Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 41

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 41 Morgunblaðið/JÁS Kristján Erlendsson stendur hér við aðaldyr læknadeildar Yale-háskólans í New Haven, þar sem hann stundaði sémám í lyflækningum og ónæmisfræðum á árunum 1981-85. Eftir ráðstefnuna í Washington heimsótti hann New Haven, til að huga að rannsóknum sem hann vann að á sérnámsárunum og til að hitta vini og kunningja. vamarstarfinu. í New York eru hommasamtök sem hafa unnið að forvöm í mörg ár. Hommum hefur verið veittur einhver fjárstuðningur, en ýmsir telja hann aðallega til málamynda. En málið er kannski ekki svona einfalt. Til dæmis um afstöðuna til homma má nefna kynningu sem bandarísk samtök vom með á ráð- stefnunni, þar sem haldið var uppi miklum árásum á homma og lífsstíl þeirra. Annað er sláandi í sambandi við minnihlutahópa. Alnæmi er mun útbreiddara meðal svartra og spænskumælandi hópa, en svarar til hlutfalls þeirra af þjóðinni. Margir þeirra sem tóku til máls í Wash- ington átöldu harðlega hversu lítið hefur verið gert til að fræða þessa minnihlutahópa og skýra vandann fyrir þeim. Fræðsla hefur ekkert beinst að þessum hópum. Kirkjan var líka gagnrýnd á ráð- stefnunni í Washington. Kaþólska kirkjan hefur verið andvíg smokk- um, en reyndar nýverið fundið leið framhjá þeim vanda. Núna telja kaþólskir að það sé í lagi að nota smokka, ekki til að hindra getnað, heldur til að bjarga mannslífum. — Gengur eitthvað að finna bóluefni gegn eyðniveirunni? Það hefur verið lögð gífurleg vinna í að auka þekkingu á veirunni og erfðaeiginleikum hennar og mikið áunnist. Vel hefur orðið ágengt í rannsóknum sem miða að því að finna höggstað á veirunni, svo að hægt sé að nota bóluefni sem fram- kallar mótefni gegn henni. Ég held að menn séu meira að komast á þá skoðun, að lausnin verði bólueftii. En sú lausn er kannski ekki á næstu grösum. í fyrra sáu menn ekki fram á að tækist að búa til bóluefni, en nú eru taldar góðar horfur á að það finn- ist, þótt það verði ekki I nánustu framtíð. Dr. Gallo, sem er með fremstu vísindamönnum á þessu sviði, taldi í fyrra litlar líkur á að bóluefni fyndist, en hann var mun bjartsýnni í Washington. Franski vísindamaðurinn Daniel Zagury sem bólusetti sjálfan sig, vakti mikla athygli í Washington. Hann hefur sýnt fram á að hann hafi mótefni gegn eyðniveirunni í blóði sínu, semsagt merki þess að ónæmiskerfið hafi svarað líkt og þegar bóluefni virkar venjulega. En — brauttyðjandinn Dr. Gallo hefur með sömu aðferð fengið fram sams- konar ónæmissvörun í simpönsum. Samt sem áður sýktust apamir af veimnni! Málið er semsagt ekki einf- alt. A hinn bóginn er það staðreynd, að eyðniveiran hefur ákveðna veika bletti, sem nýta má þegar gera skal bóluefni við henni. — Hvað með lyf? Það eru komin ýmis ný lyf sem hemja útbreiðslu veirunnar, en gall- inn er auðvitað sá að þau virka ekki fyrr en eftir að maður hefur smitast af veirunni. Lyf við alnæmi virka á tiltekna hvata sem veiran hefur og þótt fyrstu Iyfin hafí valdið miklum aukaverkunum, þá eru í sjónmáli önnur, skyld lyf sem hafa mun minni aukaverkanir. Auk þess hafa verið þróuð ýmis og betri lyf sem gefa góða raun í baráttu