Morgunblaðið - 11.06.1987, Qupperneq 76
76
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
SIGLINGAMENN eru sem óðast
að ýta bátum úr vör. Kjalbátar
jafnt sem kænur hafa þegar
verið hreinsaðlr og yfirfarnir
þannig að flestir bátar eru til í
slaginn á sumri komanda.
Margt verður sér til gamans
gert í sumar. Nokkrir huga að
landsiglingum, hér við land eða
erlendis. Aðrir eigendur stærri
báta huga að ferð kring um
landið.og margir munu kanna
Breiðafjörð, fsafjarðardjúp eða
Eyjafjörö.
Hátt ber einnig keppnishald
sumarsins fyrir þá sem hafa
gaman af að etja kappi hverjir
við aðra. Siglingasamband ís-
lands hefur gefið út skrár þar
sem skipulögð er keppni á kæn-
um, seglbrettum og kjalbátum.
Nefna má íslandsmótin sem
haldin verða í júlí og ágúst,
Landsmót UMFÍ á Húsvík, svo
og Faxaflóamótið sem verður
keppni til Ólafsvíkur í tilefni af-
mælis bæjarins, en siglingafólki
hefur verið heitið að það veröi
velkomið og því betur tekið á
móti sem fleiri mæta.
Hæst ber þó þann áhuga sem
Gunnlaugur Jónasson, úr sigl-
ingaklúbbnum Ými í Kópavogi,
hefur á kappsiglingum, en Gunn-
laugur hefur nú undanfarin ár
helgað siglingum allan frítíma
sinn og fjármuni. Gunnlaugur
stundar nám í Ósló og hefur átt
þess kost að æfa með norska
meistaraliöinu. Haraldur Ólafs-
• Gunnlaugur og Haraldur við
Ólympfubátinn 470 á æfinga-
móti f Kaupmannahöfn nýlega.
son, sem einnig stundar nám í
Ósló, hefur nú undanfarið verið
í áhöfn hjá Gunnlaugi og hafa
þeir félagar staðið vel fyrir sínu
og sigrað á mörgum mótum í
Noregi, þannig að norskum þykir
nóg um. Nýlega urðu þeirfélagar
í þriðja sæti á norska meistara-
mótinu á Ólympíubátnum 470.
Ekki iáta þeir Noreg duga sem
keppnissvæði heldur hafa þeir
nú í ár og í fyrra sótt flest sterk
siglingamót í Evrópu þar sem
þeir hafa getað tekið þátt í á bát
sínum, Ólympíubátnum 470. ( ár
byrjuðu þeir með keppni í Frakkl-
andi og urðu í 11. sæti af 160
keppendum, en næsta stórmót
þeirra var Copenhagen Spring
Series 14,—17. maí sl. þar sem
þeir urðu í 24. sæti af 60 kepp-
endum.
Enn munu þeir halda áfram
keppni og eru næstu mót Kílar-
vikan í V-Þýskalandi 20. júní —
5. júlí, E.O.P. á 470 í Svíþjóð
15.—22. ágúst og Norðurlanda-
meistaramótið í Árósum 14.—18.
október í haust.
Á milli þess sem keppt er á
mótum eru þeir félagar við æf-
ingar alls staðar sem tækifæri
gefst til hvort heldur er í Suður-
eða Norður-Evrópu, en lengst
hafa þeir félagar sótt til Júgó-
slavíu sl. sumar, ef frá er talin
þátttaka þeirra Gunnlaugs og
Jóns Ólafssonar á síðustu
Ólympíuleikum.
Þeir félagar hafa sýnt fádæma
Gunnlaugur Jónasson, til vinstri, og Haraldur Ólafsson. Þeir hafa
staðið sig vel á mótum að undanförnu.
dugnað og hörku undanfarin ár,
einkum ef borin er saman að-
staða þeirra og annarra kepp-
enda. Flestir ef ekki allir aðrir
keppendur hafa mikin stuðning í
sínu farteski. Þjálfarar og aðstoð-
armenn eru fyrir hendi og fjár-
munir eru ekki látnir hindra
framgang. Aðstaða þeirra félaga
er stuðningur fjölskyldna þeirra
beggja ásamt iítils háttar fram-
lagi frá Siglingasambandi íslands
og Ólympíunefnd, stuðningi sem
mikils er verður og viðurkenndur
af þeim fólögum.
KrÓII.
Archibald skoraði
tvö gegn Espanol
• Steve Archibald
STEVE Archibald skoraði bæði
mörk Barcelona f 2:1 sigri gegn
Espanol um helgina í spönsku 1.
deildarkeppninni f knattspyrnu,
en þau dugðu skammt þar sem
Real Madrid vann Mallorca 4:0
og heldur tveggja stiga forskoti
á toppnum, þegar tvær umferðir
eru eftir.
