Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 64
CTTT
TTTT'T,.r>/rTrT rTTrr A T<TT/TTT»'vrr
64 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
Þorey S. Péturs-
dóttir -
Fædd 9. desember 1916
Dáin31.maí 1987
I dag, fimmtudaginn 11. júni, verð-
ur til moldar borin amma okkar,
Þórey Sigríður Pétursdóttir.
Hún fæddist í Húsey í Skagafirði
en ólst upp hjá fosturforeldrum á
Reykjarhóli í sömu sveit. Hún fluttist
ung til Reykjavíkur og réðst í vinnu-
mennsku f Eskihlíð.
Tvítug að aldri eignaðist hún sitt
fyrsta bam. 1942 giftist hún Sigur-
jóni Karel Guðmundssyni. Þeim varð
flögurra bama auðið en fyrsta bam
þeirra lést í bamæsku.
Fyrstu árin bjuggu þau á Seltjam-
amesi en síðar í Laugamesi. Arið
1955 hófu amma og afi af eigin
rammleik að byggja sér hús á Tungu-
vegi 21 og fluttu þar inn tveimur
árum síðar. Á þessum árum sem og
alltaf lögðu þau hart að sér og sam-
Minning
hliða húsmóðurstarfínu vann amma
hin ýmsu störf. Á Tunguveginum
bjuggu þau allt til ársins 1968 er afí
lést, en þá fluttist amma á Laugaveg
70b og bjó þar allt til síðasta dags.
Þær vom ófáar stundimar sem
amma eyddi með okkur hin síðari ár,
okkur öllum til mikillar ánægju.
Amma var litillát og lét aldrei fara
mikið fyrir sér, en við fundum alltaf
fyrir hlýju hennar.
Okkar síðustu samverustundir
vom í þær þijár vikur snemma á
þessu ári er hún annaðist okkur af
miklum dugnaði þegar foreldrar okk-
ar vom erlendis. Það var ekki að sjá
að amma væri að veikjast af sjúk-
dómi þeim sem átti eftir að bera
hana ofurliði.
Við kveðjum nú ömmu okkar með
söknuði og trega og munum ávallt
minnast hlýju hennar, hjálpsemi og
lífsgleði sem einkenndi allt hennar
+ Elskuleg systir okkar og mágkona,
IDA GOTHEDSEN f. FENGER,
andaöist í Viborg 9. júní.
Hilmar Fenger, Borghildur Fenger,
Garðar Fenger, Kristfn F. Fenger,
Geir U. Fenger, Kristfn G. Fenger,
Unnur Fenger, Ebba Hvannberg. Ingólfur Viktorsson,
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN GUÐMUNDSSON,
Heiðargerði 11,
Akranesi,
andaöist 9. júní sl. í Sjúkrahúsi Akraness.
Jarösett verður frá Akraneskirkju kl. 14.00 föstudaginn 19. júní nk.
Sigríður Steinsdóttir,
Eysteinn Jónsson, Jóna Þorgeirsdóttir,
Unnur Jónsdóttir, Svavar Karisson,
Björn Jónsson, Sigríður Ketilsdóttir,
Steinn Þór Jónsson, Eva Þorkelsdóttir,
Elsa Jónsdóttir, Jón Haukur Bjarnason,
Guðmundur Jónsson, Þorbjörg Björnsdóttir,
Ólafur Jónsson, Kristfn Sigurðardóttir,
Sigurjón Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR GRÖNVOLD
er látin.
Aðstandendur.
+
Jarðarför
ARNDÍSAR SKÚLADÓTTUR
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. júní kl. 13.30.
Othar Hansson,
Lára Hansdóttir,
Eiín Hansdóttir,
Hrafnhildur Hansdóttir.
+
Hjartkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
EGILLTH. SANDHOLT,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12.
júní kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vilja minnast
hans eru beönir aö láta Samband íslenskra kristniboðsfélaga eða
KFUM í Reykjavík njóta þess.
Sigríður M. Sandholt.
Stefán Sandholt, María I. Aðalsteinsdóttir,
Gunnar M. Sandholt, Hólmfríður K. Karlsdóttir
og barnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HJÖRTUR GUÐMUNDSSON,
verður jarösunginn frá Fossvogskirkju f dag, fimmtudaginn 11.
júní, kl. 10.30.
Þeir sem vildu minnast hins látna er bent á Dvalarheimiliö Jaðar,
Ólafsvík.
Zakarfas Hjartarson, Ester Guðmundsdóttir,
Hjörtfrfður Hjartardóttir, Jón Steinn Halldórsson,
Gunnar Hjartarson, Guðrún Guðmundsdóttir,
og barnabörn.
Minning:
Hólmgrímur Sigurðs-
sonfrá Ystu-Vík
líf. Við viljum þakka henni fyrir alla
þá ást og hlýju sem hún veitti okkur
öllum og biðjum Guð að blessa minn-
ingu hennar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Addi, Stebbi, Eyþór og Ellert.
Fæddur 9. febrúar 1901
Dáinn 20. mai 1987
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftamjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
semenginnívökusér.
(Davíð Stefánsson)
Afí er dáinn. Daginn áður en
vorprófín hófust hjá mér, daginn
sem veðrið var einmitt svo yndis-
legt, kvaddi afí þennan heim.