við tækifærissýkingar sem draga alnæmissjúklinga til dauða. Fólk deyr ekki úr alnæmi, það deyr úr þessum svonefndu tækifærissýk- ingum. Þegar virkni ónæmiskerfis- ins minnkar af einhveijum ástæðum, skapast tækifæri fyrir vissar tegund- ir af sýkingum til að heija á sjúkling- inn. Við sjáum þetta í krabbameins- sjúklingum á lyíjameðferð, nýmaþegum á ónæmisbælandi lyij- um og alnæmissjúklingum. — Hvað er fleira markvert úr rannsóknum? Það situr til dæmis í manni um- ræðan um útbreiðslu alnæmis milli karls og konu. Núna þykir sannað að slíkt smit á sér stað og einnig að það fer vaxandi. Það eru sex til átta ár síðan eyðniveiran fór að breiðast verulega út meðal homma og eiturlyfjaneytenda og síðustu árin er farið að bera á eyðni sem smitast við samfarir karls og konu. Eyðniveiran berst fyrst og fremst milli manna við kynmök og þeim mun fleiri sem einstaklingur hefur kynmök við, þeim mun fleiri smitar hann. Þess vegna eru vændiskonur margar hveijar smitaðar, ennfremur eru þær oft í öðrum áhættuhópi líka, það er að segja að þær eru eiturlyfja- sjúklingar. Svo er líka mjög há smittíðni meðal maka alnæmissjúklinga, til dæmis þeirra sem búa með eitur- lyfjaneytendum sem haldnir er alnæmi. Talið var að makar dreyra- sjúklinga með alnæmi hafi mjög lága smittíðni, en nú hefur komið í ljós að þegar ónæmiskerfið brotnar niður hjá sjúklingnum, breiðist veiran út og þá fara makamir að smitast. Á ráðstefnunni í Washington skýrði einn þátttakandi frá því að núna fimm árum eftir að próf hafa sýnt smitun, eru makar dreyrasjúklinga teknir að smitast. í sambandi við dreyrasjúklinga er rétt að geta þess að þeirra staða er erfið. Þetta er yfirleitt fólk í tryggu hjónabandi, og smitið hefur borist með storkuþáttum úr blóði. Menn töldu að makar dreyrasjúkl- inga smituðust síður, en núna er ástæða til að endurskoða það mat. Það hefur líka borið á því að hommar sem hafa gætt sín í kynlífi undanfarin fimm til sex ár eru að gefast upp. Aðgát í kynlífi er lífsnauðsyn en virðist ekki geta orð- ið eina lausnin til frambúðar. — Hvað viltu segja um eyðni- próf eins og Bandaríkjamenn bollaleggja? Blóðpróf er gott í ákveðnum tilvik- um, það er fundið upp fyrir blóð- bankana, til að tryggja að smitað blóð komist ekki í umferð og það er ákveðin hjálp í því í sambandi við greiningu á sjúkdómnum. En það er mjög hættulegt að nota blóðpróf blint. Það má ekki prófa nokkum einasta mann, án þess að það sé tryggt að honum verði hjálpað ef hann reynist smitaður. Það er gífurlegt áfall þegar eyðni- smit finnst hjá einstaklingi. Sú vitneskja getur í ákveðnum tilvikum leitt til félagslegrar tortímingar. Þess vegna þarf einstaklingurinn að eiga kost á miklum stuðningi og án þess að það sé tryggt er rangt að byija á víðtækum prófum. Stjóm- málamenn líta á þetta frá öðrum sjónarhóli, þeir eru undir þrýstingi frá fólki sem heldur að blóðpróf leysi allan vanda. En hvað á að gera við þá vitneskju? Svarið liggur alls ekki á lausu. Reagan hugsar um peninginn líka. Hann segir að Bandaríkin ætli hér eftir að blóðprófa innflytjendur, þar á meðal þá sem hafa komið hingað á ólöglegan hátt. Síðan skal þeim vísað úr landi sem reynast smitaðir. Þetta þýðir að Bandaríkin gætu