Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
ÚTVARP/SJÓNVARP
Ný kynslóð
Einsog sagði hér í gærdagsdálki
tekst fréttamönnum ljósvaka-
miðlanna misjafnlega að glæða
fréttatímana lífi. Nefndi ég mið-
vikudagsfréttatíma rikissjónvarps-
ins (10. júní) sem dæmi um vel
heppnaða fréttastund og nú vik ég
ögn að lýsingu sjónvarpssfrétta-
manna vorra á bresku þingkosning-
unum, en sjónvarpsstöðvamar
sendu sína menn á staðinn að segja
nýjustu fréttir. Persónulega tel ég
þetta umstang þjóna prýðilega ís-
lenskum sjónvarpsáhorfendum og
þótti mér einkar forvitnilegt að
hlýða á Lundúnarpistil Þóris Guð-
mundssonar á Stöð 2 klukkan 24.00
síðastliðið fimmtudagskveld. And-
artak fannst mér sjónvarpsstóllinn
takast á loft og þjóta á vettvang
heimsviðburðanna því ég vissi sem
var að ögurstundin var einmitt að
renna upp i Bretaveldi er Þórir birt-
ist á skerminum. Og ekki fölnaði
augnablikið þá hugurinn leitaði til
hins ágæta þáttar af Neville Lyt-
ton, slúðurdálkahöfundi í Fleet
Street, er barst mér frá stöðinni
fýrr um kveldið. Það er býsna fróð-
legt að kíkja innfyrir gáttir breska
blaðaheimsins, en nú er ég kominn
af sporinu frá meginviðfangsefnum
þáttarkomsins sem em annars veg-
ar pistlar sjónvarpsfréttamanna
vorra að utan og hins vegar bráð-
snjöll hugmynd er kunningi minn
laumaði í orðabelginn:
ÍEvrópu
Einsog ég sagði vöktu frásagnir
íslensku sjónvarpsmannanna af
bresku kosningunum athygli mína,
en stundum virðist mér sem sendi-
menn sjónvarpsstöðvanna flytji
langlokupistla af heldur óspennandi
pólitískum fyrirbæmm svo sem
finnsku þingkosningunum sem ég
held að hafi vakið forvitni sára-
fárra. Er ekki rétt, ágætu frétta-
stjórar, að vega og meta fréttagildi
pólitískra viðburða áður en frétta-
menn em sendir i vlking? Ögmund-
ur Jónasson hefir sinnt prýðilega
Norðurlöndunum, en stundum
fínnst mér fréttapistlamir rétt eins-
og hjá forveranum, Bolla, snúast
um framandi viðburði svo sem
finnsku þingkosningamar eða erfíð-
leika sænsks skipaiðnaðar. Væri
ekki nær að víkka svið Norður-
landafréttamannsins þannig að það
spannaði gervalla gömlu Evrópu .
Tel ég að rikissjónvarpið eigi að
gera vel við Evrópufréttamanninn
þannig að íslendingar fái ferskar
og litrikar fréttir af þeirri álfu er
fóstrað hefur þjóðmenningu vora.
Fréttaskýringar
Þá er það hin bráðsnjalla hug-
mynd kunningja mlns: Mér finnst
vanta hjá sjónvarpinu, Ólafur, að
heyra álit sérskipaðra fréttaskýr-
enda er standa svolltið fyrir utan
fréttamannahópinn. Fréttamenn-
imir sjálfír em bæði á kafi I þvi
að flytja fréttir og skýra þær, til
dæmis I umræðuþáttunum. Ég vildi
gjaman heyra álit sérfróðra frétta-
skýrenda er kæmu að öðru leyti
ekki nálægt fréttaflutningi. Ég tek
heilshugar undir þessa hugmynd
kunningja míns, en ég álit að sllka
fréttaskýringarþætti verði að vanda
mjög og að þá verði að afmarka frá
almennum fréttum og ekki má
teygja lopann úr hófi. Vissulega
væri líka æskilegt að heyra frá slík-
um fréttaskýrendum I fréttatímum
útvarps, en ég var næstum búinn
að gleyma hinum ötulu útvarps-
fréttaritumm er hafa flutt okkur
glóðvolgar fréttir af bresku kosn-
ingunum ekki síður en félagamir á
sjónvarpsstöðvunum. Þið standið
nærri fylkingarbrjósti hinnar nýju
kynslóðar ljósvakafréttamanna er
senn skipa sér við hlið hinna eldri
og reyndari fréttamanna.
