Morgunblaðið - 11.06.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1987
MorgunblaðiÖ/Júlíus
• Einar Vilhjálmsson spjótkastari náfti mjög góftum árangri á
kastmóti f Laugardalnum f gœrkvöldi. Kastaði 79,28 matra og var
nálægt sfnu besta.
Einar kastaði
79,28 metra
EINAR Vilhjálmsson spjótkast-
ari náði sfnum besta árangri,
það sem af er þessu ári, á Vor-
móti f Laugardalnum í gær-
kvöldi. Hann kastaði nýja
spjótinu 79,28 metra og var
aðeins einum metra frá sfnum
besta árangri.
„Ég er í mjög góðri æfingu núna
og þessi árangur lofar góðu um
framhaldiö í sumar," sagði Einar
i samtali við Morgunblaðið eftir
mótið. Hann kastaði enn lengra
í upphitun og á æfingum hefur
hann verið að kasta yfir 80 metra.
Það má því búast við honum
sterkum í sumar.
Eggert Bogason úr FH kastaði
kringlunni 58,10 metra og var
nálægt sinu besta.
GOLF:
Síðasta stigamótið áður
en landsliðið verður valið
UM helgina verftur þriðja stiga-
mótift f gotfi haldift og að þessu
sinni verður keppt f Grafarholtinu
hjá GR og kallast ESSO-stiga-
mótið. Þetta er sfðasta stiga-
mótið áður en landsliðið f golfi
verftur valift en það tekur þátt f
Evrópumeistaramótinu f Aust-
urrfki á næstunni.
í mótinu taka aðeins þátt bestu
kylfingar landsins en rétt til þátt-
töku hafa þeir einir sem eru með
8 eða lægra i forgjöf. Leikið verður
bæði á laugardag og sunnudag og
36 holur hvorn dag. Hór er tilvalið
tækifæri að sjá golf eins og það
gerist best á Islandi.
Skráningu í mótið lýkur klukkan
18 á föstudag en ræst verður út
frá klukkan 8 árdegis báða dagana.
Úlfar Jónsson úr Keili hefur nú
forystu í stigakeppninni, vann í
Eyjum um helgina og varð annar
í Leirunni fyrir tveimur vikum, með
73 stig. Annars skiptast stigin
þannig á milli kylfinganna:
Úlfar Jónsson GK 73
Sigurjón Arnarsson GR 63
Gylfi Kristinsson GS 52
Sveinn Sigurbergsson GK 50
SiguröurSigurðssonGR 50
Einar L. Þórisson 44
Hjalti Pálmason GV 41
TryggviTraustason GK 38
Björgvin Þorsteinsson GR 34
Jón H. Karlsson GR 33
SiguröurPéturssonGR 31
Birgir Ágústsson GV 31
Magnús Birgisson GK 31
GunnarSigurössonGR 31
Björgvin Sigurbergsson GK 30
Hannes Eyvindsson GR 28
Þorsteinn Hallgrimsson GV 26
Fleiri hafa hlotið stig en þetta
eru þeir sem efstir eru þegar
tveimur mótum er lokið. Mótið um
helgina hjá GR verftur spennandi
ef að líkum lætur og svo virðist
sem umsjónarmaður landsliösins,
Björgvin Þorsteinsson, eigi góða
möguleika á að velja sjálfan sig í
landsliðið. Hann er ofarlega á list-
anum og ef honum gegnur vel um
helgina gæti hann komist enn ofar.
Þaft er Ijóst að það verður hart
barist um landsliðssætin. Ragnar
Ólafsson úr GR gefur ekki kost á
sér í landsliöið, enn sem komið
er, hvað svo sem verður síðar í
sumar og Hannes Eyvindsson ætl-
ar sér heldur ekki að leika með
landsliðinu, að minnsta kosti ekki
fyrst um sinn.
Það vekur óneitanlega athygli
að Sigurður Pótursson og Hannes
Eyvindsson úr GR eru neðarlega á
listanum sem hér er að ofan. Skýr-
ingin er að þeir tóku aðeins þótt
í mótinu í Leirunni og fengu því
engin stig í Eyjum.
Hörku golfmót er sem sagt
framundan og ef veðrið helst eins
gott og undanfarna daga ætti ekki
að væsa um neinn f Grafarholtinu.
• Fulltrúar þeirra sem hlutu vifturkenningu ásamt Júlíusi Hafstein formanni ÍBR. Morgunbiaöið/Ámi Sæbeng
Úthlutað úr Af reks- og
styrktarsjóði Reykjavíkur
ÚTHLUTAÐ var úr Afreks- og
styrktarsjóði Reykjavíkur fvikunni
og að þessu sinni voru það
1.400.000 krónur sem skiptust á
milli ýmissa félaga f borginni.