far- ið að flytja út alnæmissjúklinga! — Kom annað markvert á dag- inn á ráðstefnunni? Mér fannst leiðinlegt að vera ís- lendingur á ráðstefnunni undir lok hennar. Þama kom danskur maður fram á einum af allsheijarfundunum og skýrði frá ástandinu á Norðurl- öndum. Það sem honum fannst merkilegast tíðinda frá íslandi var, að fólk sem hagaði sér ekki eins og einhveijir læknar skipuðu var sett í stofufangelsi. Ég fann greinilega hvemig andaði köldu í garð íslendinga í salnum og þetta stangaðist óþægilega á við alla aðra umræðu, sem snýst um það að hjálpa þeim sem hafa smitast, frekar en að taka þá úr umferð. Menn virtust almennt sammála um að aðgerðir af þessu tagi væm ekki vænlegar til árangurs, jafnvel þótt yfirvöldum bæri viss skylda til að reyna að vemda þá ósmituðu. — Er þetta stórfaraldur? Já, ég held að það sé engin spum- ing um það að tilfellin í heiminum tvöfaldast á 13—14 mánuðum. Smit milli karls og konu er staðreynd. Og við verðum að gera okkur grein fyrir því að þótt lyf fari stöðugt batnandi er langt í land enn. Að maður tali ekki um bóluefni, sem tekur enn lengri tíma. Á meðan breiðist sjúkdómurinn áfram út. í Afríku ríkir nánast neyðar- ástand. Forvamarstarf gengur mjög hægt, á ákveðnum svæðum er mikil útbreiðsla, blóðgjafir eru stórhættu- legar því það er ekki hægt að prófa blóðið, ólæsi er útbreitt svo að fræðsla gengur illa. Einn ráðstefnu- gesta hlaut réttilega góðar undir- tektir, þegar hann sagði að það væri útilokað að hefta útbreiðslu eyðni í einu landi, það yrði að hefta útbreiðslu þessa faraldurs í heimin- um öllum. Ef við nefnum tölur, þá hefur hingað til verið reiknað með að ein og hálf milljón Bandaríkjamanna séu smitaðir, það er að segja einn af hveijum tvö hundruð. Það má jafn- vel reikna með því að í ákveðnum hópum sé einn af hveijum 60-100 smitaður. En mér fannst sláandi þegar skýrt var frá því í Washington að meðal 18-21 árs karlmanna sem komu til herskráningar í New York hafí einn af hveijum 30 reynst smit- aður af alnæmi. Þetta er geigvæn- legur fjöldi. — Hvað viltu segja almennt um þessa ráðstefnu? Ég held að hún hafi vakið meiri vonir og dregið úr því vonleysi sem ríkti eftir ráðstefnuna í París I fyrra. Ennfremur hefur áhugi stjómmála- manna vaknað svo um munar. Sums staðar hafa verið sett lög sem eiga að koma í veg fyrir mis- munun gegn þeim sem smitast af alnæmi. En það sýnir sig að þeir sem eru smitaðir einangrast félagslega, atvinnulega og jafnvel íjölskyldu- lega. Það eru allir hræddir við þá. Því verður ekki breytt með einu pennastriki. Þjóðfélagið hefur ekki enn tekið á þessu vandamáli af raun- sæi og mannúð, en samt fannst mér það álit ríkja á ráðstefnunnr að al- menn viðhorf séu að breytast til batnaðar. Veiran og heiti hennar HTLV-l og HTLV-2 em veimr sem valda krabbameini í hvítu blóðkomunum en em ekki eyðni- veimr. Síðan fannst eyðniveiran og nefndist HTLV-3 vegna skyld- leika við hinar tvær. Franskir vísindamenn nefndu þessa sömu veim LAV og þegar þeir upp- götvuðu síðan aðra tegund eyðni- veiru í Vestur-Afríkönum, nefndu þeir hana LAV-2. Þetta var orðið alltof flókið, þannig að á alþjóðlegu ráðstefnunni um alnæmi í París í fyrra var ákveðið að samræma nafngiftimar. HIV