Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
Vortónleikar í Hallgrímskirkju
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Listvinafélag Hallgrímskirkju
hefur unnið merkilegt starf og
ásamt orgelleikara kirkjunnar,
Herði Áskelssyni, tekist að efla
svo starf kirkjunnar á sviði lista,
að nú þegar spanna listumsvifin
yfir leiklist og myndlist, auk blóm-
legs starfs á sviði tónlistar, þannig
að nú eiga menn margvísleg er-
indi við kirkjuna. Fyrstu merki
þessara nýjunga var Mótettukór
Hallgrímskirkju, sem stjómand-
anum tókst fijótlega að gera mjög
góðan og þegar komið verður í
kirkjuna orgel við hæfi, aukast
tónlistarumsvifin trúlega mikið.
Það er sannarlega vorhugur í lis-
tunnendum og þó ekki sé langt
um liðið síðan kirkjan var í raun
vígð, hefur ýmisiegt áunnist sem
vert er að muna.
Vortónleikar Mótettukórs
Hallgrímskiriq'u voru um margt
sérstæðir, því þar gat að heyra
raddsetningar á gömlum íslensk-
um sálmalögum og tvær nýsamd-
ar mótettur eftir íslensk tónskáld.
Klassísku viðfangsefnin voru eftir
Brahms og Mendelssohn en síðast
voru Qórar mótettur eftir Aron
Copland.
Tónleikamir hófust áraddsetn-
ingu eftir Jón Hlöðvar Áskelsson,
yfir sálmalagið Víst ertu, Jésu,
kóngur klár. Það getur verið er-
fitt að ætla sér að raddsetja lag
sem þegar hefur unnið sér sess,
eins og hér á sér stað, en þess
verður að geta, að raddsetning
Jóns er unnin samkvæmt uppr-
unalegri gerð lagsins, en þar gerði
Páll ísólfsson á margvíslegar
breytingar. Önnur raddsetning
eftir Jón, Dýrð, vald, virðing og
vegsemd hæst, var síðar á efnis-
skránni og í þeirri raddsetningu
var meira unnið með lagið en
báðar útfærslumar em vel unnar.
Þijár aðrar fallegar raddsetningar
flutti kórinn eftir Jón Nordal,
Atla Heimi Sveinsson og Þorkel
Sigurbjömsson, er kórinn flutti
mjög vel.
Nýju verkin em eftir Hjálmar
H. Ragnarsson og Gunnar Reyni
Sveinsson. Mótetta Hjálmars er
Ave María, einkar fallegt verk og
sérstaklega em niðurlagsorðin
fallega tónsett. Mótettan eftir
Gunnar er unnin yfir sálmalagið
Jesú, mín morgunstjama og er
ýmist unnið úr einstaka hending-
um lagsins eða það heyrist sem
hreinn kórall. Þrátt fyrir að verk-
ið sé nokkuð laust í gerð em mjög
fallegir kaflar í því, einkum þar
sem unnið er með sálmalagið
óbreytt í kóralútfærslu. Einsöngv-
arar í síðasttalda verkinu vom
Bjamey I. Gunnlaugsdóttir, Guð-
rún Finnbjamardóttir, Nicholas1
Hall og Magnús Þ. Baldvinsson.
Næst á efnisskránni vom mótett-
ur eftir Brahms og Mendelssohn
en tónleikunum lauk með fjómm
mótettum eftir Copland. Copland
samdi þessar mótettur í Frakkl-
andi, er hann var við nám hjá
Nadia Boulanger í París, endá er
siðasta mótettan byggð á upp-
hafs-tónhendingunni úr laginu
A,b,c,d, sem er af mörgum talið
vera franskt þjóðlag, þó það sé til
í ýmsum myndum hjá öðmm þjóð-
um og jafnvel sem japanskt
þjóðlag. Verkin em samin 1921
og má þar heyra ýmislegt sem
þá taldist til nýjunga, vinnubrögð
eins og „ostinato" og fijálslega
hljómskipan, sem nú til dags þyk-
ir vera „sæt“. Einsöngvarar vom
auk fyrrgreindra, Dagrún Hjart-
ardóttir og Jón Hlöðvar Áskels-
son. Þáttur einsöngvaranna hefði
mátt vera hljómmeiri, til að grein-
ast frá kórsöngnum, í stað þess
Ásgeir H. Steingrímsson
trompetleikari og Marteinn H.
