Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 21
MÖtfGlÍNBÍAÐÍÐlT jTMMTUDXGÖá1 'íí.' JÚNÍ' lW"
Blönduós:
Hekla varð hæst á
kynbótasýningu
HÉRAÐSSÝNING kynbóta-
hrossa í A-Húnavatnssýslu var
haldin á Blönduósi í sl. viku. Alls
voru sýnd 29 hross og fengu tvær
hryssur, Hekla og Undrun, fjórð-
ungsmótseinkunn. Sýning þessi
var jafnframt urtaka fyrir fjórð-
ungsmót hestamanna, sem haldið
verður á Meigerðismelum í sum-
ar.
Sýningin var haldin á skeiðvelli
hestamannafélagsins Neista við
Blönduós í blíðskaparveðri. Sú
hryssa sem hæst dæmdist var
Hekla, 6 vetra, Ragnars Inga og
Önnu Steinunnar á Blönduósi.
Hekla er ættuð frá Kýrholti í
Skagafirði og er undan Skugga
888. Hekla fékk 7.97 í aðaleinkunn
og jafnframt farandbikar sem gef-
Morgunblaðið/Jón Sig.
inn er af samvinnufélögunum í
A-Hún. og veittur er stigahæstu
kjmbótahryssunni.
Það var athyglisvert við þessa
kynbótasýningu að það vantaði
flögurra vetra hryssumar í sýning-
arhópinn. Er það skarð fyrir skildi
því yngstu hrossin eru mælikvarði
á kynbótastarfíð og er skemmst að
minnast kjmbótasýningar sem hald-
in var á Blönduósi fyrir tveimur
ámm þar sem fjögurra vetra hryss-
umar voru sigurvegarar þeirrar
sýningar.
— Jón Sig.
Hekla, 6 vetra frá Blönduósi,
varð stigahæsta hryssan og fékk
7,97 í einkunn. Ægir Sigurgeirs-
son hampar hér sigurlaununum.
á heimilistækjum og vöskum
Við erum fluttir en rýmum gömlu verslunina okkar á Bergstaðastræti 10A
og seljum útstillingatækin og lítið útlitsgölluð heimilistæki og vaska með
ævintýralegum afslætti.
Útsalan stendur
fimmtudag og föstudag
(í dag og á morgun).
Opið 9.00-19.00.
Greiðslukjör — kreditkort
Ofn: UK-1124. Yfir- og undirhiti. Verð
áður kr. 25.475.- Nú kr. 13.900.- Þessi
úrvals Blomberg- tæki eru úr útstillingum,
ónotuð og nokkur með smávægilegum
göllum.
Einar Farestveit & Co hf.,
útsölumarkaður,
Bergstaðastræti lOa, sími 27370.
(Uppl. einnig í síma 622900).
Helluborð: BA-1244 með rofum.
Verð áður kr. 13.380.- Nú kr. 8.900.-
Hentugt í sumarhús.
ustfrit stal
Landsins bestu kaup
_____________________
Ofn: UK-1754. Tölvukl., kjötmælir, blást-
ur. grill. Verð áður kr. 40.585.- Nú kr.
24.985.- Litir: Grár, rauður.
Ofn: BO-1230. Blástur, grill, yfir- og und-
irhiti. Verð áður kr. 28.525.- Nú kr.
17.925.- Litir: Brúnn, hvítur.
Ofn: UK-1734. Blástur, grill, yfir- og undir-
hiti. Verð áður kr. 32.930. Nú kr. 19.830.-
Litir: Grár, brúnn.
Vaskur FC-610. Verð áður kr.
7.190,- Nú kr. 4.600.- Litir: Gulir,
gráir, rauðir, brúnir, stál.
Útlitsgallaðir stálvaskar, allt að 50%
afsláttur. Grindur í vaska, 50% af-
sláttur.