Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 46

Morgunblaðið - 13.06.1987, Page 46
Vr T8^I T/TÍ5T, .íll VVi AT55ÍArVT?* T 46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987 Bílddælingar minnast Þormóðsslyssins á sj ómannadaginn „Mörgu er ég búin að gleyma en þessu slysi gleymi ég aldrei“ segir Kristín Jónsdóttir, elsti íbúi Bíldudals „ÞAU átakanlegu sorgartíðindi hefur Morgunblaðið að flytja, að M.s. „Þormóður" frá BQdudal hefur farist og með honum 30 manns, 7 skipsmenn og 23 far- þegar.“ Á þennan hátt hófst frásögn Morgunbiaðsins laugar- daginn 20 febrúar 1943 af Þormóðsslysinu svonefnda, en óhœtt er að segja að aldrei hafi sjávarþorp á íslandi átt um jafn sárt að binda í lqölfar sjóslyss og BQdudalur, en úr hópi þeirra sem fórust voru 22 þaðan, þar á meðal sóknarpresturinn, sr. Jón Jakobsson og margir helstu framámenn staðarins. Er ekki fjarri lagi að 11. hver maður á BQdudal hefði farist í þessu slysi. Reyndar fórst 31 maður með skipinu, en Skipaútgerð ríkisins fékk ekki fréttir af því fyrr en seinna að einn farþegi hefði kom- ið um borð á Hvammstanga. TU að minnast þessa atburðar verður n.k. sunnudag afhjúpaður minnisvarði við BQdudalskirkju um Þormóðsslysið og alla þá Arnfirðinga, sem farist hafa á sjó. Páll Ægir Pétursson afhjúp- ar minnisvarðann, sem er þriggja metra há blágrýtissúla. „Slógum Faxabugt“ Þormóður, sem var 101 smálest að stærð og byggður árið 1931, var að koma úr strandferð frá Húnaflóa með kjötfarm og kom við á Bfldu- dal og Patreksfirði til að taka farþega. Hann fór frá Patreksfírði áleiðis suður um hádegisbilið þriðju- daginn 16. febrúar og um nóttina skall á hið versta veður. Morguninn eftir var ákveðið að reyna að ná sambandi við skipstjórann á Þór- móði, Gísla Guðmundsson, sem var frá Bfldudal, til að spyijast fyrir um væntanlega komu skipsins til Reykjavíkur. Ekki tókst að senda skeytið til Þormóðs fyrr en klukkan sjö um kvöldið og kom þá svohljóð- andi svar frá skipstjóranum. „Slóum Faxabugt. Get ekki sagt um það núna“ (hvenær vænta mætti skipsins). Einnig bárust önn- ur skeyti frá skipinu um þetta leyti og voru þau frá sumum farþeganna sem ættingja áttu í bænum, en í þeim sagði að öllum liði vel og skip- ið kæmi til Reykjavíkur daginn eftir. í lgölfar þessa svars hafði Skip- aútgerð ríkisins, sem þá hafði skipið á leigu, samband við björgunarskip- ið Sæbjörgu, sem þá var statt úti í Faxaflóa, og var það beðið um að vera í sambandi við Þormóð. Um klukkan 22.35 þá um kvöldið barst síðan neyðarskeyti til Slysa- varnarfélagsins, en þar sagði: „Erum djúpt úti af Stafnesi. Mikill leki kominn að skipinu. Eina vonin er, að hjálpin komi fljótt." Þegar í stað voru allar leiðir kannaðar til að koma skipinu til hjálpar en vegna fárviðris þá um kvöldið var ekki viðlit að senda skip á vettvang. Daginn eftir slot- aði veðrinu og var þá hafín skipuleg leit að Þormóði. Einkum voru það togaramir Gyllir, Arinbjöm hersir og Rán, ásamt Sæbjörgu sem að leitinni stóðu, auk þess sem íslenska flugvélin (Öm Johnson) og flugvél- ar