Morgunblaðið - 13.06.1987, Qupperneq 61
)
IÞROTTIR UNGLINGA
• Lfnurnar lagðar hjá ÍBK fyrir leikinn gegn Stjörnunni.
Sigurður Sigurðsson:
„Stjarnan kemst
upp í 2. delld“
NÚ beindum við spjótum okk-
ar að Sigurði og spurðum
hann hvernig honum litist á
meistaraflokkinn?
„Stjarnan er með ungt lið
sem getur náð langt ef rétt er
á spilum haldið. Ef við höfum
heppnina með okkur komumst
við upp í 2. deild. Hvað okkur
viðkemur þá stefnum við að
þriðja eða fjórða sætinu í riðlin-
um og þar með vonandi sæti
í úrslitakeppninni.
Bestu liðin eru líklegast
Fram, KR og Breiðablik og
munu þau líklega berjast um
titilinn í 4. flokki. Við æfum
þrisvar sinnum í viku og síðan
er oftast spilað um helgar. Það
veikti liðið nokkuð að við misst-
um tvo menn í sveit en að
vandamál hrjáir öll lið þannig
að það ætti að ganga jafnt yfir
alla línuna."
Ekki vildum við halda þeim
Stjörnumönnum of lengi við
efnið því þeir þurftu að fara
að hita upp fyrir leikinn, þannig
að við þökkuðum þeim fyrir
viðtalið og óskuðum þeim vel-
farnaðar.
• Sigurður Marelsson og Einar Brynjarsson 4. fl. ÍBK.
Sigurður Marlelsson og Einar Brynjarsson úr ÍBK
Spila með höfðinu
Keflavfkurmegin á vellinum
tókum við þá tali Sigurð Einar
Marelsson og Einar Friðrik Brynj-
arsson, leikmenn með ÍBK-llðinu.
Þelr hafa œft knattspyrnu sfðan
þeir voru 7 ára gamlir og alltaf
með ÍBK. Þelr kváðust vera hœfl-
lega bjartsýnir fyrir tfmabilið
enda vœri riðillinn firnasterkur.
„AAalatriðið er að hafa trú á
sjálfum okkur þá náum við ár-
angri," sagði Sigurður. „Já, og
spila með höðinu en ekki einungis
með skrokknum," bætti Einar við.
Þeir sögöu að um tuttugu strákar
æfðu nú með fjórða flokki en hefðu
verið fleiri í vor.
Nokkrir hafi farið í sveit og
nokkrir í önnur frí. Þeir voru sam-
mála því að Fram væri líklegst með
besta liöið þó svo að erfitt væri
að spá um það svo snemma móts.
„Við töpuðum okkar fyrsta leik
mjög naumlega gegn Breiðabliki
2:1 sem er með mjög gott lið þann-
ig að við asttum ekki að kviða neinu
fyrir tímabilið," sagði Sigurður.
Hafa trú á sjálfum sér
Hvað með gengi meistara-
flokksins? „Ég hef trú a'að þeir
muni spjara sig í sumar," sagði
Einar.
„Tapið á móti Val var einn af
þessum leikjum þegar allt gengur
upp hjá einu liðinu en ekkert hjá
hinu. Við bárum of mikla virðingu
fyrir Valsmönnum og því fór sem
fór. Það verður víst alveg öruggt
að leikurinn í Keflavík verður ekki
jafn lóttur fyrir Valsara og hef ég
trú á því að við munum koma fram
hefndum." Ekki vildu þeir félagarn-
ir nefna neinn sérstakan leikmann
hér heima sem þeir hóldu mikið
upp á en kváðust taka Arnór sér
til fyrirmyndar.
5. flokkur:
KR vann
UBK4:2
Á miðvikudagskvöldið áttust
við á KR-vellinum við Frosta-
skjól KR og Breiðablik í 5. fl.
Þessi tvö lið eru með þeim
betri á landinu í 5. fl. og var
því leik þeirra beðið með nok-
kurri eftirvæntingu.
Það horfði fremur illa fyrir
hinu unga liði Breiðabliks í fyrri
hálfleik því KR- ingar gerðu þrjú
mörk en Blikarnir ekkert.
Það er ekki hægt annað en
að hrósa KR-ingunum fyrir gott
spil og mjög skemmtilega knatt-
spyrnu. Það verður engin svik-
inn á að fylgjast með þessum
strákum í framtíðinni. Breiðablik
er nú með mjög ungt lið og eru
hvorki meira né minna en 9 af
leikmönnum liðsins á yngra ári.
Þeir virtust því bera of mikla
virðingu fyrir andstæðingum
sínum í byrjun og fengu líka að
súpa seyðið af því.
Jafnaðist í
seinni hálfleik
Leikurinn jafnaðist nokkuð í
seinni hálfleik en mest var þó bar-
áttan á miðju vallarins. Athygli
vakti harðfylgi Sverris Jónssonar í
vörn Keflavíkur en þær voru ófáar
sóknir Stjörnunnar sem strönduðu
á honum. En enginn má við margn-
um og Kristinn Jónsson bætti öðru
marki við fyrir Stjörnuna um miðjan
seinni hálfleik og eftir það var eng-
in spurning hvoru megin sigurinn
myndi lenda. Sem sagt Stjarnan 2
Keflavík 0.
Blikarnir
minnka muninn
EKKI er ólíklegt að KR-ingarnir
hafi verið full sigurvissir er þeir
hófu leik í síðari hálfleik. En Blik-
arnir komu fullir baráttuvilja og
fljótlega höfðu þeir ívar Sigurjóns-
son og Jakob Ásmundsson
minnkað muninn í 3:2. En þá vökn-
uðu KR-ingar og tóku á móti af
fullum krafti. Skömmu fyrir leikslok
skoraði síðan Brynjar Gunnarsson
fjórða mark KR í leiknum og gull-
tryggði þennan mikilvæga sigur.
Hin mörk KR gerðu Andri Sig-
þórsson, 2, og Andri Sveinsson.
Af þessum leik að dæma verða
KR-ingar að teljast sigurstrangleg-
ir til sigurs f mótinu þó líklegast
sé fullfljótt að spá um það. Blikarn-
ir verða að teljast líklegir kandidat-
ar til meistaratitils að ári enda er
uppistaðan í liðinu strákar sem
sigruðu á Tommamótinu í Vest-
mannaeyjum í fyrra.
Það mun ekki koma undirrituð-
um á óvart ef margir af þessum
piltum sem spiluðu þennan leik
eigi eftir að klæðast landsliðstreyju
íslands eftir nokkur ár, þ.e. ef
áhuga og kraft mun ekki bresta.
Morgunblaðift/AP
• Hart barist f leik Ármanns og Hveragerðis f 5. flokki C-riðli. Ár-
mann sigraði örugglega 5:1.