fersku eða þurrkuðu. Ljúffengt sem for- réttur eða miðnætursnarl eftir leikhús eða því um líkt. Falleg hönnun og ótal mögnlo' l'vrir aéeins kr. 7.946- Beocom síminn er hannaður af hinu heims- þekkta fyrirtæki Bang og Olufsen og uppfyllir því ströngustu kröfur um útlit og gæði. Beocom er léttur og meðfærilegur, hefur 11 númera minni, átta mismunandi hringingar; háar, lágar, hraðar og hægar. Hann hefur einnig sjálfvirkt endun/al, hentuga minnisplötu, skrá yfir númer í minni og fjölda annarra góðra kosta. Beocom er sími sem nútíma- fólk kann vel að meta; hönnunin er glæsileg, möguleikarnir ótalmargir og svo kostar hann aðeins kr. 7.946.- Þú færð nýja Beocom símann í Söludeildinni í Kirkju- stræti og póst- og símstöðvum um land allt. PÓSTUR OG SÍMI SÖLUDEILD REYKJAVlK, SlMI 26000 OG PÓST- OG SlMSTÖÐVAR UM LAND ALLT G0TT FÖLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.