Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
43
Laxá í Aðaldal:
Bjargstrenguriim og
Breiðan blá af laxi
„Þetta var alveg hreint botnlaus
taka og Bjargstrengurinn og Breið-
an blá af laxi. Það voru þrjár stangir
fyrir neðan Æðarfossa fyrir hádeg-
ið og ein stöng í efri ánni. Allar
stangimar þijár neðra fylltu kvót-
ann, ein þeirra á rúmum tveimur
tímum og stöngin í efra setti í níu
laxa en náði fimm á land. Það voru
allt saman flugulaxar. Þetta gerir
35 laxa, en kvótinn er tíu á stöng.
Þetta er ævintýraleg byijun og jafn-
ast á við byijunina 1978 þegar
metveiði var í ánni, en þá veiddust
rúmlega 3.000 laxar,“ sagði Orri
Vigfússon forstjóri í samtali við
Morgunblaðið í gærdag. Orri er
formaður Laxárfélagsins, en það
voru félagar úr Húsavíkurdeildinni
sem hófu veiðar að þessu sinni og
fengu mokaflann. Þess má geta,
að allnokkuð er síðan að laxinn fór
að ganga að þessu sinni, óvenjulega
snemma og um mánaðamótin fóru
laxar að veiðast í net í Vestmanns-
vatni og heppnir silungsveiðimenn
fengu óvæntan og glæsilegan
glaðning. Orri sagðist sjálfur að
auki hafa séð lax á Efra Hólma-
vaði fyrir skömmu.
Sem fyrr segir var það einkum
Breiðan sem gaf stórveiði, en lax
var eigi að síður um allt á Fossa-
svæðunum. Þeir sem áttu Breiðuna
og Bjargstrenginn'' fyrstu tvo
tímana kíktu fram af og sáu Bjarg-
strenginn bláan klukkan sjö og
hugðu gott til glóðarinnar. Þeir
vildu þó renna aðeins á Breiðunni
áður, enda komu þeir að henni á
undan. Þeir komust aldrei á leiðar-
enda, þegar tveir tímar voru liðnir
og mál að skipta um svæði, lágu 9
laxar í valnum og sá tíundi kom á
flugu stuttu seinna úti á Kistuhyl.
Efra var það einkum Brúarhylurinn
sem gaf veiði, en lax fékkst einnig
á Heiðarendaflúð. Það voru fleiri
að veiðum fyrir neðan Æðarfossa,
selur sást, en hann forðaði sér áður
en hægt var að kveðja til byssu-
mann.
Eins og nærri má geta var þetta
allt stór og góður lax, 10—20
punda. Helgi Bjamason fékk
stærsta laxinn, 20 punda hæng, en
Helgi hefur verið stórlöxum skeinu-
hættur. Þannig fékk hann sex
20—22 punda laxa í ánni í fyrra-
sumar og hefur nú tekið upp
þráðinn þar sem frá var horfið. Þá
sagði Orri að einn 17 punda lax í
aflanum hefði verið merktur og þó
nokkuð af aflanum bæri þess merki
að hafa alist upp að hluta í gæslu
Norðurlax-mann. „Maður sér þetta
á kjálkunum á löxunum, þeir sær-
ast í prísundinni meðan þeir eru
seiði og þetta sést á þeim enn þeg-
ar þeir em fullvaxnir." Fróðlegt
verður að fylgjast með framvindu
mála í Laxá, því þetta er eins og
Orri segir, sú besta byijun sem um
getur í mörg ár og fullkomlega
sambærileg við sumarið 1978 þegar
metveiði varð í ánni.
Stórlaxabyrj un
í Kjósinni
Síðasta veiðisumar var sannkall-
að stórlaxasumar og það litla sem
liðið er af nýju veiðisumri gefur
fyrirheit um framhald á þeirri dýrð.
Tveir boltar vom meðal 15—20 laxa
sem veiddust fyrsta morguninn í
Laxá í Kjós, Jón Bjami Þórðarson
veiddi 21 punds hæng í Klingenberg
og Árni Þorvaldsson fékk 20 punda
hæng á Laxfossbreiðu. Báðir drek-
amir tóku maðk og vom erfiðir í
taumi.