þýðir á ensku „human im- munodeficiency vims“, sem merkir: Veira sem skaðar ónæmi- skerfið í mönnum. HIV-1 veiran, hét áður HTLV-3, en franskir vísindamenn nefndu hana LAV. Meðgöngutími HIV-1- veimnnar, frá því að smit á sér stað og þar til sjúkdómseinkenni gera vart við sig, var í fyrstu tal- inn 6 til 18 mánuðir, en er núna talinn jafnvel lengri, allt að 10 ár. Veiran berst á milli manna við kynmök og blóðblöndun. Á íslandi er aldurshópnum 19 til 25 ára hættast við smiti, en í þeim hópi er mest tíðni kynsjúkdóma. HTV-2 er þá eyðniveiran sem Frakkar fundu í Vestur-Afríkönum og nefndu LAV-2. Þessi veira hef- ur nú fundist í mönnum sumstaðar í Evrópu, en mjög fá tilfelli hafa fundist í Ameríku. Blóðpróf gefur yfirleitt til kynna mótefni sem myndast hafa gegn eyðniveimnni (HIV-1). Sérfræð- ingar segja að 20 til 30 prósent líkur séu á því að þeir sem sýni jákvæðar niðurstöður úr blóðpróf- um veikist af alnæmi innan fimm ára. Talið er að þeir sem sýktir em af eyðni geti smitað aðra. endur arátak ráðamenn dagsins í dag og hinsveg- ar ráðamenn morgundagsins, en þar væri átt við nemendur á síðustu ámm tæknináms. Til þess að ná til fyrri hópsins hefði verið skipulögð kynningarherferð en til þess að hafa áhrif á hinn síðarí væri stuðst við námsstyrki og reynt að hafa áhrif á námsefni. Mikil áhersla væri lögð á stál í norrænu námsefni en aftur á móti ekki mikið talað um ál. Hans Kr. Guðmundsson frá Iðn- tæknistofnun sagði íslenskt áltak vera rammaverkefni sem hefði það Morgunblaðið/Börkur Ragnar S. Halldórsson forstjóri ÍSAL flytur erindi á fundinum í Odda í gær. að markmiði að auka innlenda þekk- ingu á áli og álmelmum, auka hæfni íslenskra sérfræðinga, hönnuða og tæknimanna við stofnanir, skóla og fyrirtæki til nýtingar á áli og stuðla að aukinni notkun þess í íslenskum iðnaði. íslenskt áltak sagði Hans skiptast niður í fjögur undirverkefni. í fyrsta lagi könnun á álnotkun í íslensku atvinnulífi. Þessi könnun væri þegar hafín og íslenskum fyrirtækjum í málmiðnaði verið sendur spuminga- listi sem síðan yrði fylgt eftir með símtölum og heimsóknum. Efnisinn- flytjendum og öðrum þeim sem færu höndum um ál yrðu síðan sendar sambærilegar spumingar. í október verður síðan haldin námsstefna um notkun áls á íslandi sem mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar og taka fyrir þau sviði þar sem sýnt er að skórinn kreppir í íslenskum iðnaði. Að minnsta kosti einum erlendum sér- fræðingi verður boðið á þessa námsstefnu, Á grundvelli könnunarinnar og námsstefnunnar verður síðan hafist handa um námsgagnagerð í efna- fræði og tækni við nýtingu áls sem yrði í fyrstu miðuð við þarfir há- skóla og tækniskóla en myndi einnig nýtast til kennslu á ýmsum skóla- stigum. Ekki yrði samið nýtt námsefni heldur erlent námsefni endumnnið með tilliti til þeirra sér- þarfa sem kæmu fram í könnuninni og námsstefnunni. Að lokum yrði haldið endur- menntunamámskeið fyrir verk- og tæknifræðinga í ársbyijun 1988. Áætlað er að fá erlenda fyrirlesara til að haida námskeiðsins. Heildarkostnaðurinn við íslenskt áltak er áætlaður um 2,5 milljónir og hefur Skanaluminium samþykkt að leggja fram féð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.