Morgunblaðið - 11.06.1987, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
49
Verkefnið heillar
eftirBjarna
Valdimarsson
Gróðurfarslega er ísland illa far-
ið. Vísa ég þar til álits Skógræktar
og Landgræðslu. Eftir er að laga
það sem úrskeiðis hefur farið. Virð-
ist það verk óendanlegt þó unnið
sé af kappi við áburðardreifingu
úr flugvél og tijáplöntun.
Fljótlega verður að láta móður
náttúru vinna verkið. Til þess að
svo megi verða þarf breytt girð-
inga- og búfjárlög og síðan
smávegis aðstoð manna við að
koma réttum jurtategundum á
áhrifaríkustu staðina. Frumskilyrði
þessarar uppgræðslu er friðun fyrir
búfé og eðlilegast er að girða það
af en hafa friðlöndin ekki girt sér-
staklega.
íslenska birkið sáir sér vel í mosa
en miður í grasrót. Þetta gerir það
að verkum að hagsmunir búfjáreig-
enda og friðunarmanna þurfa ekki
að rekast eins mikið á og ætla
mætti í fyrstu.
Allar mosabreiður neðan 300 m
hæðarlínu eru því bjarkarland nema
þar sem mest gætir seltu sjávar og
blautast er. Víða þarf maður að
framkvæma fyrstu sáningu og jafn-
vel plöntun þar sem vel hagar til
að nýta vinda til frædreifingar.
Fleiri tijátegundir gætu hugsanlega
komið til greina en ég þekki þær
ekki.
Alaska- lúpínan eykur nitrogen
í jarðvegi og þar með frjósemina.
Fræ lúpínu berast yfirleitt stutt.
TÖLVUSTÝRT hemlagreiningar-
tæki, það fyrsta sinnar tegundar
hérlendis, hefur verið tekið í notk-
un á bifreiðaverkstæðinu Lúkas
við Síðumúla. Getur það metið
ástand hemlabúnaðar bifreiða á
um það bil 6 mínútum og séð á
augabragði hvað að vanbúnaði er.
Það er fyrirtækið Icedent sem flyt-
ur tækið inn og sagði framkvæmda-
stjóri þess, Guðjón Ámason, að tæki
af þessari gerð væru einu tölvustýrðu
hemlagreiningartækin í heiminum.
„Hemlabúnaður bifreiða er einhver
mikilvægasti öryggisþáttur þeirra og
því er mikilvægt að honum sé gefínn
gaumur. Það hefur sýnt sig í þeim
nágrannalöndum okkar þar sem
reglugerð hefur verið sett um sér-
staka hemlaskoðun hefur slysum
fækkað töluvert," sagði Guðjón.
Hann tiltók síðan tölur þar að lút-
Þetta eru þungar baunir en þær
fara langt með vatni. Best er að
rífa lúpínu upp með rótum strax
og klaka leysir. Nýta jarðrakann
sem bráðnandi klaki gefur. Taka
lúpínurætur í sundur og planta þeim
strax, á mestu auðnir og svonefnda
lykilstaði. Við drög þar sem vatn
rennur í vetrarhlákum. Á staði þar
sem fjallavindar skrúfa upp mold
og sand og þar sem skafrenningur
er langvarandi og þrálátur. Verður
þá skjótara um lúpínudreifinguna
en menn ætluðu í fyrstu. Plöntuð
lúpínurót ber blóm og fræ strax á
fyrsta sumri. Til gamans, lúpína og
sigurskúfur eiga með afbrigðum vel
saman. Látir þú bút af sigurskúfs-
rót með lúpínurótinni skartar
auðnin bláum blómum að vori en
ástarrauðum síðsumars.
Ofnýtt land vill breytast í mosa-
þembu sé það friðað, þ.e.a.s.
graslendi. Þá er rétt að planta blá-
gresi hér og þar. Fleiri tegundir
koma til greina svo sem blómjurtir
eða hrútaber og jarðarber.
Sé laus sandur á landinu þarf
að koma þangað melgresi. Einnig
dafna vel í sandi ýmsar fallegar
strandplöntur, svo sem blálilja, þó
hún fari ekki sjálfkrafa inn í landið
af því hún notar sjóinn til frædreif-
ingar. Fræ blálilju berast ágætlega
með vatni, ekki þó móti straum.