Hann hét Hólmgrímur og var
fæddur að Hrauni í Aðaldal þann
9. febrúar 1901. Foreldrar hans
voru Sigurður Jónasson og Kristín
Þorgrímsdóttir. Þeim hjónum varð
ijögurra bama auðið. Pétur var
þeirra elstur. Hann lést á fertugs-
aldri frá eiginkonu og tveimur
dætrum. Hólmgrímur var næstelst-
ur, því næst kom Jónasína Þorbjörg,
sem býr að Hrauni í Aðaldal og
yngst var Sólveig, er lést aðeins
tólf ára gömul. Jónasína frænka
hefur nú kvatt öll ástkær systkini
sín hinstu kveðju. Hún og afí voru
mjög samrýmd og ég veit að sökn-
uður hennar er sár. Ég vil koma á
framfæri fyrir hana innilegu þakk-
læti fyrir allar liðnu stundimar.
Þegar afi var tuttugu og fímm
ára gamall kvæntist hann ömmu
minni, Margréti Bjamadóttur frá
Grýtubakka í Höfðahverfí. Ungu
hjónin hófu fljótlega búskap að
Dæli í Fnjóskadal. Eftir um það bil
átján ára búsetu þar fluttust þau
að Ystu-Vík í Giýtubakkahreppi,
þar sem þau ráku fyrirmyndarbú í
mörg ár. í október 1981 veilctist
afí og var fluttur á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Þaðan átti
hann ekki afturkvæmt. Amma lést
13. mars á fyrra ári.
Lífíð var þeim hjónum oft á tíðum
erfítt. Um sumarið 1934 veiktist
afí hastarlega. Hann lá fram á
haust á sjúkrahúsi á Akureyri og
veturinn eftir var hann á Kristnes-
hæli. Amma var þá ein heima með
þijú ung böm og gætti búsins. Um
vorið kom afi aftur heim en í marga
vetur eftir þetta átti hann við mik-
il bijóstþyngsli að stríða. í þessum
erfíðleikum held ég að óbilandi
kjarkur þeirra og trú á Guð hafi
hjálpað þeim mikið.
Áfí og amma eignuðust fjögur
böm er upp komust. Það em Sig-
urður, Kristín, Bjami og Snjólaug
Bergljót. Einnig eignuðust þau
stúlkubarn, sem lést skömmu eftir
fæðingu.
Þegar ég hugsa til baka er margs
að minnast. Ég á svo margar góðar
minningar, sem ég er þakklát fyrir
að eiga. Minningar frá því er afí
var enn heilsuhraustur og bjó í
Ystu-Vík, minningar um góðan afa,
sem mér þótti vænt um og sem ég
bar virðingu fyrir. Oft á tíðum
fannst mér hann vera strangur við
mig og hin bamabömin sín, en ég
veit að hann vildi okkur vel. Hann
vildi undirbúa okkur vel fyrir lífíð,
sem við áttum framundan, því hann
vissi hvað lífsbaráttan var hörð.
Hann hrósaði okkur þegar við gerð-
um vel og þegar miður fór útskýrði
hann hvað væri rangt og hvemig
ætti að breyta rétt.
Afí var mikill náttúmunnandi.
Mér virtist hann þekkja hveija ein-
ustu plöntu og hvem einasta fugl.
Það var afí, sem kenndi mér að
þekkja hrossagaukinn og það var
einnig hann, sem kenndi mér að
þekkja máv og kríu í sundur. Afí
var gestrisinn og hafði gaman af
að hitta annað fólk. Hann var rök-
fastur og hélt ætíð sínu statt og
stöðugt fram. Hann hafði mikinn
áhuga á ættfræði og oftar en ekki
spurði hann þann, sem hann hitti
í fyrsta skipti, hverra manna hann
væri. Það var eins og hann gæti
aldrei fullnægt fróðleiksfysn sinni
um ættir og uppmna manna. Afi
var tengdur óijúfanlegum böndum
við náttúmna. Sveitin var hans líf
Birting af-
mælis og
minningar-
greina
Morgunblaðið tekur af-
mælis- og minningargreinar
til birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í
Aðalstræti 6, Reykjavík og á
skrifstofu blaðsins i Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
+
Útför systur okkar,
INGIBJARGAR S. JÓNSDÓTTUR
frá Staðarbjörgum,
ferframfrá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaglnn 12. júní kl. 13.30.
Sigurlaug Jónsdóttir,
Jónanna Jónsdóttir,
Vilhelm Jónsson.
+
JÓNAS SIGURÐUR JÓNSSON
forstjóri,
Blikahólum 12, Reykjavfk,
verður jarðsunginn í dag, fimmtudaginn 11. júnf, kl. 13.30 frá
Fossvogskapellu.
Eiginkona og börn.
+
Faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi,
JÚLÍUS JÓNAS ÁGÚSTSSON,
Langholtsvegi 208, Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 12. júni kl. 15.00.
Ragnheiður Júlfusdóttir,
Guörún Júlíusdóttir,
Þröstur Júlfussson,
Bjarki Júlfusson,
Ágúst Benediktsson,
Guðrún Elnarsdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
KATRÍN H. JÓNASDÓTTIR,
Stórholti 18, Reykjavfk,
verður jarösungin frá kirkju Óháða safnaöarins föstudaginn 12.
júní kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Bjargarsjóö í kirkju
Óháöa safnaðarins.
Matthildur Marteinsdóttir,
Guðlaug Marteinsdóttir,
Halldór Marteinsson, Anna Aradóttir,
Jónas Marteinsson, Björg Marfsdóttir.
+
Faðir okkar og afi,
ÓSKAR HALLDÓRSSON,
stýrimaöurá Djúpbátnum Fagranesinu,
fsafirði,
verður jarðsunginn þriðjudaginn 16. júní frá Fossvogskirkju kl.
15.00. Kveðjuathöfn fer fram frá fsafjaröarkirkju föstudaginn 12.
júní kl. 14.00.
Guðný Óskarsdóttir,
Erling Þór Jónsson,
Jón Þór Erlingsson.