Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
o r
13
Datt ekkí í hug að þetta væru
týndu hestamir frá Þverá
- segir Gunnar Björnsson, sem fann
hestahræin fyrir tilviljun í Sandf elli
„ÉG sá eitthvað þaraa uppi i
fjallinu sem mér fannst ekki
geta verið snjór. Þegar við
koraum nær sáum við að þetta
voru einhveijar skepnur og
hóuðum en þær hreyfðu sig
ekki. Okkur datt ekki í hug að
þetta gætu verið týndu hestara-
ir frá Þverá fyrr en við komum
á staðinn," sagði Gunnar
Björasson bóndi í Sandfalls-
haga n í Öxarfirði, en hann
fann hestana sjö frá Þverá fyr-
ir tilviljun í skál í Sandfelli er
hann var ásamt bróður sinum
að sleppa lambfé neðan við
fjallið síðastliðinn föstudag.
Gunnar sagði að aðkoman hefði
verið ljót. Hestamir hefðu legið
mölbrotnir eftir hrap í flallinu í
hvilft í fjallshlíðinni. Eigandi hest-
anna, Kristján Benediktsson á
Þverá, dró hestana niður um helg-
ina og urðaði þá.
Gunnar sagði að ekki væri vitað
fyrir víst hvað gerst hefði með
hestana. í fyrstu hefðu menn ta-
lið líklegast að þeir hefðu farið
upp á fjallið og farið í hóp fram
af klettum efst í fjallinu. Hann
sagðist hafa athugað aðstæður
uppi á ijallinu, en ekki séð nein
ummerki eftir hesta þar, enda
væru litlar líkur á að þeir hefðu
komist þangað. Menn teldu nú
líklegast að þeir hefðu farið upp
hlíðina meðfram girðingu sem þar
er og suður skriðumar, en misst
fótanna allir í einu í hálku og
drepist í falli niður hlíðina.
Hestahræin sáust úr töluverðri
flarlægð. Slysstaðurinn er t.d. um
4 km frá Þverá, þar sem eigandi
þeirra býr, og sáust hræin með
kíki þaðan. Þessi staður þótti hins
vegar svo ótrúlegar að aldrei var
leitað þar þrátt fyrir víðtæka leit
að hrossunum um stóran hluta
norðausturlands í vetur.
Morgunblaðið/Bjöm Víkingur Bjömsson
Menn frá Sandfellshaga komn-
ir að hræunum í Sandfelli á
föstudag.
Morgunblaðið/Bjöm Vlkingur Bjömsson
Hræ fjögurra hrossa í brattri hlíðinni.
Morgunblaðið/Bjöm Víkingur Bjömsson
Mikil ferð hefur verið á hestunum i hrapinu, eins og sést á þess-
um sem stöðvast hefur á stórum steini.
Morgunblaðið/Helgi Ólafsson
Kristján Benediktsson, ásamt unglingsstúlku, við húshornið á
Þverá. Hrossin fórust í hvilftinni í Sandfelli og bendir örin á
slysstaðinn.
Könnun Félagsvísindastofnunar:
Eftirspurn eftir lánum
áfram svipuð og nú er
KÖNNUN Félagsvísindastofnun-
ar, sem nýlega var gerð fyrir
Húsnæðisstofnun rikisins, bendir
til þess að eftirspura eftir hús-
næðislánum verði svipuð á þessu
ári og þvi næsta og verið hefur.
í könnun þessari var í fyrsta lagi
könnuð afstaða manna til þeirrar
nýbreytni Húsnæðisstofnunar að
hvetja fólk til þess að fara ekki út
i íbúðarkaup eða húsbyggingu, fyrr
en það sé búið að fá bindandi láns-
loforð fiá Húsnæðisstofnun. 78,4%
aðspurðra voru hlynntir þessu.
í könnuninni kom í ljós, að 5,3%
þeirra sem svöruðu, sögðust eiga
lánsumsókn hjá stofnuninni og
samsvarar það 7.-8.000 manns á
landsvísu. Er það áþekkur fjöldi og
þegar höfðu lagt inn umsóknir sam-
kvæmt nýja húsnæðislánakerfinu á
þessum tíma. í þessum hluta könn-
unarinnar höfðu 12,3% aðspurðra
hug á því að sækja um lán hjá
Húsnæðisstofnun á þessu ári eða
því næsta. Samsvarar þetta hátt í
20.000 manns og segir í skýrslu
Félagsvísindastofnunar, að gangi
þetta eftir, mætti búast við því að
eftirspum eftir lánum yrði svipuð
áfram og nú er. Þó höfðu aðstand-
ur könnunarinnar allan vara hér
á, þar eð þetta hlyti að vera algert
hámark; væntanlega myndu færri
skila sér inn. Sigurður E. Guð-
mundsson framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar gat þess einnig,
að fram til aprílloka hefðu 700
umsóknir borist á mánuði, en í maí
hefðu þær aðeins verið 500.
í þriðja hluta könnunarinnar var
könnuða afstaða þeirra, sem hugð-
ust sækja um, hvort þeir væm að
stækka við sig eða minnka eða að
kaupa í fyrsta sinn. 40,5% vom að
stækka við sig, 40,0% að kaupa í
fyrsta sinn og 4,3% að minnka við
sigj.
