Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
25
flokksins hafa gert sér mikinn mat
úr fyrrgreindum ummælum og
segja þau enn eitt dæmi þess hversu
forystusveit íhaldsflokksins sé slitin
úr tengslum við daglegt líf breskra
borgara.
Þannig hefur íhaldsflokkurinn æ
ofan í æ verið þvingaður til vamar
í þeim málaflokkum sem ólíklegast-
ir eru til að auka vinsældir flokksins
meðal breskra kjósenda. Flokknum
hefur því ekki tekist að ná jafn-
miklu frumkvæði í þessari kosn-
ingabaráttu og hann hafði gert sér
vonir um. Eitt skýrasta dæmið um
þetta er umræða sú sem fram hefur
farið um vamarmál. Þar hugðist
íhaldsflokkurinn koma höggi á
Verkamannaflokkinn en það hefur
ekki tekist sem skyldi. Vamarmálin
vom að vísu ofarlega á baugi um
nokkurra daga skeið um miðbik
baráttunnar en síðan hefur athygli
manna beinst að öðru; Verka-
mannaflokknum til mikils léttis.
Lærdómsrík
kosningabarátta
Kosningabaráttan hefur æ meir
þótt bera keim af einvígi milli
Ihaldsflokksins og Verkamanna-
flokksins, en Bandalag frjálslyndra
og jafnaðarmanna hefur verið líkt
og lús milli tveggja nagla. Hefur
bandalaginu ekki gengið ýkja vel
að skilgreina hlutverk sitt og til-
gang sem miðjuafl í breskum
stjómmálum og með harðnandi
kosningabaráttu hafa kjósendur æ
meir hallað sér að flokkunum til
hægri og vinstri, íhaldsflokknum
og Verkmannaflokknum, ef marka
má úrslit skoðanakannana. Er
óhætt að segja að þeir bandalags-
menn rói nú lífróður síðustu daga
fyrir kosningar til að bjarga því sem
bjargað verður. Gera þeir sér eink-
um vonir um að þeir kjósendur sem
enn em óákveðnir muni flykkjast
til þeirra í dag og gera þeim kleift
að ná oddaaðstöðu á þingi.
Hver svo sem úrslit kosninganna
í dag verða er ljóst að kosningabar-
áttan undanfamar vikur hefur verið
bresku stjómmálaflokkunum afar
lærdómsrík. Verkamannaflokkur-
inn má vel við þessa baráttu una
og þótt flokknum takist ekki að
vinna þingmeirihluta af íhalds-
flokknum dylst engum að með Neil
Kinnock f broddi fylkingar hefur
Verkamannaflokkurinn tekist að
hasla sér völl að nýju eftir margvís-
lega erflðleika og ínnbyrðisst eijur
undanfarin ár. Og enda þótt íhalds-
flokknum muni takast að halda
velli í kosningunum er ljóst að
flokkurinn hefur ekki efni á fleiri
mistökum og axarsköftum á borð
við þau sem orðið hefur vart í þess-
ari kosningabaráttu. Ef til vill bíður
þó stærsta verkefnið Bandalags
fijáislyndraogjafnaðarmanna, sem
ekki hefur tekist sem skyldi að
vinna sér traust meðal kjósenda
sem álitlegur kostur á miðju bre-
skra stjómmála. Allt þetta munu
forystumenn flokkanna hugleiða
þegar kosningamar em um garð
gengnar og talið hefur verið upp
úr kjörkössunum í nótt.
Höfundur er fréttaritari Morgun-
blaðsins i Bretlandi.
ÁHYGGJUNUM
taktu Ferðatryggingu
Almennra...
Það er vissulega nauðsyn að undirbúa sig vel fyrir ferðalagið.
En er ekki ráð að gera það á sem einfaldastan hátt? Þú faerð þér
Ferðatrygginguna frá Almennum - og léttir af þér áhyggjunum!
Ferðatrygging Almennra er hagkvæm og víðtæk heildarlausn fyrir
þig og þína. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs-
trygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustunni,
sem eykur enn frekar á öryggið.
...og njóttu ferðarimiar!
TRYGGINGAR
Síóumúla 39 / Sími 82800
ERICSSON
farsímar í fararbroddi
GÍSLI J. JOHNSEN
Nýbýlavegi 16. Sími 641222
M 1
AUK hf. 104.17/SlA