Ólafur M.
Jóhannesson
UTVARP
©
LAUGARDAGUR
13. júní
6.45 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 „Góðan dag, góðir
hlustendur." Pétur Péturs-
son sér um þáttinn. Fréttir
eru sagðar kl. 8.00, þá lesin
dagskrá og veöurfregnir
sagðar kl. 8.15. Að þeim
loknum er lesið úr forustu-
greinum dagblaðanna en
síðan heldur Pétur Péturs-
son áfram að kynna
morgunlögin.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.15 I garöinum með Haf-
steini Hafliöasyni. (Endur-
tekinn þáttur frá miðviku-
degi.)
9.30 I morgunmund. Þáttur
fyrir börn í tali og tónum.
Umsjón: Heiödís Norðfjörð.
(Frá Akureyri.)
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Óskalög sjúklinga.
Helga Þ. Stephensen kynn-
ir. Tilkynningar.
11.00 Tíðindi af Torginu. Brot
úr þjóðmálaumræöu vik-
unnar í útvarpsþættinum
Torginu og einnig úr þættin-
um Frá útlöndum. Einar
Kristjánsson tekur saman.
11.40 Næst á dagskrá. Stiklaö
á stóru í dagskrá útvarps
um helgina og næstu viku.
Umsjón: Trausti ÞórSverris-
son.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Sinna. Þáttur um listir
og menningarmál. Umsjón:
Ragnheiður Gyða Jónsdótt-
15.00 Tónspegill. Umsjón:
Magnús Einarsson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá.
16.15 Veöurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Stundarkorn í dúr og
moll með Knúti R. Magnús-
syni. (Endurtekinn þáttur frá
föstudagskvöldi.)
17.50 Sagan: „Dýrbítur" eftir
Jim Kjeldgaard. Ragnar Þor-
steinsson þýddi. Geirlaug
Þorvaldsdóttir les (3).
18.20 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Tapiola-kórinn finnski
syngur á tónleikum i Lang-
holtskirkju 19. janúar sl.
Kynnir: Egill Friðleifsson.
20.00 Harmonikuþáttur. Um-
sjón: Einar Guðmundsson
og Jóhann Sigurðsson.
(Þátturinn verður endurtek-
inn nk. miðvikudag kl.
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR
13. júní
15.55 islandsmótiö í
knatt-
spyrnu.
Bein útsending: FH — Valur.
18.05 Garörækt.
7. SÍólagarðar. Norskur
myndaflokkur I tíu þáttum.
Þýðandi: Jón O. Edwald.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið.) <
18.30 Leyndardómar gull-
borganna (Mysterious
Cities of Gold).
Fjórði þáttur. Teiknimynda-
flokkur um þrjú börn og
félaga þeirra í leit að gull-
borg í Suöur-Ameríku á
tímum landvinninga Spán-
verja þar í álfu. Þýðandi:
Sigurgeir Steingrímsson.
19.00 Litli prinsinn (2).
Bandarískur teiknimynda-
flokkur gerður eftir þekktri
barnasögu eftir franska rit-
höfundinn og flugmanninn
Antoine de Saint-Exupéry.
Sögumaður: Ragnheiöur
Steindórsdóttir. Þýðandi:
Rannveig Tryggvadóttir.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Stundargaman.
Nýr barna- og unglingaþátt-
ur. Umsjón: Þórunn Páls-
dóttir.
20.00 Fréttir og veöur.
20.35 Lottó.
20.40 Allt í hers höndum (Allo
Allol).
Fyrsti þáttur í nýrri syrpu.
Breskur gamanmyndaflokk-
ur í sjö þáttum, sem gerist
á hernámsárunum í Frakk-
landi. Þetta er framhald fyrri
þátta um René gestgjafa og
viðskiptavini hans, Þjóð-
verja,' andspyrnumenn og
breskaflóttamenn. Þýðandi:
Guðni Kolbeinsson.
