Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 58
Dómarar S B-flokki voru á einu máli um að Brjáni
bæri fyrsta sætið en hann og Sigurbjörn sigruðu
einnig í töltkeppninni.
Það var gott útlitið hjá Sævari og Kjarna eftir
forkeppnina í bæði B-flokki og töltinu en mánu-
dagurinn 8. júni verður sjálfsagt Sævari minnis-
stæður því þá varð hann að sjá af sigri i báðum
greinum og þótt annað sætið sé ágætt þá er fyrsta
sætið ennþá betra og vafalaust eiga þeir féiagar
eftir að hreppa það sæti á komandi keppnistíma-
bili.
Hvítasunnukappreiðar Fáks:
Gæðingarnir
stóðu fyrir sínu
Hörður Ármann Haraldsson kemur í mark á Mána frá Stórholti en
hann náði bestum árangri knapa 17 ára og yngri í 250 metra skeiði
og hlaut þar með bikar að launum.
Það er torsótt
Ieiðin i fyrsta
sætihjáHelj-
ari frá Stóra-
Hofi en hann
var nú sýndur
í þriðja sinn i
gæðinga-
keppni Fáks
oghefur hann
tvisvar hafn-
að í öðru sæti.
Knapi var nú
sem fyrr Al-
bert Jónsson.
Ný stjarna í skeiðinu
________Hestar
Valdimar Kristinsson
Hvítasunnukappreiðar hafa
ávallt verið stór viðburður í hug-
um fjölda Reykvíkinga og jaf nvel
utanbæjarmanna hin síðari ár.
Upphaflega voru það kappreið-
arnar sem drógu að sér athyglina
þvi gæðingakeppnin og annars-
konar sýningar komu ekki fyrr
en löngu seinna inn í myndina.
Ekki var óalgengt að kringum
tvö þúsund manns mættu á vöU-
inn sem þá var við EUiðaámar
og fylgdist með af miklum
áhuga. Segja má að nú sé öldin
önnur því að því er best verður
séð hefur áhugi fyrir kappreið-
um dvínað svo mjög að við blasir
að hætt verði keppni í stökk-
greinum innan fárra ára ef fer
sem horfir. Vinsældir skeiðsins
virðast þó alveg halda sér og þá
einnig áhuginn fyrir gæðinga-
sýningum. Eru nú hestamenn
komnir á tímamót þar sem heild-
arsamtök hestamanna verða að
fara að gera það upp við sig
hvort hætt verði að hafa brokk
og stökk sem opinberar keppnis-
greinar á hestamótum. Ef menn
telja að halda eigi áfram með
þessar greinar er ljóst að eitt-
hvað róttækt þarf að gera tíl að
endurvekja þá miklu keppni og
spennu sem ríkt hefur sérstak-
lega í kringum stökkgreinamar.
Líta ber á nýafstaðnar hvíta-
sunnukappreiðar Fáks sem
fyrstu alvarlegu ábendingu um
það sem er að gerast í þessum
efnum.
Glæsilegfir gæðingar
að venju
Nær undantekningalaust hefur
gæðingakeppnin hjá Fáki verið sú
besta á félagsmóti ár hvert enda í
fullkomnu samræmi við stærð fé-
lagsins. Þátttakan nú var heldur
minni en verið hefur undanfarin ár
en hið sama verður ekki sagt um
gæði hrossanna. Það er reyndar
alltaf erfitt að bera saman gæði
einstakra sýninga milli ára jafnvel
þótt við höfum einkunnimar til
samanburðar en fullyrða má að
ekki hafí það verið lakara nú en
undnanfarin ár.
í A-flokki sigraði stórglæsilegur
hestur, Þokki frá Höskuldsstöðum
undan Hrafni 802, og þykja það
ekki stórtíðindi að fram komi glæsi-
hestur undan honum, svo marga
gæðinga hefur hann nú þegar gefið
af sér. Sigur Þokka var nokkuð
öruggur því hann var efstur eftir
forkeppnina og þegar að skeiðinu
var komið í úrslitunum virtist allt
stefna í öruggan sigur. Keppendum
var gefínn kostur á tveimur sprett-
um og fór fyrri spretturinn forgörð-
um hjá Þokka og Ingimar
Ingimarssyni og fór þá að fara um
þá sem ætiuðu honum sigur.I seinni
sprettinum gekk þetta eins og í
sögu og sigurinn þar með tryggð-
ur. Þokki var einnig valinn glæsi-
legasti hestur mótsins af leynilegri
dómnefnd.
í B-flokki var keppnin meira
spennandi en þar varð efstur í for-
keppni Kjami frá Egilsstöðum en á
hæla honum kom Brjánn frá Hólum.