frá ameríska flugliðinu fóru á loft. Leitarskilyrði þennan dag voru afar erfið, en síðdegis fundu togar- amir Gyllir og Arinbjöm hersir brak úr skipi um 7 mflur austur af Garðs- skaga og þar fannst einnig lík af konu. Kristín Jónsdóttir, elsti íbúi BQdudals. Jón Jóhannesson og kona hans Arndís Agústsdótdr á heimili sínu ValhöQ á BQdudal. Næstu daga voru flörur gengnar, og fannst þá nokkuð af braki úr skipinu, auk þess sem lík fundust á Akranesi og víðar. Brak úr skip- inu var athugað af sérfróðum mönnum og töldu þeir þau bera augljós merki þess að skipið hefði tekið niðri og var giskað á að Þor- móður hefði rekist á svonefnda Flös við Garðsskaga og brotnað þar í spón. Strjálar ferðir strand- ferðaskipa Um Þormóðsslysið var mikið rætt og ritað. Mörgum sveið að áður en Þormóður var fenginn til hafnar á Bfldudal hefði árangurs- Iaust verið reynt að fá Esjuna til að koma þar við, en bænum Ágústs Sigurðssonar, verslunarstjóra á Bfldudal, þar um var algerlega sjm- jað, að því er segir í minningabók um slysið á Bfldudal. Hann bað þá um að Þormóður yrði sendur inn til að taka farþega og var fallist á það, en þó með semingi. Vestfírðimir voru á þessum tíma illa í sveit settir að mörgu leyti; ferðir strandferðaskipa þangað voru stijálar og erfítt að fá þau inn til hafna. Höfundur Reykjavíkur- bréfs sem birtist í Morgunblaðinu 21. febrúar þetta ár tók upp um- fjöllun um þetta mál og sagði þar meðal annars: „En þegar hugurinn hvarflar frá ótíðindum þessum, verður sú staðreynd ljósari en fyrr, við hve ömurlegt ástand Vestfírð- ingar búa nú um samgöngur vjð höfuðborg landsins. Ferðir strand- ferðaskipa við þennan landshluta em svo stijálar, að fíarri fer að viðunandi sé. Smáþorpin á Vest- Qörðum hafa vikum og jafnvel mánuðum saman orðið að vera án þess að strandferðaskip hafí komið þar við. Skipaútgerð ríkisins hefur því orðið að leigja ýmis smáskip til vöruflutninga til og frá þessum stöðum. Með þessum smá skipum verða svo oft og einatt fleiri og færri farþegar að taka sér far.- Það er auðsætt að enda þótt skip þessi séu hin traustustu, fer þó fjarri því, að ferðalög um hávetur, hafí upp á það öryggi að bjóða, sem hin stærri strandferðaskip. Verður vissulega að athuga hvort unnt er að bæta úr þessum samgönguvand- ræðum." Virðist sem slysið hafi haft ein- hver áhrif því upp frá þessu urðu ferðir strandferðaskipa tíðari inn til hafna á Vestfjörðum og iðulega inn til Bfldudals. Fimm líkkistur peírra, at jorusi jra X5 ttduc <móoi Ijinn \% |efcrúat 1^H5. 'ín^ar, suipmót oty eeuiaítííi [> Wtl Íínni|’ etlbó^inn \íi5 rmjnáum ofjrmnnin|um umaíra, uerca [>anni| fcyr jun almer\ile^«m m fÖrolíínn cíauáum tó, h. í minti: Þormóðsslysið er enn ofalega í hugum margra Bflddælinga; sr. Flosi Magnússon, hinn nýji sóknar- prestur þeirra, sagðist ekki hafa verið þar lengi þegar hann áttaði sig á að þó langt væri um liðið þá væru þeir margir þar sem aldrei gætu gleymt þessum hörmulega atburði. „Það liggur við að tímatal- ið hér sé miðað við fyrir og eftir Þormóðsslys," sagði Flosi. Og þó