Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
ap
37
Finnland:
Moskvutrúir
kommúnistar
halda þing
Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunblaðsins.
SUMARIÐ er helsti annatími
stjómmálamanna í Finnlandi
vegna þess hve margir flokkar
halda þá þing. Um hvítasunnu-
helgina efndu Moskvutrúir
kommúnistar tíl flokksþings í
Helsinki. Þeir kalla sjálfa sig
„Kommúnistaflokk Finnlands —
eining". Hittust þeir nú á 21.
flokksþingi finnskra kommún-
ista viku áður en félagar í hinum
upphaflega „gamla'* kommún-
istaflokki halda 21. þing flokks-
ins. Hvorugur armurinn
viðurkennir tilveru hins.
Moskvutrúir kommúnistar klofn-
uðu úr Kommúnistaflokki Finn-
lands í fyrra. Þeir teljá sig enn í
hinum eina sanna kommúnista-
flokki. Hinir eru að þeirra mati
iævísir endurskoðunarsinnar,^ sem
hafa hrifsað völd í flokknum. Ásaka
flokksbrotin hvort annað um að
kljúfa flokkinn. Moskvutrúaði arm-
urinn útilokaðist úr flokknum vegna
þess að hann vildi ekki fara að sam-
kvæmt ákvörðunum í flokksstjórn-
inni.
Helsta mál á flokksþinginu var
að móta stefnu „einingarsinna" í
forsetakosningunum 1988. Gamli
kommúnistaflokkurinn hefur
ákveðið að bjóða fram Kalevi
Kivistö, fyrrum formann Alþýðu-
bandalagsins. Kivisto er ekki
kommúnisti, enda er Alþýðubanda-
lagið samstarfsflokkur kommúnista
og vinstri sósíalista í Finnlandi. Nú
telja Moskvutrúir einingarsinnar
Kivistö ekki hæfan til að stjóma
utanríkispólitík landsins vegna þess
að hann eigi ekki góð samskipti við
Kremlveija.
Reuter
Lyfjataka Reagans
Á meðfylgjandi mynd má sjá
George Shultz, utanrikisráð-
herra Bandaríkjanna, hella
forseta sinum vatni í glas, en
að þvi loknu stingur Reagan
fúkalyf i upp í sig.
Ástæðan fyrir lyfjatökunni -
er sú að forsetinn varð fyrir
slæmu flugnabiti þegar hann
dvaldist í Camp David fyrir
skömmu. Fór svo að hann fékk
ígerð í bitið og fékk téð lyf við
því.
Þar til þetta var upplýst veltu
blaða- og fundarmenn í Feneyj-
um því mjög fyrir sér hveiju
forsetinn hefði stungið upp í
sig.
FENEY JAFUNDINUM LOKIÐ
Arangur fundarins var lítill
en áföll að sama skapi lítil
Ppnpvium Rpntpr
Feneyjum, Reuter.
FUNDUR leiðtoga sjö helstu iðnrí-
kja heims einkenndist af varkámi
og málamiðlunum. Þar náðist ekki
stórkostlegur árangur, en einnig
má segja að leiðtogunum, sem
sumir eru að ljúka ferli sínum,
hafi verið hlíft við stóráföllum.
Vestrænir embættismenn sögðu
að samstarf hefði verið með ágætum,
bæði á sviði stjómmála og efnahags-
mála. Sir Goeffrey Howe, utanríkis-
Hér má sjá Margréti Thatcher um borð í flugbáti í flugminjasafni
Southampton í gær. Hvort hún flýgur inn i Downing-stræti tíu í dag
er svo annað mál.
ið væri allt á uppleið og atvinnulaus-
um færi fækkandi. Þetta er í fyrsta
skipti, sem flokkurinn hefur lagt rót-
tæka stefnuskrá fyrir kjósendur.
Ástæðan til þess var sú, að forsætis-
ráðherrann vildi koma í veg fyrir, að
unnt væri að ásaka stjómina fyrir
að vera lúin og hugmyndasnauð eftir
átta ára samfellda stjómarsetu.
Verkamannaflokkurinn gaf út
stutta stefnuskrá, þar sem farið var
almennum orðum um þær breyting-
ar, sem flokkurinn vildi stuðla að,
kæmist hann til valda. í kosningabar-
áttunni hafa síðan komið fram ítar-
legri tillögur í ýmsum málaflokkum.
Flokkurinn hefur í fyrsta sinn lagt
megináherslu á leiðtogann, Neil
Kinnock. Það var nokkurt hættuspil,
vegna þess að Kinnock stóð ekki sér-
lega vel að vígi í skoðanakönnunum
fyrir kosningabaráttuna. Þessi áætl-
un hefur gengið mjög vel og Kinnock
hefur gefið Verkamannaflokknum
nýtt lif, hvort sem hann sigrar í kosn-
ingunum eða ekki. í kosningabarát-
tunni hefur flokkurinn einungis lent
í vandræðum með vamarmál og
skattamál.