Leik Barcelona og Espanol var
lokið, er leikur Real hófst, en Terry
Venables, þjálfari Barcelona, lét
færa sinn leik fram um tvo tíma
til að auka álagið á Real. En leik-
menn Real tvíefldust og sigruðu
örugglega á erfiðum útivelli.
Butragueno skoraði fyrsta markið
og Martin Vazquez bætti öðru við
fyrir hlé. í byrjun seinni hálfleiks
var Damian Ámer hjá Mallorca
sýnt rautt spjald, Rafael Gordillo
skoraði þriðja mark Real og gaf á
Manuel Sanchis, sem innsiglaði
sigurinn.
Real leikur gegn Zaragoza á úti-
velli um næstu helgi og fær síðan
Espanol, sem er í þriðja sæti, í
heimsókn í síðasta leik. Barcelona
á Sporting Gijon og Zaragoza eft-
ir, en verði Real og Barcelona jöfn
að stigum að þessum leikjum lokn-
um, verður Barcelona meistari
vegna innbyrðis leikja liðanna.
|
0 Pétur Pétursson f hinum nýja
búningi KR.
Diamantino
sá um Sporting
BENFICA sigraði í portúgölsku I þriðja árið f röð — varð deildar-og
bikarkeppninni f knattspyrnu | bikarmeistari f nfunda sinn, er lið-
Bikarinn
til Napólí?
DEILDARMEISTARAR Napólf eru
á góðri leið með að sigra einnig
f bikarkeppninni f knattspyrnu á
ítalfu, en þeir unnu Atalanta 3:0
f fyrri úrslitaleiknum.
Fyrri hálfleikur var markalaus
ög léku gestirnir, sem féllu í 2.
deild í vor, stífan varnarleik, en
leikið var í Napólí. í seinni hálfleik
hertu Maradona og félagar sókn-
ina og skoruðu Alessandro Renica,
Ci^o Muro og Salvatore Bagni
mörkin á tíu mínútum.
ið vann Sporting 2:1 f úrslitaleikn-
um um helgina. Diamantino,
miðherji, skoraði bæði mörk
Benfica, en Marion minnkaði
muninn tíu mfnútum fyrir leikslok.
John Mortimer, framkvæmda-
stjóri meistaranna, sagði starfi
sínu lausu skömmu eftir leikinn,
en hann gerði þriggja ára samning
við félagið fyrir tveimur árum. „Ég
get ekki starfað með mönnum,
sem vilja ekki vinna með mér,“
sagði Mortimer, sem er 52 ára.
Þrátt fyrir góðan árangur heima
fyrir, hefur Benfica ekki staðið sig
vel í Evrópukeppni undanfarin ár
og það sætta stjórnendur félags-
ins sig ekki við — vilja endurheimta
forna frægð, en ekki vera í skugga
Evrópumeistara Porto. Því kom
afsögnin ekki á óvart, en eftirmað-
ur hefur ekki verið ráðinn.
Völler
^krifaði^
undir
hjá Roma
RUDI Völler, miðherji Vestur-
Þýskalands, lék ekki með Werder
Bremen um helgina, heldur fór
til Ítalíu og skrifaði undir þriggja
ára samning við Roma.
Roma olli vonbrigðum í vetur
og náði ekki Evrópusæti í vor. Því
var Völler keyptur, en Klaus
Bergreen frá Danmörku verður að
víkja, þar sem aðeins tveir erlend-
ir leikmenn mega vera í sama liði
og Pólverjinn Boniek verður áfram
í framlínunni.
Bremen fékk um sjö milljón þýsk
mörk fyrir Völler eða um 150 millj-
ónir íslenskar, en hrein mánaöar-
laun hans verða jafnvirði um einna
milljóna íslenskra króna.
KR með
Útsýn
KNATTSPYRNUDEILD KR hefur
gert auglýsingasamning við
Ferðaskrifstofuna Útsýn og leika
meistara- og fyrsti flokkur f bún-
ingum með auglýsingu fyrirtækis-
ins.
Auk beinna greiðslna styrkir
Útsýn knattspýrnuskóla deildar-
innar og einnig sérstakan skóla,
sem verður síðustu viku í júní, þar
sem kennarar verða frægir at-
vinnumenn og má þar nefna
Tahamata frá Hollandi, Arnór
Guðjohnsen, Sigurð Jónsson og
Pótur Pétursson. Þá munu áhorf-
endur á heimaleikjum KR velja
besta mann KR og verður þeim
stigahæsta boðið í sérstaka Útsýn-
arferð í mótslok.
Allir aðrir flokkar leika með
Grohe auglýsingu á búningunum
og er það sjötta áriö, sem deildin
fær stuðning frá Þýsk-íslenska.
Eins og mörg undanfarin ár leika
allir flokkar deildarinnar í Adidas-
búningum.