Morgunblaðið - 13.06.1987, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1987
49
Minning:
Sigríður Stefáns-
dóttirfrá Móskógum
Kveðjuorð:
ísey Skaftadóttir
Fædd21.júní 1895
Dáin 2.júní 1987
Þeir atburðir, er snerta mig djúpt
á ég bágt að koma orðum að með
þeim hætti, er ég frekast vildi.
Minning liðinna ára brýst nú fram
og ótal atvik koma í hug minn og
verða ljóslifandi þennan júnímorgun
er ég frétti lát föðursystur minnar,
Sigríðar Stefánsdóttur frá Móskóg-
um, sem lést á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri á tíðræðisaldri.
Hafði hún átt um langa hríð við
vanheilsu að stríða og beið þar að-
gerðar er hvíldin, sem var nú
kærkomin, veitti henni lausn frá
frekari þjáningum.
Löng og merk saga liggur að
baki hennar ævistarfí, sem hin
norðlenska byggð mun varðveita.
Saga, sem heimili hennar og afkom-
endur mörkuðu og skópu í sfldar-
bænum Siglufírði allt frá fyrstu
tugum þessarar aldar fram á henn-
ar lokadag og gera enn. Um slíkan
þjóðfélagsþegn, sem unni sínu
byggðarlagi af heilum hug í tæp-
lega eina öld, mætti rita langt mál,
sem ég veit að aðrir mér færari
gera.
Þessar fáu línur eiga að færa
henni kveðju og þakklæti fyrir holl-
ustu og velvilja á uppvaxtarárum
mínum norður á henni Þormóðseyri
svo og fyrir allt er hún varð foreldr-
um mínura á þeirra æviskeiði.
Á uppvaxtarárum, þegar hug-
mjmdir unglingsins fæðast og verða
að veruleika eru þær oft misskildar
að hans mati. Við vildum sigra
heiminn á einni nóttu á þessu ári,
oft í andstöðu við foreldra og vini.
Þessi uppvaxtarár eru mér kær,
þrátt fyrir vonbrigði á stundum.
Þegar slíkir hlutir gerðust, sem kom
oft fyrir, leitaði ég á náðir frænku
minnar. Þar átti ég ávallt þann
bakhjarl, sem aldrei brást en hlust-
aði og veitti ráðleggingar. Á þessum
árum var ég oft um lengri og
skemmri tíma á heimili hennar og
þegar ég lít til baka er það ómetan-
legt að hafa átt slíkan hollvin, sem
hún var.
Nú að leiðarlokum er margs að
minnast. Fátt eitt verður þó talið
meir en orðið er. Minning Sigríðar
lifír í huga mínum og verður mér
ávallt hollt veganesti þar til við
sjáumst á sólarströnd.
Það er sorg á sumardegi. Kirkju-
klukkur kveðja með óm sínum
góðan o g sannan Siglfirðing.
Frænka mín horfir yfír bæinn og
sér hvemig hann hefur breyst úr
lítilli sveit í öflugt bæjarfélag. Fólk-
ið er brosandi og glatt — og enn
hittist hin siglfírska æska uppí
Hvanneyrarskál og undir Hóls-
hymu.
Skjöldur Stefánsson
Einn elsti íbúi Siglufjarðar,
Sigríður Stefánsdóttir frá Móskóg-
um, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri að kvöldi þriðjudags 2.
júní sl., tæplega 92 ára að aldri.
Fullveldisárið 1918, sama ár og
Siglufjörður fékk kaupstaðarrétt-
indi, gengu þau í hjónaband
Skagfírðingurinn Sigríður Stefáns-
dóttir og Þingeyingurinn Friðbjörn
Níelsson. Þau hófu búskap í sfldar-
bænum Siglufírði, sem þá var í
ömm vexti. Þau komu ríkulega við
siglfírska sögu næstu áratugina.
Sigríður fæddist 21. júní 1895,
dóttir hjónanna Margrétar Kjart-
ansdóttur og Stefáns Jóhannssonar,
sem lengi bjuggu að Móskógum í
Fljótum í Skagafírði. Stefán var
formaður, sem kallað var, á há-
karla- og bolfískveiðum og oddviti
Fljótamanna um árabil.
Margrét, móðir Sigríðar, var
Kjartansdóttir, bónda á Hrauni í
Sléttuhlíð, Jónssonar bónda á sama
stað Þórðarsonar bónda að Hallgils-
stöðum í Eyjafírði. Kona Kjartans
var sigríður Stefánsdóttir, ættuð
úr Svarfaðardal. Sigríður var því
alnafna ömmu sinnar.