Friðriksson dómorgelleikari stóðu
fyrir hádegistónleikum í Hallgrí-
mskirkju og fluttu tónlist eftir
Jean Joseph Mouret, Purcell og
Telemann. Fyrsta viðfangsefnið
vom þættir úr „Fanfare-sinfóníu"
eftir Mouret. Hann var frá Avign-
on, sonur silkikaupmanns, og eftir
að hafa vakið athygli sem tón-
skáld, fluttist hann til Parísar, þar
sem hann gegndi ýmsum störfum
og var m.a. einn af stjómendum
Concert Spirituel. Undir það
siðasta komst hann í andstöðu við
yfirvöld og þegar það bættist við,
að hann ienti í nokkmm óheppi-
að hljóma eins og kórkvartett, er
féll algjörlega inn í hljóman kórs-
ins. Einsöngur í svona kórverkum
á að vera persónulegur og að því
lejdi til að hljóma sem áberandi
andstæða við samvirka hljóman
kórsins.
Mótettukór Hallgrímskirkju
söng öll viðfangsefnin mjög vel
og geta má þess, að hér er ekki
aðeins hægt að þakka áhugasömu
kórfólki, heldur hefur verið unnið
af kunnáttu og listþörf, sem vekur
þá von að hér sé um að ræða
átak er eigi eftir að verða stór
saga og merkileg.
legum ástarævintýmm, fór hann
á taugum og var fluttur á geð-
veikrahæli. Eftir hann liggja
margvísleg leikhúsverk og einnig
trúarleg söngverk, en hann var
þó helst kunnur sem höfundur
léttrar tónlistar, er bar sterk
frönsk einkenni, ólíkt því sem þá
var í tísku.
Annað verkið á tónleikunum
var sónata í þremur þáttum eftir
Purcell. Auk þess léku þeir félag-
ar tvær umritanir á aríum eftir
Purcell og tónleikunum lauk með
Tmmpet Tune, sem er í raun sa-
mið fyrir harpsikord, annað
tveggja með þessu nafni eftir
Purcell. Á undan Trompet Tune
Hörður Askelsson
léku þeir félagar tvo svítuþætti
eftir G.P. Telemann. Ásgeir er
ömggur og góður trompetleikari,
hefur fallegan og hreinan tón og
er taktvís. Það er mikið deilt um
með hvaða hætti skal móta tóninn
í trompetleik og leika hugmyndir
manna á þeim skilum, að tónninn
skuli vera skarpur og skýr, þegar
öðmm sýnist að hann eigi að vera
syngjandi mjúkur. Þessi munur á
áherslum kom fram í aríum Purc-
ells, en þar hefði mátt vera meira
cantabile. Hvað sem þessu líður
er Ásgeir góður trompetleikari og
naut hann góðrar aðstoðar Mar-
teins H. Friðrikssonar.
TROMPETLEIKUR
Brían Keith hefur örugglega verið yfir á heftinu þegar hann tók
að sér hlutverk Hallorans i Fyrr ligg ég dauður!
Garpar úr gerviefnum
Kvikmygidlr
Sæbjörn Valdimarsson
FYRR LIGG ÉG DAUÐUR -
DEATH BEFORE DISHONOR ☆
Leikstjóri: Terry J. Leonard.
Handrít: John Gatliff og Law-
rence Kubik. Kvikmyndatöku-
stjóri: Don Burgess. Tónlist:
Brian May. Aðalleikendur: Fred
Dryer, Joey Gian, Brían Keith,
Paul Winfield, Joanna Pacula.
Bandarisk. New World Pictures
1986. 96 min.
Mikið afskaplega gera hlutaðeig-
endur lítið úr sér með myndum á
borð við Fyrr ligg ég dauður. Ég
er ekki I minnsta vafa um að vel-
flestir kvikmjmdahúsgestir em
orðnir Iangþreyttir á að horfa upp
á illa uppdigtaða, ódrepandi gervi-
garpa — hér úr röðum landgöngu-
liða flotans — strádrepa heilu
herdeildimar án þess að hljóta
naumast skrámu. Og til að bæta
gráu ofan á svart fá þeir vini sína
ísraelsmenn til aðstoðar við araba-
slátmn myndarinnar.
Lengi vel er Fýrr ligg ég dauður
ósköp venjuleg rútínuhasarmynd.
