Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 43

Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Harrison Ford í Moskítóströndínni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Moskitóströndin (The Mosquito Coast). Sýnd i Bióborginni. Stjörnugjöf: ★★ Bandarísk. Leikstjóri Peter Weir. Handrit: Paul Schrader. Framleiðandi: Jerome Heliman. Kvikmyndataka: John Seale. Tónlist: Maurice Jarre. Helstu hlutverk: Harrison Ford, Helen Mirren og River Phoeinix. Bíómyndimar um hvíta mann- inn í framandi og stundum ógnvænlegu landslagi S-Ameríku eru orðnar nokkrar í seinni tíð (Fitzcarraldo, Salvador, Trúboðs- stöðin) og Moskítóströndin (The Mosquito Coast), sem sýnd er í Bíóborginni, bætist þar í hópinn. Hún er um mann sem tortímir sér í geðveikislegri leit að einskonar paradís. Moskítóströndin gæti raunar átt sér stað hvar sem er í heiminum. Hún er byggð á skáldsögu Paul Theroux en Paul Schrader skrifar handrit myndarinnar sem Peter Weir leikstýrir með Harrison Ford í aðalhlutverkinu. Weir er hér á heimavelli því hann hefur gjaman tekið fyrir árekstur tveggja menn- ingarheima í myndum sínum og fjallað um fólk sem stríðir við öfl sem það hvorki skilur eða þekkir. Harrison Ford er glymrandi í aðal- hlutverkinu en þeir sem em að búast við öðra Vitni gætu orðið fyrir vonbrigðum. Moskítóströndin er um uppfinn- ingamanninn og sérvitringinn Allie Fox (Harrison Ford) sem heldur með flölskyldu sína inní framskóga S-Ameríku af þvf að hann er orð- inn leiður á hinum siðmenntaða heimi eins og hann kemur honum fyrir sjónir í Bandaríkjunum. Hann fyrirlítur menningu sem er gegns- ýrð af spillingu og mengun, sjónvarpsglápi og auglýsinga- skrami, sölumennsku og gervip- redikuram. Og hann elskar að segja frá því. Allie Fox er sérstaklega kre- íjandi hlutverk og Harrison Ford geislar af krafti og sannfæringu í því. Allie er náttúraafl einn og sér, málóður ofviti og hugsjóna- maður . „Ameríka er dauð,“ segir hann krökkunum sínum og segir dæmisögur um það. Hann á líka eftir að ljúga því að þeim að Bandaríkin hafí farist í kjamorku- styijöld. Hann er eigingjamasta og sjálfselskasta mannvera á jörð- inni og sú sem þarf að þjást mest fyrir það er fjölskyldan hans. Og þegar nær dregur endalokunum er spuming hvort er bilaðra, Ameríka eins og Allie Fox lýsir henni eða Allie Fox sjálfur? Hann heldur til S-Ameríku, langt inní framskóginn, langt frá siðmenningunni til að koma sér upp paradís eftir sínu höfði. Inn- takið í hans paradís er ís. „ís er menning,“ þrumar hann hvað eftir annað og rétt eins og þeir sem hann hefur ímugust á fyrir að selja mannkyninu óþarfa, fyllir hann litla framskógarsamfélagið af ísklumpum. Margt af því sem hann segir getur vel passað, það sem hann gerír er útí hött. Maður hættir að skilja Allie, sem hreif mann svo auðveldlega með rausinu í sér í upphafí. Hann er einfaldlega brjá- læðingur. Þegar það er orðið ljóst verður myndin meiningarlaus og missir þann drífandi kraft sem hún hafði og eins og flýtur stefnulaust áfram líkt og Allie Fox og fjölskyldan hans. Og eftir því sem líður á myndina og fólkið verður ráðþrota, baráttan verður vonlausari og þjáningin meiri fer maður að hata Allie Fox fyrir eigingimina og sjálfselskuna svona mikið til eins og synimir hans gera sem vilja drepa hann leynt og ljóst. Fox verður andstyggilegur maður sem Harrison Ford sem Allie Fox: frábær leikur. pínir fjölskylduna sína áfram í leit að sinni eigin fullkomnu veröld, í leit að ísmenningu, í leit að vindi. Harrison Ford er frábær. Um það er engum blöðum