Knattspyrnudeild Fram fékk
200.000 kr. fyrir íslandsmeistara-
titilinn í meistaraflokki og hand-
knattleiksdeildin hjá félaginu fékk
150.000 en stúlkurnar í meistara-
flokki félagsins urðu íslands- og
Reykjavíkurmeistarar í vetur.
Frjálsíþróttadeild ÍR fékk
200.000 vegna öflugs unglinga-
starfs og eistæðrar sigurgöngu í
Bikarkeppni FRÍ.
Körfuknattleiksdeild KR fékk
100.000 fyrir frábæran árangur
meistaraflokks kvenna.
Frjálsíþróttadeild Ármanns fékk
150.000 vegna árangurs Sigurðar
Einarssonar spjótkastara á al-
þjóðamótum og vegna undirbún-
ings fyrir Ólympíuleikana 1988.
TBR fékk 100.000 fyrir góðan
árangur í Evrópukeppni félagsliða
og öflugs unglingastarfs.
GR fékk 100.000 vegna öflugs
unglingastarfs.
Iþróttafélag fatlaðra fékk
100.000 vegna undirbúnings
íþróttamanna féiagsins fyrir
Ólympíuleikanna í Seoul á næsta
ári.
Körfuknattleiksdeild Vals fékk
100.000 vegna árangurs yngri
flokka félagsins og öflugs ungl-
ingastarfs.
Sundfólagið Ægir fékk 100.000
fyrir góðan árangur félagsmanna
á sundmótum hérlendis og erlend-
Skíðadeild Fram fékk 100.000
fyrir mikið unglingastarf.
Einnig voru veittar viðurkenn-
ingar fyrir félagsstörf og hlutu þau
að þessu sinni KR-konur og Vals-
maðurinn Ellert Sölvason sem er
betur þekktur undir nafninu Lolli.
Hörður Óskarsson fókk viðurkenn-
ingu fyrir iðkun almenningsíþrótta.
Hensonbikarinn
• Úlfar Jónsson er stigahæstur eftir tvö mót og hann er næsta örugg-
ur um sæti í landsliðinu. Keppni milli annarra verftur hörð enda
fyrirsjáanlegar breytingar á landsliðinu. Hér er Úlfar með móftur
sinni, Ragnhildi Jónsdóttur, sem dró fyrir hann á síðasta Landsmóti.
f dag fer fram undirbúnings-
keppni Hensonsbikarsins í golfi
hjá GR.
Þetta er eina mótið hjá GR þar
sem leikin er „forsome", en þá
leika tveir og tveir saman og slá
til skiptis. Leikið er með fullri for-
gjöf í dag en í úrslit komast 16
bestu liftin og þar er leikin holu-
keppni.
Frjáísar íþróttir:
Enn bætir Erlingur
sig á 800 metrunum
ERLINGUR Jóhannsson bætti sig
enn í 800 metra hlaupi og náði
fjórða bezta árangri fslendings
með því að hlaupa vegalengdina
á 1:50,50 mínútum.
„Ég tel mig eiga talsvert inni á
vegalengdinni og ætla að reyna
við íslandsmetið (1:49,2) á næst-
unni. Ég hljóp ekki nógu vel,
lokaðist inni á sejnni hring en átti
nóg eftir síðustu 100 metrana og
fór þá framúr öðrum Bretanum og
báðum Norðmönnunum," sagði
Erlingur. Árangrinum náði hann í
keppni Suður-Englands og Nor-
egs, sem haldin var í bænum
Grimstad við Kristiansand sl.
fimmtudag (4. júni). Hann keppti
sem gestur og varð í öðru sæti.
Erlingur sagðist mundu reyna
að slá íslandsmet Jóns Diðriksson-
ar (þá UMSB nú (R) í 800 metrum
á næstunni. Er það 1:49,2 mínút-
ur, sett í Bonn í Vestur-Þýzkalandi
vorið 1982. Auk Jóns hafa Þor-
steinn Þorsteinsson KR (1:50,1)
og Gunnar Páll Jóakimsson ÍR
(1:50,2) náð betri tíma en Erlingur
í 800 metrum.
Hjörtur Gíslason UMSE keppti
einnig sem gestur í keppninni,
varð fjórði á 14,64 sekúndum, sem
er hans bezti árangur, átti áður
14,75 sek. Meðvindur var 1,6 sek-
úndumetrar og árangur Hjartar því
löglegur. Hjörtur setti einnig per-
sónumet í 400 metrum á dögun-
um, hljóp á 49,81 sek.
Þá hefur Egill Eiðsson UÍA náð
bezta tíma íslendings í 400 metra
grindahlaupi í ár, 53,17 sekúndur.
Egill hljóp fyrr í vor á 53,80 sek.
Þetta er góður árangur, sérstak-
lega þegar þess er gætt að Egill
er nýliði í grindahlaupi. Hann hefur
hlaupið 400 metra á 48,91 sek. í
vor.