Bandalagi frálslyndra og jafnaðar-
manna hefur gengið verr í þessari
kosningabaráttu en menn áttu von
á. í upphafi hafði það um 25% stuðn-
ing og forystumenn þess ætluðu að
tryggja sér annað sætið í kosningun-
um. En fylgið minnkaði og að líkind-
um bætir flokkurinn vart stöðu sína
frá því í síðustu kosningum. Ástæðan
til þessa er sérstaklega sú, að bar-
átta Verkamannaflokksins hefur
verið mun betur skipulögð og betur
heppnuð en fyrir fjórum árum.
Breska flokkakerfið er erfitt fyrir
þriðja flokk, eins og komið hefur á
daginn nú. Boðskapur Bandalagsins
um stjómkerfisbreytingar, traustar
vamir, öflugt athafnalíf og víðtækt
velferðarkerfi hefur verið yfirgnæfð-
ur af átökum stóru flokkanna.
Kostir kjósenda eru óvenju skýrir
í þessum kosningum. Annars vegar
geta þeir kosið áframhaldandi stjóm
Ihaldsflokksins, sem mun halda
áfram á svipaðri braut og verið hef-
ur, eða stjóm Verkamannaflokksins,
sem hyggst sveigja stjómarstefnuna
mjög eindregið í átt að samneyslu
og leggja niður kjamorkuvopn Breta.
Þriðji kosturinn, Bandalagið, býður
upp á blöndu af þessu tvennu. Ef til
þess kemur, að enginn flokkur fái
hreinan meirihluta í neðri málstof-
unni, gæti það ráðið úrslitum um
stjómarmyndun.
Allar kannanir benda til þess, að
íhaldsflokkurinn haldi meirihluta
sínum, en hann minnki verulega.
ráðherra Breta, sagði að fundurinn
hefði verið nokkurs konar „alþjóðlegt
hópefli" fyrir fjármálaráðherra.
Á fjármálamörkuðum heimsins
var fátt um viðbrögð, enda höfðu
sérfræðingar í efnahagsmálum spáð
því með réttu að ekki yrðu breyting-
ar í fjármálaheiminum vegna fundar-
ins.
Leiðtogafundurinn gat þó af sér
sameiginlega yfirlýsingu um Persa-
flóa, sem bandarískir embættismenn
sögðu að væri mikili stuðningur við
þá stefnu að halda olíuflutningaleið-
um opnum. Fulltrúar annarra ríkja
bentu þó á að í yfirlýsingunni fælist
ekki skuldbinding tii að taka þátt í
hættulegum hemaðarævintýrum.
Líkast til situr Yasuhiro Naka-
sone, forsætisráðherra Japans, ekki
annan leiðtogafund af þessu tagi.
Hann fer væntanlega frá í október.
Sama gildir um Amiontore Fanfani,
forsætisráðherra Ítalíu. Hann hefur
fotystu fyrir ríkisstjóm landsins þar
til kosningamar, sem haldnar verða
á sunnudag og mánudag, em um
garð gengnar.
Ronald Regan Bandaríkjaforseti
getur ekki boðið sig fram í forseta-
kosningunum á næsta ári og Franco-
is Mitterrand Frakklandsforseti
hefur ekki tilkynnt hvort hann bjóði
sig fram í forsetakosningunum, sem
haldnar verða í Frakklandi á næsta
ári.
Sérfræðingar segja að helsti sigur-
vegari fundarins, sem leiðtogar
Bretlands, Kanada, Frakklands,
Vestur-Þýskalands, Ítalíu, Japans og
Bandaríkjanna sátu, sé Margaret
Thatcher, forsætisráðherra. Hún
staldraði aðeins við í átján klukku-
stundir í Feneyjum, en rauk síðan
aftur í kosningabaráttuna á Bret-
landi og sagði að stefna sín væri nú
fyrirmynd helstu samstarfsaðilja
Breta.
Bandaríkjamenn kváðust hafa náð
sínu fram á fundinum með yfirlýsing-
unni um Persaflóa. Þar segir að
lífsnauðsynlegt sé að halda skipaleið-
um opnum og þess krafist að
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
grípi til „réttlátra og áhrifaríkra að-
gerða" til að binda enda á stríð írana
og íraka.
Ekki er minnst á sameiginlegan
flota bandamanna, þótt bandarískir
embættismenn hafi sagt að þeir
væru enn að reyna að samræma sigl-
ingar bandarískra, breskra og
franskra herskipa.