að flétta. Gleymið þessu Han- Solo fyrirbæri og gleymið Indiana Jones- leikn- um. Munið lögreglumanninn John Book í Vitninu og munið sérstak- lega eftir Ford í hlutverki Allie Fox í þessari mynd. Harrison Ford er alveg sérstak- ur að því leyti að hann fer ekki að leika fyrir alvöra fyrr en hann er orðinn stjama eftir að hafa ver- ið í hlutverkum sem maður veit fyrst núna að hann hefði getað glansað í gegnum með lokuð aug- un og með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. ___________________43 Kvenfélag Sauðárkróks: Bók gefin út í tiiefni 90 ára afmæl-" is félagsins NÝLEGA kom út bók á vegum Kvenfélags Sauðárkróks og ber hún nafnið „Við ósinn“. Undirtit- ill bókarinnar er Saga kvenna- samtakanna í Hegranesi, Hins skagfirska kvenfélags og Kven- félags Sauðárkróks. Tilefni útgáfunnar er 90 ára afmæli fé- lagsins sumarið 1985. Höfundur er Aðalheiður B. Ormsdóttir. Bókin skiptist í tvo aðalkafla. Sá fyrri fjallar um Kvennasamtökin í Hegranesi á nítjándu öld. Fyrsti fundur þeirra samtaka var haldinn í Ási í Hegranesi sumarið 1869 og er ekki vitað um eldri samtök kvenna hér á landi. Í síðari hluta er sagt frá tilurð Hins skagfírska kvenfélags, sem stofnað var á Sauðárkróki í ágúst 1895 og hefír starfað óslitið síðan. Frá árinu 1950 hefur nafn félagsins verið Kvenfélag Sauðárkróks. Um leið og saga þessa félags er rakin er bragðið upp myndum frá Sauðár- króki á fyrstu áram aldarinnar. Bókin er 143 bls. með myndum og fylgir nafna- og heimildaskrá ásamt skrá yfír stjómir félagsins frá upphafí. Bókin er prentuð í Odda og er til sölu í Bókabúð Brynj- ars á Sauðárkróki. Sýning á textíllista- verkum Van Dommelen í Hallgerði SÝNING á verkum bandaríska textíllistamannsins David B. Van Dommelen verður opnuð í sýn- ingarsalnum Hallgerði, Bók- hlöðustíg 2, í dag laugardaginn 13. júní kl. 14.00. Á sýningunni sem haldin er í boði Textílfélags- ins og Galleris Langbrókar textíls, eru 11 verk. Sýningin verður opin alla daga kl. 14.00- 18.00 og lýkur sunnudaginn 28. júní. David B. Van Dommelen er fæddur árið 1929 í Michigan i Bandarílqunum. Hann lauk námi í híbýlafræðum frá Harrington Inst- itute for Interial Design, Chicago, Illinois, árið 1951, BA-prófí frá Michigan State University 1956 og MA-prófí frá sama skóla ári síðar. Hann hóf feril sinn í textíllist árið 1 r\r r* ■ Mrjn Van Dommelen hefur kennt um árabil og er nú prófessor í list- mennt og textíl við Pennsylvania State University. Hann hefur skrif- að greinar í bandarísk listatímarit, einnig hafa komið út eftir hann sex bækur um listir og listiðnað. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og hlotið ýmsar opinberar viðurkenningar og verð- laun. Van Dommelen hefur tvívegis komið til íslands og vinnur nú að undirbúningi að samsýningu á verk- um félaga Textflfélagsins, sem haldin verður í Hetzel Union Build- ing Gallery í Pennsylvania State University í ágúst-september á þessu ári. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! PALLBÍLAÚRVALIÐ ER HJÁ OKKUR EIGUM TIL ÓLÍKAR GERÐIR LÍTILLA PALLBÍLA NISSAN Patrol Pick-Up NISSAN Pick-Up 3,3 diesel með vökvastýri og fjórhjóladrifi. Einn 3,3 diesel og 1,6 bensín. Þeir sem pallbíla þekkja mesti kraftajötunn sem völ er á. vita að Nissan Pick-Up er í fararbroddi. NISSAN 1200 Pick-Up. Nýliði íhópi lítilla pall- bíla, en þó byggðurá þrautreyndum grunni. / BBB ^ lyj 1957-1987 Ny % 30 M Xj^ára Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni. SH IIMGVAR HELGASON HF. ■■■ Syningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.