Þrátt fyrir frísklega veiði sáu
menn ekki ýkja mikið af laxi og
var augljóst að stór laxatorfa, sem
menn sáu að leik og störfum fyrir
neðan Laxfoss fyrir viku síðan, var
á bak og burt, auðvitað gengin fram
Morgunblaðið/gg
Svona á að byija vertíðina: með
20 punda hæng. Ámi Þorvalds-
son er stoltur á svip og ekki að
ástæðulausu.
Morgunblaðið/Börkur Amarson
Davið Oddsson borgarsljóri rennir áhugasamur í Sjávarfoss, en í
þetta skipti gekk dæmið ekki upp.
í á. Vom menn að leita hennar
síðast er fréttist og hluti hennar
var fundinn við Pokafoss og í Hom-
hyl eða Fossinum í Bugðu. Þar tók
alkunn veiðikló, Garðar H. Svavars-
son, rispu fyrir útsendara Morgun-
blaðsins, tældi til sín 11 punda
hrygnu með Black Sheep, númer
10, og veiddi hana svo á rauða
Frances, númer 9, þegar svarti
Garðar H. Svavarsson velur sér
flugu við Bugðu í gærmorgun
sauðurinn vildi ekki tolla í kjafti
laxins. Tveir vænir laxar fylgdu
laxinum eftir meðan hann var
þreyttur. Þetta var þriðji laxinn hjá
Garðari, hina tvo „fann“ hann í
smábolla í flúðunum milli Laxfoss
og Kvíslafoss og dró þá þegar í
stað á þurrt. Er Morgunblaðsmenn
óku frá ánni var leigutakinn, Páll
Jónsson, að landa rígvænum laxi,
14—16 punda flykki, í Höklunum.
Við þetta má bæta, að laxinn er
genginn upp úr Bugðu í Meðalfells-
vatn, en þar hefur nú fyrsti laxinn
veiðst, nokkuð „fyrir tímann" ef
þannig mætti að orði komast. Þá
hefur silungsveiðin verið með ágæt-
um í vatninu og fiskurinn með
vænsta móti og þakka menn það
þrotlausri grisjun á ofvöxnum
stofninum síðustu árin.
Gott í Laxá á Ásum
Það er oft erfitt að fá nákvæmar
tölur úr Laxá á Ásum, en eftir því
sem Morgunblaðið kemst næst hafa
um 50 laxar veiðst í ánni og er það
með því albesta sem þar gerist
miðað við tíma. Mikill lax er sagður
genginn en hefur tekið frekar treg-
lega vegna mikilla kulda. Þannig
var veiðimaður nokkur í ánni fyrir
skömmu og fékk 5 laxa, tvo á
maðk, en þijá á flugu. Hann missti
hins vegar 7 flugulaxa og er það
til marks um hvað laxinn tekur
grannt í kuldanum. Þannig var
veðrið þegar þessi maður var í ánni,
að einungis Ijórða til fimmta hvert
flugukast heppnaðist, hin köstin
fuku öll aftur í land og það tók
kempuna tvo sólarhringa að fá dof-
ann úr andlitinu.
Sem fyrr segir er laxinn kominn
upp um alla á, alla leið upp í Mána-
foss, sem er að vísu ekki efsti
veiðistaðurinn, en með þeim efstu.
Þetta er stórfiskur, 8—17 punda
upp til hópa.
Núll í bæjarlæknum
Það taldist sannarlega til tíðinda,
að hvorki Davíð borgarstjóri né
aðrir gestir Stangveiðifélags
Reykjavíkur fengu lax er veitt var
í Elliðaánum í fyrsta skiptið á þessu
nýja veiðisumri. Er ár og dagur
síðan veiðin hefur verið á núlli við
opnun í Elliðaánum. Laxar plokk-
uðu ólundarlega í maðka Davíðs
snemma morguns í Sjávarfossi og
síðla morguns niður á Breiðu, en
lystin var ekki fyrir hendi.