21.15 Gatan okkar — Skóla-
vörðustígur.
Sigríður Pálsdóttir og fleiri
rosknir Reykvíkingar ganga
með umsjónarmanni um
fornar slóðir, segja frá hús-
um og fólki og spjalla um
lífiö í Reykjavík fyrr og nú.
Umsjón: Ásthildur Steinsen.
Stjórn upptöku: Óli Örn
Andreassen.
22.15 Gulldrengurinn. Saga
skíðakappans Bills Johnson.
(Going For The Gold.)
Bandarísk sjónvarpsmynd
frá 1985. Biil Johnson varð
fyrstur Bandarikjamanna til
að hljóta gullverðlaun i bruni
á Vetrarólympiuleikuknum í
Sarajveo 1984. Bill var bald-
inn á unglingsárunum og lá
nærri að hann yrði dæmdur
til betrunarvistar fyrir
bílstuld og innbrot. En hann
tók sig á með góðra manna
hjálp og sýndi hvað í honum
bjó. Þýöandi: Trausti Júlíus-
son.
23.45 Stríðslok (Kraj rata).
Bíómynd sem var framlag
Júgóslava til keppni um
Óskarsverðlaunin fyrir er-
lendar myndir árið 1985
Leikstjóri: Dragan Kresoja
Aðalhlutverk: Bata Zivoj
inovic og Marko Ratic
Myndin gerist undir lok
heimsstyrjaldarinnar siðari í
Júgóslavíu. Þjóðverjar hafa
þar enn töglin og hagldirnar
ásamt innlendum hand-
bendum sínum. Til smábæj-
ar eins kemur örkumla
maður ásamt ungum syni
til að hefna konur sinnar
sem fasistar myrtu. Þýð-
andi: Stefán Bergmann.
Atriði f myndinni eru ekki
við hæfi barna.
01.25 Dagskrárlok.
0
STÖÐ2
LAUGARDAGUR
13. júní
§ 9.00 Kum, Kum. Teikni-
mynd.
§ 9.20 Jogi björn. Teikni-
mynd.
§ 9.40 Ógnvaldurinn Lúsí
(Lucie). Leikin barnamynd.
§ 10.05 Alli og ikornarnir.
Teiknimynd.
§ 10.30 Herra T. Teiknimynd.
§ 10.60 Villi spæta. Teikni-
mynd.
§ 11.00 Arliss litla (Litle Arl-
iss). Leikin barna- og ungl-
ingamynd.
§11.25 Fimmtán ára (Fifteen).
Leiknir þættir um dæmi-
gerða fimmtán ára krakka í
amerískum skóla. Unglingar
fara með öll hlutverkin og
semja textann jafnóðum.
12.00 Hlé.
§ 15.30 Ættarveldiö (Dyn-
asty).
Samkomulagið er ekki upp
á marga fiska hjá Carring-
ton-fjölskyldunni.
§16.15 fslendingar erlendis.
Hans Kristján Arason heim-
sækir Höllu Linker í Los
Angeles. Halla hefur lifað
viðburðarríku lifi og ferðast
til fleiri þjóða en nokkur ann-
ar Islendingur. Hún segirfrá
lifi sinu á opinskáan og
hreinskilinn hátt.
§17.00 Bíladella (Automania).
Tilkoma bifreiðarinnar var
mikil lyftistöng fyrir fram-
leiðslu og iönaö. Henry Ford
innleiddi færibandavinnu í
bílaiönaöinum og þúsundir
manna fóru að byggja af-
komu sina á framleiöslunni.
I þessum þætti er bilaiðnað-
urinnfrá upphafi kannaöur.
§ 17.30 NBA-körfuboltinn.
Umsjónarmaður er Heimir
Karlsson.
§ 19.00 Lúsi Ball (Lucy Ball).
f sumar mun Stöð 2 sýna
þætti Lucille Ball vikulega.
Hún fer á kostum og mun
skemmta íslenskum áhorf-
endum á þann hátt sem
henni einni er lagiö.