þessi orð væru sögð í hálfkæringi getur engum dulist hversu hræði- legar afleiðingar þetta slys hefur haft fyrir staðinn, og hversu mikinn ástvinamissi sumir hafa mátt þola. Bræðumir Garðar og Sigur- mundur Jörundssynir eru báðir bomir og bamfæddir Bflddælingar og muna vel þá tíð er slysið átti sér stað. í slysinu fómst frændur þeirra tveir Bjöm og Bjami Péturs- synir. „Það má segja að það hafí margt einkennilegt gerst hér nokkm áður en slysið varð,“ sagði Sigurmundur í upphafí samtalsins við blaðamann Morgunblaðsins. „Þessi vetur, vet- urinn 1942-3 var mikill ótíðarvetur og ég man að við vomm fímm sam- an á einum bátnum héðan. Þá var það að konan mín á erindi niður í búðina til hans Ágústs Sigurðsson- ar. Þegar hún kemur þar inn er hann að segja frá draumi sem hann dreymdi nóttina áður. Þegar hann verður var við hana snarþagnar hann, því hann vildi greinilega ekki láta hana heyra hvað hann hafði dreymt. Konan mín hafði þó heyrt nokkuð af því sem hánn sagði, m.a. að hann hefði dreymt skipskaða og sá er 5 líkkistur vom bomar hér upp á bryggjuna. Hann hefur því taiið að um okkur væri að ræða því við voram 5 á, og voram ekki í landi þegar þetta gerðist. Þegar okkur bar að landi um kvöldið kom hann ásamt fleimm niður á bryggjuna og fagnaði okkur ákaflega því hann hefur eflaust talið okkur úr helju heimta. Þennan sama dag fórst svo bátur frá Súðavík og með honum 5 menn,“ sagði Sigurmundur. „En það einkennilega við þetta er svo það að Agúst fer með Þormóði í ferðina suður og það fundust ein- ungis 5 lík þeirra sem vom héðan," bætti Sigurmundur við. Skipverjar töldu skipið liðónýtt Þeir bræður, Garðar og Sigur- mundur, tóku nú til við í sameiningu að rifja upp annan atburð sem átti sér stað um lflrt leyti. „Þannig var að hér var við biyggjuna stálbátur, ég man ekki lengur hvaða bátur það var, en hann var á leið suður og með honum ætluðu nokkrir menn að fá sér far,“ sagði Garðar. „Þeir vom fjórir, þeir Bjami Péturs- son, Gísli Kristjánsson, Karl Eiríks- son og Óskar Jónsson," sagði Sigurmundur. „Þeir vom komnir um borð í stálskipið með farangur- inn en þegar þeir líta ofan í lúkarinn líst þeim einhverra hluta vegna ekkert á blikuna og hverfa frá borði,“ sagði Sigurmundur. „Þeir höfðu þá frétt að Esjan ætti að koma hingað inn og vildu frekar fara með henni suður en þessum bát sem þeir vom komnir um borð í. Þeir fómst síðan allir með Þor- móði. Ég man svo greinilega hvemig þetta gerðist því ég mætti frænda okkar, honum Bjama, sfðar þennan sama dag, og ég man að hann sagði mér þá frá þessu og þá kom yfír mig svo einkennileg til- fínning; mér fór að líða illa og fannst eins og þeir hefðu betur far- ið með stálbátnum," sagði Sigur- mundur. Hann rifjaði síðan upp þá er hann fór með Þormóði árið áður sem mM\ nr nnrnr Y 7 0) 1 R; I l UUl i\j J Marinó Magnússon. TitQblað minningabókar er aðstandendur þeirra er fórust frá BQdud- al iétu gera. 1 bókinni eru myndir af öllum þeim sem fórust með Þormóði ásamt stuttu áviágripi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.