Það gekk eitthvað af laxi í Elliða-
ámar fyrir svona viku, tíu dögum
síðan og tíu höfðu skráð sig í telj-
arakistunni í gær. Lax var að fínna
Flugan, rauð Frances, hefur hrifið, lax hefur tekið í Hornhylnum
og berst hatrammlega, en Garðar er enginn aukvisi og hefur betur.
Laxinn stekkur úti á breiðunni
Morgunblaðið/gg
En allt kemur fyrir ekki, hér
hampar Garðar laxinum og öðr-
um til.
í Teljarastreng, Sjávarfossi, á
Breiðunni og við „Steininn" og
blaðamaður Tímans taldi sig sjá
sporðakast á Húsbreiðu. En síðustu
daga hefur lítil hreyfing verið og
veiðin eftir því. Nú bíða menn
spenntir eftir stóra straumnum sem
væntanlegur er í vikulokin. Vonandi
rætist þá úr. Helst fyrr auðvitað.
Orðinn tregur í
Þverá/ Kjarrá
Eftir fríska byijun hefur veiðin
í Þverá og Kjarrá dottið nokkuð
niður og kenna menn fyrst og
fremst um björtu veðri, vatnskulda
og minnkandi vatni. Ekki sem sagt
skorti á laxi. „Þeir segja að það sé
nóg af laxi í ánni, hann sé bara
tregur,“ sagði Hörður Halldórsson
í veiðihúsinu á Helgavatni við Þverá
í Borgarfirði í gær. Hörður sagði
ennfremur: „Það komu t.d. bara 8
laxar úr allri ánni í morgun og það
gekk betur á Fjallinu heldur en hér
neðra hjá okkur. Sjö komu þar upp,
einn hér. Þá voru komnir 220 laxar
á land úr báðum hlutunum og þrátt
fyrir morguntölumar er jafnræði í
skiptingunni."
Stærsti laxinn vó 22 pund og
veiddi Sigurður Sigurðsson laxinn
í Kaðalstaðahyl á túbuflugu sem
heitir Traffic Warden. Meðalþung-
inn er hár, mældur 11,6 pund í
Kjarrá og svipaður neðra að mati
Harðar, en mikið ber á 12—16
punda löxum í aflanum og nokkrir
17—19 punda laxar hafa veiðst.
Nokkrir litlir draga meðalvigtina
hins vegar niður.
Reytist upp úr Norðurá
„Það hefur engin afgerandi
ganga sýnt sig héma og þeir em
trúlega enn að veiða úr þeim laxi
sem var að koma fyrstu dagana.
Þetta er þó reytingsveiði og menn
sjá alltaf nokkuð af laxi. Það em
komnir 83 laxar úr ánni hér á aðal-
svæðinu, sem ég veit um, og síðasta
holl fékk 25 laxa. Þar á undan
veiddust 14, en fyrsta hollið veiddi
vel, stjórn SVFR veiddi 44 laxa,“
sagði Guðni Einarsson kokkur f
veiðihúsinu á Rjúpnahæð við Norð-
urá í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Guðni sagði að laxinn væri nær
allur vænn, algeng stærð væri
9—11 pund og fáeinir 14 pundarar
væm stærstir. Mest veiðist fyrir
neðan Laxfoss og svo niður á
Stokkshylsbroti. Aðeins 8—10 laxar
hafa veiðst á Munaðamesveiðum
og í Stekknum, hins vegar vom í
gær komnir 28 laxar upp fyrir telj-
arann og trúlega hefur eitthvað
slæðst eftir öðmm leiðum. Menn
hafa eitthvað verið að þreifa fyrir
sér milli fossa, Laxfoss og Glanna,
en ekki fundið umrædda laxa enn
sem komið er.
Að lokum í bili
Veiði hefst nú í hverri ánni af
annarri og er fregna að vænta víða
að á næstu dögum. Sums staðar
má búast við góðri byijun, trúlega
víðast hvar. Þannig hafa menn víða
séð’ann þótt veiði sé ekki hafín, t.d.
í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Miðfjarðará
og Langá svo einhveijar séu nefnd-
ar. Byijunin að þessu sinni lofar
sannarlega góðu.
Eru
þeir að
fá 'ann
7
lS-