19.30 Fréttir.
19.55 Undirheimar Miami
(Miami Vice).
Bandarískur spennuþáttur
með Don Johnson og Philip
Michael Thomas í aðalhlut-
verkum. Castillo eltist við
drauga fortíöarinnar þegar
fyrrum félagi hans úr Víet-
nam-stríðinu birtist.
§20.45 Spéspegill (Spitting
Image).
§21.15 Bráðum kemur betri
tíð (We'll meet again).
Breskur framhaldsmynda-
þáttur um lifið i smábæ á
Englandi í seinni heimsstyrj-
öldinni. 9. þáttur. Aöalhlut-
verk: Susannah York og
Michael J. Shannon.
§22.15 Sveitastúlkan með
gullhjartað (County Gold).
Bandarísk sjónvarpsmynd
frá 1982 með Loni Ander-
son, Cooper Huckabee.
Earl Holliman og Linda
Hamilton í aöalhlutverkum.
Leikstjóri: Gilbert Cates.
Myndin lýsir vináttu vinsæll-
ar söngkonu og upprenn-
andi stjörnu í sveitatónlist-
inni. Ekki er þó allt sem
sýnist því hin unga söng-
kona vílar ekki fyrir sér að
nota allt og alla á frama-
brautinni.
§ 23.45 Götur ofbeldisins
(Violent Streets).
Bandarísk sakamálamynd
með James Caan, Tuesday
Weld, Willie Nelson, James
Belushi, Robert Prosky og
Tom Sidnorelli í aðalhlut-
verkum. Leikstjóri: Michael
Mann.
Eftir 11 ára fangelsisveru
ákveður Frank (James Caan)
að byrja nýtt og glæsilegt
líf. Til þess þarf hann fjár-
muni og hann leiöist því út
í nokkur stórrán. En Frank
er ekki sjálfs sín herra og
virðist framtiðardraumurinn
eiga langt I land. Myndln
er bönnum bömum.
01.454 Aftaka Raymond
Graham (Execution Of
Reymond Graham).
Bandarísk sjónvarpsmynd
með Jeffrey Fahey og Kate
Reid í aðalhlutverkum.
Þessi mynd er óhugnaniega
raunsæ og snýst um rétt-
mæti eða óréttmæti þess
að beita dauöarefsingu.
Fylgst er með síðustu
stundum fanga sem dæmd-
ur hefúr veriö til dauða.
Myndln er bönnuö börn-
um.
3.15 Dagskrárlok.
14.30.)
20.30 Úr heimi þjóðsagnanna.
Fjórði þáttur: Nafri, tafri,
bol, bol, bol.
Umsjón: Anna Einarsdóttir
og Sólveig Halldórsdóttir.
Lesari með þeim Arnar
Jónsson. Knútur R. Magn-
ússon og Siguröur Einars-
son völdu tónlistina. (Áður
útvarpað í nóvember 1985.)
21.00 íslenskir einsöngvarar.
Jóhann G. Möller syngur lög
eftir Pál (sólfsson, Emil
Thoroddsen, Karl O. Run-
ólfsson og Sigvalda Kalda-
lóns.
21.20 Tónbrot. Annar þáttur:
„Gleymdu þessari grimmu
veröld." Um breska alþýðu-
tónskáldiö Nick Drake.
Síðari hluti. Umsjón: Kristján
R. Kristjánsson. (Frá Akur-
eyri.)
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veöurfregnir.
22.20 Stund með Edgar Allan
Poe. Viðar Eggertsson les
söguna „Svarti kötturinn" í
þýðingu Þórbergs Þórðar-
sonar.
23.00 Sólarlag. Tónlistarþátt-
ur í umsjá Ingu Eydal.
24.00 Fréttir.
00.05 Miðnæturtónleikar. Um-
sjón: Jón Örn Marinósson.
01.00 Veöurfregnir.
Næturútvarp á samtengd-
um rásum til morguns.
&
LAUGARDAGUR
13. júní
01.00 Næturvakt útvarpsins.
Óskar Páll Sveinsson stend-
ur vaktina.
6.00 i bítið. Rósa G. Þóris-
dóttir kynnir notalega tónlist
í morgunsárið.