í úrslitunum hafði Bijánn og eig-
andi hans, Sigurbjöm Bárðarson,
betur en Sævar Haraldsson sem sat
Kjama. Eru þessir tveir hestar
óneitanlega ffamúrskarandi gæð-
ingar og er ánægjulegt hvað Kjami
hefur bætt sig mikið frá því í fyrra
og Bijánn hefur aldrei verið jafn
góður og nú en hann hefur tekið
þátt í nokkrum mótum í vor með
misjöfnum árangri en þama small
allt í liðinn og þá var ekki að sökum
að spyija. Sigurbjöm og Bijánn
sigmðu einnig í töltinu.
Oft hefur verið amast við því að
ekki væru til neinar reglur hvemig
úrslitakeppni ætti að fara fram og
hafa menn haft nokkuð fijálsar
hendur um framkvæmd hennar.
En nú virðist gæðinga- og ungl-
inganefnd LH hafa samið reglugerð
um þetta efni en eitthvað virðist
kynning á henni hafa mistekist því
fjöldinn allur af dómurum virðist
ekki hafa hugmynd um tilvist reglu-
gerðarinnar. Eftir því sem næst
verður komist var farið eftir þess-
ari reglugerð nú og má segja að
úrslitakeppnin hafí heppnast með
ágætum en þó væri athugandi hvort
ekki sé skemmtiiegra fyrir áhorf-
endur ef röðun í sæti væri lesin upp
eftir hvert atriði, þ.e. tölt, brokk
og yfírferð (tölt eða skeið). Með því
móti yrðu áhorfendur meira þátt-
takendur í leiknum. En í heildina
var þetta áhugaverð gæðinga-
keppni gjá Fáki eins og við var að
búast mikið, af góðum hestum og
jöfn og spennandi keppni.
Börnin vel ríðandi
Unglingastarfið hjá Fáki hefur
verið með miklum ágætum undan-
farin ár og má segja að það sem
fyrir augu ber sé endurspeglun af
árangrinum af því starfí. En það
er ekki nóg að sjá krökkunum fyrir
góðum reiðkennurum því besti reið-
kennarinn er að sjálfsögðu góður
hestur og þeir Fáksmenn eru ónískir
á að eftirláta krökkunum góða
hesta. Var ekki laust við að maður
öfundaði krakkana af hestunum svo
góðir sem þeir voru.
Þótt unglingamir í eldri flokki
hafi skilað sínu hlutverki prýðilega
voru menn almennt sammála um
að það væri ennþá betra hjá þeim
yngri og er mér til efs að sést hafi
jafn vel ríðandi krakkar á einu
móti í þessum aldursflokki. í eldri
flokki sigraði Ragnhildur Matthías-
dóttir á Bróður frá Kirkjubæ en hún
vann sig upp úr öðru sæti í það
fyrsta í úrslitunum. En Edda Sól-
veig Gísladóttir gerði gott betur því
hún vann sig upp úr þriðja sæti upp
í það fyrsta á hestinum Janúar frá
Keldnakoti sem er reyndar skráður
undir nafninu Máni frá Hnausum.
Ný stjarna í skeiðinu
Eins og kemur fram í upphafí
greinarinnar virðist sem hestamenn
standi á krossgötum varðandi
stökkgreinamar í kappreiðum og
er lítið meira um þann hluta kapp-
reiðanna að segja. Þó má skjóta
því hér inn í að Neisti frá Hraunbæ,
sem verið hefur ósigrandi í brokkinu
undanfarið, náði góðum tíma, 31,4
sek., og er nú orðið tímabært að
hann geri alvöru úr því að slá gild-
andi met í 300 metra brokki því
það hefur lengi aðeins vantað
herslumuninn upp á. En það var
skeiðið sem allra augu beindust að
og öllum á óvart sigraði óþekkt
hross með óþekktan knapa í 250
metra skeiðinu og það ekki ómerki-
legri hest en sjálfan methafann í
bæði 150 og 250 metrunum, Leist
frá Keldudal. Hér vom á ferðinni
Freyja 6581 frá Efstadal og Jóhann
Valdimarsson og tíminn 22,5 sek.
sem er reyndar ótrúlega góður tími
því brautin á Víðivöllum var óvenju
slæm að þessu sinni. Nýlega var
keyrt nýju efni á hluta brautarinnar
Verðlaunahafar í eldri flokki unglinga, frá hægri talið sigurvegar-
inn Ragnhildur Matthíasdóttir á Bróður, Ingibjörg Guðmundsdóttir
á Þyrli, Friðrik Hermannsson á Þresti, Auðunn Kristjánsson á
Nökkva og Guðrún Valdimarsdóttir á Tígli.
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Verðlaunin eru vegleg í A-flokki gæðinga, tveir bikarar og annar
þeirra í yfirstærð. Ingimar á Þokka lét sig þó ekki muna um að
taka við þeim báðum án þess að stiga af baJki. Aðrir á myndinni eru
Albert á Heljari, Sigvaldi á Tinna, Þórir Örn á Funa og Hinrik á
Glaumi.
Efstir í B-flokki gæðinga frá vinstri talið sigurvegarinn Brjánn og
Sigurbjöm, Kjami og Sævar, ísak og Hafliði, Stelkur og Ragnar
og Stjömublakkur og Reynir.