Samtölin reyndar með eindæmum
þunn, svona Litlu gulu hænu-leg,
en oft fær áhorfandinn nokkra upp-
bót f ágætum átakaatriðum. En
þegar tekur að líða á leysist hún
upp í enn einn rambó-vindbelging-
inn með sínum margtuggðu,
bandarísku plastkempum, aukin-
heldur óvinnandi drápskúnstnemm
af gyðingaættum og svo hinni
ómissandi veiðibráð, alvondum
arabaræflum. Fjrrr ligg ég dauður
er einfaldlega vond mjmd, hlaðin
ofbeldi, sadisma, hlægilegum föður-
landsrembingi og einfölduðum,
yfirborðskenndum boðskap um yflr-
burði eins þjóðflokks gagnvart
öðmm. Efnið er sótt í atburði sem
gerðust í Líbanon og era tökin á
því minningu fómarlamba þeirra til
lítils sóma. Ætti eingöngu að vera
til sýnis á stórhátíðuin í ísrael.
Áning ’87
Myndlist
Valtýr Pétursson
Að þessu sinni heitir sumarsýn-
ing Listasafns ASÍ Áning ’87, og
þar má líta verk úr ýmsum áttum:
glerlist alls konar, textfl, steinleir,
vefnað og skúlptúr úr ýmsum efn-
um. Það em ellefu listamenn, sem
unnið hafa þessi verk, og heiidar-
svipur sýningarinnar er skemmti-
legur og margbreytilegur. Af
upptalningunni hér á undan má
ráða, að sýningin sú, er hér er á
ferð, hefði alveg eins getað heitið
listiðnaðarsýning, en framsækið
fólk á sviði listiðnaðar hérlendis
virðist fyrst og fremst viija, að
verk þess séu kennd við fijálsa
listsköpun, en ekki við markviss
vinnubrögð í iðngreininni. Gull-
smiðir gera til dæmis skúlptúr úr
ýmsum efnum öðmm en gulli.
Þetta er ekkert til að finna að,
en það er einkennilegur ávani að
miða allt fremur við fijálsa list-
sköpun en áhersluna á virðuleg
vinnubrögð á sviði sinnar iðn-
greinar — ef vel er unnið, er þetta
þó jafn merkilegt, en oft á tíðum
vafasamt að kalla alla hluti list,
þótt vel séu unnir. Kollegi minn,
Bragi Ásgeirsson, er nýlega búinn
að vekja máls á þessu hér í blað-
inu, og ég tek undir þau ummæli
hans hér.
Sýningin í Listasafni ASÍ er
mjög snotur, en að mínu mati
vantar nokkuð áherslu á það
óvenjulega til að hún geti talist
spennandi. Þama era óaðfinnan-
legir hlutir, og sumir þeirra koma
á óvart, eins og t.d. steint gler
Höllu Haraldsdóttur, sem mér
fannst merkilegt fyrir góða lita-
meðferð og ömggt form, vefnaður
Guðrúnar Gunnarsdóttur fyrir
meiri litagleði en áður var í verk-
um hennar. Rúna sýnir vegg-
myndir sem em einkennandi fyrir
hana, og Gestur er með 20 stein-
leirsvasa í bláum tónum. Sigrún
Guðmundsdóttir sýnir bómullar-
efni. Ófeigur Bjömsson er með
skúlptúra úr blönduðu efni, nokk-
uð frumleg verk. Anna Ólafsdóttir
sýnir vefnað úr ull, mohair og
basti. Guðný Magnúsdóttir er með
steinleir og Sigrún Einarsdóttir
sýnir hluti úr gleri. Maður henn-
ar, Sören S. Larsen, er einnig
með glerverk, sem hafa sérstakan
svip. Hinn þekkti gullsmiður Jens
Guðjónsson sýnir skúlptúr úr eir
og gleri. Af þessu má sjá, að sitt-
hvað er þama á boðstólum, en
flestir sýnendur em þegar þekktir
á sínu sviði. Þetta er í heild slétt
og fellt, allt eins og það á að vera
og gefur nokkuð góða mjmd af
vissum listrænum vinnubrögðum,
sem iðkuð em hér á landi, enda
mun sýning þessi ætluð í stómm
dráttum aðkomufólki, sem áhuga
hefur á slíkum hlutum.
Vonandi kann fólk að meta
þessa viðleitni hjá Listasafni ASÍ
og sækir sýninguna. Fylgjandi
þessum lfnum em mjmdir af
nokkmm sýnenda.