Vestrænir embættismenn sögðu
að bandarísk stjómvöld hefðu aldrei
farið fram á sameiginlegan herafla
og sökuðu fjölmiðla um að hafa búið
þessa hugmynd til.
Hvað efnahagsmál varðar kváðust
Japanir og Vestur-Þjóðveijar hafa
varist fimlega og jafnvel hafið sókn.
Hvorir tveggja hafa legið undir
ámæli fyrir að láta undir höfuð leggj-
ast að efla efnahag heimsins og ýta
undir eftirspum heima fyrir.
Vestur-Þjóðveijar sögðu að það
væri undir Japönum komið að leysa
efnahagsvanda heimsins. Japanir
skoruðu á Bandaríkjamenn að glíma
við ástandið með því að minnka fjár-
lagahallann.
Þrátt fyrir takmarkaðan árangur
tóku fæstir leiðtoganna mark á þeirri
gagnrýni, sem Valery Giscard
d’Estaing, fyrrum forseti Frakk-
lands, og Otto Lambsdorff, fyirum
fjármálaráðherra Vestur-Þýska-
lands, settu fram um að þessir
leiðtogafundir væm tilgangslaust
flölmiðlafár. Vom flestir sammála
um að árlegur fundur væri mikilvæg-
ur, þótt ekki væri nema til þess að
leiðtogamir kynntust. Næsti fundur
leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims
verður haldinn í Kanada á næsta ári.
Sprengjumaðurinn í R6m:
Lögreglan rann-
sakar fingraför
PÁm Roníor
Róm, Reuter.
ASÍUMAÐUR, sem grunaður er
um aðild að sprengjuárás á sendi-
ráð Bandaríkjanna og Bretlands
á Ítalíu, hefur hugsanlega skilið
eftir sig fingraför á hóteli sem
hann gisti.
ítalska lögreglan hefur dreift
eftirmyndum fíngrafara, sem fund-
ust í hótelherberginu, til lögreglu
ýmissa landa með aðstoð alþjóða-
lögreglunnar Interpol. í fyrradag
gerði teiknari mynd af manninum
eftir lýsingum sjónarvotta og virðist
hann vera Asíumaður. Hann ferðað-
ist undir fölsku nafni og notaði
stolið, kanadískt vegabréf.
Tveim heimatilbúnum eldflaug-
um var skotið á bandaríska sendi-
ráðið frá svölum hótelherbergisins,
nokkrum mínútum eftir svipaða
árás á breska sendiráðið, sem er
skammt frá. Asíumaðurinn leigði
einnig bíl sem notaður var til
sprengjuárásar á vamarmúr banda-
ríska sendiráðsins.
Samkvæmt japönskum fjölmiðl-
um líkist myndin af manninum mjög
einum félaga Rauða ; hersins jap-
anska, hryðjuverkahóps, sem drap
27 farþega með vélbyssuskothríð á
Lod-flugvelli í ísrael árið 1972.
Sameinuðu þjóðirnar::
Efasemdir um friðar-
viðleitni á Persaflóa
New York, Reuter.
BANDARÍKIN og Sovétríkin eru
samþykk tillögum um friðarað-
gerðir á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Persaflóastríðinu.
Kínverjar, sem oft eru tor-
tryggnir í garð risaveldanna, eru
hins vegar hikandi í afstöðu
sinni.
Heimildir telja ósennilegt að
Kínveijar muni greiða atkvæði
gegn tillögu þar sem krafist er
vopnahlés en afstaða þeirri gæti
seinkað aðgerðum sem ætlunin er
að grípa til gegn stríðsaðilum ef
þeir láta ekki segjast.
í upphafi kom til greina að leggja
algjprt bann við vopnasölu til írana
og íraka en nú bendir margt til að
samþykktar verði vægari aðgerðir.
Japanir, sem eiga mikil viðskipti
við Irana, eru sagðir mótfallnir
efnahagslegum refsiaðgerðum og
hið sama gildir um Vestur-Þjóð-
veija, sem alltaf hafa verið andvígir
slíkum aðgerðum gegn t.d. Suður-
Afríku. A Feneyjafundi leiðtoga
iðnveldanna tóku fulltrúar Japana
og Vestur-Þjóðveija samt undir
þegar hvatt var til aðgerða á vegum
S.Þ. til að binda endi á Persaf-
lóastríðið.
Bandaríkjamenn vildu harðar,
einhliða aðgerðir gegn írönum en
aðrir fulltrúar í Öryggisráði SÞ
fengu því framgengt að báðir
stríðsaðilar voru lagðir að jöfnu.