Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 65

Morgunblaðið - 11.06.1987, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987 65 og yndi. Sveitastörfin fórust honum vel úr hendi, enda var um einstak- lega verklaginn mann að ræða. Hann var natinn við skepnur og ég efast ekki um að þeim leið vel í hans umsjón. Afi var mikið snyrti- menni og vildi hafa allt í röð og reglu. Búið hans bar greinilegan vott um það, því það var vel hirt og snyrtilegt. Ég man hversu gott það var að leita til afa þegar eitthvað bjátaði á. Hann hafði alltaf einhverjar lausnir. Hann var svo stór og traustvekjandi, hann var alltaf sá sterki, sem gott var að vita af og hægt var að treysta á. Þegar ég heimsótti hann var hann vanur að spyrja frétta úr minni sveit og ég lagði mig alla fram við að svara því sem ég vissi. Mér fannst svo gaman að geta gert eitthvað fyrir hann. Hann var alltaf svo þakklát- ur. Þó afi væri oft alvarlegur þá gat hann einnig verið gamansamur og oft á tíðum stríðinn, hann var hugulsamur og traustur vinur. Nú hefur afi fengið hvíldina. Hann vissi að hverju dró og hann var undir það búinn. Hans tími var kominn, það vissi hann. Tveimur dögum fyrir andlát hans dvaldi ég hjá honum um stund. Þá var mjög af honum dregið en þrátt fyrir það opnaði hann augun annað slagið og kinkaði kolli til mín, svona rétt eins og til að láta mig vita að hann vissi af mér. Hann var alltaf jafn hugulsamur og handtak hans var þéttingsfast eins og alltaf. Ég þakka afa fyrir allt sem hann kenndi mér og allt sem við áttum saman. Ég flyt starfsfólki B-deildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri kærar þakkir frá ættingjum. Elsku Jónasína og þið öll hin. Nú eru þrautir afa á enda; nú er afi aftur hjá ömmu. Við eigum minningar um góðan mann og in- dæla konu. Við skulum geyma hana vel. Kristín S. Bjarnadóttir Sambyggðar trésmíðavélar t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓREY S. PÉTURSDÓTTIR, Laugavegi 70b, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. júní kl. 15.00. Gróta Þórs, Kristján Normann, Þorgerður Sigurjónsdóttir, Björn Stefánsson, Guðmundur Sigurjónsson, Auður Kjartansdóttir, Karel Sigurjónsson, Kristfn Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, EGGERTS KLEMENZSONAR, Skógtjörn, Álftanesi, Lilja Óskarsdóttir, Auðbjörg Eggertsdóttir, Bragi Halldórsson, Klemenz Eggertsson, Ingibjörg Jónasdóttir, Sigurður Eggertsson, Helga Sigurðardóttir, Erla Stringer, Gerald F. Stringer og barnabörn. t Ölium þeim fjölmörgu sem vottuöu okkur samúð og hýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, frá Grundarbrekku, sendum við alúöarþakkir. Drottinn blessi ykkur. Jóhann Jónasson, Hilmar Jónsson, Ester Árnadóttir, Einar Jónasson, Halldóra Traustadóttir, Sigurbjörg Jónasdóttir, Viðar Óskarsson, Magnús Jónasson, Guðfinna Óskarsdóttir, og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móöur okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNARÞÓRÐARDÓTTUR frá Syðri Hraundal. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. LOKAÐ Skrifstofur okkar verða lokaðar í dag, 11. júní, eftir hádegi vegna jarðarfarar ÞORSTEINS EGILSON. Frón hf. Símar 35408 - 83033 VESTURBÆR AUSTURBÆR Dunhagi Laugavegur1-33o.fl. Hjarðarhagi Leifsgata UTHVERFI Álftamýri Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför manns- ins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS GUÐMUNDSSONAR, Álfhólsvegi 66, Kópavogi. Þökkum starfsfólki á deild 4A Borgarspítala fyrir góða umönnun í veikindum hans. Friðrika B. Líkafónsdóttir. Gunnar B. Gunnarsson, R. Sigrfður Gunnarsdóttir, Bjarney S. Gunnarsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Erla Gunnarsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Jóhannes Gunnarsson, Hannes Kristinsson, Böðvar Böðvarsson, Jón OddurJónsson, Erling Andresen, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og jaröarför HILDIGUNNAR EINARSDÓTTUR, Bjarkarstíg 3, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækningadeildar FSA og starfsfólki deildar 11G á Landspítalanum. Steinar Þorsteinsson, Þór Steinarsson, Guðrún Siija Steinarsdóttir, Þórdfs Steinarsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Einar Kristjánsson, Lára Sigurjónsdóttir, systkini og tengdafólk. + Innilegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför INGIMARS KARLSSONAR, Langagerði 15. Guðrún Guðnadóttir, Snorri Ingimarsson, Sunna Guðlaugsdóttir, Guðni Ingimarsson, Guðný Benediktsdóttir, Kristin Sigþrúður Ingimarsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Aldfs Ingimarsdóttir, Atli Karl Ingimarsson, Svanlaug Dögg Snorradóttir, Stefán Karl Snorrason. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, ÓLAFS Þ. SIGURÐSSONAR. Sigrfður Davfösdóttir, börn og tengdabörn. Þökkum auðsýnda samúö við andlát og jarðarför ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR frá Vestra-Fiflholti. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. Bodsmót Taflfélags Reykjavíkur 1987 hefst á Grensásvegi 46 mánudag 15. júní kl. 20.00. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi þannig: 1. umferö mánudag, 15. júní..........kl. 20.00 2. umferð föstudag, 19. júni.........kl. 20.00 3. umferö mánudag, 22. júni..........kl. 20.00 4. umferð miðvikudag, 24. júní.......kl. 20.00 5. umferð föstudag, 26. júní.........kl. 20.00 6. umferð mánudag, 29. júní..........kl. 20.00 7. umferð miðvikudag, 1. júlí........kl. 20.00 Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími er 1V2 klst. á fyrstu 36 leikina, en síðan V2 klst. til viðbótar til að Ijúka skákinni. Engar biðskákir. Skráning þátttakenda fer fram í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20.00-22.00. Lokaskráning verður sunnudag, 14. júníkl. 20.00-23.00. Taflfélag Reykjavíkur, Grensásvegi 44-46, Rvk. Símar: 8-35-40 og 68-16-90.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.