Stefán, faðir Sigríðar, var Jó-
hannsson, Jónssonar, bónda að
Bakka, Jónssonar bónda að Stein-
hóli. Kona Stefáns og amma Sigríð-
ar var Soffía Jónsdóttir, Finnssonar
bónda að Gmnd í Þorvaldsdal í
Eyjafírði. Móðir Soffíu var Jómnn
Þorsteinsdóttir _ Hallgrímssonar
prests í Stóra-Árskógi. Jómnn var
hálfsystir séra Hallgríms föður góð-
skáldsins Jónasar Hallgrímssonar.
Sigríður Stefánsdóttir ólst upp í
Fljótum, einni sumarfegurstu sveit
landsins, þar sem grös koma græn
undan vetrarsnjóum, en flutti ung
að ámm til Siglufjarðar. Þar geng-
ur hún, sem fyrr segir, í hjónaband
með Friðbimi Níelssyni árið 1918.
Friðbjöm var fæddur að Hallandi á
Svalbarðsströnd 1887. Faðir Frið-
bjamar var Níels Friðbjamarson,
bóndi á Hallandi, Níelssonar bónda
á sama stað, Sigurðssonar söðla-
smiðs að Brekku í Kaupvangssveit.
Móðir Friðbjamar var Ánna Bjöms-
dóttir, bónda á Svertingsstöðum,
Guðmundssonar bónda á sama stað,
Jóhannessonar bónda í Grenivík.
Sigríður og Friðbjöm settu svip
sinn á Siglufjörð um langan aldur.
Friðbjöm var skósmiður að mennt
og hóf atvinnurekstur í þeirri grein,
en færði fljótt út kvíar, rak bóksölu
og verslun lengi, prentsmiðju um
tíma, sinnti bæði bóka- og blaða-
útgáfu og margskonar félagsmála-
starfí. Hann sat í hreppsnefnd
Hvanneyrarhrepps, áður en Siglu-
fjörður fékk kaupstaðarréttindi, og
hlaut kjör í fyrstu bæjarstjómina
1918 og sinnti sveitarstjómarmál-
um lengi. Síðari hluta starfsævi
sinnar var hann bæjargjaldkeri í
Siglufirði. Það segir sig sjálft að
hin fjölþættu störf Friðbjamar fóm
ekki fram hjá húsmóðurinni, sem
hafði fjölmennt heimili á sinni
könnu.
Þeim hjónum varð sex bama
auðið. Þau eru Níels, bankamaður,
Kjartan, kaupsýslumaður, Anna
Margrét, umboðsmaður Olís í Vest-
mannaeyjum, Stefán, blaðamaður,
Kolbeinn, lengi formaður Vöku í
Siglufirði og Jóhann Bragi, af-
greiðslumaður. Tveir sona þeirra,
Stefán og Kolbeinn, vom um langt
árabil bæjarfulltrúar í Siglufírði, og
sá fyrmefndi bæjarstjóri
1966-1974. Öll eiga bömin afkom-
endur svo ættbogi þeirra hjóna er
stór orðinn.
Sigríður, tengdamóðir mín, var
bókelsk, víðlesin og fjölfróð. Hún
bjó að miklum bókmenntaáhuga.
Kunni góð skil á ljóðlist, einkum
eldri höfunda, og var sannkallaður
ljóðabmnnur.
Sigríður mætti, eins og fleiri,
bæði blíðu og stríðu í lífí sínu. Hún
lifði fjölbreytilega tíma sem færðu
henni mikla lífsrejmslu og jafnframt
víðsýni og umburðarlyndi og skiln-
ing á tilvemnni. Hún náði háum
aldri og var alla tíð andlega em.
Líkamlegt þrek var þó löngu þrotið
og síðustu misseri og ár vom henni
heilsufarslega erfíð. Hvfldin var því
ekki óvelkomin.
Mörg hin síðarí ár dvaldi Sigríður
hjá elsta syni sínum, Níelsi, og konu
hans, Margréti Guðleifsdóttur, og
bjó að umönnun og hlýju. Við að-
standendur Sigríðar stöndum í
mikilli þakkarskuld við Margréti og
Níels fyrir allt sem þau vom henni.