9.03 Með morgunkaffinu.
Umsjón: Guðmundur Ingi
Kristjánsson.
11.00 Fram að fréttum. Þáttur
í umsjá fréttamanna út-
varpsins.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Við rásmarkið. Umsjón:
Kristín Björg Þorsteinsdóttir,
Sigurður Sverrisson og Stef-
án Sturla Sigurjónsson.
18.00 Við grillið. Kokkur að
þessu sinni er Sigmar B.
Hauksson.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Rokkbomsan. Umsjón:
Ævar Örn Jósepsson.
22.05 Út á lífið. Ólafur Már
Björnsson kynnir dans- og
dægurlög frá ýmsum
tímum.
00.05 Næturútvarp. Þorsteinn
G. Gunnarsson stendur
vaktina til morguns.
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 12.00, 16.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRJ
18.00—19.00 Svæðisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5.
Um að gera. Þáttur fyrir
unglinga og skólafólk.
/ FNI 102.2
LAUGARDAGUR
13. júní
08.00-10.00 Rebekka Rán
Samper.
10.00—12.00 Jón Þór Hann-
esson á nótum æskunnar
fyrir 25—30 árum.
12.00-13.00 Hádegið - Pia
Hansson.
13.00—16.00 Helgin er hafin
— Örn Petersen stjórnar
blönduöum þætti með
trukki og dýfu.
16.00—20.00 Árni Magnús-
son — Einkum og sér í lagi,
í góðu lagi.
20.00—22.00 Motreaux með
meiru — Þorgeir Ástvalds-
son stýrir dagskrá með því
ferskasta I rokkinu með við-
komu í Montreux og á Ibiza.
Sérstakur gestur þáttarins
er útvarps- og sjónvarps-
maðurinn Jón Björgvinsson.
22.00—03.00 Stjörnuvaktin.
Stýrimaður og dansstjóri:
Einar Magnússon.
03.00—08.00 Bjarni Haukur
Þórsson heldur vöku fyrir
góöglöðum og allsgáðum
og er að fram I morgunsáriö.
LAUGARDAGUR
13. júní
08.00—12.00 Jón Gústafsson
á laugardagsmorgni. Jón
leikur tónlist úr ýmsum átt-
um, lítur á þaö sem fram-
undan er um helgina og
tekur á móti gestum. Fréttir
kl. 08.00 og 10.00.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10—15.00 Ásgeir Tómas-
son á léttum laugardegi.
Öll gömlu uppáhaldslögin á
sínumstað. Fréttirkl. 14.00.
15.00—17.00 Vinsældalisti
Bylgjunnar. Hörður Arnar-
son kynnir 40 vinsælustu
lög vikunnar. Fréttir kl.
16.00.
17.00—19.00 Laugardags-
popp á Bylgjunni.
18.00-18.10 Fréttir.
19.00-21.00 Rósa Guð-
bjartsdóttir Ktur á atburöi
síðustu daga, leikur tónlist
og spjallar við gesti.
Fréttir k. 19.00.
21.00—23.00 Anna Þorláks-
dóttir í laugardagsskapi.
Anna trekkir upp fyrir helg-
ina.
23.00—04.00 Þorsteinn Ás-
geirsson nátthrafn Bylgj-
unnar heldur uppi helgar-
stuðinu.
04.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Haraldur Gísla-
son með tónlist fyrir þá sem
fara seint i háttinn og hina
sem fara snemma á fætur.
ALFA
IffNlkf tN>iyNII.
FM 102,9
LAUGARDAGUR
13. júní
13.00 Skref í rétta átt. Stjórn-
endur: Magnús Jónsson,
Þorvaldur Daníelsson og
Ragnar Schram.
14.30 Tónlistarþáttur. í um-
sjón Hákonar Muller.
16.00 Á beinni braut. Ungl-
ingaþáttur. Stjórnendur:
Gunnar Ragnarsson og
Sæmundur Bjarklind.
17.00 Hlé.
22.00 Vegurinn til lífsins: Tón-
listarþáttur með lestri úr
Ritningunni.
24.00 Dagskrárlok.