Þess vegna er hún svo til eingöngu
við ströndina.
Rétt er og að koma melasól,
síberíusóley, umfeðmingi, sand-
baunagrasi og baldursbrá á rétta
staði séu þær ekki fyrir. Þar sem
andi frá Hollandi og Frakklandi, en
í Hollandi fækkaði slysum um 8% og
í Frakklandi um 13% vegna herts
eftirlits með hemlabúnaði. Guðjón
bætti þvi við að í Skandinavíu og
Þýskalandi hefði reglugerð af þessu
tagi verið í gildi nokkuð lengi og því
erfitt að henda reiður á fækkun slysa
þar af þessum völdum, en hann kvað
tryggingafélög í Bandaríkjunum vera
farin að gefa þessu umtalsverðan
gaum.
„ Auönir íslands gætu
orðið á fáeinum árum
einn allsherjar skrúð-
garður. Á eftir jurta-
gróðrinum glæðist
fuglalífið. Eftir vissan
tíma eru komin lífsskil-
jrrði fyrir villt verðmæt
spendýr sem vinsæl eru
í nágrannalöndum.“
snjór liggur lengi er rétt að athuga
með eini- og aðalbláber ef þetta
vantar á viðkomandi stað. Gult
baunagras dafnar vel í hraunum
og stóriburkni nýtur sín vel í hraun-
gjótum. Segja má líkt og völvan
forðum. Fátt er talið telja mætti
betur.
Maður fær sér aðeins trimmvinnu
fyrir áhugan einan. Móðir náttúra
sé um áframhaldið. Löngum hefur
farið betur að vinna með henni en
ekki í mót.
Auðnir íslands gætu orðið á fá-
einum árum einn allsheijar skrúð-
garður. Á eftir jurtagróðrinum
glæðist fuglalífið. Eftir vissan tíma
eru komin lífsskilyrði fyrir villt
verðmæt spendýr sem vinsæl eru í
nágrannalöndum. En fara þarf að
slíku með gát því erfítt getur verið
að laga mistök. Verkefnið heillar.
Baráttukveðjur til þjóðar með
hvatningu til starfa.
Eftirmáli: Vilji menn fá persónu-
lega skika til umráða þá hafa
íslendingar sérstöðu. Land í opin-
berri eigu er það mikið að hver
íslendingur getur fengið skika til
ræktunar jurta sem og eigin sjálfi
aðeins ef vilji valdamanna er fyrir
hendi.
Höfundur er bóndi á Leirubakka
í Landsveit i Rangúrvallasýslu.
MEIRA
EN
VENIULEG
MÁLNING
STEINAKRÝL
hleypir raka mjög auðveldlega í
gegnum sig, tvöfalt betur en
heföbundin plastmálning.
STEINAKRÝL er mjög veöurheldin
málning og hefur frábært alkaliþol
og viðloðun við stein.
STEINAKRÝL stendur fyrir sinu.
Morgunblaðið/KGA
Ton Tang.verkfræðingur bandariska fyrirtækisins Sun, sem fram-
leiðir tækið, leiðbeinir hér starfsmönnum bifreiðaverkstæðisins
Lúkasar um notkun tækisins. Við hlið hans stendur Guðjón Árna-
son, framkvæmdastjóri Icedent.
Tölvustýrt hemlagrein-
ingartæki tekið í notkun
Metur hemlabúnað bifreiða á 6 mínútum
SIEMENS
Kjörinn í mötuneyti, kaffistofur, sumarhús og svo
vitaskuld á venjuleg heimili.
Hann er venjulegur ofn, grillofn og
örbylgjuofn, allt í senn.
íslenskur leiðarvísir.
(juD0<3Cr®CÍ!D@DD@
SMITH& NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
• Útihurðir,
bílskúrshurðir,
svalahurðir
• Innihurðir
• Eldhúsinnréttingar,
baðinnréttingar
• Fataskápar
• Loftaklæðningar
• Þiljur
• Arnar o.m.fl.
©BÚÐIN ÁRMÚLA 17a
BYGGINGAWÓNGSTA SÍMAR 84585-84461