Hún var þeim einlæglega þakklát
fyrir tryggð þeirra og trúmennsku.
Með Sigríði frá Móskógum er
gengin góð og merk kona, sem
þeir mátu mest er þekktu hana
best. Hún og Siglufjörður áttu
dygga samleið á blómaskeiði
beggja. Siglfírðingar horfa nú á bak
einum sínum elsta samborgara, sem
geymdi í minni bróðurpartinn af
sögu kaupstaðarins.
Minning hennar lifír, björt og
hlý, í hugum vina og vandamanna.
Þorgerður Sigurgeirsdóttir
Fædd 13. mars 1911
Dáin6.júní 1987
Nú þegar tengdamóðir mín er
öll langar mig til að minnast henn-
ar með örfáum orðum. Hún fæddist
13. mars 1911 á Suður-Fossi í Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Foreldrar
hennar voru þau Margrét Jóns-
dóttir og Skafti Gíslason. Hún var
ein af 13 systkinum, þar af eru
þrjár hálfsystur. ísey ólst ekki upp
í foreldrahúsum. Þegar hún var
aðeins tveggja mánaða gömul fór
frændi hennar, Heiðmundur Hjalta-
son, á Suðurgötum í V-Skaftafells-
sýslu fram á að ala hana upp og
ganga henni í föðurstað. Það var
veitt með einu skilyrði en það var,
að faðir hennar, Skafti, fengi að
ráða nafni hennar. Ólst hún því upp
hjá frænda sínum, Heiðmundi, og
sambýliskonu hans, Gunnvöru Guð-
mundsdóttur. Henni leið vel í
Suðurgötum og hafði nóg að bíta
og brenna á uppvaxtarárum sínum.
Á unglingsárunum t.d. stundaði
hún sjóróðra, seig í björg og gekk
á fjöll og kom þá fram hinn mikli
náttúruunnandi, er bjó í henni.
Árið 1934 giftist hún Sigurmundi
Runólfssyni, frá Hausthúsum á
Stokkseyri. Eignuðust þau 5 syni
en misstu einn þeirra á unga aldri,
er Sólólfur hét. Eftirlifandi böm
hennar eru: Heiðmundur, Ingólfur,
Arnar og Guðjón Róbert og em
þeir allir búsettir í Vestmannaeyj-
um. ísey misstí mann sinn 16.
febrúar 1974. Árið 1969 hófust
kynni okkar íseyjar. Var hún afar
sérstök kona og skar sig úr fjöldan-
um. Fyrir það eitt þykir mér svo
vænt um að hafa fengið tækifæri
til að kynnast þessum sterka per-
sónuleika. Hún var heilsuhraust alla
ævi, nema hin þijú síðustu árin er
heilsu hennar fór að hraka, þótt
hún sjálf færi hljótt með það. Hún
var frekar dul, en gjafmild og greið-
vikin og mátti aldrei neitt aumt sjá.
Hún hélt ætíð sinu striki, var reglu-
söm á vín og tóbak allt sitt líf.
Böm hennar og bamaböm vom
hennar líf og yndi. Hún var stolt
af ætt sinni og lét það óspart í ljós
á mannamótum. Hún var mjög
ættfróð og gat rakið ætt sína aftur
til 16. aldar.
Ég þakka elsku ísey þær stundir
sem við áttum saman, og allan þann
tíma sem hún gaf bömum mínum,
sögumar sem hún sagði þeim af
álfum og huldufólki, sem hún trúði
sjálf að væm til og byggju allt í
kringum okkur.
Ég vil að leiðarlokum kveðja ást-
kæra tengdamóður mfna með
innilegum þökkum fyrir vináttu
hennar og góðvild í garð fjölskyldu
minnar. _
Hafí ísey þökk fyrir öll sín spor.
Það besta sem ætt hennar hefur
fengið í arf er endurminning um
fagurt starf hennar.
Svanhildur Gísladóttir.
NI5SAN BLUEBIRD
Til afgreiðslu strax
Til afgreiðslu strax
Eigum fyrirliggjandi Bluebird SLX 2D
með vökvastýri og lúxusinnréttingum
BÍLASÝNING
B|l laugardag og sunnudag kl. 14-17.
^ lH ^
Jk' 1957-1987^1/
% 30 í
Verið velkomin - Alltaf heitt á könnunni
MINGVAR HELGASON HF.
Synmci.KSiilnrinn R.uid.uiorrti, simi 33560
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargrcinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjóm blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.