I fjórða hluta könnunarinnar var
kannað hvort fólk væri í eigin hús-
næði, leigði eð byggi hjá foreldmm
eða ættingjum. Rúmlega 70% fólks
á aldrinum 18-75 ára búa sam-
kvæmt þessu í eigin húsnæði og
er það með því hæsta, sem gerist
á Vesturlöndum. Þetta hlutfall er
afar mismunandi eftir aldurshóp-
um. 93% þeirra, sem em yfir 40
ára aldri búa í eigin húsnæði, 83%.
þeirra, sem em á aldrinum 30-39
ára, 61% þeirra, sem em á aldrinum
25-29 ára og 16% þeirra, sem em
á aldrinu 18-25 ára. Tæplega tveir
þriðju hlutar þessa aldurshóps búa
hjá foreldmm og um 20% em í
leiguhúsnæði.
Einnig er nokkur munur á hús-
næðisháttum fólks eftir því úr
hvaða starfstétt það kemur. Þannig
búa um 63,6% fólks úr verkalýðs-
stétt í eigin húsnæði, sem er
samsvarandi við önnur lönd, 71,9%
skrifstofufólks, 78,4% iðnaðar-
manna, 78,8% sjómanna, 80,0%
fólks úr kennslu- og heilbrigðis-
stéttum, 84,6% sérfræðinga og
stjómenda, 86,1% bænda og 90,1%
atvinnurekenda.
Áberandi flestir þeirra, sem em
í hjónabandi búa f eigin húsnæði
eða 93,2%, 87,9% ekkla og ekkna,
81,4% fráskilinna, 53,8% fólks í
sambúð og 19,7% einhleypra.
í fimmta hluta könnunarinnar
vom þeir, sem búa í eigin húsnæði
spurðir hvort þeir væm í sínu fyrsta
húsnæði, öðm, þriðja, og svo fram-
vegis. Tæplega 40% vom í sínu
fyrsta húsnæði, 32,5% í sínu öðm,
18,4% í þriðja, 6,5% í fjórða, 2,2%
í fímmta og minna í öðm. Benda
þessar tölur til þess, að um 10%
húseigenda skipti flómm sinnum
eða oftar um húsnæði. U.þ.b. þriðj-
ungur lætur nægja sér eitt húsnæði
og svipað hlutfall að skipta tvisvar.
Athyglivert er, að lítill munur er á
því eftir aldurshópum, hvort fólk
býr í sínu fyrsta húsnæði, öðm eða
þriðja og svo framvegis, ef frá er
skilinn yngsti hópurinn. Virðist það
benda til þess að það færist í vöxt
að fólk skipti um íbúðir.
Siglufjörður:
Sóttum
sérleyfi
Siglufirði.
JÓN Sigurðsson á Sleitustöðum
í Skagafirði sótti í vetur um leyfi
til að vera með beinar rútuferð-
ir á milli Siglufjarðar og
Reykjavíkur. Umsókn hans ligg-
ur óafgreidd i samgönguráðu-
neytinu.
Það er mikið áhugamál fólks hér
á Siglufirði að beinar rútuferðir
komist á þannig að fólk eigi val
um að fljúga, taka rútuna eða fara
á eigin bíl. Fargjald með rútu á
milii Siglufjarðar og Reykjavíkur
ætti að vera um 1.600 krónur, sem
er meira en helmingi ódýrara en
áætlunarflugið.
Matthias
Forseta íslands veitt
æðsta viðurkenning Lions
ÁTTA Lionessu-klúbbar á íslandi
veittu forseta íslands, Vigdisi
Finnbogadóttur, æðstu viður-
kenningu Lions-hreyfingarinn-
ar. Forsetinn er fyrsta konan á
íslandi sem fær heiðursnafn-
bótina Melvin Jones-félagi.
Forsetanum var afhentur heið-
ursskjöldur við hátíðlega athöfn
þingsetningar fjölumdæmis Lions á
Islandi laugardaginn 6. júní síðast-
liðinn. Eins og fyrr sagði vom það
átta klúbbar sem ákváðu að veita
forsetanum þennan heiður, en það
em Ósk frá Norðfírði, Kolgríma frá
Homafírði, Lionessuklúbbur
Keflavíkur, Kaldá frá Hafnarfirði,
Ýr frá Kópavogi, Eik frá Garðabæ,
Lionessuklúbbur Reykjavíkur og
Eir frá Reykjavík.
í frétt frá Lionessum segir, að
síðastliðinn vetur hafi klúbbamir
ákveðið að gefa fé til Alþjóðahjálp-
arsjóðs Lions. Því var hafín fjár-
söfnun, sem tókst vel. Fjármunimir
verða notaðir til líknar- og hjálpar-
starfa af Alþjóðahjálparsjóði Lions,
en meðal þeirra fyrstu sem fengu
hjálp frá sjóði þessum vom Vest-
mannaeyingar, nokkmm vikum
eftir eldgosið 1973. Hluti af upphæð
þeirri sem Lionessur söfnuðu var
síðan notaður til að veita forseta
íslands heiðursnafnbótina Melvin
Jones-félagi.
Morgunblaðið/Einar Falur
Forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, var um síðustu helgi veitt
æðsta viðurkenning Lions-hreyfingarínnar. Á myndinni sést er for-
setinn þakkar fulltrúum þeirra átta Lionessu-klúbba, sem stóðu að
viðurkenningunni.